1Son minn, hafir þú gengið í ábyrgð fyrir náunga þinn, hafir þú gengið til handsala fyrir annan mann,
1My son, if you have become collateral for your neighbor, if you have struck your hands in pledge for a stranger;
2hafir þú ánetjað þig með orðum munns þíns, látið veiðast með orðum munns þíns,
2You are trapped by the words of your mouth. You are ensnared with the words of your mouth.
3þá gjör þetta, son minn, til að losa þig _ því að þú ert kominn á vald náunga þíns _ far þú, varpa þér niður og legg að náunga þínum.
3Do this now, my son, and deliver yourself, since you have come into the hand of your neighbor. Go, humble yourself. Press your plea with your neighbor.
4Lát þér eigi koma dúr á auga, né blund á brá.
4Give no sleep to your eyes, nor slumber to your eyelids.
5Losa þig eins og skógargeit úr höndum hans, eins og fugl úr höndum fuglarans.
5Free yourself, like a gazelle from the hand of the hunter, like a bird from the snare of the fowler.
6Far þú til maursins, letingi! skoða háttu hans og verð hygginn.
6Go to the ant, you sluggard. Consider her ways, and be wise;
7Þótt hann hafi engan höfðingja, engan yfirboðara eða valdsherra,
7which having no chief, overseer, or ruler,
8þá aflar hann sér samt vista á sumrin og dregur saman fæðu sína um uppskerutímann.
8provides her bread in the summer, and gathers her food in the harvest.
9Hversu lengi ætlar þú, letingi, að hvílast? hvenær ætlar þú að rísa af svefni?
9How long will you sleep, sluggard? When will you arise out of your sleep?
10Sofa ögn enn, blunda ögn enn, leggja saman hendurnar ögn enn til að hvílast!
10A little sleep, a little slumber, a little folding of the hands to sleep:
11Þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður.
11so your poverty will come as a robber, and your scarcity as an armed man.
12Varmenni, illmenni er sá, sem gengur um með fláttskap í munni,
12A worthless person, a man of iniquity, is he who walks with a perverse mouth;
13sem deplar augunum, gefur merki með fótunum, bendir með fingrunum,
13who winks with his eyes, who signals with his feet, who motions with his fingers;
14elur fláræði í hjarta sínu, upphugsar ávallt illt, kveikir illdeilur.
14in whose heart is perverseness, who devises evil continually, who always sows discord.
15Fyrir því mun ógæfa skyndilega yfir hann koma, snögglega mun hann sundurmolast og engin lækning fást.
15Therefore his calamity will come suddenly. He will be broken suddenly, and that without remedy.
16Sex hluti hatar Drottinn og sjö eru sálu hans andstyggð:
16There are six things which Yahweh hates; yes, seven which are an abomination to him:
17drembileg augu, lygin tunga og hendur sem úthella saklausu blóði,
17haughty eyes, a lying tongue, hands that shed innocent blood;
18hjarta sem bruggar glæpsamleg ráð, fætur sem fráir eru til illverka,
18a heart that devises wicked schemes, feet that are swift in running to mischief,
19ljúgvottur sem lygar mælir, og sá er kveikir illdeilur meðal bræðra.
19a false witness who utters lies, and he who sows discord among brothers.
20Varðveit þú, son minn, boðorð föður þíns og hafna eigi viðvörun móður þinnar.
20My son, keep your father’s commandment, and don’t forsake your mother’s teaching.
21Fest þau á hjarta þitt stöðuglega, bind þau um háls þinn.
21Bind them continually on your heart. Tie them around your neck.
22Þegar þú ert á gangi, þá leiði þau þig, þegar þú hvílist, vaki þau yfir þér, og þegar þú vaknar, þá ræði þau við þig.
22When you walk, it will lead you. When you sleep, it will watch over you. When you awake, it will talk with you.
23Því að boðorð er lampi og viðvörun ljós og agandi áminningar leið til lífsins,
23For the commandment is a lamp, and the law is light. Reproofs of instruction are the way of life,
24með því að þær varðveita þig fyrir vondri konu, fyrir hálli tungu hinnar lauslátu.
24to keep you from the immoral woman, from the flattery of the wayward wife’s tongue.
25Girnst eigi fríðleik hennar í hjarta þínu og lát hana eigi töfra þig með augnahárum sínum.
25Don’t lust after her beauty in your heart, neither let her captivate you with her eyelids.
26Því að skækja fæst fyrir einn brauðhleif, og hórkona sækist eftir dýru lífi.
26For a prostitute reduces you to a piece of bread. The adulteress hunts for your precious life.
27Getur nokkur borið svo eld í barmi sínum, að föt hans sviðni ekki?
27Can a man scoop fire into his lap, and his clothes not be burned?
28Eða getur nokkur gengið á glóðum án þess að brenna sig á fótunum?
28Or can one walk on hot coals, and his feet not be scorched?
29Svo fer þeim, sem hefir mök við konu náunga síns, enginn sá kemst klakklaust af, sem hana snertir.
29So is he who goes in to his neighbor’s wife. Whoever touches her will not be unpunished.
30Fyrirlíta menn eigi þjófinn, þó að hann steli til þess að seðja hungur sitt?
30Men don’t despise a thief, if he steals to satisfy himself when he is hungry:
31Og náist hann, verður hann að borga sjöfalt, verður að láta allar eigur húss síns.
31but if he is found, he shall restore seven times. He shall give all the wealth of his house.
32En sá sem drýgir hór með giftri konu, er vitstola, sá einn gjörir slíkt, er tortíma vill sjálfum sér.
32He who commits adultery with a woman is void of understanding. He who does it destroys his own soul.
33Högg og smán mun hann hljóta, og skömm hans mun aldrei afmáð verða.
33He will get wounds and dishonor. His reproach will not be wiped away.
34Því að afbrýði er karlmanns-reiði, og hann hlífir ekki á hefndarinnar degi.Hann lítur ekki við neinum bótum og friðast eigi, þótt þú ryðjir í hann gjöfum.
34For jealousy arouses the fury of the husband. He won’t spare in the day of vengeance.
35Hann lítur ekki við neinum bótum og friðast eigi, þótt þú ryðjir í hann gjöfum.
35He won’t regard any ransom, neither will he rest content, though you give many gifts.