1And having risen, the whole multitude of them did lead him to Pilate,
1Þá stóð upp allur skarinn og færði hann fyrir Pílatus.
2and began to accuse him, saying, `This one we found perverting the nation, and forbidding to give tribute to Caesar, saying himself to be Christ a king.`
2Þeir tóku að ákæra hann og sögðu: ,,Vér höfum komist að raun um, að þessi maður leiðir þjóð vora afvega, hann bannar að gjalda keisaranum skatt og segist sjálfur vera Kristur, konungur.``
3And Pilate questioned him, saying, `Thou art the king of the Jews?` and he answering him, said, `Thou dost say [it].`
3Pílatus spurði hann þá: ,,Ert þú konungur Gyðinga?`` Jesús svaraði: ,,Þú segir það.``
4And Pilate said unto the chief priests, and the multitude, `I find no fault in this man;`
4Pílatus sagði við æðstu prestana og fólkið: ,,Enga sök finn ég hjá þessum manni.``
5and they were the more urgent, saying — `He doth stir up the people, teaching throughout the whole of Judea — having begun from Galilee — unto this place.`
5En þeir urðu því ákafari og sögðu: ,,Hann æsir upp lýðinn með því, sem hann kennir í allri Júdeu, hann byrjaði í Galíleu og er nú kominn hingað.``
6And Pilate having heard of Galilee, questioned if the man is a Galilean,
6Þegar Pílatus heyrði þetta, spurði hann, hvort maðurinn væri Galílei.
7and having known that he is from the jurisdiction of Herod, he sent him back unto Herod, he being also in Jerusalem in those days.
7Og er hann varð þess vís, að hann var úr umdæmi Heródesar, sendi hann hann til Heródesar, er þá var og í Jerúsalem á þeim dögum.
8And Herod having seen Jesus did rejoice exceedingly, for he was wishing for a long [time] to see him, because of hearing many things about him, and he was hoping some sign to see done by him,
8En Heródes varð næsta glaður, er hann sá Jesú, því hann hafði lengi langað að sjá hann, þar eð hann hafði heyrt frá honum sagt. Vænti hann nú að sjá hann gjöra eitthvert tákn.
9and was questioning him in many words, and he answered him nothing.
9Hann spurði Jesú á marga vegu, en hann svaraði honum engu.
10And the chief priests and the scribes stood vehemently accusing him,
10Æðstu prestarnir og fræðimennirnir stóðu þar og ákærðu hann harðlega.
11and Herod with his soldiers having set him at nought, and having mocked, having put around him gorgeous apparel, did send him back to Pilate,
11En Heródes óvirti hann og spottaði ásamt hermönnum sínum, lagði yfir hann skínandi klæði og sendi hann aftur til Pílatusar.
12and both Pilate and Herod became friends on that day with one another, for they were before at enmity between themselves.
12Á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir, en áður var fjandskapur með þeim.
13And Pilate having called together the chief priests, and the rulers, and the people,
13Pílatus kallaði nú saman æðstu prestana, höfðingjana og fólkið
14said unto them, `Ye brought to me this man as perverting the people, and lo, I before you having examined, found in this man no fault in those things ye bring forward against him;
14og mælti við þá: ,,Þér hafið fært mér þennan mann og sagt hann leiða fólkið afvega. Nú hef ég yfirheyrt manninn í yðar viðurvist, en enga þá sök fundið hjá honum, er þér ákærið hann um.
15no, nor yet Herod, for I sent you back unto him, and lo, nothing worthy of death is having been done by him;
15Ekki heldur Heródes, því hann sendi hann aftur til vor. Ljóst er, að hann hefur ekkert það drýgt, er dauða sé vert.
16having chastised, therefore, I will release him,`
16Ætla ég því að hirta hann og láta lausan.`` [
17for it was necessary for him to release to them one at every feast,
17En skylt var honum að gefa þeim lausan einn bandingja á hverri hátíð.]
18and they cried out — the whole multitude — saying, `Away with this one, and release to us Barabbas,`
18En þeir æptu allir: ,,Burt með hann, gef oss Barabbas lausan!``
19who had been, because of a certain sedition made in the city, and murder, cast into prison.
19En honum hafði verið varpað í fangelsi fyrir upphlaup nokkurt, sem varð í borginni, og manndráp.
20Pilate again then — wishing to release Jesus — called to them,
20Pílatus talaði enn til þeirra og vildi láta Jesú lausan.
21but they were calling out, saying, `Crucify, crucify him.`
21En þeir æptu á móti: ,,Krossfestu, krossfestu hann!``
22And he a third time said unto them, `Why, what evil did he? no cause of death did I find in him; having chastised him, then, I will release [him].`
22Í þriðja sinn sagði Pílatus við þá: ,,Hvað illt hefur þá þessi maður gjört? Enga dauðasök hef ég fundið hjá honum. Ætla ég því að hirta hann og láta hann lausan.``
23And they were pressing with loud voices asking him to be crucified, and their voices, and those of the chief priests, were prevailing,
23En þeir sóttu á með ópi miklu og heimtuðu, að hann yrði krossfestur. Og hróp þeirra tóku yfir.
24and Pilate gave judgment for their request being done,
24Þá ákvað Pílatus, að kröfu þeirra skyldi fullnægt.
25and he released him who because of sedition and murder hath been cast into the prison, whom they were asking, and Jesus he gave up to their will.
25Hann gaf lausan þann, er þeir báðu um og varpað hafði verið í fangelsi fyrir upphlaup og manndráp, en Jesú framseldi hann, að þeir færu með hann sem þeir vildu.
26And as they led him away, having taken hold on Simon, a certain Cyrenian, coming from the field, they put on him the cross, to bear [it] behind Jesus.
26Þegar þeir leiddu hann út, tóku þeir Símon nokkurn frá Kýrene, er kom utan úr sveit, og lögðu krossinn á hann, að hann bæri hann eftir Jesú.
27And there was following him a great multitude of the people, and of women, who also were beating themselves and lamenting him,
27En honum fylgdi mikill fjöldi fólks og kvenna, er hörmuðu hann og grétu.
28and Jesus having turned unto them, said, `Daughters of Jerusalem, weep not for me, but for yourselves weep ye, and for your children;
28Jesús sneri sér að þeim og mælti: ,,Jerúsalemsdætur, grátið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálfum yður og börnum yðar.
29for, lo, days do come, in which they shall say, Happy the barren, and wombs that did not bare, and paps that did not give suck;
29Því þeir dagar koma, er menn munu segja: Sælar eru óbyrjur og þau móðurlíf, er aldrei fæddu, og þau brjóst, sem engan nærðu.
30then they shall begin to say to the mountains, Fall on us, and to the hills, Cover us; —
30Þá munu menn segja við fjöllin: Hrynjið yfir oss! og við hálsana: Hyljið oss!
31for, if in the green tree they do these things — in the dry what may happen?`
31Því að sé þetta gjört við hið græna tréð, hvað mun þá verða um hið visna?``
32And there were also others — two evil-doers — with him, to be put to death;
32Með honum voru og færðir til lífláts aðrir tveir, sem voru illvirkjar.
33and when they came to the place that is called Skull, there they crucified him and the evil-doers, one on the right hand and one on the left.
33Og er þeir komu til þess staðar, sem heitir Hauskúpa, krossfestu þeir hann þar og illvirkjana, annan til hægri handar, hinn til vinstri.
34And Jesus said, `Father, forgive them, for they have not known what they do;` and parting his garments they cast a lot.
34Þá sagði Jesús: ,,Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.`` En þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér.
35And the people were standing, looking on, and the rulers also were sneering with them, saying, `Others he saved, let him save himself, if this be the Christ, the choice one of God.`
35Fólkið stóð og horfði á, og höfðingjarnir gjörðu gys að honum og sögðu: ,,Öðrum bjargaði hann, bjargi hann nú sjálfum sér, ef hann er Kristur Guðs, hinn útvaldi.``
36And mocking him also were the soldiers, coming near and offering vinegar to him,
36Eins hæddu hann hermennirnir, komu og báru honum edik
37and saying, `If thou be the king of the Jews, save thyself.`
37og sögðu: ,,Ef þú ert konungur Gyðinga, þá bjargaðu sjálfum þér.``
38And there was also a superscription written over him, in letters of Greek, and Roman, and Hebrew, `This is the King of the Jews.`
38Yfirskrift var yfir honum: ÞESSI ER KONUNGUR GYÐINGA.
39And one of the evil-doers who were hanged, was speaking evil of him, saying, `If thou be the Christ, save thyself and us.`
39Annar þeirra illvirkja, sem upp voru festir, hæddi hann og sagði: ,,Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!``
40And the other answering, was rebuking him, saying, `Dost thou not even fear God, that thou art in the same judgment?
40En hinn ávítaði hann og sagði: ,,Hræðist þú ekki einu sinni Guð, og ert þó undir sama dómi?
41and we indeed righteously, for things worthy of what we did we receive back, but this one did nothing out of place;`
41Við erum það með réttu og fáum makleg gjöld fyrir gjörðir okkar, en þessi hefur ekkert illt aðhafst.``
42and he said to Jesus, `Remember me, lord, when thou mayest come in thy reign;`
42Þá sagði hann: ,,Jesús, minnst þú mín, þegar þú kemur í ríki þitt!``
43and Jesus said to him, `Verily I say to thee, To-day with me thou shalt be in the paradise.`
43Og Jesús sagði við hann: ,,Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís.``
44And it was, as it were, the sixth hour, and darkness came over all the land till the ninth hour,
44Og nú var nær hádegi og myrkur varð um allt land til nóns,
45and the sun was darkened, and the vail of the sanctuary was rent in the midst,
45því sólin missti birtu sinnar. En fortjald musterisins rifnaði sundur í miðju.
46and having cried with a loud voice, Jesus said, `Father, to Thy hands I commit my spirit;` and these things having said, he breathed forth the spirit.
46Þá kallaði Jesús hárri röddu: ,,Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!`` Og er hann hafði þetta mælt, gaf hann upp andann.
47And the centurion having seen what was done, did glorify God, saying, `Really this man was righteous;`
47Þegar hundraðshöfðinginn sá það, er við bar, vegsamaði hann Guð og sagði: ,,Sannarlega var þessi maður réttlátur.``
48and all the multitudes who were come together to this sight, beholding the things that came to pass, smiting their breasts did turn back;
48Og fólkið allt, sem komið hafði saman að horfa á, sá nú, hvað gjörðist, og barði sér á brjóst og hvarf frá.
49and all his acquaintances stood afar off, and women who did follow him from Galilee, beholding these things.
49En vinir hans allir sem og konurnar, er fylgdu honum frá Galíleu, stóðu álengdar og horfðu á þetta.
50And lo, a man, by name Joseph, being a counsellor, a man good and righteous,
50Maður er nefndur Jósef. Hann var ráðsherra, góður maður og réttvís
51— he was not consenting to their counsel and deed — from Arimathea, a city of the Jews, who also himself was expecting the reign of God,
51og hafði ekki samþykkt ráð þeirra né athæfi. Hann var frá Arímaþeu, borg í Júdeu, og vænti Guðs ríkis.
52he, having gone near to Pilate, asked the body of Jesus,
52Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú,
53and having taken it down, he wrapped it in fine linen, and placed it in a tomb hewn out, where no one was yet laid.
53tók hann síðan ofan, sveipaði línklæði og lagði í gröf, höggna í klett, og hafði þar enginn verið áður lagður.
54And the day was a preparation, and sabbath was approaching,
54Það var aðfangadagur og hvíldardagurinn fór í hönd.
55and the women also who have come with him out of Galilee having followed after, beheld the tomb, and how his body was placed,
55Konur þær, er komið höfðu með Jesú frá Galíleu, fylgdu eftir og sáu gröfina og hvernig líkami hans var lagður.Þær sneru aftur og bjuggu ilmjurtir og smyrsl. Hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu.
56and having turned back, they made ready spices and ointments, and on the sabbath, indeed, they rested, according to the command.
56Þær sneru aftur og bjuggu ilmjurtir og smyrsl. Hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu.