Icelandic

World English Bible

Proverbs

15

1Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði.
1A gentle answer turns away wrath, but a harsh word stirs up anger.
2Af tungu hinna vitru drýpur þekking, en munnur heimskingjanna eys úr sér vitleysu.
2The tongue of the wise commends knowledge, but the mouth of fools gush out folly.
3Augu Drottins eru alls staðar, vakandi yfir vondum og góðum.
3Yahweh’s eyes are everywhere, keeping watch on the evil and the good.
4Hógværð tungunnar er lífstré, en fals hennar veldur hugarkvöl.
4A gentle tongue is a tree of life, but deceit in it crushes the spirit.
5Afglapinn smáir aga föður síns, en sá sem tekur umvöndun, verður hygginn.
5A fool despises his father’s correction, but he who heeds reproof shows prudence.
6Í húsi hins réttláta er mikill auður, en glundroði er í gróðafé hins óguðlega.
6In the house of the righteous is much treasure, but the income of the wicked brings trouble.
7Varir hinna vitru dreifa út þekkingu, en hjarta heimskingjanna er rangsnúið.
7The lips of the wise spread knowledge; not so with the heart of fools.
8Fórn óguðlegra er Drottni andstyggð, en bæn hreinskilinna er honum þóknanleg.
8The sacrifice made by the wicked is an abomination to Yahweh, but the prayer of the upright is his delight.
9Vegur hins óguðlega er Drottni andstyggilegur, en þann sem stundar réttlæti, elskar hann.
9The way of the wicked is an abomination to Yahweh, but he loves him who follows after righteousness.
10Slæm hirting bíður þess, sem yfirgefur rétta leið, sá sem hatar umvöndun, hlýtur að deyja.
10There is stern discipline for one who forsakes the way: whoever hates reproof shall die.
11Dánarheimur og undirdjúpin eru opin fyrir Drottni, hversu miklu fremur hjörtu mannanna barna!
11 Sheol and Abaddon are before Yahweh— how much more then the hearts of the children of men!
12Spottaranum er ekki vel við, að vandað sé um við hann, til viturra manna fer hann ekki.
12A scoffer doesn’t love to be reproved; he will not go to the wise.
13Glatt hjarta gjörir andlitið hýrlegt, en sé hryggð í hjarta, er hugurinn dapur.
13A glad heart makes a cheerful face; but an aching heart breaks the spirit.
14Hjarta hins vitra leitar að þekking, en munnur heimskingjanna gæðir sér á fíflsku.
14The heart of one who has understanding seeks knowledge, but the mouths of fools feed on folly.
15Hinn volaði sér aldrei glaðan dag, en sá sem vel liggur á, er sífellt í veislu.
15All the days of the afflicted are wretched, but one who has a cheerful heart enjoys a continual feast.
16Betra er lítið í ótta Drottins en mikill fjársjóður með áhyggjum.
16Better is little, with the fear of Yahweh, than great treasure with trouble.
17Betri er einn skammtur kálmetis með kærleika en alinn uxi með hatri.
17Better is a dinner of herbs, where love is, than a fattened calf with hatred.
18Bráðlyndur maður vekur deilur, en sá sem seinn er til reiði, stillir þrætu.
18A wrathful man stirs up contention, but one who is slow to anger appeases strife.
19Vegur letingjans er eins og þyrnigerði, en gata hreinskilinna er brautarvegur.
19The way of the sluggard is like a thorn patch, but the path of the upright is a highway.
20Vitur sonur gleður föður sinn, en heimskur maður fyrirlítur móður sína.
20A wise son makes a father glad, but a foolish man despises his mother.
21Óvitrum manni er fíflskan gleði, en skynsamur maður gengur beint áfram.
21Folly is joy to one who is void of wisdom, but a man of understanding keeps his way straight.
22Áformin verða að engu, þar sem engin er ráðagerðin, en ef margir leggja á ráðin, fá þau framgang.
22Where there is no counsel, plans fail; but in a multitude of counselors they are established.
23Gleði hlýtur maðurinn af svari munns síns, og hversu fagurt er orð í tíma talað!
23Joy comes to a man with the reply of his mouth. How good is a word at the right time!
24Lífsins vegur liggur upp á við fyrir hinn hyggna, til þess að hann lendi ekki niður í Helju.
24The path of life leads upward for the wise, to keep him from going downward to Sheol .
25Drottinn rífur niður hús dramblátra, en setur föst landamerki ekkjunnar.
25Yahweh will uproot the house of the proud, but he will keep the widow’s borders intact.
26Ill áform eru Drottni andstyggð, en hrein eru vingjarnleg orð.
26Yahweh detests the thoughts of the wicked, but the thoughts of the pure are pleasing.
27Sá kemur ólagi á heimilishag sinn, sem fíkinn er í rangfenginn gróða, en sá sem hatar mútugjafir, mun lifa.
27He who is greedy for gain troubles his own house, but he who hates bribes will live.
28Hjarta hins réttláta íhugar, hverju svara skuli, en munnur óguðlegra eys úr sér illsku.
28The heart of the righteous weighs answers, but the mouth of the wicked gushes out evil.
29Drottinn er fjarlægur óguðlegum, en bæn réttlátra heyrir hann.
29Yahweh is far from the wicked, but he hears the prayer of the righteous.
30Vingjarnlegt augnaráð gleður hjartað, góðar fréttir feita beinin.
30The light of the eyes rejoices the heart. Good news gives health to the bones.
31Eyra sem hlýðir á holla umvöndun, mun búa meðal hinna vitru.
31The ear that listens to reproof lives, and will be at home among the wise.
32Sá sem aga hafnar, fyrirlítur sjálfan sig, en sá sem hlýðir á umvöndun, aflar sér hygginda.Ótti Drottins er ögun til visku, og auðmýkt er undanfari virðingar.
32He who refuses correction despises his own soul, but he who listens to reproof gets understanding.
33Ótti Drottins er ögun til visku, og auðmýkt er undanfari virðingar.
33The fear of Yahweh teaches wisdom. Before honor is humility.