1Y EN este mismo tiempo estaban allí unos que le contaban acerca de los Galileos, cuya sangre Pilato había mezclado con sus sacrificios.
1Í sama mund komu einhverjir og sögðu honum frá Galíleumönnunum, að Pílatus hefði blandað blóði þeirra í fórnir þeirra.
2Y respondiendo Jesús, les dijo: ¿Pensáis que estos Galileos, porque han padecido tales cosas, hayan sido más pecadores que todos los Galileos?
2Jesús mælti við þá: ,,Haldið þér, að þessir Galíleumenn hafi verið meiri syndarar en allir aðrir Galíleumenn, fyrst þeir urðu að þola þetta?
3No, os digo; antes si no os arrepintiereis, todos pereceréis igualmente.
3Nei, segi ég yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins.
4O aquellos dieciocho, sobre los cuales cayó la torre en Siloé, y los mató, ¿pensáis que ellos fueron más deudores que todos los hombres que habitan en Jerusalem?
4Eða þeir átján, sem turninn féll yfir í Sílóam og varð að bana, haldið þér, að þeir hafi verið sekari en allir þeir menn, sem í Jerúsalem búa?
5No, os digo; antes si no os arrepintiereis, todos pereceréis asimismo.
5Nei, segi ég yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir farast eins.``
6Y dijo esta parábola: Tenía uno una higuera plantada en su viña, y vino á buscar fruto en ella, y no lo halló.
6En hann sagði þessa dæmisögu: ,,Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki.
7Y dijo al viñero: He aquí tres años ha que vengo á buscar fruto en esta higuera, y no lo hallo; córtala, ¿por qué ocupará aún la tierra?
7Hann sagði þá við víngarðsmanninn: ,Í þrjú ár hef ég nú komið og leitað ávaxtar á fíkjutré þessu og ekki fundið. Högg það upp. Hví á það að spilla jörðinni?`
8El entonces respondiendo, le dijo: Señor, déjala aún este año, hasta que la excave, y estercole.
8En hann svaraði honum: ,Herra, lát það standa enn þetta ár, þar til ég hef grafið um það og borið að áburð.
9Y si hiciere fruto, bien; y si no, la cortarás después.
9Má vera að það beri ávöxt síðan. Annars skaltu höggva það upp.```
10Y enseñaba en una sinagoga en sábado.
10Jesús var að kenna á hvíldardegi í samkundu einni.
11Y he aquí una mujer que tenía espíritu de enfermedad dieciocho años, y andaba agobiada, que en ninguna manera se podía enhestar.
11Þar var þá kona nokkur. Í átján ár hafði hún verið haldin sjúkleiks anda og var kreppt og alls ófær að rétta sig upp.
12Y como Jesús la vió, llamóla, y díjole: Mujer, libre eres de tu enfermedad.
12Jesús sá hana og kallaði hana til sín og sagði við hana: ,,Kona, þú ert laus við sjúkleik þinn!``
13Y puso las manos sobre ella; y luego se enderezó, y glorificaba á Dios.
13Þá lagði hann hendur yfir hana, og jafnskjótt réttist hún og lofaði Guð.
14Y respondiendo el príncipe de la sinagoga, enojado de que Jesús hubiese curado en sábado, dijo á la compañía: Seis días hay en que es necesario obrar: en estos, pues, venid y sed curados, y no en días de sábado.
14En samkundustjórinn reiddist því, að Jesús læknaði á hvíldardegi, og mælti til fólksins: ,,Sex daga skal vinna, komið þá og látið lækna yður og ekki á hvíldardegi.``
15Entonces el Señor le respondió, y dijo: Hipócrita, cada uno de vosotros ¿no desata en sábado su buey ó su asno del pesebre, y lo lleva á beber?
15Drottinn svaraði honum: ,,Hræsnarar, leysir ekki hver yðar á hvíldardegi naut sitt eða asna af stalli og leiðir til vatns?
16Y á esta hija de Abraham, que he aquí Satanás la había ligado dieciocho años, ¿no convino desatar la de esta ligadura en día de sábado?
16En þessi kona, sem er dóttir Abrahams og Satan hefur fjötrað full átján ár, mátti hún ekki leyst verða úr fjötrum þessum á hvíldardegi?``
17Y diciendo estas cosas, se avergonzaban todos sus adversarios: mas todo el pueblo se gozaba de todas las cosas gloriosas que eran por él hechas.
17Við þessi orð hans urðu allir mótstöðumenn hans sneyptir, en allur lýður fagnaði yfir öllum þeim dýrðarverkum, er hann gjörði.
18Y dijo: ¿A qué es semejante el reino de Dios, y á qué le compararé?
18Hann sagði nú: ,,Hverju er Guðs ríki líkt? Við hvað á ég að líkja því?
19Semejante es al grano de la mostaza, que tomándo lo un hombre lo metió en su huerto; y creció, y fué hecho árbol grande, y las aves del cielo hicieron nidos en sus ramas.
19Líkt er það mustarðskorni, sem maður tók og sáði í jurtagarð sinn. Það óx og varð tré og fuglar himins hreiðruðu sig í greinum þess.``
20Y otra vez dijo: ¿A qué compararé el reino de Dios?
20Og aftur sagði hann: ,,Við hvað á ég að líkja Guðs ríki?
21Semejante es á la levadura, que tomó una mujer, y la escondió en tres medidas de harina, hasta que todo hubo fermentado.
21Líkt er það súrdeigi, er kona tók og fól í þrem mælum mjöls, uns það sýrðist allt.``
22Y pasaba por todas las ciudades y aldeas, enseñando, y caminando á Jerusalem.
22Og hann hélt áfram til Jerúsalem, fór um borgir og þorp og kenndi.
23Y díjole uno: Señor, ¿son pocos los que se salvan? Y él les dijo:
23Einhver sagði við hann: ,,Herra, eru þeir fáir, sem hólpnir verða?`` Hann sagði við þá:
24Porfiad á entrar por la puerta angosta; porque os digo que muchos procurarán entrar, y no podrán.
24,,Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta.
25Después que el padre de familia se levantare, y cerrare la puerta, y comenzareis á estar fuera, y llamar á la puerta, diciendo: Señor, Señor, ábrenos; y respondiendo os dirá: No os conozco de dónde seáis.
25Þegar húsbóndinn stendur upp og lokar dyrum og þér takið þá að standa fyrir utan og knýja á dyr og segja: ,Herra, ljúk þú upp fyrir oss!` mun hann svara yður: ,Ég veit ekki, hvaðan þér eruð.`
26Entonces comenzaréis á decir: Delante de ti hemos comido y bebido, y en nuestras plazas enseñaste;
26Þá munuð þér segja: ,Vér höfum þó etið og drukkið með þér, og þú kenndir á götum vorum.`
27Y os dirá: Dígoos que no os conozco de dónde seáis; apartaos de mí todos los obreros de iniquidad.
27Og hann mun svara: ,Ég segi yður, ég veit ekki, hvaðan þér eruð, farið frá mér allir illgjörðamenn!`
28Allí será el llanto y el crujir de dientes, cuando viereis á Abraham, y á Isaac, y á Jacob, y á todos los profetas en el reino de Dios, y vosotros excluídos.
28Þar verður grátur og gnístran tanna, er þér sjáið Abraham, Ísak og Jakob og alla spámennina í Guðs ríki, en yður út rekna.
29Y vendrán del Oriente y del Occidente, del Norte y del Mediodía, y se sentarán á la mesa en el reino de Dios.
29Þá munu menn koma frá austri og vestri, frá norðri og suðri og sitja til borðs í Guðs ríki.
30Y he aquí, son postreros los que eran los primeros; y son primeros los que eran los postreros
30En til eru síðastir, er verða munu fyrstir, og til eru fyrstir, er verða munu síðastir.``
31Aquel mismo día llegaron unos de los Fariseos, diciéndole: Sal, y vete de aquí, porque Herodes te quiere matar.
31Á þeirri stundu komu nokkrir farísear og sögðu við hann: ,,Far þú og hald á brott héðan, því að Heródes vill drepa þig.``
32Y les dijo: Id, y decid á aquella zorra: He aquí, echo fuera demonios y acabo sanidades hoy y mañana, y al tercer día soy consumado.
32Og hann sagði við þá: ,,Farið og segið ref þeim: ,Í dag og á morgun rek ég út illa anda og lækna og á þriðja degi mun ég marki ná.`
33Empero es menester que hoy, y mañana, y pasado mañana camine; porque no es posible que profeta muera fuera de Jerusalem.
33En mér ber að halda áfram ferð minni í dag og á morgun og næsta dag, því að eigi hæfir, að spámaður bíði dauða annars staðar en í Jerúsalem.
34Jerusalem, Jerusalem! que matas á los profetas, y apedreas á los que son enviados á ti: cuántas veces quise juntar tus hijos, como la gallina sus pollos debajo de sus alas, y no quisiste!
34Jerúsalem, Jerúsalem! Þú, sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum eins og hænan ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi.Hús yðar verður í eyði látið. Ég segi yður: Þér munuð eigi sjá mig, fyrr en þar er komið, að þér segið: ,Blessaður sé sá er kemur, í nafni Drottins!```
35He aquí, os es dejada vuestra casa desierta: y os digo que no me veréis hasta que venga tiempo cuando digáis: Bendito el que viene en nombre del Señor.
35Hús yðar verður í eyði látið. Ég segi yður: Þér munuð eigi sjá mig, fyrr en þar er komið, að þér segið: ,Blessaður sé sá er kemur, í nafni Drottins!```