1Misund ej onde Folk, hav ikke lyst til at være med dem;
1Öfunda ekki vonda menn og lát þig ekki langa til að vera með þeim,
2thi deres Hjerte pønser på Vold, deres Læbers Ord volder Men.
2því að hjarta þeirra býr yfir ofríkisverkum, og varir þeirra mæla ógæfu.
3Ved Visdom bygges et Hus, ved Indsigt holdes det oppe,
3Fyrir speki verður hús reist, og fyrir hyggni verður það staðfast,
4ved Kundskab fyldes kamrene med alskens kosteligt, herligt Gods.
4fyrir þekking fyllast forðabúrin alls konar dýrum og yndislegum fjármunum.
5Vismand er større end Kæmpe, kyndig Mand mer end Kraftkarl.
5Vitur maður er betri en sterkur og fróður maður betri en aflmikill,
6Thi Krig skal du føre efter modent Overlæg, vel står det til, hvor mange giver Råd.
6því að holl ráð skalt þú hafa, er þú heyr stríð, og þar sem margir ráðgjafar eru, fer allt vel.
7Visdom er Dåren for høj, han åbner ej Munden i Porten.
7Viskan er afglapanum ofviða, í borgarhliðinu lýkur hann ekki upp munni sínum.
8Den, der har ondt i Sinde, kaldes en rænkefuld Mand.
8Þann sem leggur stund á að gjöra illt, kalla menn varmenni.
9Hvad en Dåre har for, er Synd, en Spotter er Folk en Gru.
9Syndin er fíflslegt fyrirtæki, og spottarinn er mönnum andstyggð.
10Taber du Modet på Trængslens Dag, da er din Kraft kun ringe.
10Látir þú hugfallast á neyðarinnar degi, þá er máttur þinn lítill.
11Frels dem, der slæbes til Døden, red dem, der vakler hen for at dræbes.
11Frelsaðu þá, sem leiddir eru fram til lífláts, og þyrm þeim, sem ganga skjögrandi að höggstokknum.
12Siger du: "Se, jeg vidste det ikke" - mon ej han, der vejer Hjerter, kan skønne? Han, der tager Vare på din Sjæl, han ved det, han gengælder Mennesker, hvad de har gjort.
12Segir þú: ,,Vér vissum það eigi,`` _ sá sem vegur hjörtun, hann verður sannarlega var við það, og sá sem vakir yfir sálu þinni, hann veit það og mun gjalda manninum eftir verkum hans.
13Spis Honning, min Søn, det er godt, og Kubens Saft er sød for din Gane;
13Et þú hunang, son minn, því að það er gott, og hunangsseimur er gómi þínum sætur.
14vid, at så er og Visdom for Sjælen! Når du finder den, har du en Fremtid, dit Håb bliver ikke til intet.
14Nem á sama hátt speki fyrir sálu þína, finnir þú hana, er framtíð fyrir hendi, og von þín mun eigi að engu verða.
15Lur ej på den retfærdiges Bolig, du gudløse, ødelæg ikke hans Hjem;
15Sit eigi, þú hinn óguðlegi, um bústað hins réttláta og eyðilegg ekki heimkynni hans,
16thi syv Gange falder en retfærdig og står op, men gudløse styrter i Fordærv.
16því að sjö sinnum fellur hinn réttláti og stendur aftur upp, en óguðlegir steypast í ógæfu.
17Falder din Fjende, så glæd dig ikke, snubler han, juble dit Hjerte ikke,
17Gleð þig eigi yfir falli óvinar þíns, og hjarta þitt fagni eigi yfir því að hann steypist,
18at ikke HERREN skal se det med Mishag og vende sin Vrede fra ham.
18svo að Drottinn sjái það ekki og honum mislíki, og hann snúi reiði sinni frá honum til þín.
19Græm dig ej over Ugerningsmænd, misund ikke de gudløse;
19Reiðst ekki vegna illgjörðamanna, öfunda eigi óguðlega,
20thi den onde har ingen Fremtid, gudløses Lampe går ud.
20því að vondur maður á enga framtíð fyrir höndum, á lampa óguðlegra slokknar.
21Frygt HERREN og Kongen, min Søn, indlad dig ikke med Folk, som gør Oprør;
21Son minn, óttastu Drottin og konunginn, samlaga þig ekki óróaseggjum,
22thi brat kommer Ulykke fra dem, uventet Fordærv fra begge.
22því að ógæfa þeirra ríður að þegar minnst varir, og ófarir beggja _ hver veit um þær?
23Også følgende Ordsprog er af vise Mænd. Partiskhed i Retten er ilde.
23Þessir orðskviðir eru líka eftir spekinga. Hlutdrægni í dómi er ljót.
24Mod den, som kender en skyldig fri, er Folkeslags Banden, Folkefærds Vrede;
24Þeim sem segir við hinn seka: ,,Þú hefir rétt fyrir þér!`` honum formæla menn, honum bölvar fólk.
25men dem, der dømmer med Ret, går det vel, dem kommer Lykkens Velsignelse over.
25En þeim sem hegna eins og ber, mun vel vegna, yfir þá kemur ríkuleg blessun.
26Et Kys på Læberne giver den, som kommer med ærligt Svar.
26Sá kyssir á varirnar, sem veitir rétt svör.
27Fuldfør din Gerning udendørs, gør dig færdig ude på Marken og byg dig siden et Hus!
27Annastu verk þitt utan húss og ljúk því á akrinum, síðan getur þú byggt hús þitt.
28Vidn ikke falsk mod din Næste, vær ikke letsindig med dine Læber;
28Vertu eigi vottur gegn náunga þínum að ástæðulausu, eða mundir þú vilja svíkja með vörum þínum?
29sig ikke: "Jeg gør mod ham, som han gjorde mod mig, jeg gengælder hver hans Gerning."
29Seg þú ekki: ,,Eins og hann gjörði mér, eins ætla ég honum að gjöra, ég ætla að endurgjalda manninum eftir verkum hans!``
30Jeg kom forbi en lad Mands Mark og et uforstandigt Menneskes Vingård;
30Mér varð gengið fram hjá akri letingja nokkurs og fram hjá víngarði óviturs manns.
31se, den var overgroet af Tidsler, ganske skjult af Nælder; Stendiget om den lå nedbrudt.
31Og sjá, hann var allur vaxinn klungrum, hann var alþakinn netlum, og steingarðurinn umhverfis hann var hruninn.
32Jeg skued og skrev mig det bag Øre, jeg så og tog Lære deraf:
32En ég varð þess var, veitti því athygli, sá það og lét mér það að kenningu verða:
33Lidt Søvn endnu, lidt Blund, lidt Hvile med samlagte Hænder:
33Sofa ögn enn, blunda ögn enn, leggja saman hendurnar ögn enn til að hvílast,þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður.
34Som en Stimand kommer da Fattigdom over dig, Trang som en skjoldvæbnet Mand.
34þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður.