1Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna.
1God, having in the past spoken to the fathers through the prophets at many times and in various ways,
2En nú í lok þessara daga hefur hann til vor talað í syni sínum, sem hann setti erfingja allra hluta. Fyrir hann hefur hann líka heimana gjört.
2has at the end of these days spoken to us by his Son, whom he appointed heir of all things, through whom also he made the worlds.
3Hann, sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans og ber allt með orði máttar síns, hreinsaði oss af syndum vorum og settist til hægri handar hátigninni á hæðum.
3His Son is the radiance of his glory, the very image of his substance, and upholding all things by the word of his power, when he had by himself made purification for our sins, sat down on the right hand of the Majesty on high;
4Hann er orðinn englunum þeim mun meiri sem hann hefur að erfðum tekið ágætara nafn en þeir.
4having become so much better than the angels, as he has inherited a more excellent name than they have.
5Því við hvern af englunum hefur hann nokkru sinni sagt: Þú ert sonur minn, í dag hef ég fætt þig. Eða: Ég vil vera honum faðir, og hann skal vera mér sonur!
5For to which of the angels did he say at any time, “You are my Son. Today have I become your father?” Psalm 2:7 and again, “I will be to him a Father, and he will be to me a Son?” 2 Samuel 7:14; 1 Chronicles 17:13
6Og aftur er hann leiðir hinn frumgetna inn í heimsbyggðina segir hann: Og allir englar Guðs skulu tilbiðja hann.
6Again, when he brings in the firstborn into the world he says, “Let all the angels of God worship him.”
7Og um englana segir hann: Hann sem gjörir engla sína að vindum og þjóna sína að eldslogum.
7Of the angels he says, “Who makes his angels winds, and his servants a flame of fire.” Psalm 104:4
8En um soninn: Hásæti þitt, ó Guð, er um aldir alda, og sproti réttvísinnar er sproti ríkis þíns.
8But of the Son he says, “Your throne, O God, is forever and ever. The scepter of uprightness is the scepter of your Kingdom.
9Þú hefur elskað réttlæti og hatað ranglæti. Því hefur Guð, þinn Guð, smurt þig gleðinnar olíu fram yfir þína jafningja.
9You have loved righteousness, and hated iniquity; therefore God, your God, has anointed you with the oil of gladness above your fellows.” Psalm 45:6-7
10Og: Þú, Drottinn, hefur í upphafi grundvallað jörðina, og himnarnir eru verk handa þinna.
10And, “You, Lord, in the beginning, laid the foundation of the earth. The heavens are the works of your hands.
11Þeir munu farast, en þú varir. Allir munu þeir fyrnast sem fat,
11They will perish, but you continue. They all will grow old like a garment does.
12og þú munt þá saman vefja eins og möttul, um þá verður skipt sem klæði. En þú ert hinn sami, og þín ár taka aldrei enda.
12As a mantle, you will roll them up, and they will be changed; but you are the same. Your years will not fail.” Psalm 102:25-27
13En við hvern af englunum hefur hann nokkru sinni sagt: Set þig mér til hægri handar, uns ég gjöri óvini þína að fótskör þinni?Eru þeir ekki allir þjónustubundnir andar, útsendir í þeirra þarfir, sem hjálpræðið eiga að erfa?
13But which of the angels has he told at any time, “Sit at my right hand, until I make your enemies the footstool of your feet?” Psalm 110:1
14Eru þeir ekki allir þjónustubundnir andar, útsendir í þeirra þarfir, sem hjálpræðið eiga að erfa?
14Aren’t they all serving spirits, sent out to do service for the sake of those who will inherit salvation?