1Og er Jóab Serújuson sá, að Absalon var konungi enn hjartfólginn,
1Now Joab the son of Zeruiah perceived that the king’s heart was toward Absalom.
2þá sendi Jóab til Tekóa og lét sækja þangað vitra konu og sagði við hana: ,,Þú skalt láta sem þú sért harmþrungin og klæðast sorgarbúningi. Smyr þig ekki með olíu, heldur vertu eins og kona, er um langan tíma hefir syrgt látinn mann.
2Joab sent to Tekoa, and fetched there a wise woman, and said to her, “Please act like a mourner, and put on mourning clothing, please, and don’t anoint yourself with oil, but be as a woman who has mourned a long time for the dead.
3Gakk síðan fyrir konung og mæl til hans á þessa leið: _`` og Jóab lagði henni orð í munn.
3Go in to the king, and speak like this to him.” So Joab put the words in her mouth.
4Síðan gekk konan frá Tekóa fyrir konung, féll fram á ásjónu sína til jarðar og sýndi honum lotningu og mælti: ,,Hjálpa mér, konungur!``
4When the woman of Tekoa spoke to the king, she fell on her face to the ground, showed respect, and said, “Help, O king!”
5Konungur sagði við hana: ,,Hvað gengur að þér?`` Hún svaraði: ,,Æ, ég er ekkja og maður minn er dáinn.
5The king said to her, “What ails you?” She answered, “Truly I am a widow, and my husband is dead.
6Ambátt þín átti tvo sonu. Þeir urðu missáttir úti á akri og enginn var til að skilja þá. Laust þá annar þeirra bróður sinn og drap hann.
6Your handmaid had two sons, and they both fought together in the field, and there was no one to part them, but the one struck the other, and killed him.
7Sjá, þá reis öll ættin upp á móti ambátt þinni og sagði: ,Sel fram bróðurmorðingjann, og munum vér drepa hann fyrir líf bróður hans, er hann myrti, og tortíma erfingjanum um leið.` Og þann veg vilja þeir slökkva þann neista, sem mér er eftir skilinn, svo að maðurinn minn láti hvorki eftir sig nafn né niðja á jörðinni.``
7Behold, the whole family has risen against your handmaid, and they say, ‘Deliver him who struck his brother, that we may kill him for the life of his brother whom he killed, and so destroy the heir also.’ Thus they would quench my coal which is left, and would leave to my husband neither name nor remainder on the surface of the earth.”
8Og konungur sagði við konuna: ,,Far þú heim til þín. Skipa mun ég fyrir um mál þitt.``
8The king said to the woman, “Go to your house, and I will give a command concerning you.”
9En konan frá Tekóa sagði við konunginn: ,,Á mér hvíli sektin, minn herra konungur, og á ættfólki mínu, en konungurinn sé sýkn saka og hásæti hans.``
9The woman of Tekoa said to the king, “My lord, O king, the iniquity be on me, and on my father’s house; and the king and his throne be guiltless.”
10Þá sagði konungur: ,,Ef einhver segir eitthvað við þig, þá kom þú með hann til mín, og skal hann eigi framar áreita þig.``
10The king said, “Whoever says anything to you, bring him to me, and he shall not touch you any more.”
11Þá mælti hún: ,,Minnstu, konungur, Drottins, Guðs þíns, svo að hefnandinn gjöri ekki enn meira tjón, og þeir tortími ekki syni mínum.`` Hann svaraði: ,,Svo sannarlega sem Drottinn lifir, skal ekki eitt hár sonar þíns falla til jarðar.``
11Then she said, “Please let the king remember Yahweh your God, that the avenger of blood destroy not any more, lest they destroy my son.” He said, “As Yahweh lives, not one hair of your son shall fall to the earth.”
12Þá mælti konan: ,,Leyf þú ambátt þinni að tala eitt orð við þig, minn herra konungur!`` Hann svaraði: ,,Tala þú.``
12Then the woman said, “Please let your handmaid speak a word to my lord the king.” He said, “Say on.”
13Þá mælti konan: ,,Hvers vegna hefir þú slíkt í hyggju gegn Guðs lýð? Og fyrst konungurinn hefir kveðið upp þennan dóm, þá er hann sem sekur maður, þar sem hann lætur ekki útlaga sinn hverfa heim aftur.
13The woman said, “Why then have you devised such a thing against the people of God? For in speaking this word the king is as one who is guilty, in that the king does not bring home again his banished one.
14Því að deyja hljótum vér, og vér erum eins og vatn, sem hellt er á jörðina og eigi verður náð upp aftur, og Guð hrífur eigi burt líf þess manns, sem á það hyggur að láta ekki útlagann vera lengur útskúfaðan frá sér.
14For we must die, and are as water split on the ground, which can’t be gathered up again; neither does God take away life, but devises means, that he who is banished not be an outcast from him.
15En fyrir því er ég komin til þess að tala þessi orð við minn herra konunginn, að fólkið gjörði mig hrædda. Þá hugsaði ambátt þín með sér: ,Ég skal tala við konunginn. Má vera að konungurinn gjöri bón ambáttar sinnar.
15Now therefore seeing that I have come to speak this word to my lord the king, it is because the people have made me afraid: and your handmaid said, ‘I will now speak to the king; it may be that the king will perform the request of his servant.’
16Því að konungurinn mun gjöra þá bón ambáttar sinnar að frelsa hana af hendi mannsins, sem leitast við að afmá bæði mig og son minn úr arfleifð Guðs.`
16For the king will hear, to deliver his servant out of the hand of the man who would destroy me and my son together out of the inheritance of God.
17Þá hugsaði þerna þín með sjálfri sér: ,Orð míns herra konungsins skulu verða mér til fróunar, því að minn herra konungurinn líkist í því engli Guðs, að hann hlýðir á gott og illt.` Og Drottinn Guð þinn sé með þér.``
17Then your handmaid said, ‘Please let the word of my lord the king bring rest; for as an angel of God, so is my lord the king to discern good and bad. May Yahweh, your God, be with you.’”
18Þá svaraði konungur og sagði við konuna: ,,Leyn þú mig engu, er ég vil spyrja þig.`` Konan svaraði: ,,Tala þú, minn herra konungur!``
18Then the king answered the woman, “Please don’t hide anything from me that I ask you.” The woman said, “Let my lord the king now speak.”
19Þá mælti konungur: ,,Er ekki Jóab í ráðum með þér um allt þetta?`` Konan svaraði og sagði: ,,Svo sannarlega sem þú lifir, minn herra konungur, er eigi unnt að fara utan um nokkuð af því, sem minn herra konungurinn hefir sagt, hvorki til hægri né vinstri handar. Það var einmitt þjónn þinn Jóab, sem bauð mér þetta, og hann lagði þernu þinni öll þessi orð í munn.
19The king said, “Is the hand of Joab with you in all this?” The woman answered, “As your soul lives, my lord the king, no one can turn to the right hand or to the left from anything that my lord the king has spoken; for your servant Joab, he urged me, and he put all these words in the mouth of your handmaid;
20Jóab þjónn þinn hefir gjört þetta til þess að láta málið líta öðruvísi út, en herra minn jafnast við engil Guðs að visku, svo að hann veit allt, sem við ber á jörðinni.``
20to change the face of the matter has your servant Joab done this thing. My lord is wise, according to the wisdom of an angel of God, to know all things that are in the earth.”
21Þá sagði konungur við Jóab: ,,Gott og vel, ég skal gjöra það. Far þú og sæk þú sveininn Absalon.``
21The king said to Joab, “Behold now, I have done this thing. Go therefore, bring the young man Absalom back.”
22Þá féll Jóab fram á andlit sitt til jarðar og laut konungi og kvaddi hann og mælti: ,,Nú veit þjónn þinn, að ég hefi fundið náð í augum míns herra konungsins, þar sem konungurinn hefir látið að orðum þjóns síns.``
22Joab fell to the ground on his face, showed respect, and blessed the king. Joab said, “Today your servant knows that I have found favor in your sight, my lord, king, in that the king has performed the request of his servant.”
23Síðan lagði Jóab af stað og fór til Gesúr og hafði Absalon aftur heim með sér til Jerúsalem.
23So Joab arose and went to Geshur, and brought Absalom to Jerusalem.
24En konungur sagði: ,,Fari hann heim til sín, en fyrir mín augu skal hann ekki koma.`` Þá fór Absalon heim til sín og kom ekki fyrir augu konungs.
24The king said, “Let him return to his own house, but let him not see my face.” So Absalom returned to his own house, and didn’t see the king’s face.
25Í öllum Ísrael var enginn maður eins fríður og Absalon, og fór mikið orð af því. Frá hvirfli til ilja voru engin lýti á honum.
25Now in all Israel there was none to be so much praised as Absalom for his beauty: from the sole of his foot even to the crown of his head there was no blemish in him.
26Og þegar hann lét skera hár sitt, _ en hann lét jafnan skera það á árs fresti, af því að það varð honum svo þungt, að hann hlaut að láta skera það _, þá vó hárið af höfði hans tvö hundruð sikla á konungsvog.
26When he cut the hair of his head (now it was at every year’s end that he cut it; because it was heavy on him, therefore he cut it); he weighed the hair of his head at two hundred shekels, after the king’s weight.
27Og Absalon fæddust þrír synir og ein dóttir, er Tamar hét. Hún var kona fríð sýnum.
27To Absalom there were born three sons, and one daughter, whose name was Tamar: she was a woman of a beautiful face.
28Absalon var svo tvö ár í Jerúsalem, að hann kom ekki fyrir augu konungs.
28Absalom lived two full years in Jerusalem; and he didn’t see the king’s face.
29Þá sendi hann boð til Jóabs þess erindis, að hann færi til konungs, en Jóab vildi ekki koma til hans. Sendi hann þá í annað sinn, en hann vildi ekki koma.
29Then Absalom sent for Joab, to send him to the king; but he would not come to him: and he sent again a second time, but he would not come.
30Þá sagði Absalon við þjóna sína: ,,Sjáið, Jóab á akur áfastan við minn og þar hefir hann bygg. Farið og kveikið í honum.`` Og þjónar Absalons kveiktu í akrinum.
30Therefore he said to his servants, “Behold, Joab’s field is near mine, and he has barley there. Go and set it on fire.” Absalom’s servants set the field on fire.
31Þá fór Jóab af stað og kom í hús Absalons og sagði við hann: ,,Hví hafa þjónar þínir kveikt í akri mínum?``
31Then Joab arose, and came to Absalom to his house, and said to him, “Why have your servants set my field on fire?”
32Absalon sagði við Jóab: ,,Sjá, ég sendi boð til þín og lét segja: ,Kom þú hingað og vil ég senda þig til konungs með þessa orðsending: Til hvers kom ég frá Gesúr? Betra væri mér að vera þar enn. En nú vil ég fá að koma fyrir augu konungs. Sé ég sekur, þá drepi hann mig.```Þá gekk Jóab fyrir konung og sagði honum þetta. Lét hann þá kalla Absalon, og gekk hann fyrir konung og laut á andlit sitt til jarðar fyrir konungi. Og konungur kyssti Absalon.
32Absalom answered Joab, “Behold, I sent to you, saying, ‘Come here, that I may send you to the king, to say, “Why have I come from Geshur? It would be better for me to be there still. Now therefore let me see the king’s face; and if there is iniquity in me, let him kill me.”’”
33Þá gekk Jóab fyrir konung og sagði honum þetta. Lét hann þá kalla Absalon, og gekk hann fyrir konung og laut á andlit sitt til jarðar fyrir konungi. Og konungur kyssti Absalon.
33So Joab came to the king, and told him; and when he had called for Absalom, he came to the king, and bowed himself on his face to the ground before the king: and the king kissed Absalom.