Icelandic

World English Bible

Hebrews

2

1Þess vegna ber oss að gefa því enn betur gaum, er vér höfum heyrt, svo að eigi berumst vér afleiðis.
1Therefore we ought to pay greater attention to the things that were heard, lest perhaps we drift away.
2Því að hafi orðið af englum talað reynst stöðugt og hvert afbrot og óhlýðni hlotið réttlátt endurgjald,
2For if the word spoken through angels proved steadfast, and every transgression and disobedience received a just recompense;
3hvernig fáum vér þá undan komist, ef vér vanrækjum slíkt hjálpræði sem Drottinn flutti fyrst og var staðfest fyrir oss af þeim, er heyrðu?
3how will we escape if we neglect so great a salvation—which at the first having been spoken through the Lord, was confirmed to us by those who heard;
4Guð bar jafnframt vitni með þeim með táknum og undrum og margs konar kraftaverkum og gjöfum heilags anda, sem hann útbýtti að vild sinni.
4God also testifying with them, both by signs and wonders, by various works of power, and by gifts of the Holy Spirit, according to his own will?
5Því ekki lagði hann undir engla hinn komandi heim, sem vér tölum um.
5For he didn’t subject the world to come, of which we speak, to angels.
6Einhvers staðar er vitnað: Hvað er maður, að þú minnist hans? Eða mannssonur, að þú vitjir hans?
6But one has somewhere testified, saying, “What is man, that you think of him? Or the son of man, that you care for him?
7Skamma stund gjörðir þú hann englunum lægri. Þú hefur krýnt hann vegsemd og heiðri. Og þú hefur skipað hann yfir verk handa þinna.
7You made him a little lower than the angels. You crowned him with glory and honor.
8Allt hefur þú lagt undir fætur hans. Með því að leggja allt undir hann, þá hefur hann ekkert það eftir skilið, er ekki sé undir hann lagt. Ennþá sjáum vér ekki, að allir hlutir séu undir hann lagðir.
8You have put all things in subjection under his feet.” For in that he subjected all things to him, he left nothing that is not subject to him. But now we don’t see all things subjected to him, yet.
9En vér sjáum, að Jesús, sem ,,skamma stund var gjörður englunum lægri,`` er ,,krýndur vegsemd og heiðri`` vegna dauðans sem hann þoldi. Af Guðs náð skyldi hann deyja fyrir alla.
9But we see him who has been made a little lower than the angels, Jesus, because of the suffering of death crowned with glory and honor, that by the grace of God he should taste of death for everyone.
10Allt er til vegna Guðs og fyrir Guð. Því varð hann, er hann leiðir marga syni til dýrðar, að fullkomna með þjáningum þann, er leiðir þá til hjálpræðis.
10For it became him, for whom are all things, and through whom are all things, in bringing many children to glory, to make the author of their salvation perfect through sufferings.
11Því að sá sem helgar og þeir sem helgaðir verða eru allir frá einum komnir. Þess vegna telur hann sér eigi vanvirðu að kalla þá bræður,
11For both he who sanctifies and those who are sanctified are all from one, for which cause he is not ashamed to call them brothers ,
12er hann segir: Ég mun kunnugt gjöra nafn þitt bræðrum mínum, ég mun syngja þér lof mitt í söfnuðinum.
12saying, “I will declare your name to my brothers. In the midst of the congregation I will sing your praise.”
13Og aftur: Ég mun treysta á hann. Og enn fremur: Sjá, hér er ég og börnin, er Guð gaf mér.
13Again, “I will put my trust in him.” Again, “Behold, here I am with the children whom God has given me.”
14Þar sem nú börnin eru af holdi og blóði, þá hefur hann og sjálfur fengið hlutdeild í mannlegu eðli á sama hátt, til þess að hann með dauða sínum gæti að engu gjört þann, sem hefur mátt dauðans, það er að segja djöfulinn,
14Since then the children have shared in flesh and blood, he also himself in the same way partook of the same, that through death he might bring to nothing him who had the power of death, that is, the devil,
15og frelsað alla þá, sem af ótta við dauðann voru undir þrælkun seldir alla sína ævi.
15and might deliver all of them who through fear of death were all their lifetime subject to bondage.
16Því að víst er um það, að ekki tekur hann að sér englana, en hann tekur að sér afsprengi Abrahams.
16For most certainly, he doesn’t give help to angels, but he gives help to the seed of Abraham.
17Því var það, að hann í öllum greinum átti að verða líkur bræðrum sínum, svo að hann yrði miskunnsamur og trúr æðsti prestur í þjónustu fyrir Guði, til þess að friðþægja fyrir syndir lýðsins.Sjálfur hefur hann þjáðst og hans verið freistað. Þess vegna er hann fær um að hjálpa þeim, er verða fyrir freistingu.
17Therefore he was obligated in all things to be made like his brothers, that he might become a merciful and faithful high priest in things pertaining to God, to make atonement for the sins of the people.
18Sjálfur hefur hann þjáðst og hans verið freistað. Þess vegna er hann fær um að hjálpa þeim, er verða fyrir freistingu.
18For in that he himself has suffered being tempted, he is able to help those who are tempted.