1Figliuol mio, non dimenticare il mio insegnamento, e il tuo cuore osservi i miei comandamenti,
1Son minn, gleym eigi kenning minni, og hjarta þitt varðveiti boðorð mín,
2perché ti procureranno lunghi giorni, anni di vita e di prosperità.
2því að langa lífdaga og farsæl ár og velgengni munu þau veita þér í ríkum mæli.
3Bontà e verità non ti abbandonino; lègatele al collo, scrivile sulla tavola del tuo cuore;
3Kærleiki og trúfesti munu aldrei yfirgefa þig. Bind þau um háls þér, rita þau á spjald hjarta þíns,
4troverai così grazia e buon senno agli occhi di Dio e degli uomini.
4þá munt þú ávinna þér hylli og fögur hyggindi, bæði í augum Guðs og manna.
5Confidati nell’Eterno con tutto il cuore, e non t’appoggiare sul tuo discernimento.
5Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit.
6Riconoscilo in tutte le tue vie, ed egli appianerà i tuoi sentieri.
6Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta.
7Non ti stimar savio da te stesso; temi l’Eterno e ritirati dal male;
7Þú skalt ekki þykjast vitur, óttast Drottin og forðast illt,
8questo sarà la salute del tuo corpo, e un refrigerio alle tue ossa.
8það mun verða heilnæmt fyrir líkama þinn og hressandi fyrir bein þín.
9Onora l’Eterno con i tuoi beni e con le primizie d’ogni tua rendita;
9Tigna Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þinnar,
10i tuoi granai saran ripieni d’abbondanza e i tuoi tini traboccheranno di mosto.
10þá munu hlöður þínar verða nægtafullar og vínberjalögurinn flóa út af vínlagarþróm þínum.
11Figliuol mio, non disdegnare la correzione dell’Eterno, e non ti ripugni la sua riprensione;
11Son minn, lítilsvirð eigi ögun Drottins og lát þér eigi gremjast umvöndun hans,
12ché l’Eterno riprende colui ch’egli ama, come un padre il figliuolo che gradisce.
12því að Drottinn agar þann, sem hann elskar, og lætur þann son kenna til, sem hann hefir mætur á.
13Beato l’uomo che ha trovato la sapienza, e l’uomo che ottiene l’intelligenza!
13Sæll er sá maður, sem öðlast hefir speki, sá maður, sem hyggindi hlotnast.
14Poiché il guadagno ch’essa procura è preferibile a quel dell’argento, e il profitto che se ne trae val più dell’oro fino.
14Því að betra er að afla sér hennar en að afla silfurs, og arðurinn af henni ágætari en gull.
15Essa è più pregevole delle perle, e quanto hai di più prezioso non l’equivale.
15Hún er dýrmætari en perlur, og allir dýrgripir þínir jafnast ekki á við hana.
16Lunghezza di vita è nella sua destra; ricchezza e gloria nella sua sinistra.
16Langir lífdagar eru í hægri hendi hennar, auður og mannvirðingar í vinstri hendi hennar.
17Le sue vie son vie dilettevoli, e tutti i suoi sentieri sono pace.
17Vegir hennar eru yndislegir vegir og allar götur hennar velgengni.
18Essa è un albero di vita per quei che l’afferrano, e quei che la ritengon fermamente sono beati.
18Hún er lífstré þeim, sem grípa hana, og sæll er hver sá, er heldur fast í hana.
19Con la sapienza l’Eterno fondò la terra, e con l’intelligenza rese stabili i cieli.
19Drottinn grundvallaði jörðina með visku, festi himininn af hyggjuviti.
20Per la sua scienza gli abissi furono aperti, e le nubi distillano la rugiada.
20Fyrir þekking hans mynduðust hafdjúpin og drýpur döggin úr skýjunum.
21Figliuol mio, queste cose non si dipartano mai dagli occhi tuoi! Ritieni la saviezza e la riflessione!
21Son minn, varðveit þú visku og gætni, lát þær eigi víkja frá augum þínum,
22Esse saranno la vita dell’anima tua e un ornamento al tuo collo.
22þá munu þær verða líf sálu þinni og prýði fyrir háls þinn.
23Allora camminerai sicuro per la tua via, e il tuo piede non inciamperà.
23Þá muntu ganga óhultur veg þinn og eigi drepa við fæti.
24Quando ti metterai a giacere non avrai paura; giacerai, e il sonno tuo sarà dolce.
24Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú, mun svefninn verða vær.
25Non avrai da temere i sùbiti spaventi, né la ruina degli empi, quando avverrà;
25Þú þarft ekki að óttast skyndilega hræðslu, né eyðilegging hinna óguðlegu, þegar hún dynur yfir.
26perché l’Eterno sarà la tua sicurezza, e preserverà il tuo piede da ogn’insidia.
26Því að Drottinn mun vera athvarf þitt og varðveita fót þinn, að hann verði eigi fanginn.
27Non rifiutare un benefizio a chi vi ha diritto, quand’è in tuo potere di farlo.
27Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er á þínu valdi að gjöra það.
28Non dire al tuo prossimo: "Va’ e torna" e "te lo darò domani", quand’hai di che dare.
28Seg þú ekki við náunga þinn: ,,Far og kom aftur! á morgun skal ég gefa þér`` _ ef þú þó átt það til.
29Non macchinare il male contro il tuo prossimo, mentr’egli abita fiducioso con te.
29Brugga eigi illt gegn náunga þínum, þegar hann býr öruggur hjá þér.
30Non intentar causa ad alcuno senza motivo, allorché non t’ha fatto alcun torto.
30Deil ekki við neinn að ástæðulausu, ef hann hefir ekki gjört þér neitt mein.
31Non portare invidia all’uomo violento, e non scegliere alcuna delle sue vie;
31Öfunda ekki ofbeldismanninn og haf engar mætur á neinum gjörðum hans.
32poiché l’Eterno ha in abominio l’uomo perverso, ma l’amicizia sua è per gli uomini retti.
32Því að andstyggð er sá Drottni, er afvega fer, en ráðvandir menn alúðarvinir hans.
33La maledizione dell’Eterno è nella casa dell’empio, ma egli benedice la dimora dei giusti.
33Bölvun Drottins er yfir húsi hins óguðlega, en bústað réttlátra blessar hann.
34Se schernisce gli schernitori, fa grazia agli umili.
34Spottsama spottar hann, en lítillátum veitir hann náð.Vitrir menn munu heiður hljóta, en heimskingjar bera smán úr býtum.
35I savi erederanno la gloria, ma l’ignominia è la parte degli stolti.
35Vitrir menn munu heiður hljóta, en heimskingjar bera smán úr býtum.