Italian: Riveduta Bible (1927)

Icelandic

Proverbs

19

1Meglio un povero che cammina nella sua integrità, di colui ch’è perverso di labbra ed anche stolto.
1Betri er fátækur maður, sem framgengur í ráðvendni sinni, heldur en lævís lygari og heimskur að auki.
2L’ardore stesso, senza conoscenza, non è cosa buona: e chi cammina in fretta sbaglia strada.
2Kapp er best með forsjá, og sá sem hraðar sér, misstígur sig.
3La stoltezza dell’uomo ne perverte la via, ma il cuor di lui s’irrita contro l’Eterno.
3Flónska mannsins steypir fyrirtækjum hans, en hjarta hans illskast við Drottin.
4Le ricchezze procurano gran numero d’amici, ma il povero è abbandonato anche dal suo compagno.
4Auður fjölgar vinum, en fátækur maður verður vinum horfinn.
5Il falso testimonio non rimarrà impunito, e chi spaccia menzogne non avrà scampo.
5Falsvottur sleppur ekki óhegndur, og sá sem fer með lygar, kemst ekki undan.
6Molti corteggiano l’uomo generoso, e tutti sono amici dell’uomo munificente.
6Margir reyna að koma sér í mjúkinn hjá tignarmanninum, og allir eru vinir þess, sem gjafir gefur.
7Tutti i fratelli del povero l’odiano, quanto più gli amici suoi s’allontaneranno da lui! Ei li sollecita con parole, ma già sono scomparsi.
7Allir bræður hins snauða hata hann, hversu miklu fremur firrast þá vinir hans hann.
8Chi acquista senno ama l’anima sua; e chi serba con cura la prudenza troverà del bene.
8Sá sem aflar sér hygginda, elskar líf sitt, sá sem varðveitir skynsemi, mun gæfu hljóta.
9Il falso testimonio non rimarrà impunito, e chi spaccia menzogne perirà.
9Falsvottur sleppur ekki óhegndur, og sá sem fer með lygar, tortímist.
10Vivere in delizie non s’addice allo stolto; quanto meno s’addice allo schiavo dominare sui principi!
10Sællífi hæfir eigi heimskum manni, hvað þá þræli að drottna yfir höfðingjum.
11Il senno rende l’uomo lento all’ira, ed egli stima sua gloria il passar sopra le offese.
11Hyggni mannsins gjörir hann seinan til reiði, og það er honum til frægðar að ganga fram hjá mótgjörðum.
12L’ira del re è come il ruggito d’un leone, ma il suo favore è come rugiada sull’erba.
12Konungsreiði er eins og ljónsöskur, en hylli hans sem dögg á grasi.
13Un figliuolo stolto è una grande sciagura per suo padre, e le risse d’una moglie sono il gocciolar continuo d’un tetto.
13Heimskur sonur er föður sínum sönn óhamingja, og konuþras er sífelldur þakleki.
14Casa e ricchezze sono un’eredità dei padri, ma una moglie giudiziosa è un dono dell’Eterno.
14Hús og auður er arfur frá feðrunum, en skynsöm kona er gjöf frá Drottni.
15La pigrizia fa cadere nel torpore, e l’anima indolente patirà la fame.
15Letin svæfir þungum svefni, og iðjulaus maður mun hungur þola.
16Chi osserva il comandamento ha cura dell’anima sua, ma chi non si dà pensiero della propria condotta morrà.
16Sá sem varðveitir boðorðið, varðveitir líf sitt, en sá deyr, sem ekki hefir gát á vegum sínum.
17Chi ha pietà del povero presta all’Eterno, che gli contraccambierà l’opera buona.
17Sá lánar Drottni, er líknar fátækum, og hann mun launa honum góðverk hans.
18Castiga il tuo figliuolo, mentre c’è ancora speranza, ma non ti lasciar andare sino a farlo morire.
18Aga þú son þinn, því að enn er von, en farðu eigi svo langt, að þú deyðir hann.
19L’uomo dalla collera violenta dev’esser punito; ché, se lo scampi, dovrai tornare daccapo.
19Sá sem illa reiðist, verður að greiða sekt, því að ætlir þú að bjarga, gjörir þú illt verra.
20Ascolta il consiglio e ricevi l’istruzione, affinché tu diventi savio per il resto della vita.
20Hlýð þú ráðum og tak umvöndun, til þess að þú verðir vitur eftirleiðis.
21Ci sono molti disegni nel cuor dell’uomo, ma il piano dell’Eterno è quello che sussiste.
21Mörg eru áformin í mannshjartanu, en ráðsályktun Drottins stendur.
22Ciò che rende caro l’uomo è la bontà, e un povero val più d’un bugiardo.
22Unun mannsins er kærleiksverk hans, og betri er fátækur maður en lygari.
23Il timor dell’Eterno mena alla vita; chi l’ha si sazia, e passa la notte non visitato da alcun male.
23Ótti Drottins leiðir til lífs, þá hvílist maðurinn mettur, verður ekki fyrir neinni ógæfu.
24Il pigro tuffa la mano nel piatto, e non fa neppur tanto da portarla alla bocca.
24Latur maður dýfir hendinni ofan í skálina, en ekki nennir hann að bera hana aftur upp að munninum.
25Percuoti il beffardo, e il semplice si farà accorto; riprendi l’intelligente, e imparerà la scienza.
25Sláir þú spottarann, verður hinn einfaldi hygginn, og sé vandað um við skynsaman mann, lærir hann hyggindi.
26Il figlio che fa vergogna e disonore, rovina suo padre e scaccia sua madre.
26Sá sem misþyrmir föður sínum og rekur burt móður sína, slíkur sonur fremur smán og svívirðing.
27Cessa, figliuol mio, d’ascoltar l’istruzione, se ti vuoi allontanare dalle parole della scienza.
27Hættu, son minn, að hlýða á umvöndun, ef það er til þess eins, að þú brjótir á móti skynsamlegum orðum.
28Il testimonio iniquo si burla della giustizia, e la bocca degli empi trangugia l’iniquità.
28Samviskulaus vottur gjörir gys að réttinum, og munnur óguðlegra gleypir rangindi.Refsidómar eru búnir spotturunum og högg baki heimskingjanna.
29I giudici son preparati per i beffardi e le percosse per il dosso degli stolti.
29Refsidómar eru búnir spotturunum og högg baki heimskingjanna.