الكتاب المقدس (Van Dyke)

Icelandic

Job

30

1واما الآن فقد ضحك علي اصاغري اياما الذين كنت استنكف من ان اجعل آبائهم مع كلاب غنمي.
1En nú hlæja þeir að mér, sem yngri eru en ég, mundi ég þó ekki hafa virt feður þeirra þess að setja þá hjá fjárhundum mínum.
2قوة ايديهم ايضا ما هي لي. فيهم عجزت الشيخوخة.
2Hvað hefði og kraftur handa þeirra stoðað mig, þar sem þeir aldrei verða fullþroska?
3في العوز والمحل مهزولون عارقون اليابسة التي هي منذ امس خراب وخربة.
3Þeir eru örmagna af skorti og hungri, naga þurrt landið, sem í gær var auðn og eyðimörk.
4الذين يقطفون الملاح عند الشيح واصول الرّتم خبزهم.
4Þeir reyta hrímblöðku hjá runnunum, og gýfilrætur er fæða þeirra.
5من الوسط يطردون. يصيحون عليهم كما على لص.
5Þeir eru flæmdir úr félagi manna, menn æpa að þeim eins og að þjóf,
6للسكن في اودية مرعبة وثقب التراب والصخور.
6svo að þeir verða að hafast við í hræðilegum gjám, í jarðholum og berghellum.
7بين الشيح ينهقون. تحت العوسج ينكبّون.
7Milli runnanna rymja þeir, og undir netlunum safnast þeir saman,
8ابناء الحماقة بل ابناء اناس بلا اسم سيطوا من الارض
8guðlaust og ærulaust kyn, útreknir úr landinu.
9اما الآن فصرت اغنيتهم واصبحت لهم مثلا.
9Og nú er ég orðinn þeim að háðkvæði og orðinn umtalsefni þeirra.
10يكرهونني. يبتعدون عني وامام وجهي لم يمسكوا عن البسق.
10Þeir hafa andstyggð á mér, koma ekki nærri mér og hlífast jafnvel ekki við að hrækja framan í mig.
11لانه اطلق العنان وقهرني فنزعوا الزمام قدامي.
11Þar sem Guð hefir leyst streng sinn og beygt mig, þá sleppa þeir og beislinu fram af sér gagnvart mér.
12عن اليمين الفروخ يقومون يزيحون رجلي ويعدّون عليّ طرقهم للبوار.
12Mér til hægri handar vex hyski þeirra upp, fótum mínum hrinda þeir frá sér og leggja glötunarbrautir sínar gegn mér.
13افسدوا سبلي. اعانوا على سقوطي. لا مساعد عليهم.
13Þeir hafa rifið upp stig minn, að falli mínu styðja þeir, sem engan hjálparmann eiga.
14ياتون كصدع عريض. تحت الهدّة يتدحرجون.
14Þeir koma sem inn um vítt múrskarð, velta sér áfram innan um rústir.
15انقلبت عليّ اهوال. طردت كالريح نعمتي فعبرت كالسحاب سعادتي
15Skelfingar hafa snúist móti mér, tign mín er ofsótt eins og af stormi, og gæfa mín er horfin eins og ský.
16فالآن انهالت نفسي عليّ واخذتني ايام المذلّة.
16Og nú rennur sála mín sundur í tárum, eymdardagar halda mér föstum.
17الليل ينخر عظامي فيّ وعارقيّ لا تهجع.
17Nóttin nístir bein mín, svo að þau losna frá mér, og hinar nagandi kvalir mínar hvílast ekki.
18بكثرة الشدة تنكّر لبسي. مثل جيب قميصي حزمتني.
18Fyrir mikilleik máttar hans er klæðnaður minn aflagaður, hann lykur fast um mig, eins og hálsmál kyrtils míns.
19قد طرحني في الوحل فاشبهت التراب والرماد.
19Guð hefir kastað mér ofan í saurinn, svo að ég er orðinn eins og mold og aska.
20اليك اصرخ فما تستجيب لي. اقوم فما تنتبه اليّ.
20Ég hrópa til þín, en þú svarar ekki, ég stend þarna, en þú starir á mig.
21تحولت الى جاف من نحوي. بقدرة يدك تضطهدني.
21Þú ert orðinn grimmur við mig, með krafti handar þinnar ofsækir þú mig.
22حملتني اركبتني الريح وذوبتني تشوها.
22Þú lyftir mér upp á vindinn, lætur mig þeytast áfram, og þú lætur mig farast í stormgný.
23لاني اعلم انك الى الموت تعيدني والى بيت ميعاد كل حيّ.
23Því að ég veit, að þú vilt leiða mig til Heljar, í samkomustað allra þeirra er lifa.
24ولكن في الخراب ألا يمد يدا. في البليّة ألا يستغيث عليها
24En _ rétta menn ekki út höndina, þegar allt hrynur? eða hrópa menn ekki á hjálp, þegar þeir eru að farast?
25ألم ابك لمن عسر يومه. ألم تكتئب نفسي على المسكين.
25Eða grét ég ekki yfir þeim, sem átti illa daga, og hryggðist ekki sál mín vegna fátæklingsins?
26حينما ترجيت الخير جاء الشر. وانتظرت النور فجاء الدجى.
26Já, ég bjóst við góðu, en þá kom illt, vænti ljóss, en þá kom myrkur.
27امعائي تغلي ولا تكف. تقدمتني ايام المذلة.
27Það sýður í innýflum mínum án afláts, eymdardagar eru yfir mig komnir.
28اسوددت لكن بلا شمس. قمت في الجماعة اصرخ.
28Svartur geng ég um, þó ekki af sólarhita, ég stend upp, í söfnuðinum hrópa ég á hjálp.
29صرت اخا للذئاب وصاحبا لرئال النعام.
29Ég er orðinn bróðir sjakalanna og félagi strútsfuglanna.
30حرش جلدي عليّ وعظامي احترّت من الحرارة فيّ.
30Hörund mitt er orðið svart og flagnar af mér, og bein mín eru brunnin af hita.Og fyrir því varð gígja mín að gráti og hjarðpípa mín að harmakveini.
31صار عودي للنوح ومزماري لصوت الباكين
31Og fyrir því varð gígja mín að gráti og hjarðpípa mín að harmakveini.