1Heyr, spekin kallar og hyggnin lætur raust sína gjalla.
1Doesn’t wisdom cry out? Doesn’t understanding raise her voice?
2Uppi á hæðunum við veginn, þar sem göturnar kvíslast _ stendur hún.
2On the top of high places by the way, where the paths meet, she stands.
3Við hliðin, þar sem gengið er út úr borginni, þar sem gengið er inn um dyrnar, kallar hún hátt:
3Beside the gates, at the entry of the city, at the entry doors, she cries aloud:
4Til yðar, menn, tala ég, og raust mín hljómar til mannanna barna.
4“To you men, I call! I send my voice to the sons of mankind.
5Þér óreyndu, lærið hyggindi, og þér heimskingjar, lærið skynsemi.
5You simple, understand prudence. You fools, be of an understanding heart.
6Hlýðið á, því að ég tala það sem göfuglegt er, og varir mínar tjá það sem rétt er.
6Hear, for I will speak excellent things. The opening of my lips is for right things.
7Því að sannleika mælir gómur minn og guðleysi er viðbjóður vörum mínum.
7For my mouth speaks truth. Wickedness is an abomination to my lips.
8Einlæg eru öll orð munns míns, í þeim er ekkert fals né fláræði.
8All the words of my mouth are in righteousness. There is nothing crooked or perverse in them.
9Öll eru þau einföld þeim sem skilning hefir, og blátt áfram fyrir þann sem hlotið hefir þekkingu.
9They are all plain to him who understands, right to those who find knowledge.
10Takið á móti ögun minni fremur en á móti silfri og fræðslu fremur en úrvals gulli.
10Receive my instruction rather than silver; knowledge rather than choice gold.
11Því að viska er betri en perlur, og engir dýrgripir jafnast á við hana.
11For wisdom is better than rubies. All the things that may be desired can’t be compared to it.
12Ég, spekin, er handgengin hyggindunum og ræð yfir ráðdeildarsamri þekking.
12“I, wisdom, have made prudence my dwelling. Find out knowledge and discretion.
13Að óttast Drottin er að hata hið illa, drambsemi og ofdramb og illa breytni og fláráðan munn _ það hata ég.
13The fear of Yahweh is to hate evil. I hate pride, arrogance, the evil way, and the perverse mouth.
14Mín er ráðspekin og framkvæmdarsemin, ég er hyggnin, minn er krafturinn.
14Counsel and sound knowledge are mine. I have understanding and power.
15Fyrir mína hjálp ríkja konungarnir og úrskurða höfðingjarnir réttvíslega.
15By me kings reign, and princes decree justice.
16Fyrir mína hjálp stjórna stjórnendurnir og tignarmennin _ allir valdsmenn á jörðu.
16By me princes rule; nobles, and all the righteous rulers of the earth.
17Ég elska þá sem mig elska, og þeir sem leita mín, finna mig.
17I love those who love me. Those who seek me diligently will find me.
18Auður og heiður eru hjá mér, ævagamlir fjármunir og réttlæti.
18With me are riches, honor, enduring wealth, and prosperity.
19Ávöxtur minn er betri en gull og gimsteinar og eftirtekjan eftir mig betri en úrvals silfur.
19My fruit is better than gold, yes, than fine gold; my yield than choice silver.
20Ég geng á götu réttlætisins, á stigum réttarins miðjum,
20I walk in the way of righteousness, in the midst of the paths of justice;
21til þess að gefa þeim sanna auðlegð, er elska mig, og fylla forðabúr þeirra.
21That I may give wealth to those who love me. I fill their treasuries.
22Drottinn skóp mig í upphafi vega sinna, á undan öðrum verkum sínum, fyrir alda öðli.
22“Yahweh possessed me in the beginning of his work, before his deeds of old.
23Frá eilífð var ég sett til valda, frá upphafi, áður en jörðin var til.
23I was set up from everlasting, from the beginning, before the earth existed.
24Ég fæddist áður en hafdjúpin urðu til, þá er engar vatnsmiklar lindir voru til.
24When there were no depths, I was brought forth, when there were no springs abounding with water.
25Áður en fjöllunum var hleypt niður, á undan hæðunum fæddist ég,
25Before the mountains were settled in place, before the hills, I was brought forth;
26áður en hann skapaði völl og vengi og fyrstu moldarkekki jarðríkis.
26while as yet he had not made the earth, nor the fields, nor the beginning of the dust of the world.
27Þegar hann gjörði himininn, þá var ég þar, þegar hann setti hvelfinguna yfir hafdjúpið,
27When he established the heavens, I was there; when he set a circle on the surface of the deep,
28þegar hann festi skýin uppi, þegar uppsprettur hafdjúpsins komust í skorður,
28when he established the clouds above, when the springs of the deep became strong,
29þegar hann setti hafinu takmörk, til þess að vötnin færu eigi lengra en hann bauð, þegar hann festi undirstöður jarðar.
29when he gave to the sea its boundary, that the waters should not violate his commandment, when he marked out the foundations of the earth;
30Þá stóð ég honum við hlið sem verkstýra, og ég var yndi hans dag hvern, leikandi mér fyrir augliti hans alla tíma,
30then I was the craftsman by his side. I was a delight day by day, always rejoicing before him,
31leikandi mér á jarðarkringlu hans, og hafði yndi mitt af mannanna börnum.
31Rejoicing in his whole world. My delight was with the sons of men.
32Og nú, þér yngismenn, hlýðið mér, því að sælir eru þeir, sem varðveita vegu mína.
32“Now therefore, my sons, listen to me, for blessed are those who keep my ways.
33Hlýðið á aga, svo að þér verðið vitrir, og látið hann eigi sem vind um eyrun þjóta.
33Hear instruction, and be wise. Don’t refuse it.
34Sæll er sá maður, sem hlýðir mér, sem vakir daglega við dyr mínar og geymir dyrastafa minna.
34Blessed is the man who hears me, watching daily at my gates, waiting at my door posts.
35Því að sá sem mig finnur, finnur lífið og hlýtur blessun af Drottni.En sá sem missir mín, skaðar sjálfan sig. Allir þeir, sem hata mig, elska dauðann.
35For whoever finds me, finds life, and will obtain favor from Yahweh.
36En sá sem missir mín, skaðar sjálfan sig. Allir þeir, sem hata mig, elska dauðann.
36But he who sins against me wrongs his own soul. All those who hate me love death.”