1Vitur sonur hlýðir umvöndun föður síns, en spottarinn sinnir engum átölum.
1A wise son listens to his father’s instruction, but a scoffer doesn’t listen to rebuke.
2Maðurinn nýtur góðs af ávexti munnsins, en svikarana þyrstir í ofbeldi.
2By the fruit of his lips, a man enjoys good things; but the unfaithful crave violence.
3Sá sem gætir munns síns, varðveitir líf sitt, en glötun er búin þeim, er ginið glennir.
3He who guards his mouth guards his soul. One who opens wide his lips comes to ruin.
4Sál letingjans girnist og fær ekki, en sál hinna iðnu mettast ríkulega.
4The soul of the sluggard desires, and has nothing, but the desire of the diligent shall be fully satisfied.
5Réttlátur maður hatar fals, en hinn óguðlegi fremur skömm og svívirðu.
5A righteous man hates lies, but a wicked man brings shame and disgrace.
6Réttlætið verndar grandvara breytni, en guðleysið steypir syndaranum.
6Righteousness guards the way of integrity, but wickedness overthrows the sinner.
7Einn þykist ríkur, en á þó ekkert, annar læst vera fátækur, en á þó mikinn auð.
7There are some who pretend to be rich, yet have nothing. There are some who pretend to be poor, yet have great wealth.
8Auðæfi mannsins eru lausnargjald fyrir líf hans, en hinn fátæki hlýðir ekki á neinar ávítur.
8The ransom of a man’s life is his riches, but the poor hear no threats.
9Ljós réttlátra logar skært, en á lampa óguðlegra slokknar.
9The light of the righteous shines brightly, but the lamp of the wicked is snuffed out.
10Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska.
10Pride only breeds quarrels, but with ones who take advice is wisdom.
11Skjótfenginn auður minnkar, en sá sem safnar smátt og smátt, verður ríkur.
11Wealth gained dishonestly dwindles away, but he who gathers by hand makes it grow.
12Langdregin eftirvænting gjörir hjartað sjúkt, en uppfyllt ósk er lífstré.
12Hope deferred makes the heart sick, but when longing is fulfilled, it is a tree of life.
13Sá sem fyrirlítur áminningarorð, býr sér glötun, en sá sem óttast boðorðið, hlýtur umbun.
13Whoever despises instruction will pay for it, but he who respects a command will be rewarded.
14Kenning hins vitra er lífslind til þess að forðast snöru dauðans.
14The teaching of the wise is a spring of life, to turn from the snares of death.
15Góðir vitsmunir veita hylli, en vegur svikaranna leiðir í glötun.
15Good understanding wins favor; but the way of the unfaithful is hard.
16Kænn maður gjörir allt með skynsemd, en heimskinginn breiðir út vitleysu.
16Every prudent man acts from knowledge, but a fool exposes folly.
17Óguðlegur sendiboði steypir í ógæfu, en trúr sendimaður er meinabót.
17A wicked messenger falls into trouble, but a trustworthy envoy gains healing.
18Fátækt og smán hlýtur sá, er lætur áminning sem vind um eyrun þjóta, en sá sem tekur umvöndun, verður heiðraður.
18Poverty and shame come to him who refuses discipline, but he who heeds correction shall be honored.
19Uppfyllt ósk er sálunni sæt, en að forðast illt er heimskingjunum andstyggð.
19Longing fulfilled is sweet to the soul, but fools detest turning from evil.
20Haf umgengni við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim, sem leggur lag sitt við heimskingja.
20One who walks with wise men grows wise, but a companion of fools suffers harm.
21Óhamingjan eltir syndarana, en gæfan nær hinum réttlátu.
21Misfortune pursues sinners, but prosperity rewards the righteous.
22Góður maður lætur eftir sig arf handa barnabörnunum, en eigur syndarans eru geymdar hinum réttláta.
22A good man leaves an inheritance to his children’s children, but the wealth of the sinner is stored for the righteous.
23Nýbrotið land fátæklinganna gefur mikla fæðu, en mörgum er burtu kippt fyrir ranglæti sitt.
23An abundance of food is in poor people’s fields, but injustice sweeps it away.
24Sá sem sparar vöndinn, hatar son sinn, en sá sem elskar hann, agar hann snemma.Hinn réttláti etur nægju sína, en kviður óguðlegra líður skort.
24One who spares the rod hates his son, but one who loves him is careful to discipline him.
25Hinn réttláti etur nægju sína, en kviður óguðlegra líður skort.
25The righteous one eats to the satisfying of his soul, but the belly of the wicked goes hungry.