Norwegian

Icelandic

John

11

1Og det var en syk mann, Lasarus fra Betania, den by som Maria og hennes søster Marta bodde i.
1Maður sá var sjúkur, er Lasarus hét, frá Betaníu, þorpi Maríu og Mörtu, systur hennar.
2Det var Maria som salvet Herren med salve og tørket hans føtter med sitt hår; det var hennes bror Lasarus som var syk.
2En María var sú er smurði Drottin smyrslum og þerraði fætur hans með hári sínu. Bróðir hennar, Lasarus, var sjúkur.
3Søstrene sendte da bud til ham og lot si: Herre! se, han som du elsker, er syk.
3Nú gjörðu systurnar Jesú orðsending: ,,Herra, sá sem þú elskar, er sjúkur.``
4Da Jesus hørte det, sa han: Denne sykdom er ikke til døden, men til Guds ære, forat Guds Sønn skal bli æret ved den.
4Þegar hann heyrði það, mælti hann: ,,Þessi sótt er ekki banvæn, heldur Guði til dýrðar, að Guðs sonur vegsamist hennar vegna.``
5Men Jesus elsket Marta og hennes søster og Lasarus.
5Jesús elskaði þau Mörtu og systur hennar og Lasarus.
6Da han nu hørte at han var syk, blev han ennu to dager på det sted hvor han var;
6Þegar hann frétti, að hann væri veikur, var hann samt um kyrrt á sama stað í tvo daga.
7da først sa han til disiplene: La oss dra til Judea igjen!
7Að þeim liðnum sagði hann við lærisveina sína: ,,Förum aftur til Júdeu.``
8Disiplene sa til ham: Rabbi! nu nettop søkte jødene å stene dig, og du går atter dit?
8Lærisveinarnir sögðu við hann: ,,Rabbí, nýlega voru Gyðingar að því komnir að grýta þig, og þú ætlar þangað aftur?``
9Jesus svarte: Er det ikke tolv timer i en dag? Den som vandrer om dagen, støter sig ikke, fordi han ser denne verdens lys;
9Jesús svaraði: ,,Eru ekki stundir dagsins tólf? Sá sem gengur um að degi, hrasar ekki, því hann sér ljós þessa heims.
10men den som vandrer om natten, han støter sig, fordi lyset ikke er i ham.
10En sá sem gengur um að nóttu, hrasar, því hann hefur ekki ljósið í sér.``
11Dette talte han; og derefter sier han til dem: Lasarus, vår venn, er sovnet inn; men jeg går for å vekke ham.
11Þetta mælti hann, og sagði síðan við þá: ,,Lasarus, vinur vor, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann.``
12Disiplene sa da til ham: Herre! er han sovnet inn, da blir han frisk igjen.
12Þá sögðu lærisveinar hans: ,,Herra, ef hann er sofnaður, batnar honum.``
13Jesus hadde talt om hans død; men de tenkte at han talte om almindelig søvn.
13En Jesús talaði um dauða hans. Þeir héldu hins vegar, að hann ætti við venjulegan svefn.
14Da sa Jesus rent ut til dem: Lasarus er død,
14Þá sagði Jesús þeim berum orðum: ,,Lasarus er dáinn,
15og for eders skyld er jeg glad over at jeg ikke var der, forat I skal tro; men la oss gå til ham!
15og yðar vegna fagna ég því, að ég var þar ekki, til þess að þér skuluð trúa. En förum nú til hans.``
16Tomas, det er tvilling, sa da til sine meddisipler: La oss gå med, forat vi kan dø sammen med ham!
16Tómas, sem nefndist tvíburi, sagði þá við hina lærisveinana: ,,Vér skulum fara líka til að deyja með honum.``
17Da nu Jesus kom, fant han at han allerede hadde ligget fire dager i graven.
17Þegar Jesús kom, varð hann þess vís, að Lasarus hafði verið fjóra daga í gröfinni.
18Men Betania lå nær ved Jerusalem, omkring femten stadier derfra,
18Betanía var nálægt Jerúsalem, hér um bil fimmtán skeiðrúm þaðan.
19og mange av jødene var kommet til Marta og Maria for å trøste dem i sorgen over deres bror.
19Margir Gyðingar voru komnir til Mörtu og Maríu að hugga þær eftir bróðurmissinn.
20Da nu Marta fikk høre at Jesus kom, gikk hun ham i møte; men Maria satt hjemme i huset.
20Þegar Marta frétti, að Jesús væri að koma, fór hún á móti honum, en María sat heima.
21Marta sa da til Jesus: Herre! hadde du vært her, da var min bror ikke død;
21Marta sagði við Jesú: ,,Herra, ef þú hefðir verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn.
22men også nu vet jeg at alt det du beder Gud om, vil Gud gi dig.
22En einnig nú veit ég, að Guð mun gefa þér hvað sem þú biður hann um.``
23Jesus sier til henne: Din bror skal opstå.
23Jesús segir við hana: ,,Bróðir þinn mun upp rísa.``
24Marta sier til ham: Jeg vet at han skal opstå i opstandelsen på den ytterste dag.
24Marta segir: ,,Ég veit, að hann rís upp í upprisunni á efsta degi.``
25Jesus sa til henne: Jeg er opstandelsen og livet; den som tror på mig, om han enn dør, skal han dog leve,
25Jesús mælti: ,,Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.
26og hver den som lever og tror på mig, skal aldri i evighet dø. Tror du dette?
26Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?``
27Hun sier til ham: Ja, Herre! jeg tror at du er Messias, Guds Sønn, han som skal komme til verden.
27Hún segir við hann: ,,Já, herra. Ég trúi, að þú sért Kristur, Guðs sonur, sem koma skal í heiminn.``
28Og da hun hadde sagt dette, gikk hun bort og kalte i stillhet på sin søster Maria og sa: Mesteren er her og kaller på dig.
28Að svo mæltu fór hún, kallaði á Maríu systur sína og sagði í hljóði: ,,Meistarinn er hér og vill finna þig.``
29Da hun hørte det, stod hun hastig op og gikk til ham;
29Þegar María heyrði þetta, reis hún skjótt á fætur og fór til hans.
30men Jesus var ennu ikke kommet inn i byen, han var på det sted hvor Marta hadde møtt ham.
30En Jesús var ekki enn kominn til þorpsins, heldur var hann enn á þeim stað, þar sem Marta hafði mætt honum.
31Da nu de jøder som var hos henne i huset og trøstet henne, så at Maria stod hastig op og gikk ut, fulgte de med henne; de tenkte at hun gikk bort til graven for å gråte der.
31Gyðingarnir, sem voru heima hjá Maríu að hugga hana, sáu, að hún stóð upp í skyndi og gekk út, og fóru þeir á eftir henni. Þeir hugðu, að hún hefði farið til grafarinnar að gráta þar.
32Da nu Maria kom dit hvor Jesus var, og så ham, falt hun ned for hans føtter og sa til ham: Herre! hadde du vært her, da var min bror ikke død.
32María kom þangað, sem Jesús var, og er hún sá hann, féll hún honum til fóta og sagði við hann: ,,Herra, ef þú hefðir verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn.``
33Da nu Jesus så henne gråte, og så de jøder gråte som var kommet med henne, blev han oprørt i sin ånd og rystet og sa:
33Þegar Jesús sá hana gráta og Gyðingana gráta, sem með henni komu, komst hann við í anda og varð hrærður mjög
34Hvor har I lagt ham? De sa til ham: Herre, kom og se!
34og sagði: ,,Hvar hafið þér lagt hann?`` Þeir sögðu: ,,Herra, kom þú og sjá.``
35Jesus gråt.
35Þá grét Jesús.
36Jødene sa da: Se hvor han elsket ham!
36Gyðingar sögðu: ,,Sjá, hversu hann hefur elskað hann!``
37Men nogen av dem sa: kunde ikke han som har åpnet den blindes øine, også ha gjort at denne ikke var død?
37En nokkrir þeirra sögðu: ,,Gat ekki sá maður, sem opnaði augu hins blinda, einnig varnað því, að þessi maður dæi?``
38Jesus blev da atter oprørt i sin sjel, og kom til graven; det var en hule, og det lå en sten over den.
38Jesús varð aftur hrærður mjög og fór til grafarinnar. Hún var hellir og steinn fyrir.
39Jesus sier: Ta stenen bort! Marta, den dødes søster, sier til ham: Herre! han stinker allerede, for han har ligget fire dager.
39Jesús segir: ,,Takið steininn frá!`` Marta, systir hins dána, segir við hann: ,,Herra, það er komin nálykt af honum, það er komið á fjórða dag.``
40Jesus sier til henne: Sa jeg dig ikke at dersom du tror, skal du se Guds herlighet?
40Jesús segir við hana: ,,Sagði ég þér ekki: ,Ef þú trúir, munt þú sjá dýrð Guðs`?``
41De tok da stenen bort. Men Jesus løftet sine øine mot himmelen og sa: Fader! jeg takker dig fordi du har hørt mig.
41Nú var steinninn tekinn frá. En Jesús hóf upp augu sín og mælti: ,,Faðir, ég þakka þér, að þú hefur bænheyrt mig.
42Jeg visste jo at du alltid hører mig, men for folkets skyld som står omkring, sa jeg det, forat de skal tro at du har utsendt mig.
42Ég vissi að sönnu, að þú heyrir mig ávallt, en ég sagði þetta vegna mannfjöldans, sem stendur hér umhverfis, til þess að þeir trúi, að þú hafir sent mig.``
43Og da han hadde sagt dette, ropte han med høi røst: Lasarus, kom ut!
43Að svo mæltu hrópaði hann hárri röddu: ,,Lasarus, kom út!``
44Da kom den døde ut, bundet med liksvøp på føtter og hender, og om hans ansikt var bundet en svededuk. Jesus sier til dem: Løs ham og la ham gå!
44Hinn dáni kom út vafinn líkblæjum á fótum og höndum og með sveitadúk bundinn um andlitið. Jesús segir við þá: ,,Leysið hann og látið hann fara.``
45Mange av jødene, som var kommet til Maria og hadde sett det han gjorde, trodde da på ham;
45Margir Gyðingar, sem komnir voru til Maríu og sáu það, sem Jesús gjörði, tóku nú að trúa á hann.
46men nogen av dem gikk avsted til fariseerne og sa dem hvad Jesus hadde gjort.
46En nokkrir þeirra fóru til farísea og sögðu þeim, hvað hann hafði gjört.
47Yppersteprestene og fariseerne kalte da rådet sammen til møte og sa: Hvad skal vi gjøre? for dette menneske gjør mange tegn.
47Æðstu prestarnir og farísearnir kölluðu þá saman ráðið og sögðu: ,,Hvað eigum vér að gjöra? Þessi maður gjörir mörg tákn.
48Lar vi ham holde ved således, da vil alle tro på ham, og romerne vil komme og ta både vårt sted og vårt folk.
48Ef vér leyfum honum að halda svo áfram, munu allir trúa á hann, og þá koma Rómverjar og taka bæði helgidóm vorn og þjóð.``
49Men en av dem, Kaifas, som var yppersteprest det år, sa til dem:
49En einn þeirra, Kaífas, sem það ár var æðsti prestur, sagði við þá: ,,Þér vitið ekkert
50I forstår ingenting, heller ikke tenker I på at det er til gagn for eder at ett menneske dør for folket og ikke hele folket går til grunne.
50og hugsið ekkert um það, að yður er betra, að einn maður deyi fyrir lýðinn, en að öll þjóðin tortímist.``
51Dette sa han ikke av sig selv, men da han var yppersteprest det år, spådde han at Jesus skulde dø for folket,
51Þetta sagði hann ekki af sjálfum sér, en þar sem hann var æðsti prestur það ár, gat hann spáð því, að Jesús mundi deyja fyrir þjóðina,
52og ikke for folket alene, men for også å samle til ett de Guds barn som er spredt omkring.
52og ekki fyrir þjóðina eina, heldur og til að safna saman í eitt dreifðum börnum Guðs.
53Fra den dag av la de råd op om å slå ham ihjel.
53Upp frá þeim degi voru þeir ráðnir í að taka hann af lífi.
54Jesus gikk derfor ikke lenger åpenlyst omkring blandt jødene, men drog derfra til landet nær ved ørkenen, til en by som heter Efraim, og han blev der med sine disipler.
54Jesús gekk því ekki lengur um meðal Gyðinga á almannafæri, heldur fór hann þaðan til staðar í grennd við eyðimörkina, í þorp sem heitir Efraím, og þar dvaldist hann með lærisveinum sínum.
55Men jødenes påske var nær, og mange drog før påsken fra landet op til Jerusalem for å rense sig.
55Nú nálguðust páskar Gyðinga, og margir fóru úr sveitinni upp til Jerúsalem fyrir páskana til að hreinsa sig.
56De lette da efter Jesus, og talte sig imellem mens de stod i templet: Hvad tror I? kommer han slett ikke til høitiden?
56Menn leituðu að Jesú og sögðu sín á milli í helgidóminum: ,,Hvað haldið þér? Skyldi hann ekki koma til hátíðarinnar?``En æðstu prestar og farísear höfðu gefið út skipun um það, að ef nokkur vissi hvar hann væri, skyldi hann segja til, svo að þeir gætu tekið hann.
57Men yppersteprestene og fariseerne hadde påbudt at om nogen fikk vite hvor han var, skulde han melde det, så de kunde gripe ham.
57En æðstu prestar og farísear höfðu gefið út skipun um það, að ef nokkur vissi hvar hann væri, skyldi hann segja til, svo að þeir gætu tekið hann.