1Allar ættkvíslir Ísraels komu til Davíðs í Hebron og sögðu: ,,Sjá, vér erum hold þitt og bein!
1Then came all the tribes of Israel to David to Hebron, and spoke, saying, “Behold, we are your bone and your flesh.
2Þegar um langa hríð, á meðan Sál var konungur yfir oss, hefir þú verið fyrir Ísrael, bæði þegar hann lagði af stað í stríð og þegar hann kom heim. Auk þess hefir Drottinn við þig sagt: ,Þú skalt vera hirðir þjóðar minnar Ísraels, og þú skalt vera höfðingi yfir Ísrael!```
2In times past, when Saul was king over us, it was you who led out and brought in Israel. Yahweh said to you, ‘You shall be shepherd of my people Israel, and you shall be prince over Israel.’”
3Allir öldungar Ísraels komu til konungsins í Hebron, og Davíð konungur gjörði við þá sáttmála í Hebron, frammi fyrir augliti Drottins, og þeir smurðu Davíð til konungs yfir Ísrael.
3So all the elders of Israel came to the king to Hebron; and king David made a covenant with them in Hebron before Yahweh; and they anointed David king over Israel.
4Þrjátíu ára gamall var Davíð, þá er hann varð konungur, og fjörutíu ár ríkti hann.
4David was thirty years old when he began to reign, and he reigned forty years.
5Í Hebron ríkti hann sjö ár og sex mánuði yfir Júda, og í Jerúsalem ríkti hann þrjátíu og þrjú ár yfir öllum Ísrael og Júda.
5In Hebron he reigned over Judah seven years and six months; and in Jerusalem he reigned thirty-three years over all Israel and Judah.
6Konungur og menn hans fóru til Jerúsalem í móti Jebúsítum, sem bjuggu í því héraði. Jebúsítar sögðu við Davíð: ,,Þú munt eigi komast hér inn, heldur munu blindir menn og haltir reka þig burt.`` Með því áttu þeir við: ,,Davíð mun ekki komast hér inn.``
6The king and his men went to Jerusalem against the Jebusites, the inhabitants of the land, who spoke to David, saying, “Unless you take away the blind and the lame, you shall not come in here”; thinking, “David can’t come in here.”
7En Davíð tók vígið Síon, það er Davíðsborg.
7Nevertheless David took the stronghold of Zion; the same is the city of David.
8Davíð sagði á þeim degi: ,,Hver sem vill vinna sigur á Jebúsítum, skal fara um göngin til þess að komast að ,þeim höltu og blindu`, sem Davíð hatar í sálu sinni.`` Þaðan er komið máltækið: ,,Blindir og haltir komast ekki inn í musterið.``
8David said on that day, “Whoever strikes the Jebusites, let him get up to the watercourse, and strike the lame and the blind, who are hated by David’s soul.” Therefore they say, “The blind and the lame can’t come into the house.”
9Því næst settist Davíð að í víginu, og nefndi hann það Davíðsborg. Hann reisti og víggirðingar umhverfis, frá Milló og þaðan inn á við.
9David lived in the stronghold, and called it the city of David. David built around from Millo and inward.
10Og Davíð efldist meir og meir, og Drottinn, Guð allsherjar, var með honum.
10David grew greater and greater; for Yahweh, the God of Armies, was with him.
11Híram, konungur í Týrus, gjörði menn á fund Davíðs og sendi honum sedrustré, trésmiði og steinhöggvara, og reistu þeir höll handa Davíð.
11Hiram king of Tyre sent messengers to David, and cedar trees, and carpenters, and masons; and they built David a house.
12Og Davíð kannaðist við, að Drottinn hefði staðfest konungdóm hans yfir Ísrael og eflt konungsríki hans fyrir sakir þjóðar sinnar Ísraels.
12David perceived that Yahweh had established him king over Israel, and that he had exalted his kingdom for his people Israel’s sake.
13Davíð tók sér enn hjákonur og konur í Jerúsalem, eftir að hann var farinn burt frá Hebron, og Davíð fæddust enn synir og dætur.
13David took him more concubines and wives out of Jerusalem, after he had come from Hebron; and there were yet sons and daughters born to David.
14Þetta eru nöfn þeirra sona, sem honum fæddust í Jerúsalem: Sammúa, Sóbab, Natan, Salómon,
14These are the names of those who were born to him in Jerusalem: Shammua, and Shobab, and Nathan, and Solomon,
15Jíbhar, Elísúa, Nefeg, Jafía,
15and Ibhar, and Elishua, and Nepheg, and Japhia,
16Elísama, Eljada og Elífelet.
16and Elishama, and Eliada, and Eliphelet.
17Þegar Filistar heyrðu að Davíð væri smurður til konungs yfir Ísrael, lögðu þeir af stað að leita Davíðs. Og er Davíð frétti það, fór hann ofan í fjallvígið.
17When the Philistines heard that they had anointed David king over Israel, all the Philistines went up to seek David; and David heard of it, and went down to the stronghold.
18Og Filistar komu og dreifðu sér um Refaímdal.
18Now the Philistines had come and spread themselves in the valley of Rephaim.
19Þá gekk Davíð til frétta við Drottin og sagði: ,,Á ég að fara móti Filistum? Munt þú gefa þá í hendur mér?`` Drottinn svaraði Davíð: ,,Far þú, því að ég mun vissulega gefa Filista í hendur þér.``
19David inquired of Yahweh, saying, “Shall I go up against the Philistines? Will you deliver them into my hand?” Yahweh said to David, “Go up; for I will certainly deliver the Philistines into your hand.”
20Þá fór Davíð til Baal Perasím. Og Davíð vann þar sigur á þeim og sagði: ,,Drottinn hefir skolað burt óvinum mínum fyrir mér, eins og þegar vatn ryður sér rás.`` Fyrir því var sá staður nefndur Baal Perasím.
20David came to Baal Perazim, and David struck them there; and he said, “Yahweh has broken my enemies before me, like the breach of waters.” Therefore he called the name of that place Baal Perazim.
21En þeir létu þar eftir skurðgoð sín, og Davíð og menn hans tóku þau.
21They left their images there; and David and his men took them away.
22Filistar komu aftur og dreifðu sér um Refaímdal.
22The Philistines came up yet again, and spread themselves in the valley of Rephaim.
23Þá gekk Davíð til frétta við Drottin, og hann svaraði: ,,Far þú eigi í móti þeim. Far þú í bug og kom að baki þeim og ráð á þá fram undan bakatrjánum.
23When David inquired of Yahweh, he said, “You shall not go up. Circle around behind them, and attack them over against the mulberry trees.
24Og þegar þú heyrir þyt af ferð í krónum bakatrjánna, þá skalt þú hraða þér, því að þá fer Drottinn fyrir þér til þess að ljósta her Filista.``Og Davíð gjörði eins og Drottinn bauð honum og vann sigur á Filistum frá Geba alla leið til Geser.
24It shall be, when you hear the sound of marching in the tops of the mulberry trees, that then you shall stir yourself up; for then Yahweh has gone out before you to strike the army of the Philistines.”
25Og Davíð gjörði eins og Drottinn bauð honum og vann sigur á Filistum frá Geba alla leið til Geser.
25David did so, as Yahweh commanded him, and struck the Philistines from Geba until you come to Gezer.