1Den der sidder i den Højestes Skjul og dvæler i den Almægtiges Skygge,
1Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta, sá er gistir í skugga Hins almáttka,
2siger til HERREN: Min Tilflugt, min Klippeborg, min Gud, på hvem jeg stoler.
2sá er segir við Drottin: ,,Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á!``
3Thi han frier dig fra Fuglefængerens Snare, fra ødelæggende Pest;
3Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt glötunarinnar,
4han dækker dig med sine Fjedre, under hans Vinger finder du Ly, hans Trofasthed er Skjold og Værge.
4hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og verja.
5Du frygter ej Nattens Rædsler, ej Pilen der flyver om Dagen
5Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um daga,
6ej Pesten, der sniger i Mørke, ej Middagens hærgende Sot.
6drepsóttina, er reikar um í dimmunni, eða sýkina, er geisar um hádegið.
7Falder end tusinde ved din Side, ti Tusinde ved din højre Hånd, til dig når det ikke hen;
7Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín.
8du ser det kun med dit Øje, er kun Tilskuer ved de gudløses Straf;
8Þú horfir aðeins á með augunum, sér hversu óguðlegum er endurgoldið.
9(thi du, HERRE, er min Tilflugt) den Højeste tog du til Bolig.
9Þitt hæli er Drottinn, þú hefir gjört Hinn hæsta að athvarfi þínu.
10Der times dig intet ondt, dit Telt kommer Plage ej nær;
10Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt.
11thi han byder sine Engle at vogte dig på alle dine Veje;
11Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum.
12de skal bære dig på deres Hænder, at du ikke skal støde din Fod på nogen Sten;
12Þeir munu bera þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini.
13du skal træde på Slanger og Øgler, trampe på Løver og Drager.
13Þú skalt stíga ofan á höggorma og nöðrur, troða fótum ljón og dreka.
14"Da han klynger sig til mig, frier jeg ham ud, jeg bjærger ham, thi han kender mit Navn;
14,,Af því að hann leggur ást á mig, mun ég frelsa hann, ég bjarga honum, af því að hann þekkir nafn mitt.
15kalder han på mig, svarer jeg ham, i Trængsel er jeg hos ham, jeg frier ham og giver ham Ære:
15Ákalli hann mig, mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og gjöri hann vegsamlegan.Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt.``
16med et langt Liv mætter jeg ham og lader ham skue min Frelse!"
16Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt.``