1Y JESUS se fué al monte de las Olivas.
1En Jesús fór til Olíufjallsins.
2Y por la mañana volvió al templo, y todo el pueblo vino á él: y sentado él, los enseñaba.
2Snemma morguns kom hann aftur í helgidóminn, og allur lýður kom til hans, en hann settist og tók að kenna þeim.
3Entonces los escribas y los Fariseos le traen una mujer tomada en adulterio; y poniéndola en medio,
3Farísear og fræðimenn koma með konu, staðna að hórdómi, létu hana standa mitt á meðal þeirra
4Dícenle: Maestro, esta mujer ha sido tomada en el mismo hecho, adulterando;
4og sögðu við hann: ,,Meistari, kona þessi var staðin að verki, þar sem hún var að drýgja hór.
5Y en la ley Moisés nos mandó apedrear á las tales: tú pues, ¿qué dices?
5Móse bauð oss í lögmálinu að grýta slíkar konur. Hvað segir þú nú?``
6Mas esto decían tentándole, para poder acusarle. Empero Jesús, inclinado hacia abajo, escribía en tierra con el dedo.
6Þetta sögðu þeir til að reyna hann, svo þeir hefðu eitthvað að ákæra hann fyrir. En Jesús laut niður og skrifaði með fingrinum á jörðina.
7Y como perseverasen preguntándole, enderezóse, y díjoles: El que de vosotros esté sin pecado, arroje contra ella la piedra el primero.
7Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann, rétti hann sig upp og sagði við þá: ,,Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana.``
8Y volviéndose á inclinar hacia abajo, escribía en tierra.
8Og aftur laut hann niður og skrifaði á jörðina.
9Oyendo, pues, ellos, redargüidos de la conciencia, salíanse uno á uno, comenzando desde los más viejos hasta los postreros: y quedó solo Jesús, y la mujer que estaba en medio.
9Þegar þeir heyrðu þetta, fóru þeir burt, einn af öðrum, öldungarnir fyrstir. Jesús var einn eftir, og konan stóð í sömu sporum.
10Y enderezándose Jesús, y no viendo á nadie más que á la mujer, díjole: ¿Mujer, dónde están los que te acusaban? ¿Ninguno te ha condenado?
10Hann rétti sig upp og sagði við hana: ,,Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?``
11Y ella dijo: Señor, ninguno. Entonces Jesús le dijo: Ni yo te condeno: vete, y no peques más.
11En hún sagði: ,,Enginn, herra.`` Jesús mælti: ,,Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar.``]
12Y hablóles Jesús otra vez, diciendo: Yo soy la luz del mundo: el que me sigue, no andará en tinieblas, mas tendrá la lumbre de la vida.
12Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: ,,Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.``
13Entonces los Fariseos le dijeron: Tú de ti mismo das testimonio: tu testimonio no es verdadero.
13Þá sögðu farísear við hann: ,,Þú vitnar um sjálfan þig. Vitnisburður þinn er ekki gildur.``
14Respondió Jesús, y díjoles: Aunque yo doy testimonio de mí mismo, mi testimonio es verdadero, porque sé de dónde he venido y á dónde voy; mas vosotros no sabéis de dónde vengo, y á dónde voy.
14Jesús svaraði þeim: ,,Enda þótt ég vitni um sjálfan mig, er vitnisburður minn gildur, því ég veit hvaðan ég kom og hvert ég fer. En þér vitið ekki, hvaðan ég kem né hvert ég fer.
15Vosotros según la carne juzgáis; mas yo no juzgo á nadie.
15Þér dæmið að hætti manna. Ég dæmi engan.
16Y si yo juzgo, mi juicio es verdadero; porque no soy solo, sino yo y el que me envió, el Padre.
16En ef ég dæmi, er dómur minn réttur, því ég er ekki einn, með mér er faðirinn, sem sendi mig.
17Y en vuestra ley está escrito que el testimonio de dos hombres es verdadero.
17Og í lögmáli yðar er ritað, að vitnisburður tveggja manna sé gildur.
18Yo soy el que doy testimonio de mí mismo: y da testimonio de mí el que me envió, el Padre.
18Ég er sá, sem vitna um sjálfan mig, og faðirinn, sem sendi mig, vitnar um mig.``
19Y decíanle: ¿Dónde está tu Padre? Respondió Jesús: Ni á mí me conocéis, ni á mi Padre; si á mí me conocieseis, á mi Padre también conocierais.
19Þeir sögðu við hann: ,,Hvar er faðir þinn?`` Jesús svaraði: ,,Hvorki þekkið þér mig né föður minn. Ef þér þekktuð mig, þá þekktuð þér líka föður minn.``
20Estas palabras habló Jesús en el lugar de las limosnas, enseñando en el templo: y nadie le prendió; porque aun no había venido su hora.
20Þessi orð mælti Jesús hjá fjárhirslunni, þegar hann var að kenna í helgidóminum. Enginn lagði hendur á hann, því stund hans var ekki enn komin.
21Y díjoles otra vez Jesús: Yo me voy, y me buscaréis, mas en vuestro pecado moriréis: á donde yo voy, vosotros no podéis venir.
21Enn sagði hann við þá: ,,Ég fer burt, og þér munuð leita mín, en þér munuð deyja í synd yðar. Þangað sem ég fer, getið þér ekki komist.``
22Decían entonces los Judíos: ¿Hase de matar á sí mismo, que dice: A donde yo voy, vosotros no podéis venir?
22Nú sögðu Gyðingar: ,,Mun hann ætla að fyrirfara sér, fyrst hann segir: ,Þangað sem ég fer, getið þér ekki komist`?``
23Y decíales: Vosotros sois de abajo, yo soy de arriba; vosotros sois de este mundo, yo no soy de este mundo.
23En hann sagði við þá: ,,Þér eruð neðan að, ég er ofan að. Þér eruð af þessum heimi, ég er ekki af þessum heimi.
24Por eso os dije que moriréis en vuestros pecados: porque si no creyereis que yo soy, en vuestros pecados moriréis.
24Þess vegna sagði ég yður, að þér munduð deyja í syndum yðar. Því ef þér trúið ekki, að ég sé sá sem ég er, munuð þér deyja í syndum yðar.``
25Y decíanle: ¿Tú quién eres? Entonces Jesús les dijo: El que al principio también os he dicho.
25Þeir spurðu hann þá: ,,Hver ert þú?`` Jesús svaraði þeim: ,,Sá sem ég hef sagt yður frá upphafi.
26Muchas cosas tengo que decir y juzgar de vosotros: mas el que me envió, es verdadero: y yo, lo que he oído de él, esto hablo en el mundo.
26Margt hef ég um yður að tala og fyrir margt að dæma. En sá sem sendi mig, er sannur, og það sem ég heyrði hjá honum, það tala ég til heimsins.``
27Mas no entendieron que él les hablaba del Padre.
27Þeir skildu ekki, að hann var að tala við þá um föðurinn.
28Díjoles pues, Jesús: Cuando levantareis al Hijo del hombre, entonces entenderéis que yo soy, y que nada hago de mí mismo; mas como el Padre me enseñó, esto hablo.
28Því sagði Jesús: ,,Þegar þér hefjið upp Mannssoninn, munuð þér skilja, að ég er sá sem ég er, og að ég gjöri ekkert af sjálfum mér, heldur tala ég það eitt, sem faðirinn hefur kennt mér.
29Porque el que me envió, conmigo está; no me ha dejado solo el Padre; porque yo, lo que á él agrada, hago siempre.
29Og sá sem sendi mig, er með mér. Hann hefur ekki látið mig einan, því ég gjöri ætíð það sem honum þóknast.``
30Hablando él estas cosas, muchos creyeron en él.
30Þegar hann mælti þetta, fóru margir að trúa á hann.
31Y decía Jesús á los Judíos que le habían creído: Si vosotros permaneciereis en mi palabra, seréis verdaderamente mis discípulos;
31Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: ,,Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærisveinar mínir
32Y conoceréis la verdad, y la verdad os libertará.
32og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.``
33Y respondiéronle: Simiente de Abraham somos, y jamás servimos á nadie: ¿cómo dices tú: Seréis libres?
33Þeir svöruðu honum: ,,Vér erum niðjar Abrahams og höfum aldrei verið nokkurs manns þrælar. Hvernig getur þú þá sagt: ,Þér munuð verða frjálsir`?``
34Jesús les respondió: De cierto, de cierto os digo, que todo aquel que hace pecado, es siervo de pecado.
34Jesús svaraði þeim: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Hver sem syndina drýgir, er þræll syndarinnar.
35Y el siervo no queda en casa para siempre: el hijo queda para siempre.
35En þrællinn dvelst ekki um aldur í húsinu, sonurinn dvelst þar um aldur og ævi.
36Así que, si el Hijo os libertare, seréis verdaderamente libres.
36Ef sonurinn gjörir yður frjálsa, munuð þér sannarlega verða frjálsir.
37Sé que sois simiente de Abraham, mas procuráis matarme, porque mi palabra no cabe en vosotros.
37Ég veit, að þér eruð niðjar Abrahams. Þó leitist þér við að lífláta mig, því að orð mitt fær ekki rúm hjá yður.
38Yo hablo lo que he visto cerca del Padre; y vosotros hacéis lo que habéis oído cerca de vuestro padre.
38Ég tala það, sem ég hef séð hjá föður mínum, og þér gjörið það, sem þér hafið heyrt hjá föður yðar.``
39Respondieron y dijéronle: Nuestro padre es Abraham. Díceles Jesús: Si fuerais hijos de Abraham, las obras de Abraham harías.
39Þeir svöruðu honum: ,,Faðir vor er Abraham.`` Jesús segir við þá: ,,Ef þér væruð börn Abrahams, munduð þér vinna verk Abrahams.
40Empero ahora procuráis matarme, hombre que os he hablado la verdad, la cual he oído de Dios: no hizo esto Abraham.
40En nú leitist þér við að lífláta mig, mann sem hefur sagt yður sannleikann, sem ég heyrði hjá Guði. Slíkt gjörði Abraham aldrei.
41Vosotros hacéis las obras de vuestro padre. Dijéronle entonces: Nosotros no somos nacidos de fornicación; un padre tenemos, que es Dios.
41Þér vinnið verk föður yðar.`` Þeir sögðu við hann: ,,Vér erum ekki hórgetnir. Einn föður eigum vér, Guð.``
42Jesús entonces les dijo: Si vuestro padre fuera Dios, ciertamente me amaríais: porque yo de Dios he salido, y he venido; que no he venido de mí mismo, mas él me envió.
42Jesús svaraði: ,,Ef Guð væri faðir yðar, munduð þér elska mig, því frá Guði er ég út genginn og kominn. Ekki er ég sendur af sjálfum mér. Það er hann, sem sendi mig.
43¿Por qué no reconocéis mi lenguaje? porque no podéis oir mi palabra.
43Hví skiljið þér ekki mál mitt? Af því að þér getið ekki hlustað á orð mitt.
44Vosotros de vuestro padre el diablo sois, y los deseos de vuestro padre queréis cumplir. Él, homicida ha sido desde el principio, y no permaneció en la verdad, porque no hay verdad en él. Cuando habla mentira, de suyo habla; porque es mentiroso, y padre d
44Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir.
45Y porque yo digo verdad, no me creéis.
45En af því að ég segi sannleikann, trúið þér mér ekki.
46¿Quién de vosotros me redarguye de pecado? Pues si digo verdad, ¿por qué vosotros no me creéis?
46Hver yðar getur sannað á mig synd? Ef ég segi sannleikann, hví trúið þér mér ekki?
47El que es de Dios, las palabras de Dios oye: por esto no las oís vosotros, porque no sois de Dios.
47Sá sem er af Guði, heyrir Guðs orð. Þér heyrið ekki, vegna þess að þér eruð ekki af Guði.``
48Respondieron entonces los Judíos, y dijéronle: ¿No decimos bien nosotros, que tú eres Samaritano, y tienes demonio?
48Gyðingar svöruðu honum: ,,Er það ekki rétt, sem vér segjum, að þú sért Samverji og hafir illan anda?``
49Respondió Jesús: Yo no tengo demonio, antes honro á mi Padre; y vosotros me habéis deshonrado.
49Jesús ansaði: ,,Ekki hef ég illan anda. Ég heiðra föður minn, en þér smánið mig.
50Y no busco mi gloria: hay quien la busque, y juzgue.
50Ég leita ekki míns heiðurs. Sá er til, sem leitar hans og dæmir.
51De cierto, de cierto os digo, que el que guardare mi palabra, no verá muerte para siempre.
51Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem varðveitir mitt orð, skal aldrei að eilífu deyja.``
52Entonces los Judíos le dijeron: Ahora conocemos que tienes demonio. Abraham murió, y los profetas, y tú dices: El que guardare mi palabra, no gustará muerte para siempre.
52Þá sögðu Gyðingar við hann: ,,Nú vitum vér, að þú hefur illan anda. Abraham dó og spámennirnir, og þú segir, að sá sem varðveitir orð þitt, skuli aldrei að eilífu deyja.
53¿Eres tú mayor que nuestro padre Abraham, el cual murió? y los profetas murieron: ¿quién te haces á ti mismo?
53Ert þú meiri en faðir vor, Abraham? Hann dó, og spámennirnir dóu. Hver þykist þú vera?``
54Respondió Jesús: Si yo me glorifico á mí mismo, mi gloria es nada: mi Padre es el que me glorifica; el que vosotros decís que es vuestro Dios;
54Jesús svaraði: ,,Ef ég vegsama sjálfan mig, er vegsemd mín engin. Faðir minn er sá, sem vegsamar mig, hann sem þér segið vera Guð yðar.
55Y no le conocéis: mas yo le conozco; y si dijere que no le conozco, seré como vosotros mentiroso: mas le conozco, y guardo su palabra.
55Og þér þekkið hann ekki, en ég þekki hann. Ef ég segðist ekki þekkja hann, væri ég lygari eins og þér. En ég þekki hann og varðveiti orð hans.
56Abraham vuestro padre se gozó por ver mi día; y lo vió, y se gozó.
56Abraham faðir yðar vænti þess með fögnuði að sjá dag minn, og hann sá hann og gladdist.``
57Dijéronle entonces los Judíos: Aun no tienes cincuenta años, ¿y has visto á Abraham?
57Nú sögðu Gyðingar við hann: ,,Þú ert ekki enn orðinn fimmtugur, og hefur séð Abraham!``
58Díjoles Jesús: De cierto, de cierto os digo: Antes que Abraham fuese, yo soy.
58Jesús sagði við þá: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist, er ég.``Þá tóku þeir upp steina til að grýta Jesú. En hann duldist og fór út úr helgidóminum.
59Tomaron entonces piedras para tirarle: mas Jesús se encubrió, y salió del templo; y atravesando por medio de ellos, se fué.
59Þá tóku þeir upp steina til að grýta Jesú. En hann duldist og fór út úr helgidóminum.