Danish

Icelandic

Psalms

90

1(En Bøn af den Guds Mand Moses.) Herre, du var vor Bolig slægt efter slægt.
1Bæn guðsmannsins Móse. Drottinn, þú hefir verið oss athvarf frá kyni til kyns.
2Førend Bjergene fødtes og Jord og Jorderig blev til, fra Evighed til Evighed er du, o Gud!
2Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð.
3Mennesket gør du til Støv igen, du siger: "Vend tilbage, I Menneskebørn!"
3Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins og segir: ,,Hverfið aftur, þér mannanna börn!``
4Thi tusind År er i dine Øjne som Dagen i Går, der svandt, som en Nattevagt.
4Því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já, eins og næturvaka.
5Du skyller dem bort, de bliver som en Søvn. Ved Morgen er de som Græsset, der gror;
5Þú hrífur þá burt, sem í svefni, þá er að morgni voru sem gróandi gras.
6ved Morgen gror det og blomstrer, ved Aften er det vissent og tørt.
6Að morgni blómgast það og grær, að kveldi fölnar það og visnar.
7Thi ved din Vrede svinder vi hen, og ved din Harme forfærdes vi.
7Vér hverfum fyrir reiði þinni, skelfumst fyrir bræði þinni.
8Vor Skyld har du stillet dig for Øje, vor skjulte Brøst for dit Åsyns Lys.
8Þú hefir sett misgjörðir vorar fyrir augu þér, vorar huldu syndir fyrir ljós auglitis þíns.
9Thi alle vore Dage glider hen i din Vrede, vore År svinder hen som et Suk.
9Allir dagar vorir hverfa fyrir reiði þinni, ár vor líða sem andvarp.
10Vore Livsdage er halvfjerdsindstyve År, og kommer det højt, da firsindstyve. Deres Herlighed er Møje og Slid, thi hastigt går det, vi flyver af Sted.
10Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár, og dýrsta hnossið er mæða og hégómi, því að þeir líða í skyndi og vér fljúgum burt.
11Hvem fatter din Vredes Vælde, din Harme i Frygt for dig!
11Hver þekkir styrkleik reiði þinnar og bræði þína, svo sem hana ber að óttast?
12At tælle vore Dage lære du os, så vi kan få Visdom i Hjertet!
12Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.
13Vend tilbage, HERRE! Hvor længe! Hav Medynk med dine Tjenere;
13Snú þú aftur, Drottinn. Hversu lengi er þess að bíða, að þú aumkist yfir þjóna þína?
14mæt os årle med din Miskundhed, så vi kan fryde og glæde os alle vore Dage.
14Metta oss að morgni með miskunn þinni, að vér megum fagna og gleðjast alla daga vora.
15Glæd os det Dagetal, du ydmygede os, det Åremål, da vi led ondt!
15Veit oss gleði í stað daga þeirra, er þú hefir lægt oss, ára þeirra, er vér höfum illt reynt.
16Lad dit Værk åbenbares for dine Tjenere og din Herlighed over deres Børn!
16Lát dáðir þínar birtast þjónum þínum og dýrð þína börnum þeirra.Hylli Drottins, Guðs vors, sé yfir oss, styrk þú verk handa vorra.
17HERREN vor Guds Livsalighed være over os! Og frem vore Hænders Værk for os, ja frem vore Hænders Værk!
17Hylli Drottins, Guðs vors, sé yfir oss, styrk þú verk handa vorra.