Icelandic

Romanian: Cornilescu

Jeremiah

9

1Ó að höfuð mitt væri vatn og augu mín táralind, þá skyldi ég gráta daga og nætur þá, er fallið hafa af þjóð minni.
1,,O! de mi-ar fi capul plin cu apă, de mi-ar fi ochii un izvor de lacrămi, aş plînge zi şi noapte pe morţii fiicei poporului meu!
2Ó að ég hefði sæluhús í eyðimörkinni, þá skyldi ég yfirgefa þjóð mína og fara burt frá þeim, því að allir eru þeir hórdómsmenn, flokkur svikara.
2O! dac'aş avea un han de călători în pustie, aş părăsi pe poporul meu, şi m'aş depărta de el! Căci toţi sînt nişte preacurvari şi o ceată de mişei.`` -
3Þeir spenna tungu sína eins og boga sinn, með lygi, en eigi með sannleika, hafa þeir náð völdum í landinu, því að frá einni vonskunni ganga þeir til annarrar, en mig þekkja þeir ekki _ segir Drottinn.
3,,Au limba întinsă ca un arc şi aruncă minciuna; şi nu prin adevăr sînt ei puternici în ţară; căci merg din răutate în răutate, şi nu Mă cunosc, zice Domnul.``
4Varið yður hver á öðrum og treystið engum bróður, því að sérhver bróðir beitir undirferli og sérhver vinur gengur með róg.
4,,Fiecare să se păzească de prietenul lui, şi să nu se încreadă în niciunul din fraţii săi; căci orice frate caută să înşele, şi orice prieten umblă cu bîrfeli.
5Þeir blekkja hver annan og sannleika tala þeir ekki. Þeir venja tungu sína á að tala lygi, kosta kapps um að gjöra rangt.
5Se trag pe sfoară unii pe alţii, şi nu spun adevărul; îşi deprind limba să mintă, şi se trudesc să facă rău.`` -
6Þú býr mitt á meðal svikara. Vegna svika vilja þeir ekki þekkja mig _ segir Drottinn.
6,,Locuinţa ta este în mijlocul făţărniciei, şi, de făţarnici ce sînt, nu vor să Mă cunoască, -zice Domnul.`` -
7Fyrir því segir Drottinn allsherjar svo: Sjá, ég vil hreinsa þá og reyna þá, því að hvernig ætti ég að fara öðruvísi að andspænis illsku þjóðar minnar?
7,,De aceea, aşa vorbeşte Domnul oştirilor: ,Iată, îi voi topi în cuptor, şi îi voi încerca. Căci cum aş putea să mă port altfel cu fiica poporului Meu?
8Tunga þeirra er deyðandi ör, svik tala þeir, með munninum tala þeir vingjarnlega við náunga sinn, en í hjarta sínu sitja þeir á svikráðum við hann.
8Limba lor este o săgeată ucigătoare, nu spun de cît minciuni; cu gura vorbesc aproapelui lor de pace, şi în fundul inimii îi întind curse.
9Ætti ég ekki að hegna slíkum mönnum _ segir Drottinn _ eða hefna mín á annarri eins þjóð og þessari?
9Să nu -i pedepsesc Eu pentru aceste lucruri, zice Domnul, să nu-mi răzbun Eu pe un asemenea popor?``
10Á fjöllunum vil ég hefja grát og harmakvein, og sorgarljóð á beitilöndunum í öræfunum, því að þau eru sviðin, svo að enginn fer þar um framar og menn heyra eigi framar baul hjarðanna. Bæði fuglar himinsins og villidýrin eru flúin, farin.
10,,Munţii vreau să -i plîng şi să gem pentru ei, pentru cîmpiile pustiite vreau să fac o jălanie; căci sînt arse de tot, şi nimeni nu mai trece prin ele; nu se mai aude în ele behăitul turmelor; păsările cerului şi dobitoacele au fugit şi au pierit. -
11Og ég vil gjöra Jerúsalem að grjóthrúgum, að sjakalabæli, og Júdaborgir vil ég gjöra að auðn, þar sem enginn býr.
11Voi face şi Ierusalimul un morman de pietre, o vizuină de şacali, şi cetăţile lui Iuda le voi preface într'un pustiu fără locuitori.
12Hver er svo vitur maður, að hann skilji þetta? Hver er sá, er munnur Drottins hafi talað við, að hann megi kunngjöra hvers vegna landið er gjöreytt, sviðið eins og eyðimörk, sem enginn fer um?
12Unde este omul înţelept care să înţeleagă aceste lucruri? Să spună acela, căruia i -a vorbit gura Domnului, pentruce este nimicită ţara, arsă ca un pustiu pe unde nu mai trece nimeni?
13En Drottinn sagði: Af því að þeir hafa yfirgefið lögmál mitt, sem ég setti þeim, og ekki hlýtt minni raustu og ekki farið eftir henni,
13Domnul zice: ,,Pentrucă au părăsit Legea Mea, pe care le -o pusesem înainte; pentrucă n'au ascultat glasul Meu, şi nu l-au urmat;
14heldur farið eftir þverúð hjarta síns og elt Baalana, er feður þeirra höfðu kennt þeim að dýrka,
14ci au umblat după aplecările inimii lor, şi au mers după Baali, cum i-au învăţat părinţii lor.``
15þess vegna _ svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð _ vil ég gefa þeim, þessum lýð, malurt að eta og eiturvatn að drekka,
15,,Deaceea, aşa vorbeşte Domnul oştirilor, Dumnezeul lui Israel: ,Iată, voi hrăni poporul acesta cu pelin, şi -i voi da să bea ape otrăvite.
16og tvístra þeim meðal þjóða, sem hvorki þeir né feður þeirra hafa þekkt, og senda sverðið á eftir þeim, þar til er ég hefi gjöreytt þeim.
16Îi voi risipi printre nişte neamuri pe cari nu le-au cunoscut nici ei, nici părinţii lor, şi voi trimite sabia în urma lor, pînă -i voi nimici.``
17Takið eftir og kallið til harmkonur, að þær komi, og sendið til hinna vitru kvenna, að þær komi
17,,Aşa vorbeşte Domnul oştirilor: ,Căutaţi, şi chemaţi plîngătoarele să vină! Trimeteţi la femeile iscusite, ca să vină!
18og hraði sér að hefja harmakvein yfir oss, til þess að augu vor fljóti í tárum og vatnið streymi af hvörmunum.
18Să se grăbească să facă o cîntare de jale asupra noastră ca să ne curgă lacrămile din ochi, şi să curgă apa din pleoapele noastre!
19Hátt harmakvein heyrist frá Síon: Hversu erum vér eyðilagðir, mjög til skammar orðnir, því að vér höfum orðið að yfirgefa landið, af því að þeir hafa brotið niður bústaði vora.
19Căci strigăte de jale se aud din Sion: ,Cît sîntem de prăpădiţi! Cît de jalnic sîntem acoperiţi de ruşine! Trebuie să părăsim ţara, căci ne-au surpat locuinţele!`` -
20Já, heyrið, þér konur, orð Drottins, og eyra yðar nemi orð hans munns. Kennið dætrum yðar harmljóð og hver annarri sorgarkvæði!
20,,Ascultaţi, femeilor, cuvîntul Domnului, şi să prindă urechea voastră ce spune gura Lui! Învăţaţi pe copiii voştri cîntece de jale, învăţaţi-vă plîngeri unele pe altele!
21Því að dauðinn er stiginn upp í glugga vora, kominn inn í hallir vorar, hann hrífur börnin af götunum, unglingana af torgunum.
21Căci moartea s'a suit pe ferestrele noastre, a pătruns în casele noastre împărăteşti; a nimicit pe copii pe uliţă, şi pe tineri în pieţe.``
22Og líkin af mönnunum liggja eins og hlöss á velli og eins og kornbundin að baki kornskurðarmanninum, sem enginn tekur saman.
22,,Spune: ,Aşa vorbeşte Domnul: ,Trupurile moarte ale oamenilor vor cădea ca gunoiul pe cîmpii, cum cade înapoia secerătorului un snop, pe care nu -l strînge nimeni!``
23Svo segir Drottinn: Hinn vitri hrósi sér ekki af visku sinni og hinn sterki hrósi sér ekki af styrkleika sínum og hinn auðugi hrósi sér ekki af auði sínum.
23,,Aşa vorbeşte Domnul: ,Înţeleptul să nu se laude cu înţelepciunea lui, cel tare să nu se laude cu tăria lui, bogatul să nu se laude cu bogăţia lui.
24Hver sá er vill hrósa sér, hrósi sér af því, að hann sé hygginn og þekki mig, að það er ég, Drottinn, sem auðsýni miskunnsemi, rétt og réttlæti á jörðinni, því að á slíku hefi ég velþóknun _ segir Drottinn.
24Ci cel ce se laudă să se laude că are pricepere şi că Mă cunoaşte, că ştie că Eu sînt Domnul, care fac milă, judecată şi dreptate pe pămînt! Căci în acestea găsesc plăcere Eu, zice Domnul.``
25Sjá, þeir dagar munu koma _ segir Drottinn _, að ég mun hegna öllum umskornum, sem þó eru óumskornir:Egyptalandi, Júda, Edóm, Ammónítum, Móab og öllum, sem skera hár sitt við vangann, þeim er búa í eyðimörkinni, _ því að allir heiðingjar eru óumskornir og allt Ísraels hús er óumskorið á hjarta.
25,,Iată, vin zilele, zice Domnul, cînd voi pedepsi pe toţi cei tăiaţi împrejur, cari nu sînt tăiaţi împrejur cu inima,
26Egyptalandi, Júda, Edóm, Ammónítum, Móab og öllum, sem skera hár sitt við vangann, þeim er búa í eyðimörkinni, _ því að allir heiðingjar eru óumskornir og allt Ísraels hús er óumskorið á hjarta.
26pe Egipteni, pe Iudei, pe Edomiţi, pe Amoniţi, pe Moabiţi, pe toţi cei ce îşi rad colţurile bărbii, pe cei ce locuiesc în pustie; căci toate neamurile sînt netăiate împrejur, şi toată casa lui Israel are inima netăiată împrejur.``