Icelandic

World English Bible

2 Samuel

17

1Síðan sagði Akítófel við Absalon: ,,Ég ætla að velja úr tólf þúsund manns, leggja af stað og veita Davíð eftirför þegar í nótt
1Moreover Ahithophel said to Absalom, “Let me now choose twelve thousand men, and I will arise and pursue after David tonight.
2og ráðast á hann, meðan hann er þreyttur og ráðþrota, og skjóta honum skelk í bringu. Mun þá allt liðið, sem með honum er, leggja á flótta, en ég mun drepa konunginn einan.
2I will come on him while he is weary and exhausted, and will make him afraid. All the people who are with him shall flee. I will strike the king only;
3Síðan mun ég leiða aftur allt fólkið til þín, eins og þegar brúður hverfur aftur til manns síns. Það er þó ekki nema einn maður, sem þú vilt feigan, en allur lýðurinn mun hafa frið.``
3and I will bring back all the people to you. The man whom you seek is as if all returned. All the people shall be in peace.”
4Þetta ráð geðjaðist Absalon vel og öllum öldungum Ísraels.
4The saying pleased Absalom well, and all the elders of Israel.
5Og Absalon sagði: ,,Kallið og á Húsaí Arkíta, svo að vér megum einnig heyra, hvað hann leggur til.``
5Then Absalom said, “Now call Hushai the Archite also, and let us hear likewise what he says.”
6Þá kom Húsaí til Absalons, og Absalon sagði við hann: ,,Þannig hefir Akítófel talað. Eigum vér að gjöra það, sem hann segir? Ef eigi, þá tala þú!``
6When Hushai had come to Absalom, Absalom spoke to him, saying, “Ahithophel has spoken like this. Shall we do what he says? If not, speak up.”
7Þá sagði Húsaí við Absalon: ,,Ráð það, er Akítófel að þessu sinni hefir ráðið, er ekki gott.``
7Hushai said to Absalom, “The counsel that Ahithophel has given this time is not good.”
8Og Húsaí sagði: ,,Þú þekkir föður þinn og menn hans, að þeir eru hinir mestu kappar og grimmir í skapi, eins og birna á mörkinni, sem rænd er húnum sínum. Auk þess er faðir þinn maður vanur bardögum og lætur eigi fyrir berast um nætur hjá liðinu.
8Hushai said moreover, “You know your father and his men, that they are mighty men, and they are fierce in their minds, like a bear robbed of her cubs in the field. Your father is a man of war, and will not lodge with the people.
9Sjá, hann mun nú hafa falið sig í einhverri gryfjunni eða einhvers staðar annars staðar. Ef nokkrir af þeim falla í fyrstu og það spyrst, munu menn segja: ,Lið það, sem fylgir Absalon, hefir beðið ósigur.`
9Behold, he is now hidden in some pit, or in some other place. It will happen, when some of them have fallen at the first, that whoever hears it will say, ‘There is a slaughter among the people who follow Absalom!’
10Þá mun svo fara, að jafnvel hreystimennið með ljónshjartað mun láta hugfallast, því að allur Ísrael veit, að faðir þinn er hetja og þeir hraustmenni, sem með honum eru.
10Even he who is valiant, whose heart is as the heart of a lion, will utterly melt; for all Israel knows that your father is a mighty man, and those who are with him are valiant men.
11En þetta er mitt ráð: Allur Ísrael frá Dan til Beerseba skal saman safnast til þín, svo fjölmennur sem sandur á sjávarströndu, og sjálfur fer þú meðal þeirra.
11But I counsel that all Israel be gathered together to you, from Dan even to Beersheba, as the sand that is by the sea for multitude; and that you go to battle in your own person.
12Og ef vér þá hittum hann einhvers staðar, hvar sem hann nú kann að finnast, þá skulum vér steypa oss yfir hann, eins og dögg fellur á jörðu, og af honum og öllum þeim mönnum, sem með honum eru, skal ekki einn eftir verða.
12So shall we come on him in some place where he shall be found, and we will light on him as the dew falls on the ground; and of him and of all the men who are with him we will not leave so much as one.
13Og ef hann leitar inn í einhverja borg, skal allur Ísrael bera vaði að þeirri borg, og síðan skulum vér draga hana ofan í ána, uns þar finnst ekki einu sinni steinvala.``
13Moreover, if he be gone into a city, then shall all Israel bring ropes to that city, and we will draw it into the river, until there isn’t one small stone found there.”
14Þá sagði Absalon og allir Ísraelsmenn: ,,Betra er ráð Húsaí Arkíta en ráð Akítófels!`` Því að Drottinn hafði ákveðið að ónýta hið góða ráð Akítófels, til þess að hann gæti látið ógæfuna koma yfir Absalon.
14Absalom and all the men of Israel said, “The counsel of Hushai the Archite is better than the counsel of Ahithophel.” For Yahweh had ordained to defeat the good counsel of Ahithophel, to the intent that Yahweh might bring evil on Absalom.
15Þá sagði Húsaí við prestana Sadók og Abjatar: ,,Það og það hefir Akítófel ráðið Absalon og öldungum Ísraels, og það og það hefi ég ráðið.
15Then Hushai said to Zadok and to Abiathar the priests, “Ahithophel counseled Absalom and the elders of Israel that way; and I have counseled this way.
16Sendið því sem skjótast og segið Davíð: ,Lát þú eigi fyrirberast í nótt við vöðin í eyðimörkinni, heldur far þú yfir um, svo að konungur og allt liðið, sem með honum er, tortímist ekki skyndilega.```
16Now therefore send quickly, and tell David, saying, ‘Don’t lodge this night at the fords of the wilderness, but by all means pass over; lest the king be swallowed up, and all the people who are with him.’”
17En Jónatan og Akímaas stóðu við Rógel-lind, og stúlka nokkur var vön að fara og færa þeim tíðindin, en þeir fóru þá jafnan og sögðu Davíð konungi frá, því að þeir máttu ekki láta sjá, að þeir kæmu inn í borgina.
17Now Jonathan and Ahimaaz were staying by En Rogel; and a female servant used to go and tell them; and they went and told king David. For they might not be seen to come into the city.
18En sveinn nokkur sá þá og sagði Absalon frá. Fóru þeir þá báðir brott í skyndi og komu til húss manns nokkurs í Bahúrím, sem átti brunn í húsagarði sínum, og stigu þeir ofan í brunninn,
18But a boy saw them, and told Absalom. Then they both went away quickly, and came to the house of a man in Bahurim, who had a well in his court; and they went down there.
19en húsfreyja tók dúk og breiddi yfir brunninn og stráði yfir grjónum, að eigi skyldi á bera.
19The woman took and spread the covering over the well’s mouth, and spread out bruised grain on it; and nothing was known.
20Menn Absalons komu til konunnar í húsið og sögðu: ,,Hvar eru þeir Akímaas og Jónatan?`` Konan svaraði þeim: ,,Þeir eru farnir yfir ána.`` Þeir leituðu, en fundu þá ekki, og sneru aftur til Jerúsalem.
20Absalom’s servants came to the woman to the house; and they said, “Where are Ahimaaz and Jonathan?” The woman said to them, “They have gone over the brook of water.” When they had sought and could not find them, they returned to Jerusalem.
21En er þeir voru burt farnir, stigu Jónatan og Akímaas upp úr brunninum, héldu áfram og fluttu Davíð konungi tíðindin. Og þeir sögðu við Davíð: ,,Takið yður upp og farið sem skjótast yfir ána, því að þau ráð hefir Akítófel ráðið móti yður.``
21It happened, after they had departed, that they came up out of the well, and went and told king David; and they said to David, “Arise and pass quickly over the water; for thus has Ahithophel counseled against you.”
22Þá tók Davíð sig upp og allt liðið, sem með honum var, og fóru yfir Jórdan. Og er lýsti af degi, var enginn sá, er ekki hefði farið yfir Jórdan.
22Then David arose, and all the people who were with him, and they passed over the Jordan. By the morning light there lacked not one of them who had not gone over the Jordan.
23En er Akítófel sá, að eigi var farið að ráðum hans, söðlaði hann asna sinn, lagði af stað og fór heim til sín í borg sína, ráðstafaði húsi sínu og hengdi sig, og lét þannig líf sitt. Var hann síðan jarðaður hjá föður sínum.
23When Ahithophel saw that his counsel was not followed, he saddled his donkey, and arose, and went home, to his city, and set his house in order, and hanged himself; and he died, and was buried in the tomb of his father.
24Davíð var kominn til Mahanaím, þegar Absalon fór yfir Jórdan, og allir Ísraelsmenn með honum.
24Then David came to Mahanaim. Absalom passed over the Jordan, he and all the men of Israel with him.
25Absalon hafði sett Amasa yfir herinn í stað Jóabs, en Amasa var sonur Ísmaelíta nokkurs, er Jítra hét og gengið hafði inn til Abígal, dóttur Nahas, systur Serúju, móður Jóabs.
25Absalom set Amasa over the army instead of Joab. Now Amasa was the son of a man, whose name was Ithra the Israelite, who went in to Abigail the daughter of Nahash, sister to Zeruiah, Joab’s mother.
26Ísrael og Absalon settu herbúðir sínar í Gíleaðlandi.
26Israel and Absalom encamped in the land of Gilead.
27En er Davíð kom til Mahanaím, fluttu þeir Sóbí Nahasson frá Rabba, borg Ammóníta, Makír Ammíelsson frá Lódebar og Barsillaí Gíleaðíti frá Rógelím þangað
27It happened, when David had come to Mahanaim, that Shobi the son of Nahash of Rabbah of the children of Ammon, and Machir the son of Ammiel of Lodebar, and Barzillai the Gileadite of Rogelim,
28hvílur, ábreiður, skálar og leirker og færðu Davíð og liðinu, sem með honum var, hveiti, bygg, mjöl, bakað korn, baunir, flatbaunir,hunang, rjóma, sauði og osta úr kúamjólk til að eta, því að þeir hugsuðu: ,,Liðið er orðið hungrað, þreytt og þyrst á eyðimörkinni.``
28brought beds, basins, earthen vessels, wheat, barley, meal, parched grain, beans, lentils, roasted grain,
29hunang, rjóma, sauði og osta úr kúamjólk til að eta, því að þeir hugsuðu: ,,Liðið er orðið hungrað, þreytt og þyrst á eyðimörkinni.``
29honey, butter, sheep, and cheese of the herd, for David, and for the people who were with him, to eat: for they said, “The people are hungry, and weary, and thirsty, in the wilderness.”