Young`s Literal Translation

Icelandic

John

5

1After these things there was a feast of the Jews, and Jesus went up to Jerusalem,
1Þessu næst var hátíð Gyðinga. Þá fór Jesús upp til Jerúsalem.
2and there is in Jerusalem by the sheep-[gate] a pool that is called in Hebrew Bethesda, having five porches,
2Við Sauðahliðið í Jerúsalem er laug, sem kallast á hebresku Betesda. Þar eru fimm súlnagöng.
3in these were lying a great multitude of the ailing, blind, lame, withered, waiting for the moving of the water,
3Í þeim lá fjöldi sjúkra manna, blindra, haltra og lamaðra [sem biðu hræringar vatnsins.
4for a messenger at a set time was going down in the pool, and was troubling the water, the first then having gone in after the troubling of the water, became whole of whatever sickness he was held.
4En engill Drottins fór öðru hverju niður í laugina og hrærði vatnið. Sá sem fyrstur fór ofan í eftir hræring vatnsins, varð heill, hvaða sjúkdómur sem þjáði hann.]
5and there was a certain man there being in ailment thirty and eight years,
5Þarna var maður nokkur, sem hafði verið sjúkur í þrjátíu og átta ár.
6him Jesus having seen lying, and having known that he is already a long time, he saith to him, `Dost thou wish to become whole?`
6Jesús sá hann, þar sem hann lá, og vissi, að hann hafði lengi verið sjúkur. Hann segir við manninn: ,,Viltu verða heill?``
7The ailing man answered him, `Sir, I have no man, that, when the water may be troubled, he may put me into the pool, and while I am coming, another doth go down before me.`
7Hinn sjúki svaraði honum: ,,Herra, ég hef engan til að láta mig í laugina, þegar vatnið hrærist, og meðan ég er að komast, fer annar ofan í á undan mér.``
8Jesus saith to him, `Rise, take up thy couch, and be walking;`
8Jesús segir við hann: ,,Statt upp, tak rekkju þína og gakk!``
9and immediately the man became whole, and he took up his couch, and was walking, and it was a sabbath on that day,
9Jafnskjótt varð maðurinn heill, tók rekkju sína og gekk. En þessi dagur var hvíldardagur,
10the Jews then said to him that hath been healed, `It is a sabbath; it is not lawful to thee to take up the couch.`
10og Gyðingarnir sögðu við hinn læknaða: ,,Í dag er hvíldardagur. Þú mátt ekki bera rekkjuna.``
11He answered them, `He who made me whole — that one said to me, Take up thy couch, and be walking;`
11Hann svaraði þeim: ,,Sá sem læknaði mig, sagði við mig: ,Tak rekkju þína og gakk!```
12they questioned him, then, `Who is the man who is saying to thee, Take up thy couch and be walking?`
12Þeir spurðu hann: ,,Hver er sá maður, sem sagði þér: ,Tak hana og gakk`?``
13But he that was healed had not known who he is, for Jesus did move away, a multitude being in the place.
13En læknaði maðurinn vissi ekki, hver hann var, því að Jesús hafði leynst brott, enda var þröng á staðnum.
14After these things, Jesus findeth him in the temple, and said to him, `Lo, thou hast become whole; sin no more, lest something worse may happen to thee.`
14Nokkru síðar hitti Jesús hann í helgidóminum og sagði við hann: ,,Nú ert þú orðinn heill. Syndga ekki framar, svo að eigi hendi þig annað verra.``
15The man went away, and told the Jews that it is Jesus who made him whole,
15Maðurinn fór og sagði Gyðingum, að Jesús væri sá sem læknaði hann.
16and because of this were the Jews persecuting Jesus, and seeking to kill him, because these things he was doing on a sabbath.
16Nú tóku Gyðingar að ofsækja Jesú fyrir það, að hann gjörði þetta á hvíldardegi.
17And Jesus answered them, `My Father till now doth work, and I work;`
17En hann svaraði þeim: ,,Faðir minn starfar til þessarar stundar, og ég starfa einnig.``
18because of this, then, were the Jews seeking the more to kill him, because not only was he breaking the sabbath, but he also called God his own Father, making himself equal to God.
18Nú sóttu Gyðingar enn fastar að taka hann af lífi, þar sem hann braut ekki aðeins hvíldardagshelgina, heldur kallaði líka Guð sinn eigin föður og gjörði sjálfan sig þannig Guði jafnan.
19Jesus therefore responded and said to them, `Verily, verily, I say to you, The Son is not able to do anything of himself, if he may not see the Father doing anything; for whatever things He may do, these also the Son in like manner doth;
19Þessu svaraði Jesús og sagði við þá: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Ekkert getur sonurinn gjört af sjálfum sér, nema það sem hann sér föðurinn gjöra. Því hvað sem hann gjörir, það gjörir sonurinn einnig.
20for the Father doth love the Son, and doth shew to him all things that He himself doth; and greater works than these He will shew him, that ye may wonder.
20Faðirinn elskar soninn og sýnir honum allt, sem hann gjörir sjálfur. Hann mun sýna honum meiri verk en þessi, svo að þér verðið furðu lostnir.
21`For, as the Father doth raise the dead, and doth make alive, so also the Son doth make alive whom he willeth;
21Eins og faðirinn vekur upp dauða og lífgar, þannig lífgar og sonurinn þá, sem hann vill.
22for neither doth the Father judge any one, but all the judgment He hath given to the Son,
22Enda dæmir faðirinn engan, heldur hefur hann falið syninum allan dóm,
23that all may honour the Son according as they honour the Father; he who is not honouring the Son, doth not honour the Father who sent him.
23svo að allir heiðri soninn eins og þeir heiðra föðurinn. Sá sem heiðrar ekki soninn, heiðrar ekki föðurinn, sem sendi hann.
24`Verily, verily, I say to you — He who is hearing my word, and is believing Him who sent me, hath life age-during, and to judgment he doth not come, but hath passed out of the death to the life.
24Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins.
25`Verily, verily, I say to you — There cometh an hour, and it now is, when the dead shall hear the voice of the Son of God, and those having heard shall live;
25Sannlega, sannlega segi ég yður: Sú stund kemur og er þegar komin, að hinir dauðu munu heyra raust Guðs sonarins, og þeir, sem heyra, munu lifa.
26for, as the Father hath life in himself, so He gave also to the Son to have life in himself,
26Eins og faðirinn hefur líf í sjálfum sér, þannig hefur hann og veitt syninum að hafa líf í sjálfum sér.
27and authority He gave him also to do judgment, because he is Son of Man.
27Og hann hefur veitt honum vald til að halda dóm, því að hann er Mannssonur.
28`Wonder not at this, because there doth come an hour in which all those in the tombs shall hear his voice,
28Undrist þetta ekki. Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans
29and they shall come forth; those who did the good things to a rising again of life, and those who practised the evil things to a rising again of judgment.
29og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins, en þeir, sem drýgt hafa hið illa, til dómsins.
30`I am not able of myself to do anything; according as I hear I judge, and my judgment is righteous, because I seek not my own will, but the will of the Father who sent me.
30Ég megna eigi að gjöra neitt af sjálfum mér. Ég dæmi samkvæmt því, sem ég heyri, og dómur minn er réttvís, því að ég leita ekki míns vilja, heldur vilja þess, sem sendi mig.
31`If I testify concerning myself, my testimony is not true;
31Ef ég vitna sjálfur um mig, er vitnisburður minn ekki gildur.
32another there is who is testifying concerning me, and I have known that the testimony that he doth testify concerning me is true;
32Annar er sá sem vitnar um mig, og ég veit, að sá vitnisburður er sannur, sem hann ber mér.
33ye have sent unto John, and he hath testified to the truth.
33Þér hafið sent til Jóhannesar. Hann bar sannleikanum vitni.
34`But I do not receive testimony from man, but these things I say that ye may be saved;
34Ekki þarf ég vitnisburð manns, en ég segi þetta til þess, að þér megið frelsast.
35he was the burning and shining lamp, and ye did will to be glad, for an hour, in his light.
35Hann var logandi og skínandi lampi. Þér vilduð um stund gleðjast við ljós hans.
36`But I have the testimony greater than John`s, for the works that the Father gave me, that I might finish them, the works themselves that I do, they testify concerning me, that the Father hath sent me.
36Ég hef þann vitnisburð, sem er meiri en Jóhannesar, því verkin, sem faðir minn fékk mér að fullna, verkin, sem ég vinn, bera mér það vitni, að faðirinn hefur sent mig.
37`And the Father who sent me Himself hath testified concerning me; ye have neither heard His voice at any time, nor His appearance have ye seen;
37Faðirinn, sem sendi mig, hann hefur sjálfur vitnað um mig. Þér hafið aldrei heyrt rödd hans né séð ásýnd hans.
38and His word ye have not remaining in you, because whom He sent, him ye do not believe.
38Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi.
39`Ye search the Writings, because ye think in them to have life age-during, and these are they that are testifying concerning me;
39Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um mig,
40and ye do not will to come unto me, that ye may have life;
40en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.
41glory from man I do not receive,
41Ég þigg ekki heiður af mönnum,
42but I have known you, that the love of God ye have not in yourselves.
42en ég þekki yður að þér hafið ekki í yður kærleika Guðs.
43`I have come in the name of my Father, and ye do not receive me; if another may come in his own name, him ye will receive;
43Ég er kominn í nafni föður míns, og þér takið ekki við mér. Ef annar kæmi í sínu eigin nafni, tækjuð þér við honum.
44how are ye able — ye — to believe, glory from one another receiving, and the glory that [is] from God alone ye seek not?
44Hvernig getið þér trúað, þegar þér þiggið heiður hver af öðrum, en leitið ekki þess heiðurs, sem er frá einum Guði?
45`Do not think that I will accuse you unto the Father; there is who is accusing you, Moses — in whom ye have hoped;
45Ætlið eigi, að ég muni ákæra yður fyrir föðurnum. Sá sem ákærir yður, er Móse, og á hann vonið þér.
46for if ye were believing Moses, ye would have been believing me, for he wrote concerning me;
46Ef þér tryðuð Móse, munduð þér líka trúa mér, því um mig hefur hann ritað.Fyrst þér trúið ekki því, sem hann skrifaði, hvernig getið þér þá trúað orðum mínum?``
47but if his writings ye believe not, how shall ye believe my sayings?`
47Fyrst þér trúið ekki því, sem hann skrifaði, hvernig getið þér þá trúað orðum mínum?``