1And gathered together unto him are the Pharisees, and certain of the scribes, having come from Jerusalem,
1Nú safnast að honum farísear og nokkrir fræðimenn, komnir frá Jerúsalem.
2and having seen certain of his disciples with defiled hands — that is, unwashed — eating bread, they found fault;
2Þeir sáu, að sumir lærisveina hans neyttu matar með vanhelgum, það er óþvegnum höndum.
3for the Pharisees, and all the Jews, if they do not wash the hands to the wrist, do not eat, holding the tradition of the elders,
3En farísear, og reyndar Gyðingar allir, eta ekki nema þeir taki áður handlaugar, og fylgja þeir svo erfðavenju forfeðra sinna.
4and, [coming] from the market-place, if they do not baptize themselves, they do not eat; and many other things there are that they received to hold, baptisms of cups, and pots, and brazen vessels, and couches.
4Og ekki neyta þeir matar, þegar þeir koma frá torgi, nema þeir hreinsi sig áður. Margt annað hafa þeir gengist undir að rækja, svo sem að hreinsa bikara, könnur og eirkatla.
5Then question him do the Pharisees and the scribes, `Wherefore do thy disciples not walk according to the tradition of the elders, but with unwashed hands do eat the bread?`
5Farísearnir og fræðimennirnir spyrja hann: ,,Hvers vegna fylgja lærisveinar þínir ekki erfðavenju forfeðranna, heldur neyta matar með vanhelgum höndum?``
6and he answering said to them — `Well did Isaiah prophesy concerning you, hypocrites, as it hath been written, This people with the lips doth honor Me, and their heart is far from Me;
6Jesús svarar þeim: ,,Sannspár var Jesaja um yður hræsnara, þar sem ritað er: Þessi lýður heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér.
7and in vain do they worship Me, teaching teachings, commands of men;
7Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar.
8for, having put away the command of God, ye hold the tradition of men, baptisms of pots and cups; and many other such like things ye do.`
8Þér hafnið boðum Guðs, en haldið erfikenning manna.``
9And he said to them, `Well do ye put away the command of God that your tradition ye may keep;
9Enn sagði hann við þá: ,,Listavel gjörið þér að engu boð Guðs, svo þér getið rækt erfikenning yðar.
10for Moses said, Honour thy father and thy mother; and, He who is speaking evil of father or mother — let him die the death;
10Móse sagði: ,Heiðra föður þinn og móður þína.` og ,Hver sem formælir föður eða móður, skal dauða deyja.`
11and ye say, If a man may say to father or to mother, Korban (that is, a gift), [is] whatever thou mayest be profited out of mine,
11En þér segið: Ef maður segir við föður sinn eða móður: ,Það, sem þér hefði getað orðið til styrktar frá mér, er korban,` það er musterisfé,
12and no more do ye suffer him to do anything for his father or for his mother,
12þá leyfið þér honum ekki framar að gjöra neitt fyrir föður sinn eða móður.
13setting aside the word of God for your tradition that ye delivered; and many such like things ye do.`
13Þannig látið þér erfikenning yðar, sem þér fylgið fram, ógilda orð Guðs. Og margt annað gjörið þér þessu líkt.``
14And having called near all the multitude, he said to them, `Hearken to me, ye all, and understand;
14Aftur kallaði hann til sín mannfjöldann og sagði: ,,Heyrið mig allir, og skiljið.
15there is nothing from without the man entering into him that is able to defile him, but the things coming out from him, those are the things defiling the man.
15Ekkert er það utan mannsins, er saurgi hann, þótt inn í hann fari. Hitt saurgar manninn, sem út frá honum fer.`` [
16If any hath ears to hear — let him hear.`
16Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!]
17And when he entered into a house from the multitude, his disciples were questioning him about the simile,
17Þegar hann var kominn inn frá fólkinu, spurðu lærisveinar hans hann um líkinguna.
18and he saith to them, `So also ye are without understanding! Do ye not perceive that nothing from without entering into the man is able to defile him?
18Og hann segir við þá: ,,Eruð þér einnig svo skilningslausir? Skiljið þér eigi, að ekkert, sem fer inn í manninn utan frá, getur saurgað hann?
19because it doth not enter into his heart, but into the belly, and into the drain it doth go out, purifying all the meats.`
19Því að ekki fer það inn í hjarta hans, heldur maga og út síðan í safnþróna.`` Þannig lýsti hann alla fæðu hreina.
20And he said — `That which is coming out from the man, that doth defile the man;
20Og hann sagði: ,,Það sem fer út frá manninum, það saurgar manninn.
21for from within, out of the heart of men, the evil reasonings do come forth, adulteries, whoredoms, murders,
21Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp,
22thefts, covetous desires, wickedness, deceit, arrogance, an evil eye, evil speaking, pride, foolishness;
22hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska.
23all these evils do come forth from within, and they defile the man.`
23Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn.``
24And from thence having risen, he went away to the borders of Tyre and Sidon, and having entered into the house, he wished none to know, and he was not able to be hid,
24Hann tók sig upp þaðan og hélt til byggða Týrusar. Þar fór hann inn í hús og vildi engan láta vita. En eigi fékk hann dulist.
25for a woman having heard about him, whose little daughter had an unclean spirit, having come, fell at his feet, —
25Kona ein frétti þegar af honum og kom og féll honum til fóta, en dóttir hennar hafði óhreinan anda.
26and the woman was a Greek, a Syro-Phenician by nation — and was asking him, that the demon he may cast forth out of her daughter.
26Konan var heiðin, ættuð úr Fönikíu sýrlensku. Hún bað hann að reka illa andann út af dóttur sinni.
27And Jesus said to her, `Suffer first the children to be filled, for it is not good to take the children`s bread, and to cast [it] to the little dogs.`
27Hann sagði við hana: ,,Lofaðu börnunum að seðjast fyrst, ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana.``
28And she answered and saith to him, `Yes, sir; for the little dogs also under the table do eat of the children`s crumbs.`
28Hún svaraði honum: ,,Satt er það, herra, þó eta hundarnir undir borðinu af molum barnanna.``
29And he said to her, `Because of this word go; the demon hath gone forth out of thy daughter;`
29Og hann sagði við hana: ,,Vegna þessara orða skaltu heim snúa, illi andinn er farinn úr dóttur þinni.``
30and having come away to her house, she found the demon gone forth, and the daughter laid upon the couch.
30Hún fór heim, fann barnið liggjandi á rúminu, og illi andinn var farinn.
31And again, having gone forth from the coasts of Tyre and Sidon, he came unto the sea of Galilee, through the midst of the coasts of Decapolis,
31Síðan hélt hann úr Týrusarbyggðum, um Sídon og yfir Dekapólisbyggðir miðjar til Galíleuvatns.
32and they bring to him a deaf, stuttering man, and they call on him that he may put the hand on him.
32Þá færa þeir til hans mann, daufan og málhaltan, og biðja hann að leggja hönd sína yfir hann.
33And having taken him away from the multitude by himself, he put his fingers to his ears, and having spit, he touched his tongue,
33Jesús leiddi hann afsíðis frá fólkinu, stakk fingrum sínum í eyru honum og vætti tungu hans með munnvatni sínu.
34and having looked to the heaven, he sighed, and saith to him, `Ephphatha,` that is, `Be thou opened;`
34Þá leit hann upp til himins, andvarpaði og sagði við hann: ,,Effaþa,`` það er: Opnist þú.
35and immediately were his ears opened, and the string of his tongue was loosed, and he was speaking plain.
35Og eyru hans opnuðust, og haft tungu hans losnaði, og hann talaði skýrt.
36And he charged them that they may tell no one, but the more he was charging them, the more abundantly they were proclaiming [it],
36Jesús bannaði þeim að segja þetta neinum, en svo mjög sem hann bannaði þeim, því frekar sögðu þeir frá því.Menn undruðust næsta mjög og sögðu: ,,Allt gjörir hann vel, daufa lætur hann heyra og mállausa mæla.``
37and they were being beyond measure astonished, saying, `Well hath he done all things; both the deaf he doth make to hear, and the dumb to speak.`
37Menn undruðust næsta mjög og sögðu: ,,Allt gjörir hann vel, daufa lætur hann heyra og mállausa mæla.``