1Then come unto Jesus do they from Jerusalem — scribes and Pharisees — saying,
1Nú komu til Jesú farísear og fræðimenn frá Jerúsalem og sögðu:
2`Wherefore do thy disciples transgress the tradition of the elders? for they do not wash their hands when they may eat bread.`
2,,Hvers vegna brjóta lærisveinar þínir erfikenning forfeðranna? Þeir taka ekki handlaugar, áður en þeir neyta matar.``
3And he answering said to them, `Wherefore also do ye transgress the command of God because of your tradition?
3Hann svaraði þeim: ,,Hvers vegna brjótið þér sjálfir boðorð Guðs sakir erfikenningar yðar?
4for God did command, saying, Honour thy father and mother; and, He who is speaking evil of father or mother — let him die the death;
4Guð hefur sagt: ,Heiðra föður þinn og móður,` og: ,Hver sem formælir föður eða móður, skal dauða deyja.`
5but ye say, Whoever may say to father or mother, An offering [is] whatever thou mayest be profited by me; —
5En þér segið: Hver sem segir við föður sinn eða móður: ,Það sem þér hefði getað orðið til styrktar frá mér, er musterisfé,`
6and he may not honour his father or his mother, and ye did set aside the command of God because of your tradition.
6hann á ekki að heiðra föður sinn [eða móður]. Þér ógildið orð Guðs með erfikenning yðar.
7`Hypocrites, well did Isaiah prophesy of you, saying,
7Hræsnarar, sannspár var Jesaja um yður, er hann segir:
8This people doth draw nigh to Me with their mouth, and with the lips it doth honour Me, but their heart is far off from Me;
8Lýður þessi heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér.
9and in vain do they worship Me, teaching teachings — commands of men.`
9Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar.``
10And having called near the multitude, he said to them, `Hear and understand:
10Og hann kallaði til sín mannfjöldann og sagði: ,,Heyrið og skiljið.
11not that which is coming into the mouth doth defile the man, but that which is coming forth from the mouth, this defileth the man.`
11Ekki saurgar það manninn, sem inn fer í munninn, hitt saurgar manninn, sem út fer af munni.``
12Then his disciples having come near, said to him, `Hast thou known that the Pharisees, having heard the word, were stumbled?`
12Þá komu lærisveinar hans og sögðu við hann: ,,Veistu, að farísearnir hneyksluðust, þegar þeir heyrðu orð þín?``
13And he answering said, `Every plant that my heavenly Father did not plant shall be rooted up;
13Hann svaraði: ,,Sérhver jurt, sem faðir minn himneskur hefur eigi gróðursett, mun upprætt verða.
14let them alone, guides they are — blind of blind; and if blind may guide blind, both into a ditch shall fall.`
14Látið þá eiga sig! Þeir eru blindir, leiðtogar blindra. Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryfju.``
15And Peter answering said to him, `Explain to us this simile.`
15Þá sagði Pétur við hann: ,,Skýrðu fyrir oss líkinguna.``
16And Jesus said, `Are ye also yet without understanding?
16Hann svaraði: ,,Eruð þér líka skilningslausir ennþá?
17do ye not understand that all that is going into the mouth doth pass into the belly, and into the drain is cast forth?
17Skiljið þér ekki, að allt sem inn kemur í munninn, fer í magann og lendir síðan í safnþrónni?
18but the things coming forth from the mouth from the heart do come forth, and these defile the man;
18En það sem út fer af munni, kemur frá hjartanu. Og slíkt saurgar manninn.
19for out of the heart come forth evil thoughts, murders, adulteries, whoredoms, thefts, false witnessings, evil speakings:
19Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi.
20these are the things defiling the man; but to eat with unwashen hands doth not defile the man.`
20Þetta er það, sem saurgar manninn. En að eta með óþvegnum höndum saurgar engan mann.``
21And Jesus having come forth thence, withdrew to the parts of Tyre and Sidon,
21Þaðan hélt Jesús til byggða Týrusar og Sídonar.
22and lo, a woman, a Canaanitess, from those borders having come forth, did call to him, saying, `Deal kindly with me, Sir — Son of David; my daughter is miserably demonized.`
22Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: ,,Miskunna þú mér, herra, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af illum anda.``
23And he did not answer her a word; and his disciples having come to him, were asking him, saying — `Let her away, because she crieth after us;`
23En hann svaraði henni engu orði. Lærisveinar hans komu þá og báðu hann: ,,Láttu hana fara, hún eltir oss með hrópum.``
24and he answering said, `I was not sent except to the lost sheep of the house of Israel.`
24Hann mælti: ,,Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt.``
25And having come, she was bowing to him, saying, `Sir, help me;`
25Konan kom, laut honum og sagði: ,,Herra, hjálpa þú mér!``
26and he answering said, `It is not good to take the children`s bread, and to cast to the little dogs.`
26Hann svaraði: ,,Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana.``
27And she said, `Yes, sir, for even the little dogs do eat of the crumbs that are falling from their lords` table;`
27Hún sagði: ,,Satt er það, herra, þó eta hundarnir mola þá, sem falla af borðum húsbænda þeirra.``
28then answering, Jesus said to her, `O woman, great [is] thy faith, let it be to thee as thou wilt;` and her daughter was healed from that hour.
28Þá mælti Jesús við hana: ,,Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt.`` Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu.
29And Jesus having passed thence, came nigh unto the sea of Galilee, and having gone up to the mountain, he was sitting there,
29Þaðan fór Jesús og kom að Galíleuvatni. Og hann gekk upp á fjall og settist þar.
30and there came to him great multitudes, having with them lame, blind, dumb, maimed, and many others, and they did cast them at the feet of Jesus, and he healed them,
30Menn komu til hans hópum saman og höfðu með sér halta menn og blinda, fatlaða, mállausa og marga aðra og lögðu þá fyrir fætur hans, og hann læknaði þá.
31so that the multitudes did wonder, seeing dumb ones speaking, maimed whole, lame walking, and blind seeing; and they glorified the God of Israel.
31Fólkið undraðist, þegar það sá mállausa mæla, fatlaða heila, halta ganga og blinda sjá. Og þeir lofuðu Guð Ísraels.
32And Jesus having called near his disciples, said, `I have compassion upon the multitude, because now three days they continue with me, and they have not what they may eat; and to let them away fasting I will not, lest they faint in the way.`
32Jesús kallaði til sín lærisveina sína og sagði: ,,Ég kenni í brjósti um mannfjöldann. Þeir hafa nú hjá mér verið þrjá daga og hafa ekkert til matar. Ég vil ekki láta þá fara fastandi frá mér, þeir gætu örmagnast á leiðinni.``
33And his disciples say to him, `Whence to us, in a wilderness, so many loaves, as to fill so great a multitude?`
33Lærisveinarnir sögðu: ,,Hvar fáum vér nóg brauð til að metta allt þetta fólk hér í óbyggðum?``
34And Jesus saith to them, `How many loaves have ye?` and they said, `Seven, and a few little fishes.`
34Jesús spyr: ,,Hve mörg brauð hafið þér?`` Þeir svara: ,,Sjö, og fáeina smáfiska.``
35And he commanded the multitudes to sit down upon the ground,
35Þá bauð hann fólkinu að setjast á jörðina,
36and having taken the seven loaves and the fishes, having given thanks, he did break, and gave to his disciples, and the disciples to the multitude.
36tók brauðin sjö og fiskana, gjörði þakkir og braut þau og gaf lærisveinunum, en lærisveinarnir fólkinu.
37And they did all eat, and were filled, and they took up what was over of the broken pieces seven baskets full,
37Allir neyttu og urðu mettir. Síðan tóku þeir saman leifarnar, sjö körfur fullar.
38and those eating were four thousand men, apart from women and children.
38En þeir, sem neytt höfðu, voru fjórar þúsundir karlmanna auk kvenna og barna.Síðan lét hann fólkið fara, sté í bátinn og kom í Magadanbyggðir.
39And having let away the multitudes, he went into the boat, and did come to the borders of Magdala.
39Síðan lét hann fólkið fara, sté í bátinn og kom í Magadanbyggðir.