1ESTABA entonces enfermo uno llamado Lázaro, de Bethania, la aldea de María y de Marta su hermana.
1Maður sá var sjúkur, er Lasarus hét, frá Betaníu, þorpi Maríu og Mörtu, systur hennar.
2(Y María, cuyo hermano Lázaro estaba enfermo, era la que ungió al Señor con ungüento, y limpió sus pies con sus cabellos)
2En María var sú er smurði Drottin smyrslum og þerraði fætur hans með hári sínu. Bróðir hennar, Lasarus, var sjúkur.
3Enviaron, pues, sus hermanas á él, diciendo: Señor, he aquí, el que amas está enfermo.
3Nú gjörðu systurnar Jesú orðsending: ,,Herra, sá sem þú elskar, er sjúkur.``
4Y oyéndolo Jesús, dijo: Esta enfermedad no es para muerte, mas por gloria de Dios, para que el Hijo de Dios sea glorificado por ella.
4Þegar hann heyrði það, mælti hann: ,,Þessi sótt er ekki banvæn, heldur Guði til dýrðar, að Guðs sonur vegsamist hennar vegna.``
5Y amaba Jesús á Marta, y á su hermana, y á Lázaro.
5Jesús elskaði þau Mörtu og systur hennar og Lasarus.
6Como oyó pues que estaba enfermo, quedóse aún dos días en aquel lugar donde estaba.
6Þegar hann frétti, að hann væri veikur, var hann samt um kyrrt á sama stað í tvo daga.
7Luego, después de esto, dijo á los discípulos: Vamos á Judea otra vez.
7Að þeim liðnum sagði hann við lærisveina sína: ,,Förum aftur til Júdeu.``
8Dícenle los discípulos: Rabbí, ahora procuraban los Judíos apedrearte, ¿y otra vez vas allá?
8Lærisveinarnir sögðu við hann: ,,Rabbí, nýlega voru Gyðingar að því komnir að grýta þig, og þú ætlar þangað aftur?``
9Respondió Jesús: ¿No tiene el día doce horas? El que anduviere de día, no tropieza, porque ve la luz de este mundo.
9Jesús svaraði: ,,Eru ekki stundir dagsins tólf? Sá sem gengur um að degi, hrasar ekki, því hann sér ljós þessa heims.
10Mas el que anduviere de noche, tropieza, porque no hay luz en él.
10En sá sem gengur um að nóttu, hrasar, því hann hefur ekki ljósið í sér.``
11Dicho esto, díceles después: Lázaro nuestro amigo duerme; mas voy á despertarle del sueño.
11Þetta mælti hann, og sagði síðan við þá: ,,Lasarus, vinur vor, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann.``
12Dijeron entonces sus discípulos: Señor, si duerme, salvo estará.
12Þá sögðu lærisveinar hans: ,,Herra, ef hann er sofnaður, batnar honum.``
13Mas esto decía Jesús de la muerte de él: y ellos pensaron que hablaba del reposar del sueño.
13En Jesús talaði um dauða hans. Þeir héldu hins vegar, að hann ætti við venjulegan svefn.
14Entonces, pues, Jesús les dijo claramente: Lázaro es muerto;
14Þá sagði Jesús þeim berum orðum: ,,Lasarus er dáinn,
15Y huélgome por vosotros, que yo no haya estado allí, para que creáis: mas vamos á él.
15og yðar vegna fagna ég því, að ég var þar ekki, til þess að þér skuluð trúa. En förum nú til hans.``
16Dijo entonces Tomás, el que se dice el Dídimo, á sus condiscípulos: Vamos también nosotros, para que muramos con él.
16Tómas, sem nefndist tvíburi, sagði þá við hina lærisveinana: ,,Vér skulum fara líka til að deyja með honum.``
17Vino pues Jesús, y halló que había ya cuatro días que estaba en el sepulcro.
17Þegar Jesús kom, varð hann þess vís, að Lasarus hafði verið fjóra daga í gröfinni.
18Y Bethania estaba cerca de Jerusalem, como quince estadios;
18Betanía var nálægt Jerúsalem, hér um bil fimmtán skeiðrúm þaðan.
19Y muchos de los Judíos habían venido á Marta y á María, á consolarlas de su hermano.
19Margir Gyðingar voru komnir til Mörtu og Maríu að hugga þær eftir bróðurmissinn.
20Entonces Marta, como oyó que Jesús venía, salió á encontrarle; mas María se estuvo en casa.
20Þegar Marta frétti, að Jesús væri að koma, fór hún á móti honum, en María sat heima.
21Y Marta dijo á Jesús: Señor, si hubieses estado aquí, mi hermano no fuera muerto;
21Marta sagði við Jesú: ,,Herra, ef þú hefðir verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn.
22Mas también sé ahora, que todo lo que pidieres de Dios, te dará Dios.
22En einnig nú veit ég, að Guð mun gefa þér hvað sem þú biður hann um.``
23Dícele Jesús: Resucitará tu hermano.
23Jesús segir við hana: ,,Bróðir þinn mun upp rísa.``
24Marta le dice: Yo sé que resucitará en la resurrección en el día postrero.
24Marta segir: ,,Ég veit, að hann rís upp í upprisunni á efsta degi.``
25Dícele Jesús: Yo soy la resurrección y la vida: el que cree en mí, aunque esté muerto, vivirá.
25Jesús mælti: ,,Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.
26Y todo aquel que vive y cree en mí, no morirá eternamente. ¿Crees esto?
26Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?``
27Dícele: Sí Señor; yo he creído que tú eres el Cristo, el Hijo de Dios, que has venido al mundo.
27Hún segir við hann: ,,Já, herra. Ég trúi, að þú sért Kristur, Guðs sonur, sem koma skal í heiminn.``
28Y esto dicho, fuése, y llamó en secreto á María su hermana, diciendo: El Maestro está aquí y te llama.
28Að svo mæltu fór hún, kallaði á Maríu systur sína og sagði í hljóði: ,,Meistarinn er hér og vill finna þig.``
29Ella, como lo oyó, levántase prestamente y viene á él.
29Þegar María heyrði þetta, reis hún skjótt á fætur og fór til hans.
30(Que aun no había llegado Jesús á la aldea, mas estaba en aquel lugar donde Marta le había encontrado.)
30En Jesús var ekki enn kominn til þorpsins, heldur var hann enn á þeim stað, þar sem Marta hafði mætt honum.
31Entonces los Judíos que estaban en casa con ella, y la consolaban, como vieron que María se había levantado prestamente, y había salido, siguiéronla, diciendo: Va al sepulcro á llorar allí.
31Gyðingarnir, sem voru heima hjá Maríu að hugga hana, sáu, að hún stóð upp í skyndi og gekk út, og fóru þeir á eftir henni. Þeir hugðu, að hún hefði farið til grafarinnar að gráta þar.
32Mas María, como vino donde estaba Jesús, viéndole, derribóse á sus pies, diciéndole: Señor, si hubieras estado aquí, no fuera muerto mi hermano.
32María kom þangað, sem Jesús var, og er hún sá hann, féll hún honum til fóta og sagði við hann: ,,Herra, ef þú hefðir verið hér, væri bróðir minn ekki dáinn.``
33Jesús entonces, como la vió llorando, y á los Judíos que habían venido juntamente con ella llorando, se conmovió en espíritu, y turbóse,
33Þegar Jesús sá hana gráta og Gyðingana gráta, sem með henni komu, komst hann við í anda og varð hrærður mjög
34Y dijo: ¿Dónde le pusisteis? Dicenle: Señor, ven, y ve.
34og sagði: ,,Hvar hafið þér lagt hann?`` Þeir sögðu: ,,Herra, kom þú og sjá.``
35Y lloró Jesús.
35Þá grét Jesús.
36Dijeron entonces los Judíos: Mirad cómo le amaba.
36Gyðingar sögðu: ,,Sjá, hversu hann hefur elskað hann!``
37Y algunos de ellos dijeron: ¿No podía éste que abrió los ojos al ciego, hacer que éste no muriera?
37En nokkrir þeirra sögðu: ,,Gat ekki sá maður, sem opnaði augu hins blinda, einnig varnað því, að þessi maður dæi?``
38Y Jesús, conmoviéndose otra vez en sí mismo, vino al sepulcro. Era una cueva, la cual tenía una piedra encima.
38Jesús varð aftur hrærður mjög og fór til grafarinnar. Hún var hellir og steinn fyrir.
39Dice Jesús: Quitad la piedra. Marta, la hermana del que se había muerto, le dice: Señor, hiede ya, que es de cuatro días.
39Jesús segir: ,,Takið steininn frá!`` Marta, systir hins dána, segir við hann: ,,Herra, það er komin nálykt af honum, það er komið á fjórða dag.``
40Jesús le dice: ¿No te he dicho que, si creyeres, verás la gloria de Dios?
40Jesús segir við hana: ,,Sagði ég þér ekki: ,Ef þú trúir, munt þú sjá dýrð Guðs`?``
41Entonces quitaron la piedra de donde el muerto había sido puesto. Y Jesús, alzando los ojos arriba, dijo: Padre, gracias te doy que me has oído.
41Nú var steinninn tekinn frá. En Jesús hóf upp augu sín og mælti: ,,Faðir, ég þakka þér, að þú hefur bænheyrt mig.
42Que yo sabía que siempre me oyes; mas por causa de la compañía que está alrededor, lo dije, para que crean que tú me has enviado.
42Ég vissi að sönnu, að þú heyrir mig ávallt, en ég sagði þetta vegna mannfjöldans, sem stendur hér umhverfis, til þess að þeir trúi, að þú hafir sent mig.``
43Y habiendo dicho estas cosas, clamó á gran voz: Lázaro, ven fuera.
43Að svo mæltu hrópaði hann hárri röddu: ,,Lasarus, kom út!``
44Y el que había estado muerto, salió, atadas las manos y los pies con vendas; y su rostro estaba envuelto en un sudario. Díceles Jesús: Desatadle, y dejadle ir.
44Hinn dáni kom út vafinn líkblæjum á fótum og höndum og með sveitadúk bundinn um andlitið. Jesús segir við þá: ,,Leysið hann og látið hann fara.``
45Entonces muchos de los Judíos que habían venido á María, y habían visto lo que había hecho Jesús, creyeron en él.
45Margir Gyðingar, sem komnir voru til Maríu og sáu það, sem Jesús gjörði, tóku nú að trúa á hann.
46Mas algunos de ellos fueron á los Fariseos, y dijéronles lo que Jesús había hecho.
46En nokkrir þeirra fóru til farísea og sögðu þeim, hvað hann hafði gjört.
47Entonces los pontífices y los Fariseos juntaron concilio, y decían: ¿Qué hacemos? porque este hombre hace muchas señales.
47Æðstu prestarnir og farísearnir kölluðu þá saman ráðið og sögðu: ,,Hvað eigum vér að gjöra? Þessi maður gjörir mörg tákn.
48Si le dejamos así, todos creerán en él: y vendrán los Romanos, y quitarán nuestro lugar y la nación.
48Ef vér leyfum honum að halda svo áfram, munu allir trúa á hann, og þá koma Rómverjar og taka bæði helgidóm vorn og þjóð.``
49Y Caifás, uno de ellos, sumo pontífice de aquel año, les dijo: Vosotros no sabéis nada;
49En einn þeirra, Kaífas, sem það ár var æðsti prestur, sagði við þá: ,,Þér vitið ekkert
50Ni pensáis que nos conviene que un hombre muera por el pueblo, y no que toda la nación se pierda.
50og hugsið ekkert um það, að yður er betra, að einn maður deyi fyrir lýðinn, en að öll þjóðin tortímist.``
51Mas esto no lo dijo de sí mismo; sino que, como era el sumo pontífice de aquel año, profetizó que Jesús había de morir por la nación:
51Þetta sagði hann ekki af sjálfum sér, en þar sem hann var æðsti prestur það ár, gat hann spáð því, að Jesús mundi deyja fyrir þjóðina,
52Y no solamente por aquella nación, mas también para que juntase en uno los hijos de Dios que estaban derramados.
52og ekki fyrir þjóðina eina, heldur og til að safna saman í eitt dreifðum börnum Guðs.
53Así que, desde aquel día consultaban juntos de matarle.
53Upp frá þeim degi voru þeir ráðnir í að taka hann af lífi.
54Por tanto, Jesús ya no andaba manifiestamente entre los Judíos; mas fuése de allí á la tierra que está junto al desierto, á una ciudad que se llama Ephraim: y estábase allí con sus discípulos
54Jesús gekk því ekki lengur um meðal Gyðinga á almannafæri, heldur fór hann þaðan til staðar í grennd við eyðimörkina, í þorp sem heitir Efraím, og þar dvaldist hann með lærisveinum sínum.
55Y la Pascua de los Judíos estaba cerca: y muchos subieron de aquella tierra á Jerusalem antes de la Pascua, para purificarse;
55Nú nálguðust páskar Gyðinga, og margir fóru úr sveitinni upp til Jerúsalem fyrir páskana til að hreinsa sig.
56Y buscaban á Jesús, y hablaban los unos con los otros estando en el templo. ¿Qué os parece, que no vendrá á la fiesta?
56Menn leituðu að Jesú og sögðu sín á milli í helgidóminum: ,,Hvað haldið þér? Skyldi hann ekki koma til hátíðarinnar?``En æðstu prestar og farísear höfðu gefið út skipun um það, að ef nokkur vissi hvar hann væri, skyldi hann segja til, svo að þeir gætu tekið hann.
57Y los pontífices y los Fariseos habían dado mandamiento, que si alguno supiese dónde estuviera, lo manifestase, para que le prendiesen.
57En æðstu prestar og farísear höfðu gefið út skipun um það, að ef nokkur vissi hvar hann væri, skyldi hann segja til, svo að þeir gætu tekið hann.