Portuguese: Almeida Atualizada

Icelandic

Genesis

11

1Ora, toda a terra tinha uma só língua e um só idioma.
1Öll jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð.
2E deslocando-se os homens para o oriente, acharam um vale na terra de Sinar; e ali habitaram.
2Og svo bar við, er þeir fóru stað úr stað í austurlöndum, að þeir fundu láglendi í Sínearlandi og settust þar að.
3Disseram uns aos outros: Eia pois, façamos tijolos, e queimemo-los bem. Os tijolos lhes serviram de pedras e o betume de argamassa.
3Og þeir sögðu hver við annan: ,,Gott og vel, vér skulum hnoða tigulsteina og herða í eldi.`` Og þeir notuðu tigulsteina í stað grjóts og jarðbik í stað kalks.
4Disseram mais: Eia, edifiquemos para nós uma cidade e uma torre cujo cume toque no céu, e façamo-nos um nome, para que não sejamos espalhados sobre a face de toda a terra.
4Og þeir sögðu: ,,Gott og vel, vér skulum byggja oss borg og turn, sem nái til himins, og gjörum oss minnismerki, svo að vér tvístrumst ekki um alla jörðina.``
5Então desceu o Senhor para ver a cidade e a torre que os filhos dos homens edificavam;
5Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn, sem mannanna synir voru að byggja.
6e disse: Eis que o povo é um e todos têm uma só língua; e isto é o que começam a fazer; agora não haverá restrição para tudo o que eles intentarem fazer.
6Og Drottinn mælti: ,,Sjá, þeir eru ein þjóð og hafa allir sama tungumál, og þetta er hið fyrsta fyrirtæki þeirra. Og nú mun þeim ekkert ófært verða, sem þeir taka sér fyrir hendur að gjöra.
7Eia, desçamos, e confundamos ali a sua linguagem, para que não entenda um a língua do outro.
7Gott og vel, stígum niður og ruglum þar tungumál þeirra, svo að enginn skilji framar annars mál.``
8Assim o Senhor os espalhou dali sobre a face de toda a terra; e cessaram de edificar a cidade.
8Og Drottinn tvístraði þeim þaðan út um alla jörðina, svo að þeir urðu af að láta að byggja borgina.
9Por isso se chamou o seu nome Babel, porquanto ali confundiu o Senhor a linguagem de toda a terra, e dali o Senhor os espalhou sobre a face de toda a terra.
9Þess vegna heitir hún Babel, því að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar, og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina.
10Estas são as gerações de Sem. Tinha ele cem anos, quando gerou a Arfaxade, dois anos depois do dilúvio.
10Þetta er ættartala Sems: Sem var hundrað ára gamall, er hann gat Arpaksad, tveim árum eftir flóðið.
11E viveu Sem, depois que gerou a Arfaxade, quinhentos anos; e gerou filhos e filhas.
11Og Sem lifði, eftir að hann gat Arpaksad, fimm hundruð ár og gat sonu og dætur.
12Arfaxade viveu trinta e cinco anos, e gerou a Selá.
12Er Arpaksad var þrjátíu og fimm ára, gat hann Sela.
13Viveu Arfaxade, depois que gerou a Selá, quatrocentos e três anos; e gerou filhos e filhas.
13Og Arpaksad lifði, eftir að hann gat Sela, fjögur hundruð og þrjú ár og gat sonu og dætur.
14Selá viveu trinta anos, e gerou a Eber.
14Er Sela var þrjátíu ára, gat hann Eber.
15Viveu Selá, depois que gerou a Eber, quatrocentos e três anos; e gerou filhos e filhas.
15Og Sela lifði, eftir að hann gat Eber, fjögur hundruð og þrjú ár og gat sonu og dætur.
16Eber viveu trinta e quatro anos, e gerou a Pelegue.
16Er Eber var þrjátíu og fjögurra ára, gat hann Peleg.
17Viveu Eber, depois que gerou a Pelegue, quatrocentos e trinta anos; e gerou filhos e filhas.
17Og Eber lifði, eftir að hann gat Peleg, fjögur hundruð og þrjátíu ár og gat sonu og dætur.
18Pelegue viveu trinta anos, e gerou a Reú.
18Er Peleg var þrjátíu ára, gat hann Reú.
19Viveu Pelegue, depois que gerou a Reú, duzentos e nove anos; e gerou filhos e filhas.
19Og Peleg lifði, eftir að hann gat Reú, tvö hundruð og níu ár og gat sonu og dætur.
20Reú viveu trinta e dois anos, e gerou a Serugue.
20Er Reú var þrjátíu og tveggja ára, gat hann Serúg.
21Viveu Reú, depois que gerou a Serugue, duzentos e sete anos; e gerou filhos e filhas.
21Og Reú lifði, eftir að hann gat Serúg, tvö hundruð og sjö ár og gat sonu og dætur.
22Serugue viveu trinta anos, e gerou a Naor.
22Er Serúg var þrjátíu ára, gat hann Nahor.
23Viveu Serugue, depois que gerou a Naor, duzentos anos; e gerou filhos e filhas.
23Og Serúg lifði, eftir að hann gat Nahor, tvö hundruð ár og gat sonu og dætur.
24Naor viveu vinte e nove anos, e gerou a Tera.
24Er Nahor var tuttugu og níu ára, gat hann Tara.
25Viveu Naor, depois que gerou a Tera, cento e dezenove anos; e gerou filhos e filhas.
25Og Nahor lifði, eftir að hann gat Tara, hundrað og nítján ár og gat sonu og dætur.
26Tera viveu setenta anos, e gerou a Abrão, a Naor e a Harã.
26Er Tara var sjötíu ára, gat hann Abram, Nahor og Haran.
27Estas são as gerações de Tera: Tera gerou a Abrão, a Naor e a Harã; e Harã gerou a Ló.
27Þetta er saga Tara: Tara gat Abram, Nahor og Haran, en Haran gat Lot.
28Harã morreu antes de seu pai Tera, na terra do seu nascimento, em Ur dos Caldeus.
28Og Haran dó á undan Tara föður sínum í ættlandi sínu, í Úr í Kaldeu.
29Abrão e Naor tomaram mulheres para si: o nome da mulher de Abrão era Sarai, e o nome da mulher do Naor era Milca, filha de Harã, que foi pai de Milca e de Iscá.
29Og Abram og Nahor tóku sér konur. Kona Abrams hét Saraí, en kona Nahors Milka, dóttir Harans, föður Milku og föður Ísku.
30Sarai era estéril; não tinha filhos.
30En Saraí var óbyrja, hún átti eigi börn.
31Tomou Tera a Abrão seu filho, e a Ló filho de Harã, filho de seu filho, e a Sarai sua nora, mulher de seu filho Abrão, e saiu com eles de Ur dos Caldeus, a fim de ir para a terra de Canaã; e vieram até Harã, e ali habitaram.
31Þá tók Tara Abram son sinn og Lot Haransson, sonarson sinn, og Saraí tengdadóttur sína, konu Abrams sonar síns, og lagði af stað með þau frá Úr í Kaldeu áleiðis til Kanaanlands, og þau komu til Harran og settust þar að.Og dagar Tara voru tvö hundruð og fimm ár. Þá andaðist Tara í Harran.
32Foram os dias de Tera duzentos e cinco anos; e morreu Tera em Harã.
32Og dagar Tara voru tvö hundruð og fimm ár. Þá andaðist Tara í Harran.