1Visdom bygger sit hus,dårskabs hænder river det ned.
1Viska kvennanna reisir húsið, en fíflskan rífur það niður með höndum sínum.
2Hvo redeligt vandrer, frygter HERREN, men den, som går Krogveje, agter ham ringe.
2Sá sem framgengur í hreinskilni sinni, óttast Drottin, en sá sem fer krókaleiðir, fyrirlítur hann.
3I Dårens Mund er Ris til hans Ryg, for de vise står Læberne Vagt.
3Í munni afglapans er vöndur á hroka hans, en varir hinna vitru varðveita þá.
4Når der ikke er Okser, er Laden tom, ved Tyrens Kraft bliver Høsten stor.
4Þar sem engin naut eru, þar er jatan tóm, en fyrir kraft uxans fæst mikill ágóði.
5Sanddru Vidne lyver ikke, det falske Vidne farer med Løgn.
5Sannorður vottur lýgur ekki, en falsvottur fer með lygar.
6Spotter søger Visdom, men finder den ikke, til Kundskab kommer forstandig let.
6Spottarinn leitar visku, en finnur ekki, en hyggnum manni er þekkingin auðfengin.
7Gå fra en Mand, som er en Tåbe, der mærker du intet til Kundskabs Læber.
7Gakk þú burt frá heimskum manni, og þú hefir ekki kynnst þekkingar-vörum.
8Den kloge i sin Visdom er klar på sin Vej, men Tåbers Dårskab er Svig.
8Viska hins kæna er í því fólgin, að hann skilur veg sinn, en fíflska heimskingjanna er svik.
9Med Dårer driver Skyldofret Spot, men Velvilje råder iblandt retsindige.
9Afglaparnir gjöra gys að sektarfórnum, en meðal hreinskilinna er velþóknun.
10Hjertet kender sin egen Kvide, fremmede blander sig ej i dets Glæde.
10Hjartað eitt þekkir kvöl sína, og jafnvel í gleði þess getur enginn annar blandað sér.
11Gudløses Hus lægges øde, retsindiges Telt står i Blomst.
11Hús óguðlegra mun eyðileggjast, en tjald hreinskilinna mun blómgast.
12Mangen Vej synes Manden ret, og så er dens Ende dog Dødens Veje.
12Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum.
13Selv under Latter kan Hjertet lide, og Glædens Ende er Kummer.
13Jafnvel þótt hlegið sé, kennir hjartað til, og endir gleðinnar er tregi.
14Af sine Veje mættes den frafaldne, af sine Gerninger den, som er god.
14Rangsnúið hjarta mettast af vegum sínum svo og góður maður af verkum sínum.
15Den tankeløse tror hvert Ord, den kloge overtænker sine Skridt.
15Einfaldur maður trúir öllu, en kænn maður athugar fótmál sín.
16Den vise ængstes og skyr det onde, Tåben buser sorgløs på.
16Vitur maður óttast hið illa og forðast það, en heimskinginn er framhleypinn og ugglaus.
17Den hidsige bærer sig tåbeligt ad, man hader rænkefuld Mand.
17Uppstökkur maður fremur fíflsku, en hrekkvís maður verður hataður.
18De tankeløse giver dårskab i Arv, de kloge efterlader sig Kundskab.
18Einfeldningarnir erfa fíflsku, en vitrir menn krýnast þekkingu.
19Onde må bukke for gode, gudløse stå ved retfærdiges Døre.
19Hinir vondu verða að lúta hinum góðu, og hinir óguðlegu að standa við dyr réttlátra.
20Fattigmand hades endog af sin Ven, men Rigmands Venner er mange.
20Fátæklingurinn verður hvimleiður jafnvel vini sínum, en ríkismanninn elska margir.
21Den, der foragter sin Næste, synder, lykkelig den, der har Medynk med arme.
21Sá sem fyrirlítur vin sinn, drýgir synd, en sæll er sá, sem miskunnar sig yfir hina voluðu.
22De, som virker ondt, farer visselig vild; de, som virker godt, finder Nåde og Trofasthed.
22Vissulega villast þeir, er ástunda illt, en ást og trúfesti ávinna þeir sér, er gott stunda.
23Ved al Slags Møje vindes der noget, Mundsvejr volder kun Tab.
23Af öllu striti fæst ágóði, en munnfleiprið eitt leiðir aðeins til skorts.
24De vises Krone er Kløgt, Tåbers Krans er Dårskab.
24Vitrum mönnum er auður þeirra kóróna, en fíflska heimskingjanna er og verður fíflska.
25Sanddru Vidne frelser Sjæle; den, som farer med Løgn, bedrager.
25Sannorður vottur frelsar líf, en sá sem fer með lygar, er svikari.
26Den stærkes Tillid er HERRENs Frygt, hans Sønner skal have en Tilflugt.
26Í ótta Drottins er öruggt traust, og synir slíks manns munu athvarf eiga.
27HERRENs Frygt er en Livsens Kilde, derved undgås Dødens Snarer.
27Ótti Drottins er lífslind til þess að forðast snörur dauðans.
28At Folket er stort, er Kongens Hæder, Brist på Folk er Fyrstens Fald.
28Fólksmergðin er prýði konungsins, en mannaskorturinn steypir höfðingjanum.
29Den sindige er rig på Indsigt, den heftige driver det vidt i Dårskab.
29Sá sem er seinn til reiði, er ríkur að skynsemd, en hinn bráðlyndi sýnir mikla fíflsku.
30Sagtmodigt Hjerte er Liv for Legemet, Avind er Edder i Benene.
30Rósamt hjarta er líf líkamans, en ástríða er eitur í beinum.
31At kue den ringe er Hån mod hans Skaber, han æres ved Medynk med fattige.
31Sá sem kúgar snauðan mann, óvirðir þann er skóp hann, en sá heiðrar hann, er miskunnar sig yfir fátækan.
32Ved sin Ondskab styrtes den gudløse, ved lydefri Færd er retfærdige trygge.
32Hinn óguðlegi fellur á illsku sinni, en hinum réttláta er ráðvendnin athvarf.
33Visdom bor i forstandiges Hjerte, i Tåbers Indre kendes den ikke.
33Í hjarta hyggins manns heldur viskan kyrru fyrir, en á meðal heimskingja gerir hún vart við sig.
34Retfærdighed løfter et Folk, men Synd er Folkenes Skændsel.
34Réttlætið hefur upp lýðinn, en syndin er þjóðanna skömm.Vitur þjónn hlýtur hylli konungsins, en sá hefir reiði hans, sem skammarlega breytir.
35En klog Tjener har Kongens Yndest, en vanartet rammer hans Vrede.
35Vitur þjónn hlýtur hylli konungsins, en sá hefir reiði hans, sem skammarlega breytir.