1At that time did Herod the tetrarch hear the fame of Jesus,
1Um þessar mundir spyr Heródes fjórðungsstjóri tíðindin af Jesú.
2and said to his servants, `This is John the Baptist, he did rise from the dead, and because of this the mighty energies are working in him.`
2Og hann segir við sveina sína: ,,Þetta er Jóhannes skírari, hann er risinn frá dauðum, þess vegna eru kraftarnir að verki í honum.``
3For Herod having laid hold on John, did bind him, and did put him in prison, because of Herodias his brother Philip`s wife,
3En Heródes hafði látið taka Jóhannes höndum, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródíasar, konu Filippusar bróður síns,
4for John was saying to him, `It is not lawful to thee to have her,`
4því Jóhannes hafði sagt við hann: ,,Þú mátt ekki eiga hana.``
5and, willing to kill him, he feared the multitude, because as a prophet they were holding him.
5Heródes vildi deyða hann, en óttaðist lýðinn, þar eð menn töldu hann vera spámann.
6But the birthday of Herod being kept, the daughter of Herodias danced in the midst, and did please Herod,
6En á afmælisdegi Heródesar dansaði dóttir Heródíasar dans frammi fyrir gestunum og hreif Heródes svo,
7whereupon with an oath he professed to give her whatever she might ask.
7að hann sór þess eið að veita henni hvað sem hún bæði um.
8And she having been instigated by her mother — `Give me (says she) here upon a plate the head of John the Baptist;
8Að undirlagi móður sinnar segir hún: ,,Gef mér hér á fati höfuð Jóhannesar skírara.``
9and the king was grieved, but because of the oaths and of those reclining with him, he commanded [it] to be given;
9Konungur varð hryggur við, en vegna eiðsins og gesta sinna bauð hann að veita henni þetta.
10and having sent, he beheaded John in the prison,
10Hann sendi í fangelsið og lét hálshöggva Jóhannes þar.
11and his head was brought upon a plate, and was given to the damsel, and she brought [it] nigh to her mother.
11Höfuð hans var borið inn á fati og fengið stúlkunni, en hún færði móður sinni.
12And his disciples having come, took up the body, and buried it, and having come, they told Jesus,
12Lærisveinar hans komu, tóku líkið og greftruðu, fóru síðan og sögðu Jesú.
13and Jesus having heard, withdrew thence in a boat to a desolate place by himself, and the multitudes having heard did follow him on land from the cities.
13Þegar Jesús heyrði þetta, fór hann þaðan á báti á óbyggðan stað og vildi vera einn. En fólkið frétti það og fór gangandi á eftir honum úr borgunum.
14And Jesus having come forth, saw a great multitude, and was moved with compassion upon them, and did heal their infirm;
14Þegar Jesús steig á land, sá hann þar mikinn mannfjölda, og hann kenndi í brjósti um þá og læknaði þá af þeim, er sjúkir voru.
15and evening having come, his disciples came to him, saying, `The place is desolate, and the hour hath now past, let away the multitudes that, having gone to the villages, they may buy to themselves food.`
15Um kvöldið komu lærisveinarnir að máli við hann og sögðu: ,,Hér er engin mannabyggð og dagur liðinn. Lát nú fólkið fara, að þeir geti náð til þorpanna og keypt sér vistir.``
16And Jesus said to them, `They have no need to go away — give ye them to eat.`
16Jesús svaraði þeim: ,,Ekki þurfa þeir að fara, gefið þeim sjálfir að eta.``
17And they say to him, `We have not here except five loaves, and two fishes.`
17Þeir svara honum: ,,Vér höfum hér ekki nema fimm brauð og tvo fiska.``
18And he said, `Bring ye them to me hither.`
18Hann segir: ,,Færið mér það hingað.``
19And having commanded the multitudes to recline upon the grass, and having taken the five loaves and the two fishes, having looked up to the heaven, he did bless, and having broken, he gave the loaves to the disciples, and the disciples to the multitudes,
19Og hann bauð fólkinu að setjast í grasið. Þá tók hann brauðin fimm og fiskana tvo, leit upp til himins, þakkaði Guði, braut brauðin og gaf lærisveinunum, en þeir fólkinu.
20and they did all eat, and were filled, and they took up what was over of the broken pieces twelve hand-baskets full;
20Og þeir neyttu allir og urðu mettir. Og þeir tóku saman brauðbitana, er af gengu, tólf körfur fullar.
21and those eating were about five thousand men, apart from women and children.
21En þeir, sem neytt höfðu, voru um fimm þúsund karlmenn, auk kvenna og barna.
22And immediately Jesus constrained his disciples to go into the boat, and to go before him to the other side, till he might let away the multitudes;
22Tafarlaust knúði hann lærisveina sína að fara í bátinn og halda á undan sér yfir um, meðan hann sendi fólkið brott.
23and having let away the multitudes, he went up to the mountain by himself to pray, and evening having come, he was there alone,
23Og er hann hafði látið fólkið fara, gekk hann til fjalls að biðjast fyrir í einrúmi. Þegar kvöld var komið, var hann þar einn.
24and the boat was now in the midst of the sea, distressed by the waves, for the wind was contrary.
24En báturinn var þegar kominn langt frá landi og lá undir áföllum, því að vindur var á móti.
25And in the fourth watch of the night Jesus went away to them, walking upon the sea,
25En er langt var liðið nætur kom hann til þeirra, gangandi á vatninu.
26and the disciples having seen him walking upon the sea, were troubled saying — `It is an apparition,` and from the fear they cried out;
26Þegar lærisveinarnir sáu hann ganga á vatninu, varð þeim bilt við. Þeir sögðu: ,,Þetta er vofa,`` og æptu af hræðslu.
27and immediately Jesus spake to them, saying, `Be of good courage, I am [he], be not afraid.`
27En Jesús mælti jafnskjótt til þeirra: ,,Verið hughraustir, það er ég, verið óhræddir.``
28And Peter answering him said, `Sir, if it is thou, bid me come to thee upon the waters;`
28Pétur svaraði honum: ,,Ef það ert þú, herra, þá bjóð mér að koma til þín á vatninu.``
29and he said, `Come;` and having gone down from the boat, Peter walked upon the waters to come unto Jesus,
29Jesús svaraði: ,,Kom þú!`` Og Pétur sté úr bátnum og gekk á vatninu til hans.
30but seeing the wind vehement, he was afraid, and having begun to sink, he cried out, saying, `Sir, save me.`
30En sem hann sá rokið, varð hann hræddur og tók að sökkva. Þá kallaði hann: ,,Herra, bjarga þú mér!``
31And immediately Jesus, having stretched forth the hand, laid hold of him, and saith to him, `Little faith! for what didst thou waver?`
31Jesús rétti þegar út höndina, tók í hann og sagði: ,,Þú trúlitli, hví efaðist þú?``
32and they having gone to the boat the wind lulled,
32Þeir stigu í bátinn, og þá lægði vindinn.
33and those in the boat having come, did bow to him, saying, `Truly — God`s Son art thou.`
33En þeir sem í bátnum voru, tilbáðu hann og sögðu: ,,Sannarlega ert þú sonur Guðs.``
34And having passed over, they came to the land of Gennesaret,
34Þegar þeir höfðu náð yfir um, komu þeir að landi við Genesaret.
35and having recognized him, the men of that place sent forth to all that region round about, and they brought to him all who were ill,
35Fólkið á þeim stað þekkti hann og sendi boð um allt nágrennið, og menn færðu til hans alla þá, er sjúkir voru.Þeir báðu hann að mega rétt snerta fald klæða hans, og allir, sem snertu hann, urðu alheilir.
36and were calling on him that they might only touch the fringe of his garment, and as many as did touch were saved.
36Þeir báðu hann að mega rétt snerta fald klæða hans, og allir, sem snertu hann, urðu alheilir.