1Í sama mund komu einhverjir og sögðu honum frá Galíleumönnunum, að Pílatus hefði blandað blóði þeirra í fórnir þeirra.
1Now there were some present at the same time who told him about the Galileans, whose blood Pilate had mixed with their sacrifices.
2Jesús mælti við þá: ,,Haldið þér, að þessir Galíleumenn hafi verið meiri syndarar en allir aðrir Galíleumenn, fyrst þeir urðu að þola þetta?
2Jesus answered them, “Do you think that these Galileans were worse sinners than all the other Galileans, because they suffered such things?
3Nei, segi ég yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins.
3 I tell you, no, but unless you repent, you will all perish in the same way.
4Eða þeir átján, sem turninn féll yfir í Sílóam og varð að bana, haldið þér, að þeir hafi verið sekari en allir þeir menn, sem í Jerúsalem búa?
4 Or those eighteen, on whom the tower in Siloam fell, and killed them; do you think that they were worse offenders than all the men who dwell in Jerusalem?
5Nei, segi ég yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins.``
5 I tell you, no, but, unless you repent, you will all perish in the same way.”
6En hann sagði þessa dæmisögu: ,,Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki.
6He spoke this parable. “A certain man had a fig tree planted in his vineyard, and he came seeking fruit on it, and found none.
7Hann sagði þá við víngarðsmanninn: ,Í þrjú ár hef ég nú komið og leitað ávaxtar á fíkjutré þessu og ekki fundið. Högg það upp. Hví á það að spilla jörðinni?`
7 He said to the vine dresser, ‘Behold, these three years I have come looking for fruit on this fig tree, and found none. Cut it down. Why does it waste the soil?’
8En hann svaraði honum: ,Herra, lát það standa enn þetta ár, þar til ég hef grafið um það og borið að áburð.
8 He answered, ‘Lord, leave it alone this year also, until I dig around it, and fertilize it.
9Má vera að það beri ávöxt síðan. Annars skaltu höggva það upp.```
9 If it bears fruit, fine; but if not, after that, you can cut it down.’”
10Jesús var að kenna á hvíldardegi í samkundu einni.
10He was teaching in one of the synagogues on the Sabbath day.
11Þar var þá kona nokkur. Í átján ár hafði hún verið haldin sjúkleiks anda og var kreppt og alls ófær að rétta sig upp.
11Behold, there was a woman who had a spirit of infirmity eighteen years, and she was bent over, and could in no way straighten herself up.
12Jesús sá hana og kallaði hana til sín og sagði við hana: ,,Kona, þú ert laus við sjúkleik þinn!``
12When Jesus saw her, he called her, and said to her, “Woman, you are freed from your infirmity.”
13Þá lagði hann hendur yfir hana, og jafnskjótt réttist hún og lofaði Guð.
13He laid his hands on her, and immediately she stood up straight, and glorified God.
14En samkundustjórinn reiddist því, að Jesús læknaði á hvíldardegi, og mælti til fólksins: ,,Sex daga skal vinna, komið þá og látið lækna yður og ekki á hvíldardegi.``
14The ruler of the synagogue, being indignant because Jesus had healed on the Sabbath, said to the multitude, “There are six days in which men ought to work. Therefore come on those days and be healed, and not on the Sabbath day!”
15Drottinn svaraði honum: ,,Hræsnarar, leysir ekki hver yðar á hvíldardegi naut sitt eða asna af stalli og leiðir til vatns?
15Therefore the Lord answered him, “You hypocrites! Doesn’t each one of you free his ox or his donkey from the stall on the Sabbath, and lead him away to water?
16En þessi kona, sem er dóttir Abrahams og Satan hefur fjötrað full átján ár, mátti hún ekki leyst verða úr fjötrum þessum á hvíldardegi?``
16 Ought not this woman, being a daughter of Abraham, whom Satan had bound eighteen long years, be freed from this bondage on the Sabbath day?”
17Við þessi orð hans urðu allir mótstöðumenn hans sneyptir, en allur lýður fagnaði yfir öllum þeim dýrðarverkum, er hann gjörði.
17As he said these things, all his adversaries were disappointed, and all the multitude rejoiced for all the glorious things that were done by him.
18Hann sagði nú: ,,Hverju er Guðs ríki líkt? Við hvað á ég að líkja því?
18He said, “What is the Kingdom of God like? To what shall I compare it?
19Líkt er það mustarðskorni, sem maður tók og sáði í jurtagarð sinn. Það óx og varð tré og fuglar himins hreiðruðu sig í greinum þess.``
19 It is like a grain of mustard seed, which a man took, and put in his own garden. It grew, and became a large tree, and the birds of the sky lodged in its branches.”
20Og aftur sagði hann: ,,Við hvað á ég að líkja Guðs ríki?
20 Again he said, “To what shall I compare the Kingdom of God?
21Líkt er það súrdeigi, er kona tók og fól í þrem mælum mjöls, uns það sýrðist allt.``
21 It is like yeast, which a woman took and hid in three measures literally, three sata. 3 sata is about 39 litres or a bit more than a bushel of flour, until it was all leavened.”
22Og hann hélt áfram til Jerúsalem, fór um borgir og þorp og kenndi.
22He went on his way through cities and villages, teaching, and traveling on to Jerusalem.
23Einhver sagði við hann: ,,Herra, eru þeir fáir, sem hólpnir verða?`` Hann sagði við þá:
23One said to him, “Lord, are they few who are saved?” He said to them,
24,,Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta.
24 “Strive to enter in by the narrow door, for many, I tell you, will seek to enter in, and will not be able.
25Þegar húsbóndinn stendur upp og lokar dyrum og þér takið þá að standa fyrir utan og knýja á dyr og segja: ,Herra, ljúk þú upp fyrir oss!` mun hann svara yður: ,Ég veit ekki, hvaðan þér eruð.`
25 When once the master of the house has risen up, and has shut the door, and you begin to stand outside, and to knock at the door, saying, ‘Lord, Lord, open to us!’ then he will answer and tell you, ‘I don’t know you or where you come from.’
26Þá munuð þér segja: ,Vér höfum þó etið og drukkið með þér, og þú kenndir á götum vorum.`
26 Then you will begin to say, ‘We ate and drank in your presence, and you taught in our streets.’
27Og hann mun svara: ,Ég segi yður, ég veit ekki, hvaðan þér eruð, farið frá mér allir illgjörðamenn!`
27 He will say, ‘I tell you, I don’t know where you come from. Depart from me, all you workers of iniquity.’
28Þar verður grátur og gnístran tanna, er þér sjáið Abraham, Ísak og Jakob og alla spámennina í Guðs ríki, en yður út rekna.
28 There will be weeping and gnashing of teeth, when you see Abraham, Isaac, Jacob, and all the prophets, in the Kingdom of God, and yourselves being thrown outside.
29Þá munu menn koma frá austri og vestri, frá norðri og suðri og sitja til borðs í Guðs ríki.
29 They will come from the east, west, north, and south, and will sit down in the Kingdom of God.
30En til eru síðastir, er verða munu fyrstir, og til eru fyrstir, er verða munu síðastir.``
30 Behold, there are some who are last who will be first, and there are some who are first who will be last.”
31Á þeirri stundu komu nokkrir farísear og sögðu við hann: ,,Far þú og hald á brott héðan, því að Heródes vill drepa þig.``
31On that same day, some Pharisees came, saying to him, “Get out of here, and go away, for Herod wants to kill you.”
32Og hann sagði við þá: ,,Farið og segið ref þeim: ,Í dag og á morgun rek ég út illa anda og lækna og á þriðja degi mun ég marki ná.`
32He said to them, “Go and tell that fox, ‘Behold, I cast out demons and perform cures today and tomorrow, and the third day I complete my mission.
33En mér ber að halda áfram ferð minni í dag og á morgun og næsta dag, því að eigi hæfir, að spámaður bíði dauða annars staðar en í Jerúsalem.
33 Nevertheless I must go on my way today and tomorrow and the next day, for it can’t be that a prophet perish outside of Jerusalem.’
34Jerúsalem, Jerúsalem! Þú, sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum eins og hænan ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi.Hús yðar verður í eyði látið. Ég segi yður: Þér munuð eigi sjá mig, fyrr en þar er komið, að þér segið: ,Blessaður sé sá er kemur, í nafni Drottins!```
34 “Jerusalem, Jerusalem, that kills the prophets, and stones those who are sent to her! How often I wanted to gather your children together, like a hen gathers her own brood under her wings, and you refused!
35Hús yðar verður í eyði látið. Ég segi yður: Þér munuð eigi sjá mig, fyrr en þar er komið, að þér segið: ,Blessaður sé sá er kemur, í nafni Drottins!```
35 Behold, your house is left to you desolate. I tell you, you will not see me, until you say, ‘Blessed is he who comes in the name of the Lord!’” Psalm 118:26