1Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.
1 “Don’t judge, so that you won’t be judged.
2Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.
2 For with whatever judgment you judge, you will be judged; and with whatever measure you measure, it will be measured to you.
3Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?
3 Why do you see the speck that is in your brother’s eye, but don’t consider the beam that is in your own eye?
4Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: ,Lát mig draga flísina úr auga þér?` Og þó er bjálki í auga sjálfs þín.
4 Or how will you tell your brother, ‘Let me remove the speck from your eye;’ and behold, the beam is in your own eye?
5Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.
5 You hypocrite! First remove the beam out of your own eye, and then you can see clearly to remove the speck out of your brother’s eye.
6Gefið ekki hundum það sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum, og þeir snúa sér við og rífa yður í sig.
6 “Don’t give that which is holy to the dogs, neither throw your pearls before the pigs, lest perhaps they trample them under their feet, and turn and tear you to pieces.
7Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.
7 “Ask, and it will be given you. Seek, and you will find. Knock, and it will be opened for you.
8Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.
8 For everyone who asks receives. He who seeks finds. To him who knocks it will be opened.
9Eða hver er sá maður meðal yðar, sem gefur syni sínum stein, er hann biður um brauð?
9 Or who is there among you, who, if his son asks him for bread, will give him a stone?
10Eða höggorm, þegar hann biður um fisk?
10 Or if he asks for a fish, who will give him a serpent?
11Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann?
11 If you then, being evil, know how to give good gifts to your children, how much more will your Father who is in heaven give good things to those who ask him!
12Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir.
12 Therefore whatever you desire for men to do to you, you shall also do to them; for this is the law and the prophets.
13Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn.
13 “Enter in by the narrow gate; for wide is the gate and broad is the way that leads to destruction, and many are those who enter in by it.
14Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, og fáir þeir, sem finna hann.
14 How TR reads “Because” instead of “How” narrow is the gate, and restricted is the way that leads to life! Few are those who find it.
15Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar.
15 “Beware of false prophets, who come to you in sheep’s clothing, but inwardly are ravening wolves.
16Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum?
16 By their fruits you will know them. Do you gather grapes from thorns, or figs from thistles?
17Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda.
17 Even so, every good tree produces good fruit; but the corrupt tree produces evil fruit.
18Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu.
18 A good tree can’t produce evil fruit, neither can a corrupt tree produce good fruit.
19Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.
19 Every tree that doesn’t grow good fruit is cut down, and thrown into the fire.
20Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.
20 Therefore by their fruits you will know them.
21Ekki mun hver sá, sem við mig segir: ,Herra, herra,` ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum.
21 Not everyone who says to me, ‘Lord, Lord,’ will enter into the Kingdom of Heaven; but he who does the will of my Father who is in heaven.
22Margir munu segja við mig á þeim degi: ,Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk?`
22 Many will tell me in that day, ‘Lord, Lord, didn’t we prophesy in your name, in your name cast out demons, and in your name do many mighty works?’
23Þá mun ég votta þetta: ,Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.`
23 Then I will tell them, ‘I never knew you. Depart from me, you who work iniquity.’
24Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi.
24 “Everyone therefore who hears these words of mine, and does them, I will liken him to a wise man, who built his house on a rock.
25Nú skall á steypiregn, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi, en það féll eigi, því það var grundvallað á bjargi.
25 The rain came down, the floods came, and the winds blew, and beat on that house; and it didn’t fall, for it was founded on the rock.
26En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni, er byggði hús sitt á sandi.
26 Everyone who hears these words of mine, and doesn’t do them will be like a foolish man, who built his house on the sand.
27Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll, og fall þess var mikið.``
27 The rain came down, the floods came, and the winds blew, and beat on that house; and it fell—and great was its fall.”
28Þegar Jesús hafði lokið þessari ræðu, undraðist mannfjöldinn mjög kenningu hans,því að hann kenndi þeim eins og sá, er vald hefur, og ekki eins og fræðimenn þeirra.
28It happened, when Jesus had finished saying these things, that the multitudes were astonished at his teaching,
29því að hann kenndi þeim eins og sá, er vald hefur, og ekki eins og fræðimenn þeirra.
29for he taught them with authority, and not like the scribes.