Danish

Icelandic

Proverbs

6

1Min Søn: har du borget for din næste og givet en anden Håndslag,
1Son minn, hafir þú gengið í ábyrgð fyrir náunga þinn, hafir þú gengið til handsala fyrir annan mann,
2er du fanget ved dine Læber og bundet ved Mundens Ord,
2hafir þú ánetjað þig með orðum munns þíns, látið veiðast með orðum munns þíns,
3gør så dette, min Søn, og red dig, nu du er kommet i Næstens Hånd: Gå hen uden Tøven, træng ind på din Næste;
3þá gjör þetta, son minn, til að losa þig _ því að þú ert kominn á vald náunga þíns _ far þú, varpa þér niður og legg að náunga þínum.
4und ikke dine Øjne Søvn, ej heller dine Øjenlåg Hvile,
4Lát þér eigi koma dúr á auga, né blund á brá.
5red dig som en Gazel af Snaren, som en Fugl af Fuglefængerens Hånd.
5Losa þig eins og skógargeit úr höndum hans, eins og fugl úr höndum fuglarans.
6Gå hen til Myren, du lade, se dens Færd og bliv viis.
6Far þú til maursins, letingi! skoða háttu hans og verð hygginn.
7Skønt uden Fyrste, Foged og Styrer,
7Þótt hann hafi engan höfðingja, engan yfirboðara eða valdsherra,
8sørger den dog om Somren for Æde og sanker sin Føde i Høst.
8þá aflar hann sér samt vista á sumrin og dregur saman fæðu sína um uppskerutímann.
9Hvor længe vil du ligge, du lade, når står du op af din Søvn?
9Hversu lengi ætlar þú, letingi, að hvílast? hvenær ætlar þú að rísa af svefni?
10Lidt Søvn endnu, lidt Blund, lidt Hvile med samlagte Hænder:
10Sofa ögn enn, blunda ögn enn, leggja saman hendurnar ögn enn til að hvílast!
11som en Stimand kommer da Fattigdom over dig, Trang som en skjoldvæbnet Mand.
11Þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður.
12En Nidding, en ussel Mand er den, som vandrer med Falskhed i Munden,
12Varmenni, illmenni er sá, sem gengur um með fláttskap í munni,
13som blinker med Øjet, skraber med Foden og giver Tegn med Fingrene,
13sem deplar augunum, gefur merki með fótunum, bendir með fingrunum,
14som smeder Rænker i Hjertet og altid kun ypper Kiv;
14elur fláræði í hjarta sínu, upphugsar ávallt illt, kveikir illdeilur.
15derfor kommer hans Undergang brat, han knuses på Stedet, kan ikke læges.
15Fyrir því mun ógæfa skyndilega yfir hann koma, snögglega mun hann sundurmolast og engin lækning fást.
16Seks Ting hader HERREN, syv er hans Sjæl en Gru:
16Sex hluti hatar Drottinn og sjö eru sálu hans andstyggð:
17Stolte Øjne, Løgnetunge, Hænder, der udgyder uskyldigt Blod,
17drembileg augu, lygin tunga og hendur sem úthella saklausu blóði,
18et Hjerte, der udtænker onde Råd, Fødder, der haster og iler til ondt,
18hjarta sem bruggar glæpsamleg ráð, fætur sem fráir eru til illverka,
19falsk Vidne, der farer med Løgn, og den, som sætter Splid mellem Brødre.
19ljúgvottur sem lygar mælir, og sá er kveikir illdeilur meðal bræðra.
20Min Søn, tag Vare på din Faders Bud, opgiv ikke din Moders Belæring,
20Varðveit þú, son minn, boðorð föður þíns og hafna eigi viðvörun móður þinnar.
21bind dem altid på dit Hjerte, knyt dem fast om din Hals;
21Fest þau á hjarta þitt stöðuglega, bind þau um háls þinn.
22på din Vandring lede den dig, på dit Leje vogte den dig, den tale dig til, når du vågner;
22Þegar þú ert á gangi, þá leiði þau þig, þegar þú hvílist, vaki þau yfir þér, og þegar þú vaknar, þá ræði þau við þig.
23thi Budet er en Lygte, Læren Lys, og Tugtens Revselse Livets Vej
23Því að boðorð er lampi og viðvörun ljós og agandi áminningar leið til lífsins,
24for at vogte dig for Andenmands Hustru, for fremmed Kvindes sleske Tunge!
24með því að þær varðveita þig fyrir vondri konu, fyrir hálli tungu hinnar lauslátu.
25Attrå ej i dit Hjerte hendes Skønhed, hendes Blik besnære dig ej!
25Girnst eigi fríðleik hennar í hjarta þínu og lát hana eigi töfra þig með augnahárum sínum.
26Thi en Skøge får man blot for et Brød, men Andenmands Hustru fanger dyrebar Sjæl.
26Því að skækja fæst fyrir einn brauðhleif, og hórkona sækist eftir dýru lífi.
27Kan nogen bære Ild i sin Brystfold, uden at Klæderne brænder?
27Getur nokkur borið svo eld í barmi sínum, að föt hans sviðni ekki?
28Kan man vandre på glødende Kul, uden at Fødderne svides?
28Eða getur nokkur gengið á glóðum án þess að brenna sig á fótunum?
29Så er det at gå ind til sin Næstes Hustru; ingen, der rører hende, slipper for Straf.
29Svo fer þeim, sem hefir mök við konu náunga síns, enginn sá kemst klakklaust af, sem hana snertir.
30Ringeagter man ikke Tyven, når han stjæler fot at stille sin Sult?
30Fyrirlíta menn eigi þjófinn, þó að hann steli til þess að seðja hungur sitt?
31Om han gribes, må han syvfold bøde og afgive alt sit Huses Gods.
31Og náist hann, verður hann að borga sjöfalt, verður að láta allar eigur húss síns.
32Afsindig er den, der boler med hende, kun en Selvmorder handler så;
32En sá sem drýgir hór með giftri konu, er vitstola, sá einn gjörir slíkt, er tortíma vill sjálfum sér.
33han opnår Hug og Skændsel, og aldrig udslettes hans Skam.
33Högg og smán mun hann hljóta, og skömm hans mun aldrei afmáð verða.
34Thi Skinsyge vækker Mandens Vrede, han skåner ikke på Hævnens Dag;
34Því að afbrýði er karlmanns-reiði, og hann hlífir ekki á hefndarinnar degi.Hann lítur ekki við neinum bótum og friðast eigi, þótt þú ryðjir í hann gjöfum.
35ingen Bøde tager han god; store Tilbud rører ham ikke.
35Hann lítur ekki við neinum bótum og friðast eigi, þótt þú ryðjir í hann gjöfum.