Icelandic

Dutch Staten Vertaling

Job

31

1Ég hafði gjört sáttmála við augu mín; hvernig hefði ég þá átt að líta til yngismeyjar?
1Ik heb een verbond gemaakt met mijn ogen; hoe zou ik dan acht gegeven hebben op een maagd?
2Og hvert væri þá hlutskiptið frá Guði hér að ofan og arfleifðin frá hinum Almáttka af hæðum?
2Want wat is het deel Gods van boven, of de erve des Almachtigen uit de hoogten?
3Er það ekki glötun fyrir glæpamanninn og ógæfa fyrir þá, er illt fremja?
3Is niet het verderf voor den verkeerde, ja, wat vreemds voor de werkers der ongerechtigheid?
4Sér hann ekki vegu mína, og telur hann ekki öll mín spor?
4Ziet Hij niet mijn wegen, en telt Hij niet al mijn treden?
5Hafi ég gengið með lyginni og fótur minn hraðað sér til svika _
5Zo ik met ijdelheid omgegaan heb, en mijn voet gesneld heeft tot bedriegerij;
6vegi Guð mig á rétta vog, til þess að hann viðurkenni sakleysi mitt! _
6Hij wege mij op, in een rechte weegschaal, en God zal mijn oprechtigheid weten.
7hafi spor mín vikið af leið, hjarta mitt farið eftir fýsn augna minna og flekkur loðað við hendur mínar,
7Zo mijn gang uit den weg geweken is, en mijn hart mijn ogen nagevolgd is, en aan mijn handen iets aankleeft;
8þá eti annar það, sem ég sái, og frjóangar mínir verði rifnir upp með rótum.
8Zo moet ik zaaien, maar een ander eten, en mijn spruiten moeten uitgeworteld worden!
9Hafi hjarta mitt látið ginnast vegna einhverrar konu, og hafi ég staðið á hleri við dyr náunga míns,
9Zo mijn hart verlokt is geweest tot een vrouw, of ik aan mijns naasten deur geloerd heb;
10þá mali kona mín fyrir annan, og aðrir menn leggist með henni.
10Zo moet mijn huisvrouw met een ander malen, en anderen zich over haar krommen!
11Því að slíkt væri óhæfa og glæpur, sem dómurum ber að hegna fyrir,
11Want dat is een schandelijke daad, en het is een misdaad bij de rechters.
12því að það væri eldur, sem eyðir ofan í undirdjúpin og hlyti að uppræta allar eigur mínar.
12Want dat is een vuur, hetwelk tot de verderving toe verteert, en al mijn inkomen uitgeworteld zou hebben.
13Hafi ég lítilsvirt rétt þjóns míns eða þernu minnar, þá er þau áttu í deilu við mig,
13Zo ik versmaad heb het recht mijns knechts, of mijner dienstmaagd, als zij geschil hadden met mij;
14hvað ætti ég þá að gjöra, þegar Guð risi upp, og hverju svara honum, þegar hann rannsakaði?
14(Want wat zou ik doen, als God opstond? En als Hij bezoeking deed, wat zou ik Hem antwoorden?
15Hefir eigi sá er mig skóp, skapað þjón minn í móðurlífi, og hefir ekki hinn sami myndað okkur í móðurkviði?
15Heeft Hij niet, Die mij in den buik maakte, hem ook gemaakt en Een ons in de baarmoeder bereid?)
16Hafi ég synjað fátækum bónar og látið augu ekkjunnar daprast,
16Zo ik den armen hun begeerte onthouden heb, of de ogen der weduwe laten versmachten;
17hafi ég etið bitann minn einn; og munaðarleysinginn ekkert fengið af honum _
17En mijn bete alleen gegeten heb, zodat de wees daarvan niet gegeten heeft;
18nei, frá barnæsku minni hefir hann vaxið upp hjá mér sem hjá föður og frá móðurlífi hefi ég leitt hann _
18(Want van mijn jonkheid af is hij bij mij opgetogen, als bij een vader, en van mijner moeders buik af heb ik haar geleid;)
19hafi ég séð aumingja klæðlausan og snauðan mann ábreiðulausan,
19Zo ik iemand heb zien omkomen, omdat hij zonder kleding was, en dat de nooddruftige geen deksel had;
20hafi lendar hans ekki blessað mig og hafi honum ekki hitnað við ullina af sauðum mínum;
20Zo zijn lenden mij niet gezegend hebben, toen hij van de vellen mijner lammeren verwarmd werd;
21hafi ég reitt hnefann að munaðarleysingjanum, af því að ég sá mér liðsvon í borgarhliðinu,
21Zo ik mijn hand tegen den wees bewogen heb, omdat ik in de poort mijn hulp zag;
22þá detti axlir mínar frá herðunum og handleggur minn brotni úr axlarliðnum.
22Mijn schouder valle van het schouderbeen, en mijn arm breke van zijn pijp af!
23Því að glötunin frá Guði var mér skelfileg, og gegn hátign hans megna ég ekkert.
23Want het verderf Gods was bij mij een schrik, en ik vermocht niet vanwege Zijn hoogheid.
24Hafi ég gjört gullið að athvarfi mínu og nefnt skíragullið fulltrúa minn,
24Zo ik het goud tot mijn hoop gezet heb, of tot het fijn goud gezegd heb: Gij zijt mijn vertrouwen;
25hafi ég glaðst yfir því, að auður minn var mikill og að hönd mín aflaði svo ríkulega,
25Zo ik blijde ben geweest, omdat mijn vermogen groot was, en omdat mijn hand geweldig veel verkregen had;
26hafi ég horft á sólina, hversu hún skein, og á tunglið, hversu dýrlega það óð áfram,
26Zo ik het licht aangezien heb, wanneer het scheen, of de maan heerlijk voortgaande;
27og hafi hjarta mitt þá látið tælast í leynum, svo að ég bæri hönd að munni og kyssti hana,
27En mijn hart verlokt is geweest in het verborgen, dat mijn hand mijn mond gekust heeft;
28það hefði líka verið hegningarverð synd, því að þá hefði ég afneitað Guði á hæðum.
28Dat ware ook een misdaad bij den rechter; want ik zou den God van boven verzaakt hebben.
29Hafi ég glaðst yfir óförum fjandmanns míns og hlakkað yfir því, að ógæfa kom yfir hann _
29Zo ik verblijd ben geweest in de verdrukking mijns haters, en mij opgewekt heb, als het kwaad hem vond;
30nei, aldrei hefi ég leyft munni mínum svo að syndga að ég með formælingum óskaði dauða hans.
30(Ook heb ik mijn gehemelte niet toegelaten te zondigen, mits door een vloek zijn ziel te begeren).
31Hafa ekki heimilismenn mínir sagt: ,,Hvenær hefir nokkur farið ósaddur frá borði hans?``
31Zo de lieden mijner tent niet hebben gezegd: Och, of wij van zijn vlees hadden, wij zouden niet verzadigd worden;
32ég lét ekki aðkomumann nátta á bersvæði, heldur opnaði ég dyr mínar fyrir ferðamanninum.
32De vreemdeling overnachtte niet op de straat; mijn deuren opende ik naar den weg;
33Hafi ég hulið yfirsjónir mínar, eins og menn gjöra, og falið misgjörð mína í brjósti mínu,
33Zo ik, gelijk Adam, mijn overtredingen bedekt heb, door eigenliefde mijn misdaad verbergende!
34af því að ég hræddist mannfjöldann, og af því að fyrirlitning ættanna fældi mig, svo að ég hafði hægt um mig og fór ekki út fyrir dyr,
34Zeker, ik kon wel een grote menigte geweldiglijk onderdrukt hebben; maar de verachtste der huisgezinnen zou mij afgeschrikt hebben; zodat ik gewezen zou hebben, en ter deure niet uitgegaan zijn.
35Ó að ég hefði þann, er hlusta vildi á mig! Hér er undirskrift mín _ hinn Almáttki svari mér! Sá sem mig ákærir, skrifi sitt ákæruskjal!
35Och, of ik een hadde, die mij hoorde! Zie, mijn oogmerk is, dat de Almachtige mij antwoorde, en dat mijn tegenpartij een boek schrijve.
36Vissulega skyldi ég bera það á öxlinni, binda það sem höfuðsveig um ennið,
36Zou ik het niet op mijn schouder dragen? Ik zou het op mij binden als een kroon.
37ég skyldi segja Guði frá hverju spori mínu og ganga sem höfðingi fram fyrir hann! Hér enda ræður Jobs.
37Het getal mijner treden zou ik hem aanwijzen; als een vorst zou ik tot hem naderen.
38hafi akurland mitt hrópað undan mér og öll plógför þess grátið,
38Zo mijn land tegen mij roept, en zijn voren te zamen wenen;
39hafi ég etið gróður þess endurgjaldslaust og slökkt líf eiganda þess,þá spretti þyrnar upp í stað hveitis og illgresi í stað byggs.
39Zo ik zijn vermogen gegeten heb zonder geld, en de ziel zijner akkerlieden heb doen hijgen;
40þá spretti þyrnar upp í stað hveitis og illgresi í stað byggs.
40Dat voor tarwe distelen voortkomen, en voor gerst stinkkruid! De woorden van Job hebben een einde.