Icelandic

World English Bible

Proverbs

23

1Þegar þú situr til borðs með valdsherra, þá gæt þess vel, hvern þú hefir fyrir framan þig,
1When you sit to eat with a ruler, consider diligently what is before you;
2og set þér hníf á barka, ef þú ert matmaður.
2put a knife to your throat, if you are a man given to appetite.
3Lát þig ekki langa í kræsingar hans, því að þær eru svikul fæða.
3Don’t be desirous of his dainties, since they are deceitful food.
4Streist þú ekki við að verða ríkur, hættu að verja viti þínu til þess.
4Don’t weary yourself to be rich. In your wisdom, show restraint.
5Hvort skulu augu þín hvarfla til auðsins, sem er svo stopull? Því að sannlega gjörir hann sér vængi eins og örn, sem flýgur til himins.
5Why do you set your eyes on that which is not? For it certainly sprouts wings like an eagle and flies in the sky.
6Et eigi brauð hjá nískum manni og lát þig ekki langa í kræsingar hans,
6Don’t eat the food of him who has a stingy eye, and don’t crave his delicacies:
7því að hann er eins og maður, sem reiknar með sjálfum sér. ,,Et og drekk!`` segir hann við þig, en hjarta hans er eigi með þér.
7for as he thinks about the cost, so he is. “Eat and drink!” he says to you, but his heart is not with you.
8Bitanum, sem þú hefir etið, verður þú að æla upp aftur, og blíðmælum þínum hefir þú á glæ kastað.
8The morsel which you have eaten you shall vomit up, and lose your good words.
9Tala þú eigi fyrir eyrum heimskingjans, því að hann fyrirlítur hyggindi ræðu þinnar.
9Don’t speak in the ears of a fool, for he will despise the wisdom of your words.
10Fær þú eigi úr stað landamerki ekkjunnar og gakk þú eigi inn á akra munaðarleysingjanna,
10Don’t move the ancient boundary stone. Don’t encroach on the fields of the fatherless:
11því að lausnari þeirra er sterkur _ hann mun flytja mál þeirra gegn þér.
11for their Defender is strong. He will plead their case against you.
12Snú þú hjarta þínu að umvöndun og eyrum þínum að vísdómsorðum.
12Apply your heart to instruction, and your ears to the words of knowledge.
13Spara eigi aga við sveininn, því ekki deyr hann, þótt þú sláir hann með vendinum.
13Don’t withhold correction from a child. If you punish him with the rod, he will not die.
14Þú slær hann að sönnu með vendinum, en þú frelsar líf hans frá Helju.
14Punish him with the rod, and save his soul from Sheol .
15Son minn, þegar hjarta þitt verður viturt, þá gleðst ég líka í hjarta mínu,
15My son, if your heart is wise, then my heart will be glad, even mine:
16og nýru mín fagna, er varir þínar mæla það sem rétt er.
16yes, my heart will rejoice, when your lips speak what is right.
17Lát eigi hjarta þitt öfunda syndara, heldur ástunda guðsótta á degi hverjum,
17Don’t let your heart envy sinners; but rather fear Yahweh all the day long.
18því að vissulega er enn framtíð fyrir hendi, og von þín mun eigi að engu verða.
18Indeed surely there is a future hope, and your hope will not be cut off.
19Heyr þú, son minn, og ver vitur og stýr hjarta þínu rétta leið.
19Listen, my son, and be wise, and keep your heart on the right path!
20Ver þú ekki með drykkjurútum, með þeim, sem hvoma í sig kjöt,
20Don’t be among ones drinking too much wine, or those who gorge themselves on meat:
21því að drykkjurútar og mathákar verða snauðir, og svefnmók klæðir í tötra.
21for the drunkard and the glutton shall become poor; and drowsiness clothes them in rags.
22Hlýð þú föður þínum, sem hefir getið þig, og fyrirlít ekki móður þína, þótt hún sé orðin gömul.
22Listen to your father who gave you life, and don’t despise your mother when she is old.
23Kaup þú sannleika, og sel hann ekki, visku, aga og hyggindi.
23Buy the truth, and don’t sell it. Get wisdom, discipline, and understanding.
24Faðir réttláts manns fagnar, og sá sem gat vitran son, gleðst af honum.
24The father of the righteous has great joy. Whoever fathers a wise child delights in him.
25Gleðjist faðir þinn og móðir þín og fagni hún, sem fæddi þig.
25Let your father and your mother be glad! Let her who bore you rejoice!
26Son minn, gef mér hjarta þitt, og lát vegu mína vera þér geðfellda.
26My son, give me your heart; and let your eyes keep in my ways.
27Því að skækja er djúp gröf og léttúðardrós þröngur pyttur.
27For a prostitute is a deep pit; and a wayward wife is a narrow well.
28Já, hún liggur í leyni eins og ræningi og fjölgar hinum ótrúu meðal mannanna.
28Yes, she lies in wait like a robber, and increases the unfaithful among men.
29Hver æjar? hver veinar? hver á í deilum? hver kvartar? hver fær sár að þarflausu? hver rauð augu?
29Who has woe? Who has sorrow? Who has strife? Who has complaints? Who has needless bruises? Who has bloodshot eyes?
30Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum.
30Those who stay long at the wine; those who go to seek out mixed wine.
31Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður.
31Don’t look at the wine when it is red, when it sparkles in the cup, when it goes down smoothly.
32Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra.
32In the end, it bites like a snake, and poisons like a viper.
33Augu þín munu sjá kynlega hluti, og hjarta þitt mun mæla fláræði.
33Your eyes will see strange things, and your mind will imagine confusing things.
34Og þú munt vera eins og sá, sem liggur úti í miðju hafi, já, eins og sá, er liggur efst uppi á siglutré.,,Þeir hafa slegið mig, ég kenndi ekkert til, þeir hafa barið mig, ég varð þess ekki var. Hvenær mun ég vakna? Ég vil meira vín!``
34Yes, you will be as he who lies down in the midst of the sea, or as he who lies on top of the rigging:
35,,Þeir hafa slegið mig, ég kenndi ekkert til, þeir hafa barið mig, ég varð þess ekki var. Hvenær mun ég vakna? Ég vil meira vín!``
35“They hit me, and I was not hurt! They beat me, and I don’t feel it! When will I wake up? I can do it again. I can find another.”