1ADEMAS os declaro, hermanos, el evangelio que os he predicado, el cual también recibisteis, en el cual también perseveráis;
1Ég minni yður, bræður, á fagnaðarerindi það, sem ég boðaði yður, sem þér og veittuð viðtöku og þér einnig standið stöðugir í.
2Por el cual asimismo, si retenéis la palabra que os he predicado, sois salvos, si no creísteis en vano.
2Fyrir það verðið þér og hólpnir ef þér haldið fast við orðið, fagnaðarerindið, sem ég boðaði yður, og hafið ekki ófyrirsynju trúna tekið.
3Porque primeramente os he enseñado lo que asimismo recibí: Que Cristo fué muerto por nuestros pecados conforme á las Escrituras;
3Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum,
4Y que fué sepultado, y que resucitó al tercer día, conforme á las Escrituras;
4að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum
5Y que apareció á Cefas, y después á los doce.
5og að hann birtist Kefasi, síðan þeim tólf.
6Después apareció á más de quinientos hermanos juntos; de los cuales muchos viven aún, y otros son muertos.
6Því næst birtist hann meira en fimm hundruð bræðrum í einu, sem flestir eru á lífi allt til þessa, en nokkrir eru sofnaðir.
7Después apareció á Jacobo; después á todos los apóstoles.
7Síðan birtist hann Jakobi, því næst postulunum öllum.
8Y el postrero de todos, como á un abortivo, me apareció á mí.
8En síðast allra birtist hann einnig mér, eins og ótímaburði.
9Porque yo soy el más pequeño de los apóstoles, que no soy digno de ser llamado apóstol, porque perseguí la iglesia de Dios.
9Því ég er sístur postulanna og er ekki þess verður að kallast postuli, með því að ég ofsótti söfnuð Guðs.
10Empero por la gracia de Dios soy lo que soy: y su gracia no ha sido en vano para conmigo; antes he trabajado más que todos ellos: pero no yo, sino la gracia de Dios que fué conmigo.
10En af Guðs náð er ég það sem ég er, og náð hans við mig hefur ekki orðið til ónýtis, heldur hef ég erfiðað meira en þeir allir, þó ekki ég, heldur náð Guðs, sem með mér er.
11Porque, ó sea yo ó sean ellos, así predicamos, y así habéis creído.
11Hvort sem það því er ég eða þeir, þá prédikum vér þannig, og þannig hafið þér trúna tekið.
12Y si Cristo es predicado que resucitó de los muertos ¿cómo dicen algunos entre vosotros que no hay resurrección de muertos?
12En ef nú er prédikað, að Kristur sé upprisinn frá dauðum, hvernig geta þá nokkrir yðar sagt, að dauðir rísi ekki upp?
13Porque si no hay resurrección de muertos, Cristo tampoco resucitó:
13Ef ekki er til upprisa dauðra, þá er Kristur ekki heldur upprisinn.
14Y si Cristo no resucitó, vana es entonces nuestra predicación, vana es también vuestra fe.
14En ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar.
15Y aun somos hallados falsos testigos de Dios; porque hemos testificado de Dios que él haya levantado á Cristo; al cual no levantó, si en verdad los muertos no resucitan.
15Vér reynumst þá vera ljúgvottar um Guð, þar eð vér höfum vitnað um Guð, að hann hafi uppvakið Krist, sem hann hefur ekki uppvakið, svo framarlega sem dauðir rísa ekki upp.
16Porque si los muertos no resucitan, tampoco Cristo resucitó.
16Því að ef dauðir rísa ekki upp, er Kristur ekki heldur upprisinn.
17Y si Cristo no resucitó, vuestra fe es vana; aun estáis en vuestros pecados.
17En ef Kristur er ekki upprisinn, er trú yðar fánýt, þér eruð þá enn í syndum yðar,
18Entonces también los que durmieron en Cristo son perdidos.
18og þá eru einnig þeir, sem sofnaðir eru í trú á Krist, glataðir.
19Si en esta vida solamente esperamos en Cristo, los más miserables somos de todos los hombres.
19Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumkunarverðastir allra manna.
20Mas ahora Cristo ha resucitado de los muertos; primicias de los que durmieron es hecho.
20En nú er Kristur upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru.
21Porque por cuanto la muerte entró por un hombre, también por un hombre la resurrección de los muertos.
21Því að þar eð dauðinn kom fyrir mann, kemur og upprisa dauðra fyrir mann.
22Porque así como en Adam todos mueren, así también en Cristo todos serán vivificados.
22Því að eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við Krist.
23Mas cada uno en su orden: Cristo las primicias; luego los que son de Cristo, en su venida.
23En sérhver í sinni röð: Kristur sem frumgróðinn, því næst, við komu hans, þeir sem honum tilheyra.
24Luego el fin; cuando entregará el reino á Dios y al Padre, cuando habrá quitado todo imperio, y toda potencia y potestad.
24Síðan kemur endirinn, er hann selur ríkið Guði föður í hendur, er hann hefur að engu gjört sérhverja tign, sérhvert veldi og kraft.
25Porque es menester que él reine, hasta poner á todos sus enemigos debajo de sus pies.
25Því að honum ber að ríkja, uns hann leggur alla fjendurna undir fætur hans.
26Y el postrer enemigo que será deshecho, será la muerte.
26Dauðinn er síðasti óvinurinn, sem verður að engu gjörður.
27Porque todas las cosas sujetó debajo de sus pies. Y cuando dice: Todas las cosas son sujetadas á él, claro está exceptuado aquel que sujetó á él todas las cosas.
27,,Allt hefur hann lagt undir fætur honum.`` Þegar stendur, að allt hafi verið lagt undir hann, er augljóst, að sá er undan skilinn, sem lagði allt undir hann.
28Mas luego que todas las cosas le fueren sujetas, entonces también el mismo Hijo se sujetará al que le sujetó á él todas las cosas, para que Dios sea todas las cosas en todos.
28En þegar allt hefur verið lagt undir hann, þá mun og sonurinn sjálfur leggja sig undir þann, er lagði alla hluti undir hann, til þess að Guð sé allt í öllu.
29De otro modo, ¿qué harán los que se bautizan por los muertos, si en ninguna manera los muertos resucitan? ¿Por qué pues se bautizan por los muertos?
29Til hvers eru menn annars að láta skírast fyrir hina dánu? Ef dauðir menn rísa alls ekki upp, hvers vegna láta menn þá skíra sig fyrir þá?
30¿Y por qué nosotros peligramos á toda hora?
30Hvers vegna erum vér líka að stofna oss í hættu hverja stund?
31Sí, por la gloria que en orden á vosotros tengo en Cristo Jesús Señor nuestro, cada día muero.
31Svo sannarlega, bræður, sem ég get hrósað mér af yður í Kristi Jesú, Drottni vorum: Á degi hverjum vofir dauðinn yfir mér.
32Si como hombre batallé en Efeso contra las bestias, ¿qué me aprovecha? Si los muertos no resucitan, comamos y bebamos, que mañana moriremos.
32Hafi ég eingöngu að hætti manna barist við villidýr í Efesus, hvaða gagn hefði ég þá af því? Ef dauðir rísa ekki upp, etum þá og drekkum, því að á morgun deyjum vér!
33No erréis: las malas conversaciones corrompen las buenas costumbres.
33Villist ekki. Vondur félagsskapur spillir góðum siðum.
34Velad debidamente, y no pequéis; porque algunos no conocen á Dios: para vergüenza vuestra hablo.
34Vaknið fyrir alvöru og syndgið ekki. Nokkrir hafa enga þekkingu á Guði. Yður til blygðunar segi ég það.
35Mas dirá alguno: ¿Cómo resucitarán los muertos? ¿Con qué cuerpo vendrán?
35En nú kynni einhver að segja: ,,Hvernig rísa dauðir upp? Hvaða líkama hafa þeir, þegar þeir koma?``
36Necio, lo que tú siembras no se vivifica, si no muriere antes.
36Þú óvitri maður! Það sem þú sáir lifnar ekki aftur nema það deyi.
37Y lo que siembras, no siembras el cuerpo que ha de salir, sino el grano desnudo, acaso de trigo, ó de otro grano:
37Og er þú sáir, þá er það ekki sú jurt, er vex upp síðar, sem þú sáir, heldur bert frækornið, hvort sem það nú heldur er hveitikorn eða annað fræ.
38Mas Dios le da el cuerpo como quiso, y á cada simiente su propio cuerpo.
38En Guð gefur því líkama eftir vild sinni og hverri sæðistegund sinn líkama.
39Toda carne no es la misma carne; mas una carne ciertamente es la de los hombres, y otra carne la de los animales, y otra la de los peces, y otra la de las aves.
39Ekki eru allir líkamir eins, heldur hafa mennirnir einn, kvikféð annan, fuglarnir einn og fiskarnir annan.
40Y cuerpos hay celestiales, y cuerpos terrestres; mas ciertamente una es la gloria de los celestiales, y otra la de los terrestres:
40Til eru himneskir líkamir og jarðneskir líkamir. En vegsemd hinna himnesku er eitt og hinna jarðnesku annað.
41Otra es la gloria del sol, y otra la gloria de la luna, y otra la gloria de las estrellas: porque una estrella es diferente de otra en gloria.
41Eitt er ljómi sólarinnar og annað ljómi tunglsins og annað ljómi stjarnanna, því að stjarna ber af stjörnu í ljóma.
42Así también es la resurrección de los muertos. Se siembra en corrupción se levantará en incorrupción;
42Þannig er og um upprisu dauðra. Sáð er forgengilegu, en upp rís óforgengilegt.
43Se siembra en vergüenza, se levantará con gloria; se siembra en flaqueza, se levantará con potencia;
43Sáð er í vansæmd, en upp rís í vegsemd. Sáð er í veikleika, en upp rís í styrkleika.
44Se siembra cuerpo animal, resucitará espiritual cuerpo. Hay cuerpo animal, y hay cuerpo espiritual.
44Sáð er jarðneskum líkama, en upp rís andlegur líkami. Ef jarðneskur líkami er til, þá er og til andlegur líkami.
45Así también está escrito: Fué hecho el primer hombre Adam en ánima viviente; el postrer Adam en espíritu vivificante.
45Þannig er og ritað: ,,Hinn fyrsti maður, Adam, varð að lifandi sál,`` hinn síðari Adam að lífgandi anda.
46Mas lo espiritual no es primero, sino lo animal; luego lo espiritual.
46En hið andlega kemur ekki fyrst, heldur hið jarðneska, því næst hið andlega.
47El primer hombre, es de la tierra, terreno: el segundo hombre que es el Señor, es del cielo.
47Hinn fyrsti maður er frá jörðu, jarðneskur, hinn annar maður er frá himni.
48Cual el terreno, tales también los terrenos; y cual el celestial, tales también los celestiales.
48Eins og hinn jarðneski var, þannig eru og hinir jarðnesku og eins og hinn himneski, þannig eru og hinir himnesku.
49Y como trajimos la imagen del terreno, traeremos también la imagen del celestial.
49Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig bera mynd hins himneska.
50Esto empero digo, hermanos: que la carne y la sangre no pueden heredar el reino de Dios; ni la corrupción hereda la incorrupción.
50En það segi ég, bræður, að hold og blóð getur eigi erft Guðs ríki, eigi erfir heldur hið forgengilega óforgengileikann.
51He aquí, os digo un misterio: Todos ciertamente no dormiremos, mas todos seremos transformados.
51Sjá, ég segi yður leyndardóm: Vér munum ekki allir sofna, en allir munum vér umbreytast
52En un momento, en un abrir de ojo, á la final trompeta; porque será tocada la trompeta, y los muertos serán levantados sin corrupción, y nosotros seremos transformados.
52í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður. Því lúðurinn mun gjalla og þá munu hinir dauðu upp rísa óforgengilegir, og vér munum umbreytast.
53Porque es menester que esto corruptible sea vestido de incorrupción, y esto mortal sea vestido de inmortalidad.
53Þetta forgengilega á að íklæðast óforgengileikanum og þetta dauðlega að íklæðast ódauðleikanum.
54Y cuando esto corruptible fuere vestido de incorrupción, y esto mortal fuere vestido de inmortalidad, entonces se efectuará la palabra que está escrita: Sorbida es la muerte con victoria.
54En þegar hið forgengilega íklæðist óforgengileikanum og hið dauðlega ódauðleikanum, þá mun rætast orð það, sem ritað er: Dauðinn er uppsvelgdur í sigur.
55¿Dónde está, oh muerte, tu aguijón? ¿dónde, oh sepulcro, tu victoria?
55Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn?
56Ya que el aguijón de la muerte es el pecado, y la potencia del pecado, la ley.
56En syndin er broddur dauðans og lögmálið afl syndarinnar.
57Mas á Dios gracias, que nos da la victoria por el Señor nuestro Jesucristo.
57Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist!Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni.
58Así que, hermanos míos amados, estad firmes y constantes, creciendo en la obra del Señor siempre, sabiendo que vuestro trabajo en el Señor no es vano.
58Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni.