Icelandic

World English Bible

2 Samuel

6

1Davíð safnaði enn saman öllu einvalaliði í Ísrael, þrjátíu þúsund manns.
1David again gathered together all the chosen men of Israel, thirty thousand.
2Síðan tók Davíð sig upp og lagði af stað með allt það lið, sem hjá honum var, til Baala í Júda til þess að flytja þaðan örk Guðs, sem kennd er við nafn Drottins allsherjar, hans sem situr uppi yfir kerúbunum.
2David arose, and went with all the people who were with him, from Baale Judah, to bring up from there the ark of God, which is called by the Name, even the name of Yahweh of Armies who sits above the cherubim.
3Og þeir óku örk Guðs á nýjum vagni og tóku hana úr húsi Abínadabs, því er stóð á hæðinni, og stýrðu þeir Ússa og Ahjó, synir Abínadabs, vagninum.
3They set the ark of God on a new cart, and brought it out of the house of Abinadab that was in the hill: and Uzzah and Ahio, the sons of Abinadab, drove the new cart.
4Ússa gekk með örk Guðs, en Ahjó gekk fyrir örkinni.
4They brought it out of the house of Abinadab, which was in the hill, with the ark of God: and Ahio went before the ark.
5Og Davíð og allt Ísraels hús dansaði fyrir Drottni af öllum mætti, með söng, gígjum, hörpum, bumbum, bjöllum og skálabumbum.
5David and all the house of Israel played before Yahweh with all kinds of instruments made of fir wood, and with harps, and with stringed instruments, and with tambourines, and with castanets, and with cymbals.
6En er þeir komu að þreskivelli Nakóns, greip Ússa hendinni í örk Guðs og hélt fast í hana, því að slakað hafði verið á taumhaldinu við akneytin.
6When they came to the threshing floor of Nacon, Uzzah reached for the ark of God, and took hold of it; for the cattle stumbled.
7Þá upptendraðist reiði Drottins gegn Ússa, og Guð laust hann þar, af því að hann hafði gripið hendi sinni í örkina, og dó hann þar hjá örk Guðs.
7The anger of Yahweh was kindled against Uzzah; and God struck him there for his error; and there he died by the ark of God.
8En Davíð féll það þungt, að Drottinn hafði lostið Ússa svo hart, og hefir þessi staður verið nefndur Peres Ússa allt fram á þennan dag.
8David was displeased, because Yahweh had broken forth on Uzzah; and he called that place Perez Uzzah, to this day.
9Davíð varð hræddur við Drottin á þeim degi og sagði: ,,Hvernig má þá örk Drottins komast til mín?``
9David was afraid of Yahweh that day; and he said, “How shall the ark of Yahweh come to me?”
10Og Davíð vildi ekki flytja örk Drottins til sín í Davíðsborg, heldur sneri hann með hana til húss Óbeð Edóms í Gat.
10So David would not move the ark of Yahweh to be with him in the city of David; but David carried it aside into the house of Obed-Edom the Gittite.
11Og örk Drottins var síðan í húsi Óbeð Edóms í Gat þrjá mánuði, og Drottinn blessaði Óbeð Edóm og allt hans hús.
11The ark of Yahweh remained in the house of Obed-Edom the Gittite three months: and Yahweh blessed Obed-Edom, and all his house.
12En er Davíð konungi komu þau tíðindi: ,,Drottinn hefir blessað hús Óbeð Edóms og allt, sem hann á, sakir Guðs arkar,`` þá lagði Davíð af stað og sótti örk Guðs í hús Óbeð Edóms og flutti hana til Davíðsborgar með fögnuði.
12It was told king David, saying, “Yahweh has blessed the house of Obed-Edom, and all that pertains to him, because of the ark of God.” David went and brought up the ark of God from the house of Obed-Edom into the city of David with joy.
13Og er þeir, sem báru örk Drottins, höfðu gengið sex skref, fórnaði hann nauti og alikálfi.
13It was so, that, when those who bore the ark of Yahweh had gone six paces, he sacrificed an ox and a fattened calf.
14Og Davíð dansaði af öllum mætti fyrir Drottni, og var Davíð þá gyrtur línhökli.
14David danced before Yahweh with all his might; and David was clothed in a linen ephod.
15Og Davíð og allt Ísraels hús flutti örk Drottins upp með fagnaðarópi og lúðurhljómi.
15So David and all the house of Israel brought up the ark of Yahweh with shouting, and with the sound of the trumpet.
16En er örk Drottins kom í Davíðsborg, leit Míkal, dóttir Sáls, út um gluggann, og er hún sá Davíð konung vera að hoppa og dansa fyrir Drottni, fyrirleit hún hann í hjarta sínu.
16It was so, as the ark of Yahweh came into the city of David, that Michal the daughter of Saul looked out at the window, and saw king David leaping and dancing before Yahweh; and she despised him in her heart.
17Þeir fluttu örk Drottins inn og settu hana á sinn stað í tjaldi því, sem Davíð hafði reisa látið yfir hana, og Davíð færði brennifórnir frammi fyrir Drottni og heillafórnir.
17They brought in the ark of Yahweh, and set it in its place, in the midst of the tent that David had pitched for it; and David offered burnt offerings and peace offerings before Yahweh.
18Og er Davíð hafði fært brennifórnina og heillafórnirnar, blessaði hann lýðinn í nafni Drottins allsherjar.
18When David had made an end of offering the burnt offering and the peace offerings, he blessed the people in the name of Yahweh of Armies.
19Hann úthlutaði og öllu fólkinu, öllum múg Ísraels, bæði körlum og konum, hverjum fyrir sig einni brauðköku, einu kjötstykki og einni rúsínuköku. Síðan fór allur lýðurinn burt, hver heim til sín.
19He gave to all the people, even among the whole multitude of Israel, both to men and women, to everyone a portion of bread, dates, and raisins. So all the people departed everyone to his house.
20En er Davíð kom heim til þess að heilsa fólki sínu, gekk Míkal, dóttir Sáls, á móti honum og mælti: ,,Tígulegur var Ísraelskonungurinn í dag, þar sem hann beraði sig í dag í augsýn ambátta þjóna sinna, eins og þegar einhver af argasta skrílnum berar sig!``
20Then David returned to bless his household. Michal the daughter of Saul came out to meet David, and said, “How glorious the king of Israel was today, who uncovered himself today in the eyes of the handmaids of his servants, as one of the vain fellows shamelessly uncovers himself!”
21Þá sagði Davíð við Míkal: ,,Fyrir Drottni vil ég dansa. Hann hefir tekið mig fram yfir föður þinn og fram yfir allt hans hús og skipað mig höfðingja yfir lýð Drottins, yfir Ísrael, og fyrir Drottni vil ég leika
21David said to Michal, “It was before Yahweh, who chose me above your father, and above all his house, to appoint me prince over the people of Yahweh, over Israel. Therefore will I celebrate before Yahweh.
22og lítillækka mig enn meir en þetta og líta smáum augum á sjálfan mig. En með ambáttunum, sem þú talaðir um, hjá þeim mun ég verða vegsamlegur.``Míkal, dóttir Sáls, var barnlaus til dauðadags.
22I will be yet more vile than this, and will be base in my own sight. But of the handmaids of whom you have spoken, they shall honor me.”
23Míkal, dóttir Sáls, var barnlaus til dauðadags.
23Michal the daughter of Saul had no child to the day of her death.