Italian: Riveduta Bible (1927)

Icelandic

Psalms

106

1Alleluia! Celebrate l’Eterno, perch’egli è buono, perché la sua benignità dura in perpetuo.
1Halelúja! Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.
2Chi può raccontare le gesta dell’Eterno, o pubblicar tutta la sua lode?
2Hver getur sagt frá máttarverkum Drottins, kunngjört allan lofstír hans?
3Beati coloro che osservano ciò ch’è prescritto, che fanno ciò ch’è giusto, in ogni tempo!
3Sælir eru þeir, sem gæta réttarins, sem iðka réttlæti alla tíma.
4O Eterno, ricordati di me, con la benevolenza che usi verso il tuo popolo; visitami con la tua salvazione,
4Minnst þú mín, Drottinn, með velþóknun þeirri, er þú hefir á lýð þínum, vitja mín með hjálpræði þínu,
5affinché io vegga il bene de’ tuoi eletti, mi rallegri dell’allegrezza della tua nazione, e mi glori con la tua eredità.
5að ég megi horfa með unun á hamingju þinna útvöldu, gleðjast yfir gleði þjóðar þinnar, fagna með eignarlýð þínum.
6Noi e i nostri padri abbiamo peccato, abbiamo commesso l’iniquità, abbiamo agito empiamente.
6Vér höfum syndgað ásamt feðrum vorum, höfum breytt illa og óguðlega.
7I nostri padri non prestarono attenzione alle tue maraviglie in Egitto; non si ricordarono della moltitudine delle tue benignità, ma si ribellarono presso al mare, al Mar rosso.
7Feður vorir í Egyptalandi gáfu eigi gætur að dásemdarverkum þínum, minntust eigi þinnar miklu miskunnar og sýndu Hinum hæsta þrjósku hjá Hafinu rauða.
8Nondimeno egli li salvò per amor del suo nome, per far conoscere la sua potenza.
8Þó hjálpaði hann þeim sakir nafns síns til þess að kunngjöra mátt sinn.
9Sgridò il Mar rosso ed esso si seccò; li condusse attraverso gli abissi come attraverso un deserto.
9Hann hastaði á Hafið rauða, svo að það þornaði upp, og lét þá ganga um djúpin eins og um eyðimörk.
10E li salvò dalla mano di chi li odiava, e li redense dalla mano del nemico.
10Hann frelsaði þá af hendi hatursmanna þeirra og leysti þá af hendi óvinanna.
11E le acque copersero i loro avversari; non ne scampò neppur uno.
11Vötnin huldu fjendur þeirra, ekki einn af þeim komst undan.
12Allora credettero alle sue parole, e cantarono la sua lode.
12Þá trúðu þeir orðum hans, sungu honum lof.
13Ben presto dimenticarono le sue opere; non aspettaron fiduciosi l’esecuzione dei suoi disegni,
13En þeir gleymdu fljótt verkum hans, treystu eigi á ráð hans.
14ma si accesero di cupidigia nel deserto, e tentarono Dio nella solitudine.
14Þeir fylltust lysting í eyðimörkinni og freistuðu Guðs í öræfunum.
15Ed egli dette loro quel che chiedevano, ma mandò la consunzione nelle loro persone.
15Þá veitti hann þeim bæn þeirra og sendi þeim megurð.
16Furon mossi d’invidia contro Mosè nel campo, e contro Aaronne, il santo dell’Eterno.
16Þá öfunduðust þeir við Móse í herbúðunum, við Aron, hinn heilaga Drottins.
17La terra s’aprì, inghiottì Datan e coperse il sèguito d’Abiram.
17Jörðin opnaðist og svalg Datan og huldi flokk Abírams,
18Un fuoco s’accese nella loro assemblea, la fiamma consumò gli empi.
18eldur kviknaði í flokki þeirra, loginn brenndi hina óguðlegu.
19Fecero un vitello in Horeb, e adorarono un’immagine di getto;
19Þeir bjuggu til kálf hjá Hóreb og lutu steyptu líkneski,
20così mutarono la loro gloria nella figura d’un bue che mangia l’erba.
20og létu vegsemd sína í skiptum fyrir mynd af uxa, er gras etur.
21Dimenticarono Dio, loro salvatore, che avea fatto cose grandi in Egitto,
21Þeir gleymdu Guði, frelsara sínum, þeim er stórvirki gjörði í Egyptalandi,
22cose maravigliose nel paese di Cham, cose tremende al Mar rosso.
22dásemdarverk í landi Kams, óttaleg verk við Hafið rauða.
23Ond’egli parlò di sterminarli; ma Mosè, suo eletto, stette sulla breccia dinanzi a lui per stornar l’ira sua onde non li distruggesse.
23Þá hugði hann á að tortíma þeim, ef Móse, hans útvaldi, hefði eigi gengið fram fyrir hann og borið af blakið, til þess að afstýra reiði hans, svo að hann skyldi eigi tortíma.
24Essi disdegnarono il paese delizioso, non credettero alla sua parola;
24Þeir fyrirlitu hið unaðslega land og trúðu eigi orðum hans.
25e mormorarono nelle loro tende, e non dettero ascolto alla voce dell’Eterno.
25Þeir mögluðu í tjöldum sínum og hlýddu eigi á raust Drottins.
26Ond’egli, alzando la mano, giurò loro che li farebbe cader nel deserto,
26Þá lyfti hann hendi sinni gegn þeim og sór að láta þá falla í eyðimörkinni,
27che farebbe perire la loro progenie fra le nazioni e li disperderebbe per tutti i paesi.
27tvístra niðjum þeirra meðal þjóðanna og dreifa þeim um löndin.
28Si congiunsero anche con Baal-Peor e mangiarono dei sacrifizi dei morti.
28Þeir dýrkuðu Baal Peór og átu fórnir dauðra skurðgoða.
29Così irritarono Iddio colle loro azioni, e un flagello irruppe fra loro.
29Þeir egndu hann til reiði með athæfi sínu, og braust því út plága meðal þeirra.
30Ma Fineas si levò e fece giustizia, e il flagello fu arrestato.
30En Pínehas gekk fram og skar úr, og þá staðnaði plágan.
31E ciò gli fu imputato come giustizia per ogni età, in perpetuo.
31Og honum var reiknað það til réttlætis, frá kyni til kyns, að eilífu.
32Lo provocarono ad ira anche alle acque di Meriba, e venne del male a Mosè per cagion loro;
32Þeir reittu hann til reiði hjá Meríba-vötnum, þá fór illa fyrir Móse þeirra vegna,
33perché inasprirono il suo spirito ed egli parlò sconsigliatamente con le sue labbra.
33því að þeir sýndu þrjósku anda hans, og honum hrutu ógætnisorð af vörum.
34Essi non distrussero i popoli, come l’Eterno avea loro comandato;
34Þeir eyddu eigi þjóðunum, er Drottinn hafði boðið þeim,
35ma si mescolarono con le nazioni, e impararono le opere d’esse:
35heldur lögðu þeir lag sitt við heiðingjana og lærðu athæfi þeirra.
36e servirono ai loro idoli, i quali divennero per essi un laccio;
36Þeir dýrkuðu skurðgoð þeirra, og þau urðu þeim að snöru,
37e sacrificarono i loro figliuoli e le loro figliuole ai demoni,
37þeir færðu að fórnum sonu sína og dætur sínar illum vættum
38e sparsero il sangue innocente, il sangue dei loro figliuoli e delle loro figliuole, che sacrificarono agl’idoli di Canaan; e il paese fu profanato dal sangue versato.
38og úthelltu saklausu blóði, blóði sona sinna og dætra, er þeir fórnfærðu skurðgoðum Kanaans, svo að landið vanhelgaðist af blóðskuldinni.
39Essi si contaminarono con le loro opere, e si prostituirono coi loro atti.
39Þeir saurguðust af verkum sínum og frömdu tryggðrof með athæfi sínu.
40Onde l’ira dell’Eterno si accese contro il suo popolo, ed egli ebbe in abominio la sua eredità.
40Þá upptendraðist reiði Drottins gegn lýð hans, og hann fékk viðbjóð á arfleifð sinni.
41E li dette nelle mani delle nazioni, e quelli che li odiavano li signoreggiarono.
41Hann gaf þá á vald heiðingjum, og hatursmenn þeirra drottnuðu yfir þeim.
42E i loro nemici li oppressero, e furono umiliati sotto la loro mano.
42Óvinir þeirra þjökuðu þá, og þeir urðu að beygja sig undir vald þeirra.
43Molte volte li liberò, ma essi si ribellavano, seguendo i loro propri voleri, e si rovinavano per la loro iniquità.
43Mörgum sinnum bjargaði hann þeim, en þeir sýndu þrjósku í ráði sínu og urðu að lúta sakir misgjörðar sinnar.
44Tuttavia, volse a loro lo sguardo quando furono in distretta, quando udì il loro grido;
44Samt leit hann á neyð þeirra, er hann heyrði kvein þeirra.
45e si ricordò per loro del suo patto, e si pentì secondo la moltitudine delle sue benignità.
45Hann minntist sáttmála síns við þá og aumkaðist yfir þá sakir sinnar miklu miskunnar
46Fece loro anche trovar compassione presso tutti quelli che li aveano menati in cattività.
46og lét þá finna miskunn hjá öllum þeim er höfðu haft þá burt hernumda.
47Salvaci, o Eterno, Iddio nostro, e raccoglici di fra le nazioni, affinché celebriamo il tuo santo nome, e mettiamo la nostra gloria nel lodarti.
47Hjálpa þú oss, Drottinn, Guð vor, og safna oss saman frá þjóðunum, að vér megum lofa þitt heilaga nafn, víðfrægja lofstír þinn.Lofaður sé Drottinn, Ísraels Guð, frá eilífð til eilífðar. Og allur lýðurinn segi: Amen! Halelúja.
48Benedetto sia l’Eterno, l’Iddio d’Israele, d’eternità in eternità! E tutto il popolo dica: Amen! Alleluia.
48Lofaður sé Drottinn, Ísraels Guð, frá eilífð til eilífðar. Og allur lýðurinn segi: Amen! Halelúja.