1And he went forth thence, and came to his own country, and his disciples do follow him,
1Þaðan fór Jesús og kom í ættborg sína, og lærisveinar hans fylgdu honum.
2and sabbath having come, he began in the synagogue to teach, and many hearing were astonished, saying, `Whence hath this one these things? and what the wisdom that was given to him, that also such mighty works through his hands are done?
2Þegar hvíldardagur var kominn, tók hann að kenna í samkundunni, og þeir mörgu, sem á hlýddu, undruðust stórum. Þeir sögðu: ,,Hvaðan kemur honum þetta? Hver er sú speki, sem honum er gefin, og þau kraftaverk, sem gjörast fyrir hendur hans?
3Is not this the carpenter, the son of Mary, and brother of James, and Joses, and Judas, and Simon? and are not his sisters here with us?` — and they were being stumbled at him.
3Er þetta ekki smiðurinn, sonur Maríu, bróðir þeirra Jakobs, Jóse, Júdasar og Símonar? Og eru ekki systur hans hér hjá oss?`` Og þeir hneyksluðust á honum.
4And Jesus said to them — `A prophet is not without honor, except in his own country, and among his kindred, and in his own house;`
4Þá sagði Jesús: ,,Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu, með frændum og heimamönnum.``
5and he was not able there any mighty work to do, except on a few infirm people having put hands he did heal [them];
5Og hann gat ekki gjört þar neitt kraftaverk, nema hann lagði hendur yfir nokkra sjúka og læknaði þá.
6and he wondered because of their unbelief. And he was going round the villages, in a circle, teaching,
6Og hann undraðist vantrú þeirra. Hann fór nú um þorpin þar í kring og kenndi.
7and he doth call near the twelve, and he began to send them forth two by two, and he was giving them power over the unclean spirits,
7Og hann kallaði þá tólf til sín, tók að senda þá út, tvo og tvo, og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum.
8and he commanded them that they may take nothing for the way, except a staff only — no scrip, no bread, no brass in the girdle,
8Hann bauð þeim að taka ekkert til ferðarinnar annað en staf, ekki brauð, mal né peninga í belti.
9but having been shod with sandals, and ye may not put on two coats.
9Þeir skyldu hafa skó á fótum, en ekki tvo kyrtla.
10And he said to them, `Whenever ye may enter into a house, there remain till ye may depart thence,
10Og hann sagði við þá: ,,Hvar sem þér fáið inni, þar sé aðsetur yðar, uns þér leggið upp að nýju.
11and as many as may not receive you, nor hear you, going out thence, shake off the dust that is under your feet for a testimony to them; verily I say to you, It shall be more tolerable for Sodom or Gomorrah in a day of judgment than for that city.`
11En hvar sem ekki er tekið við yður né á yður hlýtt, þaðan skuluð þér fara og hrista dustið af fótum yðar þeim til vitnisburðar.``
12And having gone forth they were preaching that [men] might reform,
12Þeir lögðu af stað og prédikuðu, að menn skyldu gjöra iðrun,
13and many demons they were casting out, and they were anointing with oil many infirm, and they were healing [them].
13ráku út marga illa anda og smurðu marga sjúka með olíu og læknuðu þá.
14And the king Herod heard, (for his name became public,) and he said — `John the Baptist out of the dead was raised, and because of this the mighty powers are working in him.`
14Heródes konungur frétti þetta, enda var nafn Jesú orðið víðfrægt. Sögðu sumir: ,,Jóhannes skírari er risinn upp frá dauðum, þess vegna eru kraftarnir að verki í honum.``
15Others said — `It is Elijah,` and others said — `It is a prophet, or as one of the prophets.`
15Aðrir sögðu: ,,Hann er Elía,`` enn aðrir: ,,Hann er spámaður eins og spámennirnir fornu.``
16And Herod having heard, said — `He whom I did behead — John — this is he; he was raised out of the dead.`
16Þegar Heródes heyrði þetta, sagði hann: ,,Jóhannes, sem ég lét hálshöggva, hann er upp risinn.``
17For Herod himself, having sent forth, did lay hold on John, and bound him in the prison, because of Herodias the wife of Philip his brother, because he married her,
17En Heródes hafði sent menn að taka Jóhannes höndum, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródíasar, konu Filippusar, bróður síns. Hann hafði gengið að eiga hana,
18for John said to Herod — `It is not lawful to thee to have the wife of thy brother;`
18en Jóhannes hafði sagt við Heródes: ,,Þú mátt ekki eiga konu bróður þíns.``
19and Herodias was having a quarrel with him, and was willing to kill him, and was not able,
19Þess vegna lagði Heródías fæð á Jóhannes og vildi deyða hann, en gat ekki,
20for Herod was fearing John, knowing him a man righteous and holy, and was keeping watch over him, and having heard him, was doing many things, and hearing him gladly.
20því að Heródes hafði beyg af honum og verndaði hann, þar eð hann vissi, að hann var maður réttlátur og heilagur. Hann komst í mikinn vanda, þegar hann hlýddi á mál hans, en þó var honum ljúft að hlusta á hann.
21And a seasonable day having come, when Herod on his birthday was making a supper to his great men, and to the chiefs of thousands, and to the first men of Galilee,
21En nú kom hentugur dagur; á afmæli sínu gjörði Heródes veislu gæðingum sínum, hershöfðingjum og fyrirmönnum Galíleu.
22and the daughter of that Herodias having come in, and having danced, and having pleased Herod and those reclining (at meat) with him, the king said to the damsel, `Ask of me whatever thou wilt, and I will give to thee,`
22Dóttir Heródíasar gekk þar inn og sté dans. Hún hreif Heródes og gesti hans, og konungur sagði við stúlkuna: ,,Bið mig hvers þú vilt, og mun ég veita þér.``
23and he sware to her — `Whatever thou mayest ask me, I will give to thee — unto the half of my kingdom.`
23Og hann sór henni: ,,Hvað sem þú biður um, það mun ég veita þér, allt að helmingi ríkis míns.``
24And she, having gone forth, said to her mother, `What shall I ask for myself?` and she said, `The head of John the Baptist;`
24Hún gekk þá út og spurði móður sína: ,,Um hvað á ég að biðja?`` Hún svaraði: ,,Höfuð Jóhannesar skírara.``
25and having come in immediately with haste unto the king, she asked, saying, `I will that thou mayest give me presently, upon a plate, the head of John the Baptist.`
25Jafnskjótt skundaði hún til konungs og bað hann: ,,Gef mér þegar á fati höfuð Jóhannesar skírara.``
26And the king — made very sorrowful — because of the oaths and of those reclining (at meat) with him, would not put her away,
26Konungur varð hryggur við, en vegna eiðsins og gesta sinna vildi hann ekki synja henni þessa,
27and immediately the king having sent a guardsman, did command his head to be brought,
27heldur sendi þegar varðmann og bauð að færa sér höfuð Jóhannesar. Hann fór og hjó af höfuð Jóhannesar í fangelsinu,
28and he having gone, beheaded him in the prison, and brought his head upon a plate, and did give it to the damsel, and the damsel did give it to her mother;
28kom með höfuð hans á fati og færði stúlkunni, en stúlkan móður sinni.
29and having heard, his disciples came and took up his corpse, and laid it in the tomb.
29Þegar lærisveinar hans fréttu þetta, komu þeir, tóku lík hans og lögðu í gröf.
30And the apostles are gathered together unto Jesus, and they told him all, and how many things they did, and how many things they taught,
30Postularnir komu nú aftur til Jesú og sögðu honum frá öllu því, er þeir höfðu gjört og kennt.
31and he said to them, `Come ye yourselves apart to a desert place, and rest a little,` for those coming and those going were many, and not even to eat had they opportunity,
31Hann sagði við þá: ,,Komið þér nú á óbyggðan stað, svo að vér séum einir saman, og hvílist um stund.`` En fjöldi fólks var stöðugt að koma og fara, svo að þeir höfðu ekki einu sinni næði til að matast.
32and they went away to a desert place, in the boat, by themselves.
32Og þeir fóru á bátnum einir saman á óbyggðan stað.
33And the multitudes saw them going away, and many recognised him, and by land from all the cities they ran thither, and went before them, and came together to him,
33Menn sáu þá fara, og margir þekktu þá, og nú streymdi fólk þangað gangandi úr öllum borgunum og varð á undan þeim.
34and having come forth, Jesus saw a great multitude, and was moved with compassion on them, that they were as sheep not having a shepherd, and he began to teach many things.
34Þegar Jesús steig á land, sá hann þar mikinn mannfjölda, og hann kenndi í brjósti um þá, því að þeir voru sem sauðir, er engan hirði hafa. Og hann kenndi þeim margt.
35And now the hour being advanced, his disciples having come near to him, say, — `The place is desolate, and the hour is now advanced,
35Þá er mjög var áliðið dags, komu lærisveinar hans að máli við hann og sögðu: ,,Hér er engin mannabyggð og langt á daginn liðið.
36let them away, that, having gone away to the surrounding fields and villages, they may buy to themselves loaves, for what they may eat they have not.`
36Lát þá fara, að þeir geti náð til býla og þorpa hér í kring og keypt sér eitthvað til matar.``
37And he answering said to them, `Give ye them to eat,` and they say to him, `Having gone away, may we buy two hundred denaries` worth of loaves, and give to them to eat?`
37En hann svaraði þeim: ,,Gefið þeim sjálfir að eta.`` Þeir svara honum: ,,Eigum vér að fara og kaupa brauð fyrir tvö hundruð denara og gefa þeim að eta?``
38And he saith to them, `How many loaves have ye? go and see;` and having known, they say, `Five, and two fishes.`
38Jesús spyr þá: ,,Hve mörg brauð hafið þér? Farið og gætið að.`` Þeir hugðu að og svöruðu: ,,Fimm brauð og tvo fiska.``
39And he commanded them to make all recline in companies upon the green grass,
39Þá bauð hann þeim að láta alla setjast í grængresið og skipta sér í hópa.
40and they sat down in squares, by hundreds, and by fifties.
40Þeir settust niður í flokkum, hundrað í sumum, en fimmtíu í öðrum.
41And having taken the five loaves and the two fishes, having looked up to the heaven, he blessed, and brake the loaves, and was giving to his disciples, that they may set before them, and the two fishes divided he to all,
41Og hann tók brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum til að bera fram fyrir mannfjöldann. Fiskunum tveim skipti hann og meðal allra.
42and they did all eat, and were filled,
42Og þeir neyttu allir og urðu mettir.
43and they took up of broken pieces twelve hand-baskets full, and of the fishes,
43Þeir tóku saman brauðbitana, er fylltu tólf körfur, svo og fiskleifarnar.
44and those eating of the loaves were about five thousand men.
44En þeir, sem brauðanna neyttu, voru fimm þúsund karlmenn.
45And immediately he constrained his disciples to go into the boat, and to go before to the other side, unto Bethsaida, till he may let the multitude away,
45Tafarlaust knúði hann lærisveina sína að fara í bátinn og halda á undan yfir til Betsaídu, meðan hann sendi fólkið brott.
46and having taken leave of them, he went away to the mountain to pray.
46Og þá er hann hafði kvatt það, fór hann til fjalls að biðjast fyrir.
47And evening having come, the boat was in the midst of the sea, and he alone upon the land;
47Þegar kvöld var komið, var báturinn á miðju vatni, en hann einn á landi.
48and he saw them harassed in the rowing, for the wind was against them, and about the fourth watch of the night he doth come to them walking on the sea, and wished to pass by them.
48Hann sá, að þeim var þungur róðurinn, því að vindur var á móti þeim, og er langt var liðið nætur kemur hann til þeirra, gangandi á vatninu, og ætlar fram hjá þeim.
49And they having seen him walking on the sea, thought [it] to be an apparition, and cried out,
49Þegar þeir sáu hann ganga á vatninu, hugðu þeir, að þar færi vofa, og æptu upp yfir sig.
50for they all saw him, and were troubled, and immediately he spake with them, and saith to them, `Take courage, I am [he], be not afraid.`
50Því að allir sáu þeir hann og varð þeim bilt við. En Jesús mælti jafnskjótt til þeirra: ,,Verið hughraustir, það er ég, verið óhræddir.``
51And he went up unto them to the boat, and the wind lulled, and greatly out of measure were they amazed in themselves, and were wondering,
51Og hann sté í bátinn til þeirra og lægði þá vindinn. Og þeir urðu öldungis agndofa,
52for they understood not concerning the loaves, for their heart hath been hard.
52enda höfðu þeir ekki skilið það, sem gjörst hafði með brauðin, hjörtu þeirra voru blind.
53And having passed over, they came upon the land of Gennesaret, and drew to the shore,
53Þegar þeir höfðu náð yfir um, komu þeir að landi við Genesaret og lögðu þar að.
54and they having come forth out of the boat, immediately having recognised him,
54Um leið og þeir stigu úr bátnum, þekktu menn hann.
55having run about through all that region round about, they began upon the couches to carry about those ill, where they were hearing that he is,
55Og fólk tók að streyma fram og aftur um allt það hérað og bera sjúklinga í burðarrekkjum hvert þangað, sem þeir heyrðu, að hann væri.Og hvar sem hann kom í þorp, borgir eða á bæi, lögðu menn sjúka á torgin og báðu hann, að þeir fengju rétt að snerta fald klæða hans, og allir þeir, sem snertu hann, urðu heilir.
56and wherever he was going, to villages, or cities, or fields, in the market-places they were laying the infirm, and were calling upon him, that they may touch if it were but the fringe of his garment, and as many as were touching him were saved.
56Og hvar sem hann kom í þorp, borgir eða á bæi, lögðu menn sjúka á torgin og báðu hann, að þeir fengju rétt að snerta fald klæða hans, og allir þeir, sem snertu hann, urðu heilir.