Young`s Literal Translation

Icelandic

John

9

1And passing by, he saw a man blind from birth,
1Á leið sinni sá hann mann, sem var blindur frá fæðingu.
2and his disciples asked him, saying, `Rabbi, who did sin, this one or his parents, that he should be born blind?`
2Lærisveinar hans spurðu hann: ,,Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans, fyrst hann fæddist blindur?``
3Jesus answered, `Neither did this one sin nor his parents, but that the works of God may be manifested in him;
3Jesús svaraði: ,,Hvorki er það af því, að hann hafi syndgað eða foreldrar hans, heldur til þess að verk Guðs verði opinber á honum.
4it behoveth me to be working the works of Him who sent me while it is day; night doth come, when no one is able to work: —
4Oss ber að vinna verk þess, er sendi mig, meðan dagur er. Það kemur nótt, þegar enginn getur unnið.
5when I am in the world, I am a light of the world.`
5Meðan ég er í heiminum, er ég ljós heimsins.``
6These things saying, he spat on the ground, and made clay of the spittle, and rubbed the clay on the eyes of the blind man, and said to him,
6Að svo mæltu skyrpti hann á jörðina, gjörði leðju úr munnvatninu, strauk leðju á augu hans
7`Go away, wash at the pool of Siloam,` which is, interpreted, Sent. He went away, therefore, and did wash, and came seeing;
7og sagði við hann: ,,Farðu og þvoðu þér í lauginni Sílóam.`` (Sílóam þýðir sendur.) Hann fór og þvoði sér og kom sjáandi.
8the neighbours, therefore, and those seeing him before, that he was blind, said, `Is not this he who is sitting and begging?`
8Nágrannar hans og þeir, sem höfðu áður séð hann ölmusumann, sögðu þá: ,,Er þetta ekki sá, er setið hefur og beðið sér ölmusu?``
9others said — `This is he;` and others — `He is like to him;` he himself said, — `I am [he].`
9Sumir sögðu: ,,Sá er maðurinn,`` en aðrir sögðu: ,,Nei, en líkur er hann honum.`` Sjálfur sagði hann: ,,Ég er sá.``
10They said, therefore, to him, `How were thine eyes opened?`
10Þá sögðu þeir við hann: ,,Hvernig opnuðust augu þín?``
11he answered and said, `A man called Jesus made clay, and rubbed my eyes, and said to me, Go away to the pool of Siloam, and wash; and having gone away and having washed, I received sight;`
11Hann svaraði: ,,Maður að nafni Jesús gjörði leðju og smurði á augu mín og sagði mér að fara til Sílóam og þvo mér. Ég fór og fékk sjónina, þegar ég var búinn að þvo mér.``
12they said, therefore, to him, `Where is that one?` he saith, `I have not known.`
12Þeir sögðu við hann: ,,Hvar er hann?`` Hann svaraði: ,,Það veit ég ekki.``
13They bring him to the Pharisees who once [was] blind,
13Þeir fara til faríseanna með manninn, sem áður var blindur.
14and it was a sabbath when Jesus made the clay, and opened his eyes.
14En þá var hvíldardagur, þegar Jesús bjó til leðjuna og opnaði augu hans.
15Again, therefore, the Pharisees also were asking him how he received sight, and he said to them, `Clay he did put upon my eyes, and I did wash — and I see.`
15Farísearnir spurðu hann nú líka, hvernig hann hefði fengið sjónina. Hann svaraði þeim: ,,Hann lagði leðju á augu mín, ég þvoði mér, og nú sé ég.``
16Of the Pharisees, therefore, certain said, `This man is not from God, because the sabbath he doth not keep;` others said, `How is a man — a sinful one — able to do such signs?` and there was a division among them.
16Þá sögðu nokkrir farísear: ,,Þessi maður er ekki frá Guði, fyrst hann heldur ekki hvíldardaginn.`` Aðrir sögðu: ,,Hvernig getur syndugur maður gjört þvílík tákn?`` Og ágreiningur varð með þeim.
17They said to the blind man again, `Thou — what dost thou say of him — that he opened thine eyes?`
17Þá segja þeir aftur við hinn blinda: ,,Hvað segir þú um hann, fyrst hann opnaði augu þín?`` Hann sagði: ,,Hann er spámaður.``
18and he said — `He is a prophet.` The Jews, therefore, did not believe concerning him that he was blind and did receive sight, till that they called the parents of him who received sight,
18Gyðingar trúðu því ekki, að hann, sem sjónina fékk, hefði verið blindur, og kölluðu fyrst á foreldra hans
19and they asked them, saying, `Is your son, of whom ye say that he was born blind? how then now doth he see?`
19og spurðu þá: ,,Er þetta sonur ykkar, sem þið segið að hafi fæðst blindur? Hvernig er hann þá orðinn sjáandi?``
20His parents answered them and said, `We have known that this is our son, and that he was born blind;
20Foreldrar hans svöruðu: ,,Við vitum, að þessi maður er sonur okkar og að hann fæddist blindur.
21and how he now seeth, we have not known; or who opened his eyes, we have not known; himself is of age, ask him; he himself shall speak concerning himself.`
21En hvernig hann er nú orðinn sjáandi, vitum við ekki, né heldur vitum við, hver opnaði augu hans. Spyrjið hann sjálfan. Hann hefur aldur til. Hann getur svarað fyrir sig.``
22These things said his parents, because they were afraid of the Jews, for already had the Jews agreed together, that if any one may confess him — Christ, he may be put out of the synagogue;
22Þetta sögðu foreldrar hans af ótta við Gyðinga. Því Gyðingar höfðu þegar samþykkt, að ef nokkur játaði, að Jesús væri Kristur, skyldi hann samkundurækur.
23because of this his parents said — `He is of age, ask him.`
23Vegna þessa sögðu foreldrar hans: ,,Hann hefur aldur til, spyrjið hann sjálfan.``
24They called, therefore, a second time the man who was blind, and they said to him, `Give glory to God, we have known that this man is a sinner;`
24Nú kölluðu þeir í annað sinn á manninn, sem blindur hafði verið, og sögðu við hann: ,,Gef þú Guði dýrðina. Vér vitum, að þessi maður er syndari.``
25he answered, therefore, and said, `If he be a sinner — I have not known, one thing I have known, that, being blind, now I see.`
25Hann svaraði: ,,Ekki veit ég, hvort hann er syndari. En eitt veit ég, að ég, sem var blindur, er nú sjáandi.``
26And they said to him again, `What did he to thee? how did he open thine eyes?`
26Þá sögðu þeir við hann: ,,Hvað gjörði hann við þig? Hvernig opnaði hann augu þín?``
27He answered them, `I told you already, and ye did not hear; why again do ye wish to hear? do ye also wish to become his disciples?`
27Hann svaraði þeim: ,,Ég er búinn að segja yður það, og þér hlustuðuð ekki á það. Hví viljið þér heyra það aftur? Viljið þér líka verða lærisveinar hans?``
28They reviled him, therefore, and said, `Thou art his disciple, and we are Moses` disciples;
28Þeir atyrtu hann og sögðu: ,,Þú ert lærisveinn hans, vér erum lærisveinar Móse.
29we have known that God hath spoken to Moses, but this one — we have not known whence he is.`
29Vér vitum, að Guð talaði við Móse, en um þennan vitum vér ekki, hvaðan hann er.``
30The man answered and said to them, `Why, in this is a wonderful thing, that ye have not known whence he is, and he opened my eyes!
30Maðurinn svaraði þeim: ,,Þetta er furðulegt, að þér vitið ekki, hvaðan hann er, og þó opnaði hann augu mín.
31and we have known that God doth not hear sinners, but, if any one may be a worshipper of God, and may do His will, him He doth hear;
31Vér vitum, að Guð heyrir ekki syndara. En ef einhver er guðrækinn og gjörir vilja hans, þann heyrir hann.
32from the age it was not heard, that any one did open eyes of one who hath been born blind;
32Frá alda öðli hefur ekki heyrst, að nokkur hafi opnað augu þess, sem blindur var borinn.
33if this one were not from God, he were not able to do anything.`
33Ef þessi maður væri ekki frá Guði, gæti hann ekkert gjört.``
34They answered and said to him, `In sins thou wast born altogether, and thou dost teach us!` and they cast him forth without.
34Þeir svöruðu honum: ,,Þú ert syndum vafinn frá fæðingu og ætlar að kenna oss!`` Og þeir ráku hann út.
35Jesus heard that they cast him forth without, and having found him, he said to him, `Dost thou believe in the Son of God?`
35Jesús heyrði, að þeir hefðu rekið hann út. Hann fann hann og sagði við hann: ,,Trúir þú á Mannssoninn?``
36he answered and said, `Who is he, sir, that I may believe in him?`
36Hinn svaraði: ,,Herra, hver er sá, að ég megi trúa á hann?``
37And Jesus said to him, `Thou hast both seen him, and he who is speaking with thee is he;`
37Jesús sagði við hann: ,,Þú hefur séð hann, hann er sá sem er nú að tala við þig.``
38and he said, `I believe, sir,` and bowed before him.
38En hann sagði: ,,Ég trúi, herra,`` og féll fram fyrir honum.
39And Jesus said, `For judgment I to this world did come, that those not seeing may see, and those seeing may become blind.`
39Jesús sagði: ,,Til dóms er ég kominn í þennan heim, svo að blindir sjái og hinir sjáandi verði blindir.``
40And those of the Pharisees who were with him heard these things, and they said to him, `Are we also blind?`
40Þetta heyrðu þeir farísear, sem með honum voru, og spurðu: ,,Erum vér þá líka blindir?``Jesús sagði við þá: ,,Ef þér væruð blindir, væruð þér án sakar. En nú segist þér vera sjáandi, því varir sök yðar.``
41Jesus said to them, `If ye were blind, ye were not having had sin, but now ye say — We see, therefore doth your sin remain.
41Jesús sagði við þá: ,,Ef þér væruð blindir, væruð þér án sakar. En nú segist þér vera sjáandi, því varir sök yðar.``