1Að nokkrum tíma liðnum kom Samson um hveitiuppskerutímann að vitja konu sinnar og hafði með sér hafurkið. Og hann sagði við föður hennar: ,,Leyf mér að ganga inn í afhýsið til konu minnar!`` En faðir hennar vildi ekki leyfa honum inn að ganga.
1But it happened after a while, in the time of wheat harvest, that Samson visited his wife with a young goat; and he said, “I will go in to my wife into the room.” But her father wouldn’t allow him to go in.
2Og faðir hennar sagði: ,,Ég var fullviss um, að þú hefðir fengið megna óbeit á henni og gifti hana því brúðarsveini þínum, en yngri systir hennar er fríðari en hún, hana skalt þú fá í hennar stað.``
2Her father said, “I most certainly thought that you had utterly hated her; therefore I gave her to your companion. Isn’t her younger sister more beautiful than she? Please take her, instead.”
3Þá sagði Samson við þá: ,,Nú ber ég enga sök á því við Filista, þó að ég vinni þeim mein.``
3Samson said to them, “This time I will be blameless in regard of the Philistines, when I harm them.”
4Síðan fór Samson og veiddi þrjú hundruð refi, tók blys, sneri hölunum saman og batt eitt blys millum hverra tveggja hala.
4Samson went and caught three hundred foxes, and took torches, and turned tail to tail, and put a torch in the midst between every two tails.
5Síðan kveikti hann í blysunum og sleppti því næst refunum inn á kornakra Filista og brenndi þannig bæði kerfaskrúf, óslegið korn, víngarða og olíugarða.
5When he had set the brands on fire, he let them go into the standing grain of the Philistines, and burnt up both the shocks and the standing grain, and also the olive groves.
6Þá sögðu Filistar: ,,Hver hefir gjört þetta?`` Og menn svöruðu: ,,Samson, tengdasonur Timnítans, því að hann hefir tekið frá honum konuna og gift hana brúðarsveini hans.`` Þá fóru Filistar upp þangað og brenndu hana inni og föður hennar.
6Then the Philistines said, “Who has done this?” They said, “Samson, the son-in-law of the Timnite, because he has taken his wife, and given her to his companion.” The Philistines came up, and burnt her and her father with fire.
7En Samson sagði við þá: ,,Fyrst þér aðhafist slíkt, mun ég ekki hætta fyrr en ég hefi hefnt mín á yður.``
7Samson said to them, “If you behave like this, surely I will be avenged of you, and after that I will cease.”
8Síðan barði hann svo óþyrmilega á þeim, að sundur gengu lær og leggir. Og hann fór þaðan og settist að í Etamklettaskoru.
8He struck them hip and thigh with a great slaughter: and he went down and lived in the cleft of the rock of Etam.
9Þá fóru Filistar upp eftir og settu herbúðir sínar í Júda og dreifðu sér um Lekí.
9Then the Philistines went up, and encamped in Judah, and spread themselves in Lehi.
10Og Júdamenn sögðu: ,,Hví hafið þér farið í móti oss?`` En þeir svöruðu: ,,Vér erum hingað komnir til þess að binda Samson, svo að vér megum með hann fara sem hann hefir farið með oss.``
10The men of Judah said, “Why have you come up against us?” They said, “We have come up to bind Samson, to do to him as he has done to us.”
11Þá fóru þrjú þúsund manns frá Júda ofan til Etamklettaskoru og sögðu við Samson: ,,Veist þú ekki, að Filistar drottna yfir oss? Hví hefir þú þá gjört oss þetta?`` Hann svaraði þeim: ,,Eins og þeir fóru með mig, svo hefi ég farið með þá.``
11Then three thousand men of Judah went down to the cleft of the rock of Etam, and said to Samson, “Don’t you know that the Philistines are rulers over us? What then is this that you have done to us?” He said to them, “As they did to me, so have I done to them.”
12Þeir sögðu við hann: ,,Vér erum hingað komnir til að binda þig, svo að vér getum selt þig í hendur Filista.`` Þá sagði Samson við þá: ,,Vinnið mér eið að því, að þér sjálfir skulið ekki drepa mig.``
12They said to him, “We have come down to bind you, that we may deliver you into the hand of the Philistines.” Samson said to them, “Swear to me that you will not fall on me yourselves.”
13Þeir svöruðu honum: ,,Nei, vér munum aðeins binda þig og selja þig í hendur þeirra _ en drepa þig munum vér ekki.`` Og þeir bundu hann með tveimur reipum nýjum og fóru með hann burt frá klettinum.
13They spoke to him, saying, “No; but we will bind you fast, and deliver you into their hand; but surely we will not kill you.” They bound him with two new ropes, and brought him up from the rock.
14En er Samson kom til Lekí, fóru Filistar með ópi miklu í móti honum. Þá kom andi Drottins yfir hann, og urðu reipin, sem voru um armleggi hans, sem þræðir í eldi brunnir, og hrukku fjötrarnir sundur af höndum hans.
14When he came to Lehi, the Philistines shouted as they met him: and the Spirit of Yahweh came mightily on him, and the ropes that were on his arms became as flax that was burnt with fire, and his bands dropped from off his hands.
15Og hann fann nýjan asnakjálka, rétti út höndina og tók hann og laust með honum þúsund manns.
15He found a fresh jawbone of a donkey, and put forth his hand, and took it, and struck a thousand men therewith.
16Þá sagði Samson: ,,Með asnakjálka hefi ég gjörsamlega flegið þá, með asnakjálka hefi ég banað þúsund manns!``
16Samson said, “With the jawbone of a donkey, heaps on heaps; with the jawbone of a donkey I have struck a thousand men.”
17Og er hann hafði mælt þetta, varpaði hann kjálkanum úr hendi sér, og var þessi staður upp frá því nefndur Ramat Lekí.
17It happened, when he had made an end of speaking, that he cast away the jawbone out of his hand; and that place was called Ramath Lehi.
18En Samson var mjög þyrstur og hrópaði því til Drottins og mælti: ,,Þú hefir veitt þennan mikla sigur fyrir hönd þjóns þíns, en nú hlýt ég að deyja af þorsta og falla í hendur óumskorinna manna!``
18He was very thirsty, and called on Yahweh, and said, “You have given this great deliverance by the hand of your servant; and now shall I die for thirst, and fall into the hand of the uncircumcised?”
19Þá klauf Guð holuna, sem var í Lekí, svo að vatn rann fram úr henni. En er hann hafði drukkið, kom andi hans aftur og hann lifnaði við. Fyrir því var hún nefnd Hrópandans lind. Hún er í Lekí fram á þennan dag.En Samson var dómari í Ísrael um daga Filista í tuttugu ár.
19But God split the hollow place that is in Lehi, and water came out of it. When he had drunk, his spirit came again, and he revived: therefore its name was called En Hakkore, which is in Lehi, to this day.
20En Samson var dómari í Ísrael um daga Filista í tuttugu ár.
20He judged Israel in the days of the Philistines twenty years.