1Öfunda ekki vonda menn og lát þig ekki langa til að vera með þeim,
1Non portare invidia ai malvagi, e non desiderare di star con loro,
2því að hjarta þeirra býr yfir ofríkisverkum, og varir þeirra mæla ógæfu.
2perché il loro cuore medita rapine, e le loro labbra parlan di nuocere.
3Fyrir speki verður hús reist, og fyrir hyggni verður það staðfast,
3La casa si edifica con la sapienza, e si rende stabile con la prudenza;
4fyrir þekking fyllast forðabúrin alls konar dýrum og yndislegum fjármunum.
4mediante la scienza, se ne riempiono le stanze d’ogni specie di beni preziosi e gradevoli.
5Vitur maður er betri en sterkur og fróður maður betri en aflmikill,
5L’uomo savio è pien di forza, e chi ha conoscimento accresce la sua potenza;
6því að holl ráð skalt þú hafa, er þú heyr stríð, og þar sem margir ráðgjafar eru, fer allt vel.
6infatti, con savie direzioni potrai condur bene la guerra, e la vittoria sta nel gran numero de’ consiglieri.
7Viskan er afglapanum ofviða, í borgarhliðinu lýkur hann ekki upp munni sínum.
7La sapienza è troppo in alto per lo stolto; egli non apre mai la bocca alla porta di città.
8Þann sem leggur stund á að gjöra illt, kalla menn varmenni.
8Chi pensa a mal fare sarà chiamato esperto in malizia.
9Syndin er fíflslegt fyrirtæki, og spottarinn er mönnum andstyggð.
9I disegni dello stolto sono peccato, e il beffardo è l’abominio degli uomini.
10Látir þú hugfallast á neyðarinnar degi, þá er máttur þinn lítill.
10Se ti perdi d’animo nel giorno dell’avversità, la tua forza è poca.
11Frelsaðu þá, sem leiddir eru fram til lífláts, og þyrm þeim, sem ganga skjögrandi að höggstokknum.
11Libera quelli che son condotti a morte, e salva quei che, vacillando, vanno al supplizio.
12Segir þú: ,,Vér vissum það eigi,`` _ sá sem vegur hjörtun, hann verður sannarlega var við það, og sá sem vakir yfir sálu þinni, hann veit það og mun gjalda manninum eftir verkum hans.
12Se dici: "Ma noi non ne sapevamo nulla!…" Colui che pesa i cuori, non lo vede egli? Colui che veglia sull’anima tua non lo sa forse? E non renderà egli a ciascuno secondo le opere sue?
13Et þú hunang, son minn, því að það er gott, og hunangsseimur er gómi þínum sætur.
13Figliuol mio, mangia del miele perché è buono; un favo di miele sarà dolce al tuo palato.
14Nem á sama hátt speki fyrir sálu þína, finnir þú hana, er framtíð fyrir hendi, og von þín mun eigi að engu verða.
14Così conosci la sapienza per il bene dell’anima tua! Se la trovi, c’è un avvenire, e la speranza tua non sarà frustrata.
15Sit eigi, þú hinn óguðlegi, um bústað hins réttláta og eyðilegg ekki heimkynni hans,
15O empio, non tendere insidie alla dimora del giusto! non devastare il luogo ove riposa!
16því að sjö sinnum fellur hinn réttláti og stendur aftur upp, en óguðlegir steypast í ógæfu.
16ché il giusto cade sette volte e si rialza, ma gli empi son travolti dalla sventura.
17Gleð þig eigi yfir falli óvinar þíns, og hjarta þitt fagni eigi yfir því að hann steypist,
17Quando il tuo nemico cade, non ti rallegrare; quand’è rovesciato, il cuor tuo non ne gioisca,
18svo að Drottinn sjái það ekki og honum mislíki, og hann snúi reiði sinni frá honum til þín.
18che l’Eterno nol vegga e gli dispiaccia e non storni l’ira sua da lui.
19Reiðst ekki vegna illgjörðamanna, öfunda eigi óguðlega,
19Non t’irritare a motivo di chi fa il male, e non portare invidia agli empi;
20því að vondur maður á enga framtíð fyrir höndum, á lampa óguðlegra slokknar.
20perché non c’è avvenire per il malvagio; la lucerna degli empi sarà spenta.
21Son minn, óttastu Drottin og konunginn, samlaga þig ekki óróaseggjum,
21Figliuol mio, temi l’Eterno e il re, e non far lega cogli amatori di novità;
22því að ógæfa þeirra ríður að þegar minnst varir, og ófarir beggja _ hver veit um þær?
22la loro calamità sopraggiungerà improvvisa, e chi sa la triste fine dei loro anni?
23Þessir orðskviðir eru líka eftir spekinga. Hlutdrægni í dómi er ljót.
23Anche queste sono massime dei Savi. Non è bene, in giudizio, aver de’ riguardi personali.
24Þeim sem segir við hinn seka: ,,Þú hefir rétt fyrir þér!`` honum formæla menn, honum bölvar fólk.
24Chi dice all’empio: "Tu sei giusto", i popoli lo malediranno, lo esecreranno le nazioni.
25En þeim sem hegna eins og ber, mun vel vegna, yfir þá kemur ríkuleg blessun.
25Ma quelli che sanno punire se ne troveranno bene, e su loro scenderanno benedizione e prosperità.
26Sá kyssir á varirnar, sem veitir rétt svör.
26Dà un bacio sulle labbra chi dà una risposta giusta.
27Annastu verk þitt utan húss og ljúk því á akrinum, síðan getur þú byggt hús þitt.
27Metti in buon ordine gli affari tuoi di fuori, metti in assetto i tuoi campi, poi ti fabbricherai la casa.
28Vertu eigi vottur gegn náunga þínum að ástæðulausu, eða mundir þú vilja svíkja með vörum þínum?
28Non testimoniare, senza motivo, contro il tuo prossimo; vorresti tu farti ingannatore con le tue parole?
29Seg þú ekki: ,,Eins og hann gjörði mér, eins ætla ég honum að gjöra, ég ætla að endurgjalda manninum eftir verkum hans!``
29Non dire: "Come ha fatto a me così farò a lui; renderò a costui secondo l’opera sua".
30Mér varð gengið fram hjá akri letingja nokkurs og fram hjá víngarði óviturs manns.
30Passai presso il campo del pigro e presso la vigna dell’uomo privo di senno;
31Og sjá, hann var allur vaxinn klungrum, hann var alþakinn netlum, og steingarðurinn umhverfis hann var hruninn.
31ed ecco le spine vi crescean da per tutto, i rovi ne coprivano il suolo, e il muro di cinta era in rovina.
32En ég varð þess var, veitti því athygli, sá það og lét mér það að kenningu verða:
32Considerai la cosa, e mi posi a riflettere; e da quel che vidi trassi una lezione:
33Sofa ögn enn, blunda ögn enn, leggja saman hendurnar ögn enn til að hvílast,þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður.
33Dormire un po’, sonnecchiare un po’, incrociare un po’ le mani per riposare…
34þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður.
34e la tua povertà verrà come un ladro, e la tua indigenza, come un uomo armato.