الكتاب المقدس (Van Dyke)

Icelandic

Job

14

1الانسان مولود المرأة قليل الايام وشبعان تعبا.
1Maðurinn, af konu fæddur, lifir stutta stund og mettast órósemi.
2يخرج كالزهر ثم ينحسم ويبرح كالظل ولا يقف.
2Hann rennur upp og fölnar eins og blóm, flýr burt eins og skuggi og hefir ekkert viðnám.
3فعلى مثل هذا حدقت عينيك واياي احضرت الى المحاكمة معك.
3Og yfir slíkum heldur þú opnum augum þínum og dregur mig fyrir dóm hjá þér!
4من يخرج الطاهر من النجس. لا احد.
4Hvernig ætti hreinn að koma af óhreinum? Ekki einn!
5ان كانت ايامه محدودة وعدد اشهره عندك وقد عينت اجله فلا يتجاوزه
5Ef dagar hans eru ákvarðaðir, tala mánaða hans tiltekin hjá þér, hafir þú ákveðið takmark hans, er hann fær eigi yfir komist,
6فاقصر عنه ليسترح الى ان يسرّ كالاجير بانتهاء يومه
6þá lít þú af honum, til þess að hann fái hvíld, svo að hann megi fagna yfir degi sínum eins og daglaunamaður.
7لان للشجرة رجاء. ان قطعت تخلف ايضا ولا تعدم خراعيبها.
7Því að tréð hefir von, sé það höggvið, þá skýtur það nýjum frjóöngum, og teinungurinn kemur áreiðanlega upp.
8ولو قدم في الارض اصلها ومات في التراب جذعها
8Jafnvel þótt rót þess eldist í jörðinni, og stofn þess deyi í moldinni,
9فمن رائحة الماء تفرخ وتنبت فروعا كالغرس.
9þá brumar það við ilminn af vatninu, og á það koma greinar eins og unga hríslu.
10اما الرجل فيموت ويبلى. الانسان يسلم الروح فاين هو.
10En deyi maðurinn, þá liggur hann flatur, og gefi manneskjan upp andann _ hvar er hún þá?
11قد تنفد المياه من البحرة والنهر ينشف ويجف
11Eins og vatnið hverfur úr stöðuvatninu og fljótið grynnist og þornar upp,
12والانسان يضطجع ولا يقوم. لا يستيقظون حتى لا تبقى السموات ولا ينتبهون من نومهم
12þannig leggst maðurinn til hvíldar og rís eigi aftur á fætur. Hann rumskar ekki, meðan himnarnir standa og vaknar ekki af svefninum.
13ليتك تواريني في الهاوية وتخفيني الى ان ينصرف غضبك وتعيّن لي اجلا فتذكرني.
13Ó að þú vildir geyma mig í dánarheimum, fela mig, uns reiði þinni linnir, setja mér tímatakmark og síðan minnast mín!
14ان مات رجل أفيحيا. كل ايام جهادي اصبر الى ان يأتي بدلي.
14Þegar maðurinn deyr, lifnar hann þá aftur? þá skyldi ég þreyja alla daga herþjónustu minnar, þar til er lausnartíð mín kæmi.
15تدعو فانا اجيبك. تشتاق الى عمل يدك.
15Þú mundir kalla, og ég _ ég mundi svara þér, þú mundir þrá verk handa þinna.
16اما الآن فتحصي خطواتي. ألا تحافظ على خطيتي.
16Því að þá mundir þú telja spor mín, eigi vaka yfir synd minni.
17معصيتي مختوم عليها في صرّة وتلفّق عليّ فوق اثمي
17Afbrot mín lægju innsigluð í böggli, og á misgjörð mína drægir þú hvítan lit.
18ان الجبل الساقط ينتثر والصخر يزحزح من مكانه.
18En eins og fjallið molnar sundur, er það hrynur, og kletturinn færist úr stað sínum,
19الحجارة تبليها المياه وتجرف سيولها تراب الارض. وكذلك انت تبيد رجاء الانسان.
19eins og vatnið holar steinana og vatnsflóðin skola burt jarðarleirnum, svo hefir þú gjört von mannsins að engu.
20تتجبر عليه ابدا فيذهب. تغير وجهه وتطرده.
20Þú ber hann ofurliði að eilífu, og hann fer burt, þú afmyndar ásjónu hans og rekur hann á brott.
21يكرم بنوه ولا يعلم او يصغرون ولا يفهم بهم.
21Komist börn hans til virðingar, þá veit hann það ekki, séu þau lítilsvirt, verður hann þess ekki var.Aðeins kennir líkami hans eigin sársauka, og sál hans hryggist yfir sjálfum honum.
22انما على ذاته يتوجع لحمه وعلى ذاتها تنوح نفسه
22Aðeins kennir líkami hans eigin sársauka, og sál hans hryggist yfir sjálfum honum.