1Nú segir frá því, að Absalon sonur Davíðs átti fríða systur, sem hét Tamar, og Amnon sonur Davíðs felldi hug til hennar.
1It happened after this, that Absalom the son of David had a beautiful sister, whose name was Tamar; and Amnon the son of David loved her.
2Og Amnon píndist svo, að hann varð sjúkur út af Tamar, systur sinni, því að hún var mey, og Amnon virtist eigi unnt að gjöra henni neitt.
2Amnon was so troubled that he fell sick because of his sister Tamar; for she was a virgin; and it seemed hard to Amnon to do anything to her.
3En Amnon átti vin, sem Jónadab hét, sonur Símea, bróður Davíðs. Jónadab þessi var mjög kænn maður.
3But Amnon had a friend, whose name was Jonadab, the son of Shimeah, David’s brother; and Jonadab was a very subtle man.
4Og hann sagði við Amnon: ,,Hví megrast þú svo, konungsson, dag frá degi? Viltu ekki segja mér það?`` Amnon sagði við hann: ,,Ég felli hug til Tamar, systur Absalons bróður míns.``
4He said to him, “Why, son of the king, are you so sad from day to day? Won’t you tell me?” Amnon said to him, “I love Tamar, my brother Absalom’s sister.”
5Þá sagði Jónadab við hann: ,,Leggst þú í rekkju og lát sem þú sért sjúkur, og þegar faðir þinn kemur til þess að vitja um þig, þá skaltu segja við hann: ,Lát Tamar systur mína koma og gefa mér að eta. Ef hún byggi til matinn fyrir augum mér, svo að ég gæti horft á, þá mundi ég eta úr hendi hennar.```
5Jonadab said to him, “Lay down on your bed, and pretend to be sick. When your father comes to see you, tell him, ‘Please let my sister Tamar come and give me bread to eat, and dress the food in my sight, that I may see it, and eat it from her hand.’”
6Síðan lagðist Amnon og lést vera sjúkur. En er konungur kom að vitja um hann, sagði Amnon við konung: ,,Lát Tamar systur mína koma og gjöra tvær kökur að mér áhorfandi, svo að ég megi eta þær úr hendi hennar.``
6So Amnon lay down and faked being sick. When the king came to see him, Amnon said to the king, “Please let my sister Tamar come, and make me a couple of cakes in my sight, that I may eat from her hand.”
7Þá sendi Davíð boð heim til Tamar og lét segja henni: ,,Far þú í hús Amnons bróður þíns og matreið handa honum.``
7Then David sent home to Tamar, saying, “Go now to your brother Amnon’s house, and prepare food for him.”
8Þá gekk Tamar í hús Amnons bróður síns, en hann lá í rúminu. Og hún tók deig og hnoðaði og gjörði úr því kökur að honum áhorfandi og bakaði kökurnar.
8So Tamar went to her brother Amnon’s house; and he was laid down. She took dough, and kneaded it, and made cakes in his sight, and baked the cakes.
9Og hún tók pönnuna og steypti úr henni frammi fyrir honum, en hann vildi ekki eta. Og Amnon mælti: ,,Látið alla ganga út frá mér.`` Og allir gengu út frá honum.
9She took the pan, and poured them out before him; but he refused to eat. Amnon said, “Have all men leave me.” Every man went out from him.
10Þá sagði Amnon við Tamar: ,,Kom þú með matinn inn í svefnhúsið, svo að ég megi eta úr hendi þinni.`` Og Tamar tók kökurnar, sem hún hafði gjört, og færði Amnon bróður sínum inn í svefnhúsið.
10Amnon said to Tamar, “Bring the food into the room, that I may eat from your hand.” Tamar took the cakes which she had made, and brought them into the room to Amnon her brother.
11En er hún rétti honum þær að eta, þreif hann til hennar og sagði við hana: ,,Kom þú og leggst með mér, systir mín!``
11When she had brought them near to him to eat, he took hold of her, and said to her, “Come, lie with me, my sister!”
12En hún sagði við hann: ,,Nei, bróðir minn, svívirð mig eigi, því að slíkt viðgengst ekki í Ísrael. Frem þú eigi slíka óhæfu.
12She answered him, “No, my brother, do not force me! For no such thing ought to be done in Israel. Don’t you do this folly.
13Og hvað ætti ég af mér að gjöra með vansæmd mína? Og þú mundir talinn eitt hið versta varmenni í Ísrael. Tala þú heldur við konung, því að hann mun ekki synja þér um mig.``
13I, where would I carry my shame? And as for you, you will be as one of the fools in Israel. Now therefore, please speak to the king; for he will not withhold me from you.”
14En hann vildi ekki hlýða orðum hennar, heldur lét hana kenna aflsmunar og nauðgaði henni og lagðist með henni.
14However he would not listen to her voice; but being stronger than she, he forced her, and lay with her.
15En síðan fékk Amnon mjög mikla óbeit á henni, svo að hin mikla óbeit, er hann hafði á henni, var meiri en ástin, sem hann hafði haft á henni. Og Amnon sagði við hana: ,,Statt upp og haf þig á burt.``
15Then Amnon hated her with exceeding great hatred; for the hatred with which he hated her was greater than the love with which he had loved her. Amnon said to her, “Arise, be gone!”
16Þá sagði hún við hann: ,,Nei, bróðir minn, því að þetta væri enn meira vonskuverk en það, er þú hefir á mér framið, að senda mig nú burt.`` En hann vildi ekki hlýða orðum hennar.
16She said to him, “Not so, because this great wrong in sending me away is worse than the other that you did to me!” But he would not listen to her.
17Og hann kallaði á svein sinn, er þjónaði honum, og mælti: ,,Kom þessari konu burt frá mér út á götuna, og lokaðu dyrunum á eftir henni.``
17Then he called his servant who ministered to him, and said, “Put now this woman out from me, and bolt the door after her.”
18En hún var í dragkyrtli, því að svo voru fyrrum konungsdætur klæddar, meðan þær voru meyjar. Og þjónn hans fór með hana út á götuna og lokaði dyrunum á eftir henni.
18She had a garment of various colors on her; for with such robes were the king’s daughters who were virgins dressed. Then his servant brought her out, and bolted the door after her.
19Þá jós Tamar mold yfir höfuð sér og reif sundur dragkyrtilinn sem hún var í, lagði síðan hönd á höfuð sér og gekk hljóðandi burt.
19Tamar put ashes on her head, and tore her garment of various colors that was on her; and she laid her hand on her head, and went her way, crying aloud as she went.
20Og Absalon bróðir hennar sagði við hana: ,,Hefir Amnon bróðir þinn verið með þér? Þegi þú nú, systir mín, hann er bróðir þinn. Láttu þetta ekki á þig fá.`` Og Tamar dvaldi ein og yfirgefin í húsi Absalons bróður síns.
20Absalom her brother said to her, “Has Amnon your brother been with you? But now hold your peace, my sister. He is your brother. Don’t take this thing to heart.” So Tamar remained desolate in her brother Absalom’s house.
21Þegar Davíð konungur frétti allt þetta, varð hann reiður mjög, en hann vildi eigi hryggja Amnon son sinn, því að hann elskaði hann, af því að hann var frumgetningur hans.
21But when king David heard of all these things, he was very angry.
22En Absalon mælti eigi orð við Amnon, hvorki illt né gott, því að Absalon hataði Amnon fyrir það, að hann hafði svívirt Tamar systur hans.
22Absalom spoke to Amnon neither good nor bad; for Absalom hated Amnon, because he had forced his sister Tamar.
23Tveimur árum síðar bar svo við, að Absalon lét klippa sauði sína í Baal Hasór, sem er hjá Efraím, og bauð hann til öllum sonum konungs.
23It happened after two full years, that Absalom had sheepshearers in Baal Hazor, which is beside Ephraim: and Absalom invited all the king’s sons.
24Absalon gekk og fyrir konung og mælti: ,,Sjá, þjónn þinn lætur nú klippa sauði sína, og bið ég að konungurinn og þjónar hans komi með þjóni þínum.``
24Absalom came to the king, and said, “See now, your servant has sheepshearers. Please let the king and his servants go with your servant.”
25En konungur sagði við Absalon: ,,Nei, sonur minn, eigi skulum vér allir fara, svo að vér gjörum þér eigi átroðning.`` Og þótt Absalon legði að honum, vildi hann ekki fara, en bað hann vel fara.
25The king said to Absalom, “No, my son, let us not all go, lest we be burdensome to you.” He pressed him; however he would not go, but blessed him.
26Þá sagði Absalon: ,,Fyrst þú vilt ekki fara, þá leyf þú að Amnon bróðir minn fari með oss.`` Konungur svaraði honum: ,,Hví skal hann með þér fara?``
26Then Absalom said, “If not, please let my brother Amnon go with us.” The king said to him, “Why should he go with you?”
27En Absalon lagði fast að honum. Lét hann þá Amnon fara með honum og alla konungssonu. Absalon gjörði veislu, svo sem konungsveisla væri.
27But Absalom pressed him, and he let Amnon and all the king’s sons go with him.
28Og hann lagði svo fyrir sveina sína: ,,Gefið gætur, þegar Amnon gjörist hreifur af víninu og ég segi við yður: ,Drepið Amnon!` _ þá skuluð þér vega hann. Óttist ekki, það er ég, sem lagt hefi þetta fyrir yður. Verið hugrakkir og sýnið karlmennsku.``
28Absalom commanded his servants, saying, “Mark now, when Amnon’s heart is merry with wine; and when I tell you, ‘Strike Amnon,’ then kill him. Don’t be afraid. Haven’t I commanded you? Be courageous, and be valiant!”
29Og sveinar Absalons gjörðu svo við Amnon sem Absalon hafði fyrir þá lagt. Þá spruttu allir synir konungs upp, stigu á bak múlum sínum og flýðu.
29The servants of Absalom did to Amnon as Absalom had commanded. Then all the king’s sons arose, and every man got up on his mule, and fled.
30Meðan þeir voru á leiðinni, kom sú fregn til konungs, að Absalon hefði drepið alla sonu konungs og að enginn þeirra væri eftir skilinn.
30It happened, while they were in the way, that the news came to David, saying, “Absalom has slain all the king’s sons, and there is not one of them left!”
31Þá stóð konungur upp og reif sundur klæði sín og lagðist á jörðu, og allir þjónar hans, þeir er stóðu umhverfis hann, rifu sundur klæði sín.
31Then the king arose, and tore his garments, and lay on the earth; and all his servants stood by with their clothes torn.
32Þá tók Jónadab, sonur Símea, bróður Davíðs, til máls og sagði: ,,Herra minn, hugsa þú ekki, að þeir hafi drepið alla hina ungu menn, sonu konungsins, því að Amnon einn er dauður, enda vissi á illt svipurinn, sem legið hefir um munn Absalons, síðan er Amnon nauðgaði Tamar systur hans.
32Jonadab, the son of Shimeah, David’s brother, answered, “Don’t let my lord suppose that they have killed all the young men the king’s sons; for Amnon only is dead; for by the appointment of Absalom this has been determined from the day that he forced his sister Tamar.
33Minn herra konungurinn láti þetta því eigi á sig fá og hugsi ekki, að allir synir konungsins séu dauðir. Nei, Amnon einn er dauður.``
33Now therefore don’t let my lord the king take the thing to his heart, to think that all the king’s sons are dead; for Amnon only is dead.”
34Absalon flýði. En er varðsveininum varð litið upp, sá hann margt manna koma ofan fjallið á veginum til Hórónaím. Varðmaðurinn kom og sagði konungi frá og mælti: ,,Ég sá menn koma af veginum til Hórónaím niður undan fjallinu.``
34But Absalom fled. The young man who kept the watch lifted up his eyes, and looked, and behold, many people were coming by way of the hillside behind him.
35Þá sagði Jónadab við konung: ,,Sjá, þar koma synir konungsins. Svo hefir allt til gengið, sem þjónn þinn sagði.``
35Jonadab said to the king, “Behold, the king’s sons are coming! It is as your servant said.”
36Og er hann hafði lokið máli sínu, sjá, þá komu synir konungs og grétu hástöfum. Konungur og þjónar hans tóku þá að gráta ákaflega.
36It happened, as soon as he had finished speaking, that behold, the king’s sons came, and lifted up their voice, and wept. The king also and all his servants wept bitterly.
37Absalon flýði og fór til Talmaí Ammíhúðssonar konungs í Gesúr. Og konungur harmaði son sinn alla daga.
37But Absalom fled, and went to Talmai the son of Ammihur, king of Geshur. David mourned for his son every day.
38Absalon flýði og fór til Gesúr og var þar í þrjú ár.En konungur þráði að fara til Absalons, því að hann hafði huggast látið yfir því, að Amnon var dáinn.
38So Absalom fled, and went to Geshur, and was there three years.
39En konungur þráði að fara til Absalons, því að hann hafði huggast látið yfir því, að Amnon var dáinn.
39King David longed to go forth to Absalom: for he was comforted concerning Amnon, since he was dead.