Spanish: Reina Valera (1909)

Icelandic

John

1

1EN el principio era el Verbo, y el Verbo era con Dios, y el Verbo era Dios.
1Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.
2Este era en el principio con Dios.
2Hann var í upphafi hjá Guði.
3Todas las cosas por él fueron hechas; y sin él nada de lo que es hecho, fué hecho.
3Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er.
4En él estaba la vida, y la vida era la luz de los hombres.
4Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna.
5Y la luz en las tinieblas resplandece; mas las tinieblas no la comprendieron.
5Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.
6Fué un hombre enviado de Dios, el cual se llamaba Juan.
6Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes.
7Este vino por testimonio, para que diese testimonio de la luz, para que todos creyesen por él.
7Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir hann.
8No era él la luz, sino para que diese testimonio de la luz.
8Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið.
9Aquel era la luz verdadera, que alumbra á todo hombre que viene á este mundo.
9Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn.
10En el mundo estaba, y el mundo fué hecho por él; y el mundo no le conoció.
10Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki.
11A lo suyo vino, y los suyos no le recibieron.
11Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum.
12Mas á todos los que le recibieron, dióles potestad de ser hechos hijos de Dios, á los que creen en su nombre:
12En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.
13Los cuales no son engendrados de sangre, ni de voluntad de carne, ni de voluntad de varón, mas de Dios.
13Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.
14Y aquel Verbo fué hecho carne, y habitó entre nosotros (y vimos su gloria, gloria como del unigénito del Padre), lleno de gracia y de verdad.
14Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.
15Juan dió testimonio de él, y clamó diciendo: Este es del que yo decía: El que viene tras mí, es antes de mí: porque es primero que yo.
15Jóhannes vitnar um hann og hrópar: ,,Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég.``
16Porque de su plenitud tomamos todos, y gracia por gracia.
16Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan.
17Porque la ley por Moisés fué dada: mas la gracia y la verdad por Jesucristo fué hecha.
17Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist.
18A Dios nadie le vió jamás: el unigénito Hijo, que está en el seno del Padre, él le declaró.
18Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.
19Y éste es el testimonio de Juan, cuando los Judíos enviaron de Jerusalem sacerdotes y Levitas, que le preguntasen: ¿Tú, quién eres?
19Þessi er vitnisburður Jóhannesar, þegar Gyðingar sendu til hans presta og levíta frá Jerúsalem að spyrja hann: ,,Hver ert þú?``
20Y confesó, y no negó; mas declaró: No soy yo el Cristo.
20Hann svaraði ótvírætt og játaði: ,,Ekki er ég Kristur.``
21Y le preguntaron: ¿Qué pues? ¿Eres tú Elías? Dijo: No soy. ¿Eres tú el profeta? Y respondió: No.
21Þeir spurðu hann: ,,Hvað þá? Ertu Elía?`` Hann svarar: ,,Ekki er ég hann.`` ,,Ertu spámaðurinn?`` Hann kvað nei við.
22Dijéronle: ¿Pues quién eres? para que demos respuesta á los que nos enviaron. ¿Qué dices de ti mismo?
22Þá sögðu þeir við hann: ,,Hver ertu? Vér verðum að svara þeim, er sendu oss. Hvað segir þú um sjálfan þig?``
23Dijo: Yo soy la voz del que clama en el desierto: Enderezad el camino del Señor, como dijo Isaías profeta.
23Hann sagði: ,,Ég er rödd hrópanda í eyðimörk: Gjörið beinan veg Drottins, eins og Jesaja spámaður segir.``
24Y los que habían sido enviados eran de los Fariseos.
24Sendir voru menn af flokki farísea.
25Y preguntáronle, y dijéronle: ¿Por qué pues bautizas, si tú no eres el Cristo, ni Elías, ni el profeta?
25Þeir spurðu hann: ,,Hvers vegna skírir þú, fyrst þú ert hvorki Kristur, Elía né spámaðurinn?``
26Y Juan les respondió, diciendo: Yo bautizo con agua; mas en medio de vosotros ha estado á quien vosotros no conocéis.
26Jóhannes svaraði: ,,Ég skíri með vatni. Mitt á meðal yðar stendur sá, sem þér þekkið ekki,
27Este es el que ha de venir tras mí, el cual es antes de mí: del cual yo no soy digno de desatar la correa del zapato.
27hann, sem kemur eftir mig, og skóþveng hans er ég ekki verður að leysa.``
28Estas cosas acontecieron en Betábara, de la otra parte del Jordán, donde Juan bautizaba.
28Þetta bar við í Betaníu, handan Jórdanar, þar sem Jóhannes var að skíra.
29El siguiente día ve Juan á Jesús que venía á él, y dice: He aquí el Cordero de Dios, que quita el pecado del mundo.
29Daginn eftir sér hann Jesú koma til sín og segir: ,,Sjá, Guðs lamb, sem ber synd heimsins.
30Este es del que dije: Tras mí viene un varón, el cual es antes de mí: porque era primero que yo.
30Þar er sá er ég sagði um: ,Eftir mig kemur maður, sem var á undan mér, því hann er fyrri en ég.`
31Y yo no le conocía; más para que fuese manifestado á Israel, por eso vine yo bautizando con agua.
31Sjálfur þekkti ég hann ekki. En til þess kom ég og skíri með vatni, að hann opinberist Ísrael.``
32Y Juan dió testimonio, diciendo: Vi al Espíritu que descendía del cielo como paloma, y reposó sobre él.
32Og Jóhannes vitnaði: ,,Ég sá andann koma af himni ofan eins og dúfu, og hann nam staðar yfir honum.
33Y yo no le conocía; mas el que me envió á bautizar con agua, aquél me dijo: Sobre quien vieres descender el Espíritu, y que reposa sobre él, éste es el que bautiza con Espíritu Santo.
33Sjálfur þekkti ég hann ekki, en sá er sendi mig að skíra með vatni, sagði mér: ,Sá sem þú sérð andann koma yfir og nema staðar á, hann er sá sem skírir með heilögum anda.`
34Y yo le vi, y he dado testimonio que éste es el Hijo de Dios.
34Þetta sá ég, og ég vitna, að hann er sonur Guðs.``
35El siguiente día otra vez estaba Juan, y dos de sus discípulos.
35Daginn eftir var Jóhannes þar aftur staddur og tveir lærisveinar hans.
36Y mirando á Jesús que andaba por allí, dijo: He aquí el Cordero de Dios.
36Hann sér Jesú á gangi og segir: ,,Sjá, Guðs lamb.``
37Y oyéronle los dos discípulos hablar, y siguieron á Jesús.
37Lærisveinar hans tveir heyrðu orð hans og fóru á eftir Jesú.
38Y volviéndose Jesús, y viéndolos seguir le, díceles: ¿Qué buscáis? Y ellos le dijeron: Rabbí (que declarado quiere decir Maestro) ¿dónde moras?
38Jesús sneri sér við, sá þá koma á eftir sér og sagði við þá: ,,Hvers leitið þið?`` Þeir svara: ,,Rabbí (það þýðir meistari), hvar dvelst þú?``
39Díceles: Venid y ved. Vinieron, y vieron donde moraba, y quedáronse con él aquel día: porque era como la hora de las diez.
39Hann segir: ,,Komið og sjáið.`` Þeir komu og sáu, hvar hann dvaldist, og voru hjá honum þann dag. Þetta var síðdegis.
40Era Andrés, hermano de Simón Pedro, uno de los dos que habían oído de Juan, y le habían seguido.
40Annar þessara tveggja, sem heyrðu orð Jóhannesar og fóru á eftir Jesú, var Andrés, bróðir Símonar Péturs.
41Este halló primero á su hermano Simón, y díjole: Hemos hallado al Mesías (que declarado es, el Cristo).
41Hann finnur fyrst bróður sinn, Símon, og segir við hann: ,,Við höfum fundið Messías!`` (Messías þýðir Kristur, Hinn smurði.)
42Y le trajo á Jesús. Y mirándole Jesús, dijo: Tú eres Simón, hijo de Jonás: tú serás llamado Cephas (que quiere decir, Piedra).
42Hann fór með hann til Jesú. Jesús horfði á hann og sagði: ,,Þú ert Símon Jóhannesson, þú skalt heita Kefas`` (Pétur, það þýðir klettur).
43El siguiente día quiso Jesús ir á Galilea, y halla á Felipe, al cual dijo: Sígueme.
43Næsta dag hugðist Jesús fara til Galíleu. Hann hitti þá Filippus og sagði við hann: ,,Fylg þú mér!``
44Y era Felipe de Bethsaida, la ciudad de Andrés y de Pedro.
44Filippus var frá Betsaídu, sömu borg og Andrés og Pétur.
45Felipe halló á Natanael, y dícele: Hemos hallado á aquel de quien escribió Moisés en la ley, y los profetas: á Jesús, el hijo de José, de Nazaret.
45Filippus fann Natanael og sagði við hann: ,,Vér höfum fundið þann, sem Móse skrifar um í lögmálinu og spámennirnir, Jesú frá Nasaret, son Jósefs.``
46Y díjole Natanael: ¿De Nazaret puede haber algo de bueno? Dícele Felipe: Ven y ve.
46Natanael sagði: ,,Getur nokkuð gott komið frá Nasaret?`` Filippus svaraði: ,,Kom þú og sjá.``
47Jesús vió venir á sí á Natanael, y dijo de él: He aquí un verdadero Israelita, en el cual no hay engaño.
47Jesús sá Natanael koma til sín og sagði við hann: ,,Hér er sannur Ísraelíti, sem engin svik eru í.``
48Dícele Natanael: ¿De dónde me conoces? Respondió Jesús, y díjole: Antes que Felipe te llamara, cuando estabas debajo de la higuera te vi.
48Natanael spyr: ,,Hvaðan þekkir þú mig?`` Jesús svarar: ,,Ég sá þig undir fíkjutrénu, áður en Filippus kallaði á þig.``
49Respondió Natanael, y díjole: Rabbí, tú eres el Hijo de Dios; tú eres el Rey de Israel.
49Þá segir Natanael: ,,Rabbí, þú ert sonur Guðs, þú ert konungur Ísraels.``
50Respondió Jesús y díjole: ¿Porque te dije, te vi debajo de la higuera, crees? cosas mayores que éstas verás.
50Jesús spyr hann: ,,Trúir þú, af því að ég sagði við þig: ,Ég sá þig undir fíkjutrénu`? Þú munt sjá það, sem þessu er meira.``Og hann segir við hann: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður yfir Mannssoninn.``
51Y dícele: De cierto, de cierto os digo: De aquí adelante veréis el cielo abierto, y los ángeles de Dios que suben y descienden sobre el Hijo del hombre.
51Og hann segir við hann: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður yfir Mannssoninn.``