Young`s Literal Translation

Icelandic

Mark

9

1And he said to them, `Verily I say to you, That there are certain of those standing here, who may not taste of death till they see the reign of God having come in power.`
1Og hann sagði við þá: ,,Sannlega segi ég yður: Nokkrir þeirra, sem hér standa, munu eigi dauða bíða, fyrr en þeir sjá Guðs ríki komið með krafti.``
2And after six days doth Jesus take Peter, and James, and John, and bringeth them up to a high mount by themselves, alone, and he was transfigured before them,
2Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes og fer með þá upp á hátt fjall, að þeir væru einir saman. Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra,
3and his garments became glittering, white exceedingly, as snow, so as a fuller upon the earth is not able to whiten [them].
3og klæði hans urðu fannhvít og skínandi, og fær enginn bleikir á jörðu svo hvítt gjört.
4And there appeared to them Elijah with Moses, and they were talking with Jesus.
4Og þeim birtist Elía ásamt Móse, og voru þeir á tali við Jesú.
5And Peter answering saith to Jesus, `Rabbi, it is good to us to be here; and we may make three booths, for thee one, and for Moses one, and for Elijah one:`
5Þá tekur Pétur til máls og segir við Jesú: ,,Rabbí, gott er, að vér erum hér. Gjörum þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina.``
6for he was not knowing what he might say, for they were greatly afraid.
6Hann vissi ekki, hvað hann átti að segja, enda urðu þeir mjög skelfdir.
7And there came a cloud overshadowing them, and there came a voice out of the cloud, saying, `This is My Son — the Beloved, hear ye him;`
7Þá kom ský og skyggði yfir þá, og rödd kom úr skýinu: ,,Þessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann!``
8and suddenly, having looked around, they saw no one any more, but Jesus only with themselves.
8Og snögglega, þegar þeir litu í kring, sáu þeir engan framar hjá sér nema Jesú einan.
9And as they are coming down from the mount, he charged them that they may declare to no one the things that they saw, except when the Son of Man may rise out of the dead;
9Á leiðinni ofan fjallið bannaði hann þeim að segja nokkrum frá því, er þeir höfðu séð, fyrr en Mannssonurinn væri risinn upp frá dauðum.
10and the thing they kept to themselves, questioning together what the rising out of the dead is.
10Þeir festu orðin í minni og ræddu um, hvað væri að rísa upp frá dauðum.
11And they were questioning him, saying, that the scribes say that Elijah it behoveth to come first.
11Og þeir spurðu hann: ,,Hví segja fræðimennirnir, að Elía eigi fyrst að koma?``
12And he answering said to them, `Elijah indeed, having come first, doth restore all things; and how hath it been written concerning the Son of Man, that many things he may suffer, and be set at nought?
12Hann svaraði þeim: ,,Víst kemur Elía fyrst og færir allt í lag. En hvernig er ritað um Mannssoninn? Á hann ekki margt að líða og smáður verða?
13But I say to you, That also Elijah hath come, and they did to him what they willed, as it hath been written of him.`
13En ég segi yður: Elía er kominn, og þeir gjörðu honum allt, sem þeir vildu, eins og ritað er um hann.``
14And having come unto the disciples, he saw a great multitude about them, and scribes questioning with them,
14Þegar þeir komu til lærisveinanna, sáu þeir mannfjölda mikinn kringum þá og fræðimenn að þrátta við þá.
15and immediately, all the multitude having seen him, were amazed, and running near, were saluting him.
15En um leið og fólkið sá hann, sló þegar felmtri á alla, og þeir hlupu til og heilsuðu honum.
16And he questioned the scribes, `What dispute ye with them?`
16Hann spurði þá: ,,Um hvað eruð þér að þrátta við þá?``
17and one out of the multitude answering said, `Teacher, I brought my son unto thee, having a dumb spirit;
17En einn úr mannfjöldanum svaraði honum: ,,Meistari, ég færði til þín son minn, sem málleysis andi er í.
18and wherever it doth seize him, it doth tear him, and he foameth, and gnasheth his teeth, and pineth away; and I spake to thy disciples that they may cast it out, and they were not able.`
18Hvar sem andinn grípur hann, slengir hann honum flötum, og hann froðufellir, gnístir tönnum og stirðnar upp. Ég bað lærisveina þína að reka hann út, en þeir gátu það ekki.``
19And he answering him, said, `O generation unbelieving, till when shall I be with you? till when shall I suffer you? bring him unto me;`
19Jesús svarar þeim: ,,Ó, þú vantrúa kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður? Hversu lengi á ég að umbera yður? Færið hann til mín.``
20and they brought him unto him, and he having seen him, immediately the spirit tare him, and he, having fallen upon the earth, was wallowing — foaming.
20Þeir færðu hann þá til Jesú, en um leið og andinn sá hann, teygði hann drenginn ákaflega, hann féll til jarðar, veltist um og froðufelldi.
21And he questioned his father, `How long time is it since this came to him?` and he said, `From childhood,
21Jesús spurði þá föður hans: ,,Hve lengi hefur honum liðið svo?`` Hann sagði: ,,Frá bernsku.
22and many times also it cast him into fire, and into water, that it might destroy him; but if thou art able to do anything, help us, having compassion on us.`
22Og oft hefur hann kastað honum bæði í eld og vatn til að fyrirfara honum. En ef þú getur nokkuð, þá sjá aumur á okkur og hjálpa okkur.``
23And Jesus said to him, `If thou art able to believe! all things are possible to the one that is believing;`
23Jesús sagði við hann: ,,Ef þú getur! Sá getur allt sem trúir.``
24and immediately the father of the child, having cried out, with tears said, `I believe, sir; be helping mine unbelief.`
24Jafnskjótt hrópaði faðir sveinsins: ,,Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni.``
25Jesus having seen that a multitude doth run together, rebuked the unclean spirit, saying to it, `Spirit — dumb and deaf — I charge thee, come forth out of him, and no more thou mayest enter into him;`
25Nú sér Jesús, að mannfjöldi þyrpist að. Þá hastar hann á óhreina andann og segir: ,,Þú dumbi, daufi andi, ég býð þér, far út af honum, og kom aldrei framar í hann.``
26and having cried, and rent him much, it came forth, and he became as dead, so that many said that he was dead,
26Þá æpti andinn, teygði hann mjög og fór, en sveinninn varð sem nár, svo að flestir sögðu: ,,Hann er dáinn.``
27but Jesus, having taken him by the hand, lifted him up, and he arose.
27En Jesús tók í hönd honum og reisti hann upp, og hann stóð á fætur.
28And he having come into the house, his disciples were questioning him by himself — `Why were we not able to cast it forth?`
28Þegar Jesús var kominn inn og orðinn einn með lærisveinum sínum, spurðu þeir hann: ,,Hví gátum vér ekki rekið hann út?``
29And he said to them, `This kind is able to come forth with nothing except with prayer and fasting.`
29Hann mælti: ,,Þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn.``
30And having gone forth thence, they were passing through Galilee, and he did not wish that any may know,
30Þeir héldu nú brott þaðan og fóru um Galíleu, en hann vildi ekki, að neinn vissi það,
31for he was teaching his disciples, and he said to them, `The Son of Man is being delivered to the hands of men, and they shall kill him, and having been killed the third day he shall rise,`
31því að hann var að kenna lærisveinum sínum. Hann sagði þeim: ,,Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur, og þeir munu lífláta hann, en þá er hann hefur líflátinn verið, mun hann upp rísa eftir þrjá daga.``
32but they were not understanding the saying, and they were afraid to question him.
32En þeir skildu ekki það sem hann sagði og þorðu ekki að spyrja hann.
33And he came to Capernaum, and being in the house, he was questioning them, `What were ye reasoning in the way among yourselves?`
33Þeir komu til Kapernaum. Þegar hann var kominn inn, spurði hann þá: ,,Hvað voruð þér að ræða á leiðinni?``
34and they were silent, for with one another they did reason in the way who is greater;
34En þeir þögðu. Þeir höfðu verið að ræða það sín á milli á leiðinni, hver væri mestur.
35and having sat down he called the twelve, and he saith to them, `If any doth will to be first, he shall be last of all, and minister of all.`
35Hann settist niður, kallaði á þá tólf og sagði við þá: ,,Hver sem vill vera fremstur, sé síðastur allra og þjónn allra.``
36And having taken a child, he set him in the midst of them, and having taken him in his arms, said to them,
36Og hann tók lítið barn, setti það meðal þeirra, tók það sér í faðm og sagði við þá:
37`Whoever may receive one of such children in my name, doth receive me, and whoever may receive me, doth not receive me, but Him who sent me.`
37,,Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér, og hver sem tekur við mér, tekur ekki aðeins við mér, heldur og við þeim er sendi mig.``
38And John did answer him, saying, `Teacher, we saw a certain one in thy name casting out demons, who doth not follow us, and we forbade him, because he doth not follow us.`
38Jóhannes sagði við hann: ,,Meistari, vér sáum mann reka út illa anda í þínu nafni, og vildum vér varna honum þess, af því að hann fylgdi oss ekki.``
39And Jesus said, `Forbid him not, for there is no one who shall do a mighty work in my name, and shall be able readily to speak evil of me:
39Jesús sagði: ,,Varnið honum þess ekki, því að enginn er sá, að hann gjöri kraftaverk í mínu nafni og geti þegar á eftir talað illa um mig.
40for he who is not against us is for us;
40Sá sem er ekki á móti oss, er með oss.
41for whoever may give you to drink a cup of water in my name, because ye are Christ`s, verily I say to you, he may not lose his reward;
41Hver sem gefur yður bikar vatns að drekka, vegna þess að þér eruð Krists, sannlega segi ég yður, hann mun alls ekki missa af launum sínum.
42and whoever may cause to stumble one of the little ones believing in me, better is it for him if a millstone is hanged about his neck, and he hath been cast into the sea.
42Hverjum þeim, sem tælir til falls einn af þessum smælingjum, sem trúa, væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn.
43`And if thy hand may cause thee to stumble, cut it off; it is better for thee maimed to enter into the life, than having the two hands, to go away to the gehenna, to the fire — the unquenchable —
43Ef hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af. Betra er þér handarvana inn að ganga til lífsins en hafa báðar hendur og fara til helvítis, í hinn óslökkvanda eld. [
44where there worm is not dying, and the fire is not being quenched.
44Þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.]
45`And if thy foot may cause thee to stumble, cut it off; it is better for thee to enter into the life lame, than having the two feet to be cast to the gehenna, to the fire — the unquenchable —
45Ef fótur þinn tælir þig til falls, þá sníð hann af. Betra er þér höltum inn að ganga til lífsins en hafa báða fætur og verða kastað í helvíti. [
46where there worm is not dying, and the fire is not being quenched.
46Þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.]
47And if thine eye may cause thee to stumble, cast it out; it is better for thee one-eyed to enter into the reign of God, than having two eyes, to be cast to the gehenna of the fire —
47Og ef auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr. Betra er þér eineygðum inn að ganga í Guðs ríki en hafa bæði augu og verða kastað í helvíti,
48where their worm is not dying, and the fire is not being quenched;
48þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.
49for every one with fire shall be salted, and every sacrifice with salt shall be salted.
49Sérhver mun eldi saltast.Saltið er gott, en ef saltið missir seltuna, með hverju viljið þér þá krydda það? Hafið salt í sjálfum yður, og haldið frið yðar á milli.``
50The salt [is] good, but if the salt may become saltless, in what will ye season [it]? Have in yourselves salt, and have peace in one another.`
50Saltið er gott, en ef saltið missir seltuna, með hverju viljið þér þá krydda það? Hafið salt í sjálfum yður, og haldið frið yðar á milli.``