1Vertu ekki hróðugur af morgundeginum, því að þú veist ekki, hvað dagurinn ber í skauti sínu.
1Don’t boast about tomorrow; for you don’t know what a day may bring forth.
2Lát aðra hrósa þér og ekki þinn eigin munn, óviðkomandi menn, en ekki þínar eigin varir.
2Let another man praise you, and not your own mouth; a stranger, and not your own lips.
3Steinar eru þungir, og sandurinn sígur í, en gremja afglapans er þyngri en hvort tveggja.
3A stone is heavy, and sand is a burden; but a fool’s provocation is heavier than both.
4Heiftin er grimm, og reiðin er svæsin, en hver fær staðist öfundina?
4Wrath is cruel, and anger is overwhelming; but who is able to stand before jealousy?
5Betri er opinber ofanígjöf en elska sem leynt er.
5Better is open rebuke than hidden love.
6Vel meint eru vinar sárin, en viðbjóðslegir kossar hatursmannsins.
6Faithful are the wounds of a friend; although the kisses of an enemy are profuse.
7Saddur maður treður hunangsseim undir fótum, en hungruðum manni þykir allt beiskt sætt.
7A full soul loathes a honeycomb; but to a hungry soul, every bitter thing is sweet.
8Eins og fugl, sem floginn er burt úr hreiðri sínu, svo er maður, sem flúinn er burt af heimili sínu.
8As a bird that wanders from her nest, so is a man who wanders from his home.
9Ilmolía og reykelsi gleðja hjartað, en indælli er vinur en ilmandi viður.
9Perfume and incense bring joy to the heart; so does earnest counsel from a man’s friend.
10Yfirgef eigi vin þinn né vin föður þíns og gakk eigi í hús bróður þíns á óheilladegi þínum. Betri er nábúi í nánd en bróðir í fjarlægð.
10Don’t forsake your friend and your father’s friend. Don’t go to your brother’s house in the day of your disaster: better is a neighbor who is near than a distant brother.
11Vertu vitur, sonur minn, og gleð hjarta mitt, svo að ég geti svarað þeim orði, sem smána mig.
11Be wise, my son, and bring joy to my heart, then I can answer my tormentor.
12Vitur maður sér ógæfuna og felur sig, en einfeldningarnir halda áfram og fá að kenna á því.
12A prudent man sees danger and takes refuge; but the simple pass on, and suffer for it.
13Tak þú skikkjuna af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan, tak veð af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir útlending.
13Take his garment when he puts up collateral for a stranger. Hold it for a wayward woman!
14Hver sem blessar náunga sinn snemma morguns með hárri raustu, það skal metið við hann sem formæling.
14He who blesses his neighbor with a loud voice early in the morning, it will be taken as a curse by him.
15Sífelldur þakleki í rigningatíð og þrasgjörn kona _ er hvað öðru líkt.
15A continual dropping on a rainy day and a contentious wife are alike:
16Sá er hana stöðvaði, gæti stöðvað vindinn og haldið olíu í hægri hendi sinni.
16restraining her is like restraining the wind, or like grasping oil in his right hand.
17Járn brýnir járn, og maður brýnir mann.
17Iron sharpens iron; so a man sharpens his friend’s countenance.
18Sá sem gætir fíkjutrés, mun eta ávöxt þess, og sá sem þjónar húsbónda sínum með virktum, mun heiður hljóta.
18Whoever tends the fig tree shall eat its fruit. He who looks after his master shall be honored.
19Eins og andlit horfir við andliti í vatni, svo er hjarta eins manns gagnvart öðrum.
19As water reflects a face, so a man’s heart reflects the man.
20Dánarheimar og undirdjúpin eru óseðjandi, svo eru og augu mannsins óseðjandi.
20 Sheol Sheol is the place of the dead. and Abaddon are never satisfied; and a man’s eyes are never satisfied.
21Deiglan er fyrir silfrið og bræðsluofninn fyrir gullið, og maðurinn er dæmdur eftir orðstír hans.
21The crucible is for silver, and the furnace for gold; but man is refined by his praise.
22Þótt þú steyttir afglapann í mortéli með stauti innan um grjón, þá mundi fíflska hans ekki við hann skilja.
22Though you grind a fool in a mortar with a pestle along with grain, yet his foolishness will not be removed from him.
23Haf nákvæmar gætur á útliti sauða þinna og veit hjörðunum athygli þína.
23Know well the state of your flocks, and pay attention to your herds:
24Því að auður varir ekki eilíflega, né heldur kóróna frá kyni til kyns.
24for riches are not forever, nor does even the crown endure to all generations.
25Sé heyið komið undan og grængresi komið í ljós, og hafi jurtir fjallanna verið hirtar,
25The hay is removed, and the new growth appears, the grasses of the hills are gathered in.
26þá átt þú lömb þér til klæðnaðar og geithafra til þess að kaupa fyrir akurog nóga geitamjólk þér til fæðslu, til fæðslu heimili þínu, og til viðurlífis þernum þínum.
26The lambs are for your clothing, and the goats are the price of a field.
27og nóga geitamjólk þér til fæðslu, til fæðslu heimili þínu, og til viðurlífis þernum þínum.
27There will be plenty of goats’ milk for your food, for your family’s food, and for the nourishment of your servant girls.