1Páll, að vilja Guðs postuli Krists Jesú, heilsar hinum heilögu, sem eru í Efesus, þeim sem trúa á Krist Jesú.
1Paul, an apostle of Christ Jesus through the will of God, to the saints who are at Ephesus, and the faithful in Christ Jesus:
2Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.
2Grace to you and peace from God our Father and the Lord Jesus Christ.
3Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem í Kristi hefur blessað oss með hvers konar andlegri blessun í himinhæðum.
3Blessed be the God and Father of our Lord Jesus Christ, who has blessed us with every spiritual blessing in the heavenly places in Christ;
4Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum. Í kærleika sínum
4even as he chose us in him before the foundation of the world, that we would be holy and without blemish before him in love;
5ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og velþóknun
5having predestined us for adoption as children through Jesus Christ to himself, according to the good pleasure of his desire,
6til vegsemdar dýrð hans og náð, sem hann lét oss í té í sínum elskaða syni.
6to the praise of the glory of his grace, by which he freely bestowed favor on us in the Beloved,
7Í honum, fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra.
7in whom we have our redemption through his blood, the forgiveness of our trespasses, according to the riches of his grace,
8Svo auðug er náð hans, sem hann gaf oss ríkulega með hvers konar vísdómi og skilningi.
8which he made to abound toward us in all wisdom and prudence,
9Og hann kunngjörði oss leyndardóm vilja síns, þá ákvörðun,
9making known to us the mystery of his will, according to his good pleasure which he purposed in him
10sem hann hafði með sjálfum sér ákveðið að framkvæma, er fylling tímans kæmi: Hann ætlaði að safna öllu því, sem er á himnum, og því, sem er á jörðu, undir eitt höfuð í Kristi.
10to an administration of the fullness of the times, to sum up all things in Christ, the things in the heavens, and the things on the earth, in him;
11Í honum höfum vér þá líka öðlast arfleifðina, eins og oss var fyrirhugað samkvæmt fyrirætlun hans, er framkvæmir allt eftir ályktun vilja síns,
11in whom also we were assigned an inheritance, having been foreordained according to the purpose of him who works all things after the counsel of his will;
12til þess að vér, sem áður höfum sett von vora til Krists, skyldum vera dýrð hans til vegsemdar.
12to the end that we should be to the praise of his glory, we who had before hoped in Christ:
13Í honum eruð og þér, eftir að hafa heyrt orð sannleikans, fagnaðarerindið um sáluhjálp yðar og tekið trú á hann og verið merktir innsigli heilags anda, sem yður var fyrirheitið.
13in whom you also, having heard the word of the truth, the Good News of your salvation—in whom, having also believed, you were sealed with the Holy Spirit of promise,
14Hann er pantur arfleifðar vorrar, að vér verðum endurleystir Guði til eignar, dýrð hans til vegsemdar.
14who is a pledge of our inheritance, to the redemption of God’s own possession, to the praise of his glory.
15Eftir að hafa heyrt um trú yðar á Drottin Jesú og um kærleika yðar til allra heilagra,
15For this cause I also, having heard of the faith in the Lord Jesus which is among you, and the love which you have toward all the saints,
16hef ég þess vegna ekki heldur látið af að þakka fyrir yður, er ég minnist yðar í bænum mínum.
16don’t cease to give thanks for you, making mention of you in my prayers,
17Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið þekkt hann.
17that the God of our Lord Jesus Christ, the Father of glory, may give to you a spirit of wisdom and revelation in the knowledge of him;
18Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til, hver ríkdómur hans dýrlegu arfleifðar er, sem hann ætlar oss meðal hinna heilögu,
18having the eyes of your hearts TR reads “understanding” instead of “hearts” enlightened, that you may know what is the hope of his calling, and what are the riches of the glory of his inheritance in the saints,
19og hver hinn yfirgnæfandi máttur hans við oss, sem trúum. En þetta er sami áhrifamikli, kröftugi mátturinn,
19and what is the exceeding greatness of his power toward us who believe, according to that working of the strength of his might
20sem hann lét koma fram í Kristi, er hann vakti hann frá dauðum og lét hann setjast sér til hægri handar í himinhæðum,
20which he worked in Christ, when he raised him from the dead, and made him to sit at his right hand in the heavenly places,
21ofar hverri tign og valdi og mætti, ofar öllum herradómi og sérhverju nafni, sem nefnt er, ekki aðeins í þessari veröld, heldur og í hinni komandi.
21far above all rule, and authority, and power, and dominion, and every name that is named, not only in this age, but also in that which is to come.
22Allt hefur hann lagt undir fætur honum og gefið hann kirkjunni sem höfuðið yfir öllu.En kirkjan er líkami hans og fyllist af honum, sem sjálfur fyllir allt í öllu.
22He put all things in subjection under his feet, and gave him to be head over all things for the assembly,
23En kirkjan er líkami hans og fyllist af honum, sem sjálfur fyllir allt í öllu.
23which is his body, the fullness of him who fills all in all.