1Þegar ófriðurinn milli Sáls húss og Davíðs húss tók að gjörast langvinnur, þá efldist Davíðs hús meir og meir, en Sáls húsi hnignaði meir og meir.
1Now there was long war between the house of Saul and the house of David: and David grew stronger and stronger, but the house of Saul grew weaker and weaker.
2Davíð fæddust synir í Hebron: Frumgetinn sonur hans var Amnon, með Akínóam frá Jesreel.
2To David were sons born in Hebron: and his firstborn was Amnon, of Ahinoam the Jezreelitess;
3Annar sonur hans var Kíleab, með Abígail, er átt hafði Nabal í Karmel, hinn þriðji Absalon, sonur Maöku, dóttur Talmaí, konungs í Gesúr,
3and his second, Chileab, of Abigail the wife of Nabal the Carmelite; and the third, Absalom the son of Maacah the daughter of Talmai king of Geshur;
4hinn fjórði Adónía, sonur Haggítar, hinn fimmti Sefatja, sonur Abítalar,
4and the fourth, Adonijah the son of Haggith; and the fifth, Shephatiah the son of Abital;
5og hinn sjötti Jitream, með Eglu, konu Davíðs. Þessir fæddust Davíð í Hebron.
5and the sixth, Ithream, of Eglah, David’s wife. These were born to David in Hebron.
6Meðan ófriðurinn stóð milli Sáls húss og Davíðs húss, var Abner öflugur fylgismaður Sáls húss.
6It happened, while there was war between the house of Saul and the house of David, that Abner made himself strong in the house of Saul.
7Sál hafði átt hjákonu, er Rispa hét og var Ajasdóttir. Og Ísbóset, sonur Sáls, sagði við Abner: ,,Hví hefir þú gengið í eina sæng með hjákonu föður míns?``
7Now Saul had a concubine, whose name was Rizpah, the daughter of Aiah: and Ishbosheth said to Abner, “Why have you gone in to my father’s concubine?”
8Abner reiddist mjög orðum Ísbósets og mælti: ,,Er ég sá hundshaus, að ég haldi með Júda? Enn í dag auðsýni ég elsku húsi Sáls, föður þíns, vandamönnum hans og vinum, og ég hefi ekki framselt þig í hendur Davíðs, og þó ásakar þú mig í dag um konumál.
8Then was Abner very angry for the words of Ishbosheth, and said, “Am I a dog’s head that belongs to Judah? Today I show kindness to the house of Saul your father, to his brothers, and to his friends, and have not delivered you into the hand of David; and yet you charge me this day with a fault concerning this woman!
9Guð gjöri mér það, er hann vill, nú og síðar: Eins og Drottinn hefir svarið Davíð, svo skal ég við hann gjöra:
9God do so to Abner, and more also, if, as Yahweh has sworn to David, I don’t do even so to him;
10flytja konungdóminn frá húsi Sáls og reisa hásæti Davíðs yfir Ísrael og Júda, frá Dan til Beerseba.``
10to transfer the kingdom from the house of Saul, and to set up the throne of David over Israel and over Judah, from Dan even to Beersheba.”
11Hinn gat ekki svarað Abner einu orði af hræðslu við hann.
11He could not answer Abner another word, because he feared him.
12Þá gjörði Abner sendimenn á fund Davíðs í Hebron með þessa orðsending: ,,Hvers er landið?`` Og: ,,Gjör þú sáttmála við mig, þá mun ég veita þér fulltingi til að snúa öllum Ísrael til fylgis við þig.``
12Abner sent messengers to David on his behalf, saying, “Whose is the land?” and saying, “Make your alliance with me, and behold, my hand shall be with you, to bring all Israel around to you.”
13Davíð svaraði: ,,Gott og vel, ég vil gjöra sáttmála við þig. En eins krefst ég af þér: Þú skalt ekki líta ásjónu mína fyrr en þú færir mér Míkal, dóttur Sáls, þá er þú kemur til þess að líta ásjónu mína.``
13He said, “Good; I will make a treaty with you; but one thing I require of you. That is, you shall not see my face, unless you first bring Michal, Saul’s daughter, when you come to see my face.”
14Og Davíð gjörði sendimenn á fund Ísbósets, sonar Sáls, með þá orðsending: ,,Fá mér konu mína Míkal, er ég festi mér fyrir hundrað filistayfirhúðir.``
14David sent messengers to Ishbosheth, Saul’s son, saying, “Deliver me my wife Michal, whom I pledged to be married to me for one hundred foreskins of the Philistines.”
15Þá sendi Ísbóset og lét taka hana frá manni hennar, Paltíel Laíssyni.
15Ishbosheth sent, and took her from her husband, even from Paltiel the son of Laish.
16Og maður hennar fylgdi henni með miklum gráti til Bahúrím. Þá sagði Abner við hann: ,,Farðu nú heim aftur!`` Fór hann þá aftur heim.
16Her husband went with her, weeping as he went, and followed her to Bahurim. Then Abner said to him, “Go! Return!” and he returned.
17Abner hafði átt tal við öldunga Ísraels og sagt: ,,Þér hafið þegar fyrir löngu æskt þess, að Davíð yrði konungur yðar.
17Abner had communication with the elders of Israel, saying, “In times past, you sought for David to be king over you.
18Látið nú af því verða, því að Drottinn hefir sagt við Davíð: ,Fyrir hönd Davíðs, þjóns míns, mun ég frelsa lýð minn Ísrael af hendi Filista og af hendi allra óvina þeirra.```
18Now then do it; for Yahweh has spoken of David, saying, ‘By the hand of my servant David, I will save my people Israel out of the hand of the Philistines, and out of the hand of all their enemies.’”
19Abner kom og að máli við Benjamíníta. Því næst hélt Abner á fund Davíðs í Hebron til þess að segja honum frá, hversu Ísrael og allt Benjamíns hús vildi allt vera láta.
19Abner also spoke in the ears of Benjamin: and Abner went also to speak in the ears of David in Hebron all that seemed good to Israel, and to the whole house of Benjamin.
20En er Abner kom til Davíðs í Hebron og með honum tveir tigir manna, þá gjörði Davíð Abner veislu og mönnunum, sem með honum voru.
20So Abner came to David to Hebron, and twenty men with him. David made Abner and the men who were with him a feast.
21Þá sagði Abner við Davíð: ,,Ég vil taka mig til og fara og safna öllum Ísrael utan um herra minn, konunginn, til þess að þeir gjöri sáttmála við þig, og þú verðir konungur yfir öllum þeim, sem þín sála girnist.`` Síðan lét Davíð Abner burt fara í friði.
21Abner said to David, “I will arise and go, and will gather all Israel to my lord the king, that they may make a covenant with you, and that you may reign over all that your soul desires.” David sent Abner away; and he went in peace.
22Rétt í þessu komu menn Davíðs og Jóab heim úr ránsferð, og fluttu þeir með sér mikið herfang. En Abner var þá ekki hjá Davíð í Hebron, því að hann hafði látið hann í burt fara í friði.
22Behold, the servants of David and Joab came from a foray, and brought in a great spoil with them: but Abner was not with David in Hebron; for he had sent him away, and he was gone in peace.
23Þegar Jóab nú kom og allur herinn, sem með honum var, færðu menn Jóab þessi tíðindi: ,,Abner Nersson kom hingað á konungs fund, og hann lét hann fara aftur burt í friði.``
23When Joab and all the army who was with him had come, they told Joab, saying, Abner the son of Ner came to the king, and he has sent him away, and he is gone in peace.
24Þá gekk Jóab fyrir konung og mælti: ,,Hvað hefir þú gjört? Abner hefir komið hingað til þín! Hví lést þú hann frjálsan í brott fara?
24Then Joab came to the king, and said, “What have you done? Behold, Abner came to you. Why is it that you have sent him away, and he is quite gone?
25Veistu ekki, að Abner Nersson hefir komið til þess að fleka þig og til þess að verða vísari um hátterni þitt og fá vitneskju um allt, sem þú hefir fyrir stafni?``
25You know Abner the son of Ner, that he came to deceive you, and to know your going out and your coming in, and to know all that you do.”
26Og er Jóab var genginn út frá Davíð, þá sendi hann menn eftir Abner, og þeir komu með hann aftur frá Sírabrunni. Davíð vissi ekki af þessu.
26When Joab had come out from David, he sent messengers after Abner, and they brought him back from the well of Sirah; but David didn’t know it.
27En er Abner var aftur kominn til Hebron, veik Jóab honum á eintal afsíðis í borgarhliðinu og lagði hann þar í kviðinn, svo að hann beið bana af _ til hefnda fyrir víg Asahels bróður síns.
27When Abner was returned to Hebron, Joab took him aside into the midst of the gate to speak with him quietly, and struck him there in the body, so that he died, for the blood of Asahel his brother.
28En er Davíð síðar frétti það, sagði hann: ,,Saklaus er ég og mitt ríki fyrir Drottni að eilífu af blóði Abners Nerssonar!
28Afterward, when David heard it, he said, “I and my kingdom are guiltless before Yahweh forever of the blood of Abner the son of Ner.
29Komi það yfir höfuð Jóabs og yfir alla ætt hans! Aldrei verði í ætt Jóabs þeirra vant, er rennsli hafa og líkþráir eru, sem ganga við hækju, falla fyrir sverði eða vantar brauð!``
29Let it fall on the head of Joab, and on all his father’s house. Let there not fail from the house of Joab one who has an issue, or who is a leper, or who leans on a staff, or who falls by the sword, or who lacks bread.”
30En Jóab og Abísaí bróðir hans myrtu Abner, af því að hann hafði drepið Asahel bróður þeirra hjá Gíbeon í bardaga.
30So Joab and Abishai his brother killed Abner, because he had killed their brother Asahel at Gibeon in the battle.
31Og Davíð sagði við Jóab og allt fólkið, sem hjá honum var: ,,Rífið klæði yðar og gyrðist hærusekk og gangið kveinandi fyrir Abner!`` En Davíð konungur gekk á eftir líkbörunum.
31David said to Joab, and to all the people who were with him, Tear your clothes, and clothe yourselves with sackcloth, and mourn before Abner. King David followed the bier.
32Og þeir jörðuðu Abner í Hebron, og hóf þá konungur grát við gröf Abners, og allur lýðurinn grét líka.
32They buried Abner in Hebron: and the king lifted up his voice, and wept at the grave of Abner; and all the people wept.
33Og konungur orti þessi sorgarljóð eftir Abner: Varð þá Abner að deyja dauða guðleysingjans?
33The king lamented for Abner, and said, “Should Abner die as a fool dies?
34Hendur þínar voru ekki bundnar, og fætur þínir voru ekki fjötraðir. Þú ert fallinn, eins og menn falla fyrir níðingum. Þá grét allur lýðurinn enn meira yfir honum.
34Your hands were not bound, nor your feet put into fetters. As a man falls before the children of iniquity, so you fell.” All the people wept again over him.
35Allur lýðurinn kom og vildi fá Davíð til að neyta matar meðan enn var dagur, en Davíð sór og mælti: ,,Guð láti mig gjalda þess nú og síðar, ef ég smakka brauð eða nokkuð annað fyrir sólarlag.``
35All the people came to cause David to eat bread while it was yet day; but David swore, saying, “God do so to me, and more also, if I taste bread, or anything else, until the sun goes down.”
36Allur lýðurinn tók eftir því og líkaði þeim það vel. Reyndar líkaði öllum lýðnum vel allt það, sem konungurinn gjörði.
36All the people took notice of it, and it pleased them; as whatever the king did pleased all the people.
37Og allt fólkið og allur Ísrael sannfærðist um það á þeim degi, að konungur væri ekki valdur að vígi Abners Nerssonar.
37So all the people and all Israel understood that day that it was not of the king to kill Abner the son of Ner.
38Konungur mælti og við menn sína: ,,Vitið þér ekki, að höfðingi og mikill maður er í dag fallinn í Ísrael?En ég má mín enn lítils, þótt ég sé smurður til konungs, og þessir menn, Serújusynir, eru mér yfirsterkari. Drottinn gjaldi þeim, sem níðingsverkið hefir unnið, svo sem hann á skilið fyrir níðingsverk sitt!``
38The king said to his servants, “Don’t you know that there a prince and a great man has fallen this day in Israel?
39En ég má mín enn lítils, þótt ég sé smurður til konungs, og þessir menn, Serújusynir, eru mér yfirsterkari. Drottinn gjaldi þeim, sem níðingsverkið hefir unnið, svo sem hann á skilið fyrir níðingsverk sitt!``
39I am this day weak, though anointed king; and these men the sons of Zeruiah are too hard for me. May Yahweh reward the evildoer according to his wickedness.”