1Min Søn, vogt dig mine Ord,mine bud må du gemme hos dig;
1Son minn, varðveit þú orð mín og geym þú hjá þér boðorð mín.
2vogt mine bud, så skal du leve, som din Øjesten vogte du, hvad jeg har lært dig;
2Varðveit þú boðorð mín, og þá munt þú lifa, og áminning mína eins og sjáaldur auga þíns.
3bind dem om dine Fingre, skriv dem på dit Hjertes Tavle,
3Bind þau á fingur þína, skrifa þau á spjald hjarta þíns.
4sig til Visdommen: "Du er min Søster!" og kald Forstanden Veninde,
4Seg við spekina: ,,Þú ert systir mín!`` og kallaðu skynsemina vinkonu,
5at den må vogte dig for Andenmands Hustru, en fremmed Kvinde med sleske Ord.
5svo að þær varðveiti þig fyrir léttúðarkonu, fyrir blíðmálugri konu sem annar á.
6Thi fra mit Vindue skued jeg ud, jeg kigged igennem mit Gitter;
6Út um gluggann á húsi mínu, út um grindurnar skimaði ég
7og blandt de tankeløse så jeg en Yngling, en uden Vid blev jeg var blandt de unge;
7og sá þar meðal sveinanna ungan og vitstola mann.
8han gik på Gaden tæt ved et Hjørne, skred frem på Vej til hendes Hus
8Hann gekk á strætinu nálægt horni einu og fetaði leiðina að húsi hennar,
9i Skumringen henimod Aften, da Nat og Mørke brød frem.
9í rökkrinu, að kveldi dags, um miðja nótt og í niðdimmu.
10Og se, da møder Kvinden ham i Skøgedragt, underfundig i Hjertet;
10Gekk þá kona í móti honum, búin sem portkona og undirförul í hjarta _
11løssluppen, ustyrlig er hun, hjemme fandt hendes Fødder ej Ro;
11hávær er hún og óhemjuleg, fætur hennar tolla aldrei heima,
12snart på Gader, snart på Torve, ved hvert et Hjørne lurer hun; -
12hún er ýmist á götunum eða á torgunum, og situr um menn hjá hverju horni _,
13hun griber i ham og kysser ham og siger med frække Miner;
13hún þrífur í hann og kyssir hann og segir við hann, ósvífin í bragði:
14"Jeg er et Takoffer skyldig og indfrier mit Løfte i Dag,
14,,Ég átti að greiða heillafórn, í dag hefi ég goldið heit mitt.
15gik derfor ud for at møde dig, søge dig, og nu har jeg fundet dig!
15Fyrir því fór ég út til móts við þig, til þess að leita þín, og hefi nú fundið þig.
16Jeg har redt mit Leje med Tæpper, med broget ægyptisk Lærred
16Ég hefi búið rúm mitt ábreiðum, marglitum ábreiðum úr egypsku líni.
17jeg har stænket min Seng med Myrra, med Aloe og med Kanelbark;
17Myrru, alóe og kanel hefi ég stökkt á hvílu mína.
18kom, lad os svælge til Daggry i Vellyst, beruse os i Elskovs Lyst!
18Kom þú, við skulum drekka okkur ástdrukkin fram á morgun, gamna okkur með blíðuhótum.
19Thi Manden er ikke hjemme, - på Langfærd er han draget;
19Því að maðurinn minn er ekki heima, hann er farinn í langferð.
20Pengepungen tog han med, ved Fuldmåne kommer han hjem!"
20Peningapyngjuna tók hann með sér, hann kemur ekki heim fyrr en í tunglfylling.``
21Hun lokked ham med mange fagre Ord, forførte ham med sleske Læber;
21Hún tældi hann með sínum áköfu fortölum, ginnti hann með kjassmælum sínum.
22tankeløst følger han hende som en Tyr, der føres til Slagtning, som en Hjort, der løber i Nettet,
22Hann fer rakleiðis á eftir henni, eins og naut gengur fram á blóðvöllinn, og eins og hjörtur, sem anar í netið,
23til en Pil gennemborer dens Lever, som en Fugl, der falder i Snaren, uden at vide, det gælder dens Liv.
23uns örin fer í gegnum lifur hans, eins og fuglinn hraðar sér í snöruna, og veit ekki, að líf hans er í veði.
24Hør mig da nu, min Søn, og lyt til min Munds Ord!
24Og nú, þér yngismenn, hlýðið á mig og gefið gaum að orðum munns míns.
25Ej bøje du Hjertet til hendes Veje, far ikke vild på hendes Stier;
25Lát eigi hjarta þitt teygjast á vegu hennar, villst eigi inn á stigu hennar.
26thi mange ligger slagne, hvem hun har fældet, og stor er Hoben, som hun slog ihjel.
26Því að margir eru þeir, sem hún hefir sært til ólífis, og mesti grúi allir þeir, sem hún hefir myrt.Hús hennar er helvegur, er liggur niður til heimkynna dauðans.
27Hendes Hus er Dødsrigets Veje, som fører til Dødens Kamre.
27Hús hennar er helvegur, er liggur niður til heimkynna dauðans.