Icelandic

World English Bible

Joshua

18

1Allur söfnuður Ísraelsmanna safnaðist saman í Síló, og reistu þeir þar samfundatjaldið, enda höfðu þeir nú lagt landið undir sig.
1The whole congregation of the children of Israel assembled themselves together at Shiloh, and set up the Tent of Meeting there. The land was subdued before them.
2En enn þá voru eftir sjö ættkvíslir meðal Ísraelsmanna, sem eigi höfðu skipt arfleifð sinni.
2Seven tribes remained among the children of Israel, which had not yet divided their inheritance.
3Jósúa sagði þá við Ísraelsmenn: ,,Hversu lengi ætlið þér að vera svo tómlátir, að fara ekki og taka til eignar land það, sem Drottinn, Guð feðra yðar, hefir gefið yður?
3Joshua said to the children of Israel, “How long will you neglect to go in to possess the land, which Yahweh, the God of your fathers, has given you?
4Veljið nú þrjá menn af ættkvísl hverri, og mun ég senda þá út. Skulu þeir halda af stað og fara um landið og skrifa lýsingu á landinu með tilliti til þess, að því á að skipta meðal þeirra. Skulu þeir síðan koma aftur til mín.
4Appoint for yourselves three men from each tribe. I will send them, and they shall arise, walk through the land, and describe it according to their inheritance; and they shall come to me.
5Því næst skulu þeir skipta því í sjö hluti. Júda skal halda sínu landi í suðri, og hús Jósefs skal halda sínu landi í norðri.
5They shall divide it into seven portions. Judah shall live in his borders on the south, and the house of Joseph shall live in their borders on the north.
6En þér skuluð skrifa lýsingu landsins í sjö hlutum og færa mér hingað, síðan mun ég varpa hlutum fyrir yður hér frammi fyrir augliti Drottins, Guðs vors.
6You shall survey the land into seven parts, and bring the description here to me; and I will cast lots for you here before Yahweh our God.
7En levítarnir fá eigi hlut meðal yðar, heldur er prestdómur Drottins óðal þeirra. En Gað og Rúben og hálf ættkvísl Manasse hafa fengið sinn erfðahluta hinumegin Jórdanar, austanmegin, þann er Móse, þjónn Drottins, gaf þeim.``
7For the Levites have no portion among you; for the priesthood of Yahweh is their inheritance. Gad, Reuben, and the half-tribe of Manasseh have received their inheritance beyond the Jordan eastward, which Moses the servant of Yahweh gave them.”
8Þá tóku mennirnir, er fóru að skrifa lýsingu landsins, sig upp og héldu af stað, og Jósúa bauð þeim og mælti: ,,Farið nú og ferðist um landið og skrifið lýsingu þess, komið síðan aftur til mín. Mun ég þá varpa hlutum fyrir yður hér frammi fyrir Drottni í Síló.``
8The men arose and went. Joshua commanded those who went to survey the land, saying, “Go walk through the land, survey it, and come again to me. I will cast lots for you here before Yahweh in Shiloh.”
9Og mennirnir héldu af stað og fóru um landið og skrifuðu lýsingu þess í bók eftir borgunum í sjö hlutum. Síðan komu þeir til Jósúa í herbúðirnar í Síló.
9The men went and passed through the land, and surveyed it by cities into seven portions in a book. They came to Joshua to the camp at Shiloh.
10Og Jósúa varpaði hlutum fyrir þá í Síló frammi fyrir Drottni, og Jósúa skipti þar landinu meðal Ísraelsmanna eftir skiptingu þeirra.
10Joshua cast lots for them in Shiloh before Yahweh. There Joshua divided the land to the children of Israel according to their divisions.
11Kom nú upp hlutur kynkvíslar Benjamíns sona eftir ættum þeirra, og lá það land, er þeim hlotnaðist, milli Júda sona og Jósefs sona.
11The lot of the tribe of the children of Benjamin came up according to their families. The border of their lot went out between the children of Judah and the children of Joseph.
12Landamerki þeirra að norðanverðu lágu frá Jórdan og upp á hálsinn fyrir norðan Jeríkó, og þaðan vestur á fjöllin og alla leið til eyðimerkurinnar hjá Betaven.
12Their border on the north quarter was from the Jordan. The border went up to the side of Jericho on the north, and went up through the hill country westward. It ended at the wilderness of Beth Aven.
13Þaðan lágu landamerkin yfir til Lúz, yfir á hálsinn fyrir sunnan Lúz, það er Betel. Þaðan lágu landamerkin niður til Aterót Addar, yfir á fjallið, sem er fyrir sunnan Bet Hóron neðri.
13The border passed along from there to Luz, to the side of Luz (the same is Bethel), southward. The border went down to Ataroth Addar, by the mountain that lies on the south of Beth Horon the lower.
14Þá beygðust landamerkin við og lágu í suðvestur frá fjallinu, sem er fyrir sunnan Bet Hóron, og lágu alla leið til Kirjat Baal, það er Kirjat Jearím, borg Júda sona. Þetta voru vesturtakmörkin.
14The border extended, and turned around on the west quarter southward, from the mountain that lies before Beth Horon southward; and ended at Kiriath Baal (the same is Kiriath Jearim), a city of the children of Judah. This was the west quarter.
15Suðurtakmörkin lágu frá útjaðrinum á Kirjat Jearím, og lágu þau í vestur og gengu út að Neftóavatnslind.
15The south quarter was from the farthest part of Kiriath Jearim. The border went out westward, and went out to the spring of the waters of Nephtoah.
16Þá lágu landamerkin niður að enda fjallsins, sem liggur andspænis Hinnomssonardal og norðanvert í Refaímdal, þaðan niður Hinnomsdal að Jebúsíta-öxl sunnanverðri, og þaðan niður að Rógel-lind.
16The border went down to the farthest part of the mountain that lies before the valley of the son of Hinnom, which is in the valley of Rephaim northward. It went down to the valley of Hinnom, to the side of the Jebusite southward, and went down to En Rogel.
17Þaðan beygðust þau norður á við og lágu til En-Semes, og þaðan til Gelílót, sem liggur þar gegnt sem upp er gengið til Adúmmím, þaðan niður til steins Bóhans, Rúbenssonar,
17It extended northward, went out at En Shemesh, and went out to Geliloth, which is over against the ascent of Adummim. It went down to the stone of Bohan the son of Reuben.
18þaðan yfir á hálsinn, sem liggur gegnt Araba norðanvert, og þaðan niður til Araba.
18It passed along to the side over against the Arabah northward, and went down to the Arabah.
19Þaðan lágu landamerkin norðan fram með hálsinum hjá Bet Hogla og alla leið að nyrstu vík Saltasjós, þar sem Jórdan fellur suður í hann. Þetta voru suðurtakmörkin.
19The border passed along to the side of Beth Hoglah northward; and the border ended at the north bay of the Salt Sea, at the south end of the Jordan. This was the south border.
20Að austanverðu réð Jórdan mörkum. Þessi voru landamærin hringinn í kringum arfleifð Benjamíns, eftir ættum þeirra.
20The Jordan was its border on the east quarter. This was the inheritance of the children of Benjamin, by the borders around it, according to their families.
21Borgir kynkvíslar Benjamíns sona, eftir ættum þeirra, voru: Jeríkó, Bet Hogla, Emek Kesís,
21Now the cities of the tribe of the children of Benjamin according to their families were Jericho, Beth Hoglah, Emek Keziz,
22Bet Araba, Semaraím, Betel,
22Beth Arabah, Zemaraim, Bethel,
23Avím, Para, Ofra,
23Avvim, Parah, Ophrah,
24Kefar Ammóní, Ofní og Geba, tólf borgir og þorpin er að liggja.
24Chephar Ammoni, Ophni, and Geba; twelve cities with their villages.
25Gíbeon, Rama, Beerót,
25Gibeon, Ramah, Beeroth,
26Mispe, Kefíra, Mósa,
26Mizpeh, Chephirah, Mozah,
27Rekem, Jirpeel, Tarala,Sela, Elef, Jebúsítaborg, það er Jerúsalem, Gíbeat og Kirjat, fjórtán borgir og þorpin er að liggja. Þetta var arfleifð Benjamíns sona eftir ættum þeirra.
27Rekem, Irpeel, Taralah,
28Sela, Elef, Jebúsítaborg, það er Jerúsalem, Gíbeat og Kirjat, fjórtán borgir og þorpin er að liggja. Þetta var arfleifð Benjamíns sona eftir ættum þeirra.
28Zelah, Eleph, the Jebusite (the same is Jerusalem), Gibeath, and Kiriath; fourteen cities with their villages. This is the inheritance of the children of Benjamin according to their families.