1And when he completed all his sayings in the ears of the people, he went into Capernaum;
1Þá er hann hafði lokið máli sínu í áheyrn lýðsins, fór hann til Kapernaum.
2and a certain centurion`s servant being ill, was about to die, who was much valued by him,
2Hundraðshöfðingi nokkur hafði þjón, sem hann mat mikils. Þjónninn var sjúkur og dauðvona.
3and having heard about Jesus, he sent unto him elders of the Jews, beseeching him, that having come he might thoroughly save his servant.
3Þegar hundraðshöfðinginn heyrði um Jesú, sendi hann til hans öldunga Gyðinga og bað hann koma og bjarga lífi þjóns síns.
4And they, having come near unto Jesus, were calling upon him earnestly, saying — `He is worthy to whom thou shalt do this,
4Þeir komu til Jesú, báðu hann ákaft og sögðu: ,,Verður er hann þess, að þú veitir honum þetta,
5for he doth love our nation, and the synagogue he did build to us.`
5því að hann elskar þjóð vora, og hann hefur reist samkunduna handa oss.``
6And Jesus was going on with them, and now when he is not far distant from the house the centurion sent unto him friends, saying to him, `Sir, be not troubled, for I am not worthy that under my roof thou mayest enter;
6Jesús fór með þeim. Þegar hann átti skammt til hússins, sendi hundraðshöfðinginn vini sína til hans og lét segja við hann: ,,Ómaka þig ekki, herra, því að ég er ekki verður þess, að þú gangir inn undir þak mitt.
7wherefore not even myself thought I worthy to come unto thee, but say in a word, and my lad shall be healed;
7Þess vegna hef ég ekki heldur talið sjálfan mig verðan þess að koma til þín. En mæl þú eitt orð, og mun sveinn minn heill verða.
8for I also am a man placed under authority, having under myself soldiers, and I say to this [one], Go, and he goeth; and to another, Be coming, and he cometh; and to my servant, Do this, and he doth [it].`
8Því að sjálfur er ég maður, sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum, og ég segi við einn: ,Far þú,` og hann fer, og við annan: ,Kom þú,` og hann kemur, og við þjón minn: ,Gjör þetta,` og hann gjörir það.``
9And having heard these things Jesus wondered at him, and having turned to the multitude following him, he said, `I say to you, not even in Israel so much faith did I find;`
9Þegar Jesús heyrði þetta, furðaði hann sig á honum, sneri sér að mannfjöldanum, sem fylgdi honum, og mælti: ,,Ég segi yður, ekki einu sinni í Ísrael hef ég fundið þvílíka trú.``
10and those sent, having turned back to the house, found the ailing servant in health.
10Sendimenn sneru þá aftur heim og fundu þjóninn heilan heilsu.
11And it came to pass, on the morrow, he was going on to a city called Nain, and there were going with him many of his disciples, and a great multitude,
11Skömmu síðar bar svo við, að Jesús hélt til borgar, sem heitir Nain, og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mannfjöldi.
12and as he came nigh to the gate of the city, then, lo, one dead was being carried forth, an only son of his mother, and she a widow, and a great multitude of the city was with her.
12Þegar hann nálgaðist borgarhliðið, þá var verið að bera út látinn mann, einkason móður sinnar, sem var ekkja, og mikill fjöldi úr borginni var með henni.
13And the Lord having seen her, was moved with compassion towards her, and said to her, `Be not weeping;`
13Og er Drottinn sá hana, kenndi hann í brjósti um hana og sagði við hana: ,,Grát þú eigi!``
14and having come near, he touched the bier, and those bearing [it] stood still, and he said, `Young man, to thee I say, Arise;`
14Og hann gekk að og snart líkbörurnar, en þeir, sem báru, námu staðar. Þá sagði hann: ,,Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp!``
15and the dead sat up, and began to speak, and he gave him to his mother;
15Hinn látni settist þá upp og tók að mæla, og Jesús gaf hann móður hans.
16and fear took hold of all, and they were glorifying God, saying — `A great prophet hath risen among us,` and — `God did look upon His people.`
16En ótti greip alla, og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: ,,Spámaður mikill er risinn upp meðal vor,`` og ,,Guð hefur vitjað lýðs síns.``
17And the account of this went forth in all Judea about him, and in all the region around.
17Og þessi fregn um hann barst út um alla Júdeu og allt nágrennið.
18And the disciples of John told him about all these things,
18Lærisveinar Jóhannesar sögðu honum frá öllu þessu. Hann kallaði þá til sín tvo lærisveina sína,
19and John having called near a certain two of his disciples, sent unto Jesus, saying, `Art thou he who is coming, or for another do we look?`
19sendi þá til Drottins og lét spyrja: ,,Ert þú sá sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars?``
20And having come near to him, the men said, `John the Baptist sent us unto thee, saying, Art thou he who is coming, or for another do we look?`
20Mennirnir fóru til hans og sögðu: ,,Jóhannes skírari sendi okkur til þín og spyr: ,Ert þú sá sem koma skal, eða eigum vér að vænta annars?```
21And in that hour he cured many from sicknesses, and plagues, and evil spirits, and to many blind he granted sight.
21Á þeirri stundu læknaði hann marga af sjúkdómum, meinum og illum öndum og gaf mörgum blindum sýn.
22And Jesus answering said to them, `Having gone on, report to John what ye saw and heard, that blind men do see again, lame do walk, lepers are cleansed, deaf do hear, dead are raised, poor have good news proclaimed;
22Og hann svaraði þeim: ,,Farið og kunngjörið Jóhannesi það, sem þið hafið séð og heyrt: Blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, dauðir rísa upp og fátækum er flutt fagnaðarerindi.
23and happy is he whoever may not be stumbled in me.`
23Og sæll er sá, sem hneykslast ekki á mér.``
24And the messengers of John having gone away, he began to say unto the multitudes concerning John: `What have ye gone forth to the wilderness to look on? a reed by the wind shaken?
24Þá er sendimenn Jóhannesar voru burt farnir, tók hann að tala til mannfjöldans um Jóhannes: ,,Hvað fóruð þér að sjá í óbyggðum? Reyr af vindi skekinn?
25but what have ye gone forth to see? a man in soft garments clothed? lo, they in splendid apparellings, and living in luxury, are in the houses of kings!
25Hvað fóruð þér að sjá? Prúðbúinn mann? Nei, í konungssölum er þá að finna, sem skartklæðin bera og lifa í sællífi.
26`But what have ye gone forth to see? a prophet? Yes, I say to you, and much more than a prophet:
26Hvað fóruð þér þá að sjá? Spámann? Já, segi ég yður, og það meira en spámann.
27this is he concerning whom it hath been written, Lo, I send my messenger before thy face, who shall prepare thy way before thee;
27Hann er sá sem um er ritað: Sjá, ég sendi sendiboða minn á undan þér, er greiða mun veg þinn fyrir þér.
28for I say to you, a greater prophet, among those born of women, than John the Baptist there is not; but the least in the reign of God is greater than he.`
28Ég segi yður: Enginn er sá af konu fæddur, sem meiri sé en Jóhannes. En hinn minnsti í Guðs ríki er honum meiri.``
29And all the people having heard, and the tax-gatherers, declared God righteous, having been baptized with the baptism of John,
29Og allur lýðurinn, sem á hlýddi, og enda tollheimtumenn, viðurkenndu réttlæti Guðs og létu skírast af Jóhannesi.
30but the Pharisees, and the lawyers, the counsel of God did put away for themselves, not having been baptized by him.
30En farísear og lögvitringar gjörðu að engu áform Guðs um þá og létu ekki skírast af honum.
31And the Lord said, `To what, then, shall I liken the men of this generation? and to what are they like?
31,,Við hvað á ég þá að líkja mönnum þessarar kynslóðar? Hverju eru þeir líkir?
32they are like to children, to those sitting in a market-place, and calling one to another, and saying, We piped to you, and ye did not dance, we mourned to you, and ye did not weep!
32Líkir eru þeir börnum, sem á torgi sitja og kallast á: ,Vér lékum fyrir yður á flautu, og ekki vilduð þér dansa. Vér sungum yður sorgarljóð, og ekki vilduð þér gráta.`
33`For John the Baptist came neither eating bread nor drinking wine, and ye say, He hath a demon;
33Nú kom Jóhannes skírari, át ekki brauð né drakk vín, og þér segið: ,Hann hefur illan anda.`
34the Son of Man came eating and drinking, and ye say, Lo, a man, a glutton, and a wine drinker, a friend of tax-gatherers and sinners;
34Og Mannssonurinn er kominn, etur og drekkur, og þér segið: ,Hann er mathákur og vínsvelgur, vinur tollheimtumanna og bersyndugra!`
35and the wisdom was justified from all her children.`
35En spekin hefur rétt fyrir sér, það staðfesta öll börn hennar.``
36And a certain one of the Pharisees was asking him that he might eat with him, and having gone into the house of the Pharisee he reclined (at meat),
36Farísei nokkur bauð honum að eta hjá sér, og hann fór inn í hús faríseans og settist til borðs.
37and lo, a woman in the city, who was a sinner, having known that he reclineth (at meat) in the house of the Pharisee, having provided an alabaster box of ointment,
37En kona ein í bænum, sem var bersyndug, varð þess vís, að hann sat að borði í húsi faríseans. Kom hún þá með alabastursbuðk með smyrslum,
38and having stood behind, beside his feet, weeping, she began to wet his feet with the tears, and with the hairs of her head she was wiping, and was kissing his feet, and was anointing with the ointment.
38nam staðar að baki honum til fóta hans grátandi, tók að væta fætur hans með tárum sínum, þerraði þá með höfuðhári sínu, kyssti þá og smurði með smyrslunum.
39And the Pharisee who did call him, having seen, spake within himself, saying, `This one, if he were a prophet, would have known who and of what kind [is] the woman who doth touch him, that she is a sinner.`
39Þegar faríseinn, sem honum hafði boðið, sá þetta, sagði hann við sjálfan sig: ,,Væri þetta spámaður, mundi hann vita, hver og hvílík sú kona er, sem snertir hann, að hún er bersyndug.``
40And Jesus answering said unto him, `Simon, I have something to say to thee;` and he saith, `Teacher, say on.`
40Jesús sagði þá við hann: ,,Símon, ég hef nokkuð að segja þér.`` Hann svaraði: ,,Seg þú það, meistari.``
41`Two debtors were to a certain creditor; the one was owing five hundred denaries, and the other fifty;
41,,Tveir menn voru skuldugir lánveitanda nokkrum. Annar skuldaði honum fimm hundruð denara, en hinn fimmtíu.
42and they not having [wherewith] to give back, he forgave both; which then of them, say thou, will love him more?`
42Nú gátu þeir ekkert borgað, og þá gaf hann báðum upp. Hvor þeirra skyldi nú elska hann meira?``
43And Simon answering said, `I suppose that to whom he forgave the more;` and he said to him, `Rightly thou didst judge.`
43Símon svaraði: ,,Sá, hygg ég, sem hann gaf meira upp.`` Jesús sagði við hann: ,,Þú ályktaðir rétt.``
44And having turned unto the woman, he said to Simon, `Seest thou this woman? I entered into thy house; water for my feet thou didst not give, but this woman with tears did wet my feet, and with the hairs of her head did wipe;
44Síðan sneri hann sér að konunni og sagði við Símon: ,,Sér þú konu þessa? Ég kom í hús þitt, og þú gafst mér ekki vatn á fætur mína, en hún vætti fætur mína tárum sínum og þerraði með hári sínu.
45a kiss to me thou didst not give, but this woman, from what [time] I came in, did not cease kissing my feet;
45Ekki gafst þú mér koss, en hún hefur ekki látið af að kyssa fætur mína, allt frá því ég kom.
46with oil my head thou didst not anoint, but this woman with ointment did anoint my feet;
46Ekki smurðir þú höfuð mitt olíu, en hún hefur smurt fætur mína með smyrslum.
47therefore I say to thee, her many sins have been forgiven, because she did love much; but to whom little is forgiven, little he doth love.`
47Þess vegna segi ég þér: Hinar mörgu syndir hennar eru fyrirgefnar, enda elskar hún mikið, en sá elskar lítið, sem lítið er fyrirgefið.``
48And he said to her, `Thy sins have been forgiven;`
48Síðan sagði hann við hana: ,,Syndir þínar eru fyrirgefnar.``
49and those reclining with him (at meat) began to say within themselves, `Who is this, who also doth forgive sins?`
49Þá tóku þeir, sem til borðs sátu með honum, að segja með sjálfum sér: ,,Hver er sá, er fyrirgefur syndir?``En hann sagði við konuna: ,,Trú þín hefur frelsað þig, far þú í friði.``
50and he said unto the woman, `Thy faith have saved thee, be going on to peace.`
50En hann sagði við konuna: ,,Trú þín hefur frelsað þig, far þú í friði.``