Young`s Literal Translation

Icelandic

John

7

1And Jesus was walking after these things in Galilee, for he did not wish to walk in Judea, because the Jews were seeking to kill him,
1Eftir þetta fór Jesús um Galíleu. Hann vildi ekki fara um Júdeu, sökum þess að Gyðingar sátu um líf hans.
2and the feast of the Jews was nigh — that of tabernacles —
2Nú fór að hátíð Gyðinga, laufskálahátíðin.
3his brethren, therefore, said unto him, `Remove hence, and go away to Judea, that thy disciples also may behold thy works that thou dost;
3Þá sögðu bræður hans við hann: ,,Flyt þig héðan og farðu til Júdeu, til þess að lærisveinar þínir sjái líka verkin þín, sem þú gjörir.
4for no one in secret doth anything, and himself seeketh to be in public; if thou dost these things — manifest thyself to the world;`
4Því enginn starfar í leynum, ef hann vill verða alkunnur. Fyrst þú vinnur slík verk, þá opinbera sjálfan þig heiminum.``
5for not even were his brethren believing in him.
5Því jafnvel bræður hans trúðu ekki á hann.
6Jesus, therefore, saith to them, `My time is not yet present, but your time is always ready;
6Jesús sagði við þá: ,,Minn tími er ekki enn kominn, en yður hentar allur tími.
7the world is not able to hate you, but me it doth hate, because I testify concerning it that its works are evil.
7Heimurinn getur ekki hatað yður. Mig hatar hann, af því ég vitna um hann, að verk hans eru vond.
8Ye — go ye up to this feast; I do not yet go up to this feast, because my time hath not yet been fulfilled;`
8Þér skuluð fara upp eftir á hátíðina. Ég fer ekki til þessarar hátíðar, því minn tími er ekki enn kominn.``
9and saying these things to them, he remained in Galilee.
9Þetta sagði hann þeim og var kyrr í Galíleu.
10And when his brethren went up, then also he himself went up to the feast, not manifestly, but as in secret;
10Þegar bræður hans voru farnir upp eftir til hátíðarinnar, fór hann samt líka upp eftir, ekki svo menn vissu, heldur nánast á laun.
11the Jews, therefore, were seeking him, in the feast, and said, `Where is that one?`
11Gyðingar voru að leita að honum á hátíðinni og spurðu, hvar hann væri.
12and there was much murmuring about him among the multitudes, some indeed said — `He is good;` and others said, `No, but he leadeth astray the multitude;`
12Manna á meðal var margt um hann talað. Sumir sögðu: ,,Hann er góður,`` en aðrir sögðu: ,,Nei, hann leiðir fjöldann í villu.``
13no one, however, was speaking freely about him, through fear of the Jews.
13Þó talaði enginn opinskátt um hann af ótta við Gyðinga.
14And it being now the middle of the feast, Jesus went up to the temple, and he was teaching,
14Er hátíðin var þegar hálfnuð, fór Jesús upp í helgidóminn og tók að kenna.
15and the Jews were wondering, saying, `How hath this one known letters — not having learned?`
15Gyðingar urðu forviða og sögðu: ,,Hvernig hefur þessi maður orðið lærður og hefur þó ekki fræðslu notið?``
16Jesus answered them and said, `My teaching is not mine, but His who sent me;
16Jesús svaraði þeim: ,,Kenning mín er ekki mín, heldur hans, er sendi mig.
17if any one may will to do His will, he shall know concerning the teaching, whether it is of God, or — I do speak from myself.
17Sá sem vill gjöra vilja hans, mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði eða ég tala af sjálfum mér.
18`He who is speaking from himself his own glory doth seek, but he who is seeking the glory of him who sent him, this one is true, and unrighteousness is not in him;
18Sá sem talar af sjálfum sér, leitar eigin heiðurs, en sá sem leitar heiðurs þess, er sendi hann, er sannorður og í honum ekkert ranglæti.
19hath not Moses given you the law? and none of you doth the law; why me do ye seek to kill?`
19Gaf Móse yður ekki lögmálið? Samt heldur enginn yðar lögmálið. Hví sitjið þér um líf mitt?``
20The multitude answered and said, `Thou hast a demon, who doth seek to kill thee?`
20Fólkið ansaði: ,,Þú ert haldinn illum anda. Hver situr um líf þitt?``
21Jesus answered and said to them, `One work I did, and ye all wonder,
21Jesús svaraði þeim: ,,Eitt verk gjörði ég, og þér undrist það allir.
22because of this, Moses hath given you the circumcision — not that it is of Moses, but of the fathers — and on a sabbath ye circumcise a man;
22Móse gaf yður umskurnina _ hún er að vísu ekki frá Móse, heldur feðrunum _ og þér umskerið mann jafnvel á hvíldardegi.
23if a man doth receive circumcision on a sabbath that the law of Moses may not be broken, are ye wroth with me that I made a man all whole on a sabbath?
23Fyrst maður er umskorinn á hvíldardegi, til þess að lögmál Móse verði ekki brotið, hví reiðist þér mér, að ég gjörði manninn allan heilan á hvíldardegi?
24judge not according to appearance, but the righteous judgment judge.`
24Dæmið ekki eftir útliti, dæmið réttlátan dóm.``
25Certain, therefore, of the Jerusalemites said, `Is not this he whom they are seeking to kill?
25Þá sögðu nokkrir Jerúsalembúar: ,,Er þetta ekki sá, sem þeir sitja um að lífláta?
26and, lo, he doth speak freely, and they say nothing to him; did the rulers at all know truly that this is truly the Christ?
26Og nú er hann að tala á almannafæri, og þeir segja ekkert við hann. Skyldu nú höfðingjarnir hafa komist að raun um, að hann sé Kristur?
27but this one — we have known whence he is; and the Christ, when he doth come, no one doth know whence he is.`
27Nei, vér vitum, hvaðan þessi maður er. Þegar Kristur kemur, veit enginn, hvaðan hann er.``
28Jesus cried, therefore, in the temple, teaching and saying, `Ye have both known me, and ye have known whence I am; and I have not come of myself, but He who sent me is true, whom ye have not known;
28Jesús var að kenna í helgidóminum, og nú kallaði hann: ,,Bæði þekkið þér mig og vitið hvaðan ég er. Þó er ég ekki kominn af sjálfum mér. En sá er sannur, sem sendi mig, og hann þekkið þér ekki.
29and I have known Him, because I am from Him, and He did send me.`
29Ég þekki hann, því ég er frá honum og hann sendi mig.``
30They were seeking, therefore, to seize him, and no one laid the hand on him, because his hour had not yet come,
30Nú ætluðu þeir að grípa hann, en enginn lagði hendur á hann, því stund hans var enn ekki komin.
31and many out of the multitude did believe in him, and said — `The Christ — when he may come — will he do more signs than these that this one did?`
31En af alþýðu manna tóku margir að trúa á hann og sögðu: ,,Mun Kristur gjöra fleiri tákn, þegar hann kemur, en þessi maður hefur gjört?``
32The Pharisees heard the multitude murmuring these things concerning him, and the Pharisees and the chief priests sent officers that they may take him;
32Farísear heyrðu, að fólk var að skrafa þetta um hann, og æðstu prestar og farísear sendu þjóna að taka hann höndum.
33Jesus, therefore, said to them, `Yet a little time I am with you, and I go away unto Him who sent me;
33Þá sagði Jesús: ,,Enn verð ég hjá yður skamma stund, og þá fer ég aftur til þess, sem sendi mig.
34ye will seek me, and ye shall not find; and where I am, ye are not able to come.`
34Þér munuð leita mín og eigi finna. Þér getið ekki komist þangað sem ég er.``
35The Jews, therefore, said among themselves, `Whither is this one about to go that we shall not find him? — to the dispersion of the Greeks is he about to go? and to teach the Greeks;
35Þá sögðu Gyðingar sín á milli: ,,Hvert skyldi hann ætla að fara, svo að vér finnum hann ekki? Hann ætlar þó ekki að fara til Gyðinga, sem dreifðir eru meðal Grikkja og kenna Grikkjum?
36what is this word that he said, Ye will seek me, and ye shall not find? and, Where I am, ye are not able to come?`
36Hvað var hann að segja: ,Þér munuð leita mín og eigi finna, og þér getið ekki komist þangað sem ég er`?``
37And in the last, the great day of the feast, Jesus stood and cried, saying, `If any one doth thirst, let him come unto me and drink;
37Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: ,,Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki.
38he who is believing in me, according as the Writing said, Rivers out of his belly shall flow of living water;`
38Sá sem trúir á mig, _ frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir.``
39and this he said of the Spirit, which those believing in him were about to receive; for not yet was the Holy Spirit, because Jesus was not yet glorified.
39Þarna átti hann við andann, er þeir skyldu hljóta, sem á hann trúa. Því enn var andinn ekki gefinn, þar eð Jesús var ekki enn dýrlegur orðinn.
40Many, therefore out of the multitude, having heard the word, said, `This is truly the Prophet;`
40Þá sögðu nokkrir úr mannfjöldanum, sem hlýddu á þessi orð: ,,Þessi er sannarlega spámaðurinn.``
41others said, `This is the Christ;` and others said, `Why, out of Galilee doth the Christ come?
41Aðrir mæltu: ,,Hann er Kristur.`` En sumir sögðu: ,,Mundi Kristur þá koma frá Galíleu?
42Did not the Writing say, that out of the seed of David, and from Bethlehem — the village where David was — the Christ doth come?`
42Hefur ekki ritningin sagt, að Kristur komi af kyni Davíðs og frá Betlehem, þorpinu þar sem Davíð var?``
43A division, therefore, arose among the multitude because of him.
43Þannig greindi menn á um hann.
44And certain of them were willing to seize him, but no one laid hands on him;
44Nokkrir þeirra vildu grípa hann, en þó lagði enginn hendur á hann.
45the officers came, therefore, unto the chief priests and Pharisees, and they said to them, `Wherefore did ye not bring him?`
45Nú komu þjónarnir til æðstu prestanna og faríseanna, sem sögðu við þá: ,,Hvers vegna komuð þér ekki með hann?``
46The officers answered, `Never so spake man — as this man.`
46Þjónarnir svöruðu: ,,Aldrei hefur nokkur maður talað þannig.``
47The Pharisees, therefore, answered them, `Have ye also been led astray?
47Þá sögðu farísearnir: ,,Létuð þér þá einnig leiðast afvega?
48did any one out of the rulers believe in him? or out of the Pharisees?
48Ætli nokkur af höfðingjunum hafi farið að trúa á hann, eða þá af faríseum?
49but this multitude, that is not knowing the law, is accursed.`
49Þessi almúgi, sem veit ekkert í lögmálinu, hann er bölvaður!``
50Nicodemus saith unto them — he who came by night unto him — being one of them,
50Nikódemus, sem kom til hans fyrrum og var einn af þeim, segir við þá:
51`Doth our law judge the man, if it may not hear from him first, and know what he doth?`
51,,Mundi lögmál vort dæma mann, nema hann sé yfirheyrður áður og að því komist, hvað hann hefur aðhafst?``
52They answered and said to him, `Art thou also out of Galilee? search and see, that a prophet out of Galilee hath not risen;`
52Þeir svöruðu honum: ,,Ert þú nú líka frá Galíleu? Gáðu að og sjáðu, að enginn spámaður kemur úr Galíleu.``[Nú fór hver heim til sín.
53and each one went on to his house, but Jesus went on to the mount of the Olives.
53[Nú fór hver heim til sín.